Morgunblaðið - 07.11.2020, Side 47

Morgunblaðið - 07.11.2020, Side 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL í fjölskyldufyrirtæki þeirra Ísflex ehf. og lærður snyrtifræðingur. Hún stundar jóga af kappi og hefur æft með sama jógahópnum í fjölda ára. Foreldrar hennar voru Karl Springer, f. 6.11. 1904, d. 7.3. 1979, og Else Springer, f. 28.2. 1909, 17.3. 2001. Þau bjuggu í Suður- Þýskalandi þar sem Ingrid ólst upp. Börn Óttars og Ingridar eru: 1) Esther Angelica, f. 25.10. 1965, fv. flugfreyja hjá Icelandair, gift Ólafi Bergmann Svavarssyni, véla- og iðnrekstrarfræðingi. Sonur þeirra er Óttarr Bergmann, f. 2.5. 2004. Dóttir Estherar af fyrra hjónabandi er Alexandra Ingrid Hafliðadóttir, f. 1.6. 1993, atvinnu- flugmaður, í sambúð með Leifi Ara- syni og eiga þau soninn Arnald Ara. Dóttir Ólafs af fyrra hjónabandi er Lúcía Sigrún fatahönnuður, f. 21.5. 1986, í sambúð með Bram Van der Stocken og eiga þau börnin Óliver Aldar, Hörpu Nótt og Sögu Lóu. 2) Íris Kristína, f. 4.7. 1971, aðstoð- armaður þingflokks Miðflokksins á Alþingi. Synir hennar úr fyrra hjónabandi eru Þorsteinn Arnar Þorsteinsson, f. 11.8. 2005, og Matt- hías Dagur Þorsteinsson, f. 11.5. 2008. Foreldar Óttars voru Ísafold Teitsdóttir hjúkrunarkona, f. 17.1. 1907, d. 29.12. 1996, og Halldór Jóns- son stórkaupmaður, f. 16.1. 1916, d. 23.2. 1977. Óttarr Arnar Halldórsson Guðlaug Ottadóttir húsfreyja á Þyrli á Hvalfjarðarströnd og Indriðastöðum í Skorradal Jóhann Torfason bóndi á Indriðastöðum í Skorradal Málfríður Jóhannsdóttir húsfreyja á Horni, Fitjasókn, Borg. Teitur Erlendsson bóndi á Horni, Fitjasókn, Borg., Stóru- Drageyri og Horni, Skorradalshreppi Ísafold Teitsdóttir hjúkrunarkona í Vestmannaeyjum Ragnhildur Bergþórsdóttir húsfreyja víða í Skorradal Erlendur Magnússon bóndi í Neðrahreppi, Andarkíl, Hreppskoti í Skorradal og víðar Ólöf Jónsdóttir vinnukona á Silfrastöðum og Álfgeirsvöllum, Skagafirði. Fór til Vesturheims 1891 Halldór Benedikt Jakobsson bóndi á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, Kirkjubæjarsókn. Drukknaði. Kristín Halldórsdóttir húsfreyja á Litlasteinsvaði, Kirkjubæ og Hallfreðarstaðahjáleigu, N-Múl. Jón Sigfússon bóndi á Litlasteinsvaði, Kirkjubæ og Hallfreðarstaðahjáleigu, N-Múl. Margrét Bjarnadóttir vinnukona á Snotrunesi, N-Múl og bústýra á Geirastöðum, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. Sigfús Sigurgeirsson frá Snotrunesi, N-Múl., vinnumaður og bóndi í Borgarf. eystra. Drukknaði. Úr frændgarði Óttars Arnars Halldórssonar Halldór Jónsson stórkaupmaður í Reykjavík Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ARNALDUR, VINSAMLEGAST STATTU FJARRI STRAUMROFANUM.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... verkurinn í hjartanu. OG Í FINGRINUM SEM ÉG NOTA TIL AÐ KVEIKJA Á RAFMAGNS- DÓSA OPNARANUM ÉG MEIDDI MIG Í BAKINU… LÆKNIR! og í hálsinum… JEMINN ALMÁTTUGUR VESALINGS LITLI ÍKORNINN DATT ÚR TRÉNU ÞARNA! HINN ÍKORNINN ER AÐ REYNA AÐ HJÁLPA HONUM! HVAR FALDIRÐU HNETURNAR?! „ÞÚ GETUR ALDREI RAUNVERULEGA HATAÐ EINHVERN FYRR EN ÞÚ HEFUR LÆRT AÐ HATA SJÁLFAN ÞIG.” Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Framan á gildvöxnu Gunnu. Gjarnan á katli og tunnu. Nafni því kalla má kúna. Kynni ég hljóðfæri núna. Eysteinn Pétursson svarar: Svera Gunna bumbu ber. Bumba á tunnu og katli er. Bumba gild má kallast kýr. Kom frá bumbu ómur skýr. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Bústin er bumban á Gunnu. Bumba’ er á katli og tunnu. Hún er og heiti á kú og hljóðfæri. Það ’eld ég nú. Guðrún B. leysir gátuna svona: Bumban á gildvöxnu Gunnu greitt rekst í bumbu á tunnu. Þó Bumbu á básnum hún styggi, bumburnar slær líkt og Siggi. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Blasir við bumban á Gunnu. Bumba á katli og tunnu. Bumbu svo kalla má kúna. Kliða læt bumbuna núna. Síðan er limra: Benóný borðaði mikið og bumban tróðst út fyrir vikið. Þegar hann sat að sínum mat, þá setti hann trog undir spikið. Og loks ný gáta eftir Guðmund: Dagur rís í austurátt, öðlast líf að nýju mátt, senn á himni sólin skín, og svo er hérna gáta fín: Daufur hann í dálkinn er. Dugar vel til styrktar þér. Felling er á segli sá. Síðan mishæð landi á. Þessi limra, „Fjölskylduþankar“, fylgdi lausn Helga R. Einarssonar: Gott er að vera góður og gæta síns minnsta bróður og yfirleitt þótt löngum mjög ljótt að lúberja sína móður. Gamall húsgangur í lokin: Ég vildi að ég ætti mér hest og hey, heita sæng og væna mey, mjólk að drekka mína lyst, myndi ég ekki kvíða fyrst. Halldór Blöndal halldorblondal@siment.is Vísnahorn Barlómsbumban er slegin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.