Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
England
Brighton – Burnley ................................. 0:0
Jóhann Berg Guðmundsson var allan
tímann á bekknum hjá Burnley.
Southampton – Newcastle....................... 2:0
Staðan:
Southampton 8 5 1 2 16:12 16
Liverpool 7 5 1 1 17:15 16
Leicester 7 5 0 2 17:9 15
Tottenham 7 4 2 1 18:9 14
Everton 7 4 1 2 15:11 13
Wolves 7 4 1 2 8:8 13
Chelsea 7 3 3 1 16:9 12
Aston Villa 6 4 0 2 15:9 12
Arsenal 7 4 0 3 9:7 12
Manch.City 6 3 2 1 9:8 11
Newcastle 8 3 2 3 10:13 11
Leeds 7 3 1 3 13:13 10
Crystal Palace 7 3 1 3 8:11 10
West Ham 7 2 2 3 13:10 8
Manch.Utd 6 2 1 3 9:13 7
Brighton 8 1 3 4 11:14 6
Fulham 7 1 1 5 7:14 4
WBA 7 0 3 4 6:16 3
Burnley 7 0 2 5 3:12 2
Sheffield Utd 7 0 1 6 3:10 1
Holland
B-deild:
Den Bosch – Jong PSV............................ 1:2
Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 89
mínúturnar með Jong PSV og lagði upp
mark.
Danmörk
B-deild:
Fredericia – Viborg................................. 1:1
Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn með
Fredericia.
Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan
leikinn með Viborg.
Evrópudeildin
Valencia – Olimpia Mílanó ................. 86:81
Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók
4 fráköst og stal 1 bolta fyrir Valencia á 14
mínútum.
Eiður Smári Guðjohnsen verður
þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu
næstu tvö árin. Logi Ólafsson hætt-
ir sem þjálfari liðsins en verður
tæknilegur ráðgjafi knatt-
spyrnudeildar félagsins. Eiður
Smári og Logi tóku saman við þjálf-
un liðsins í sumar eftir að Ólafur
Kristjánsson hætti störfum til að
taka við Esbjerg í Danmörku. FH-
ingurinn Davíð Þór Viðarsson, sem
lagði skóna á hilluna í fyrra, verður
aðstoðarþjálfari liðsins en hann var
fyrirliði liðsins um árabil og varð
Íslandsmeistari sjö sinnum.
Eiður Smári
stýrir FH-ingum
Morgunblaðið/Sigurður Ragnars
Hafnarfjörður Eiður Smári Guð-
johnsen stýrir FH-ingum.
Ólafur Jóhannesson er hættur sem
þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í
knattspyrnu en hann stýrði liðinu á
nýliðnu Íslandsmóti ásamt Rúnari
Páli Sigmundssyni. Stjarnan hafn-
aði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar.
Ólafur samdi við Garðbæinga í
fyrra eftir að hafa stýrt Völsurum
og gert þá meðal annars að tvöföld-
um Íslandsmeisturum. Ólafur gerði
tveggja ára samning við Stjörnuna
en segir nú skilið við félagið eftir
aðeins eitt tímabil. „Ég kveð félagið
sáttur og með söknuði,“ er haft eft-
ir Ólafi í fréttatilkynningu.
Morgunblaðið/Eggert
Farinn Ólafur Jóhannesson hefur
sagt skilið við Stjörnuna.
Ólafur yfirgefur
Garðabæinn
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sveindís Jane Jónsdóttir er besti
leikmaður úrvalsdeildar kvenna í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildar-
innar, samkvæmt einkunnagjöf
Morgunblaðsins, annað árið í röð.
Sveindís fékk 21 M í 15 leikjum með
Breiðabliki í sumar. Lék hún aðeins
einn leik án þess að fá M og þá skor-
aði hún 14 mörk í 15 deildarleikjum
á sínu fyrsta tímabili með Breiða-
bliki. Sveindís var lánuð til Kópa-
vogsfélagsins fyrir tímabilið frá
Keflavík og fagnaði Íslandsmeist-
aratitlinum í fyrsta skipti þegar
tímabilið var blásið af, en Breiðablik
var með 42 stig, tveimur stigum
meira en Valur, og með leik til góða
þegar leik var hætt á Íslandsmótinu.
Vorum langbesta liðið
„Þetta var ótrúlega flott tímabil
hjá okkur og við erum mjög sáttar
þótt það sé leiðinlegt að hafa ekki
fengið að klára tímabilið, en við
sættum okkur alveg við þetta. Þetta
var orðið svolítið langdregið og mað-
ur var farinn að bíða eftir að tíma-
bilið yrði blásið af,“ sagði Sveindís
við Morgunblaðið. Hún segir að
Breiðablik sé verðskuldaður Ís-
landsmeistari í ár. „Við unnum báða
leikina við Val með markatölunni 5:0
og ég held það sé óhætt að segja að
við vorum langbesta liðið í deildinni
í ár.“
Breiðablik tapaði ekki leik á síð-
ustu leiktíð en þurfti þrátt fyrir það
að sætta sig við annað sætið á eftir
Val. Sveindís segir liðið hafa verið
hungrað í að fara einu skrefi lengra
í ár. „Þær töpuðu ekki leik í fyrra en
náðu samt ekki að verða Íslands-
meistarar. Við töpuðum einum leik
núna en sem betur fer misstum við
ekki af titlinum. Þær voru mjög
hungraðar í þennan titil núna.“
Fall í fyrra, meistari í ár
Sveindís var lánuð til Breiðabliks
eftir að hún féll úr efstu deild með
Keflavík á síðasta ári, en það var
hennar fyrsta ár í efstu deild.
Fyrstu tvö árin í deild þeirra bestu
hafa því verið afar ólík; fall og
meistaratitill. „Þetta hafa verið tvö
mjög ólík sumur hjá mér. Ég er á
toppnum núna en akkúrat á hinum
endanum á síðasta tímabili. Það var
mjög svekkjandi að falla í fyrra og
að sjálfsögðu ekkert sem við ætl-
uðum okkur. Það er gaman að sjá að
þær fóru beint aftur upp, það var
mikilvægt,“ sagði Sveindís, en
Keflavík hafnaði í öðru sæti 1. deild-
arinnar í sumar og tryggði sér því
sæti í efstu deild á ný.
Sveindís er ánægð með eigin
frammistöðu á tímabilinu, eins og
gefur að skilja, en eina markmiðið
sem hún setti sér fyrir tímabilið var
að komast í liðið. Hún gerði það og
töluvert betur.
Sátt við eigin frammistöðu
„Ég get alveg sagt að ég er frekar
sátt. Ég bjóst ekki alveg við að
byrja alla leikina en ég vann mig inn
í liðið og fannst ég eiga skilið að
vera í byrjunarliðinu. Ég er mjög
ánægð með mína frammistöðu.
Markmiðin mín snerust um að kom-
ast í liðið og ná góðu sambandi við
stelpurnar. Það voru svoleiðis mark-
mið hjá mér, en ég setti mér ekki
markmið um hversu mörg mörk ég
ætlaði að skora. Ég ætlaði að koma
mér inn í liðið og spila eins mikið og
ég gæti.“
Framherjinn var aðeins 14 ára
þegar hún lék sinn fyrsta leik með
Keflavík og voru leikirnir í deild og
bikar orðnir 80 þegar hún fór til
Breiðabliks. Hún viðurkennir að það
sé auðveldara að spila með Breiða-
bliki þar sem hún fær meiri þjón-
ustu en hjá Keflavík. „Það eru að-
eins betri leikmenn hjá Breiðabliki
en hjá Keflavík. Breiðablik spilar
öðruvísi bolta og meiri sóknarbolta.
Ég fékk ekki mikla aðstoð hjá
Keflavík, þær voru mjög aftarlega
og ég var oft ein frammi og þurfti að
gera mikið sjálf. Ég fékk meiri að-
stoð í Blikaliðinu og það er helsti
munurinn.“
Þrennan stóð upp úr
Sveindís gerði sér lítið fyrir og
skoraði þrennu í 4:0-heimasigri
Breiðabliks á Val í toppslag 21. júlí á
Kópavogsvelli. Hún segir það topp-
inn á góðu tímabili, ásamt útisigr-
inum á Val 3. október, en það reynd-
ist síðasti leikurinn á tímabilinu.
„Það er held ég hápunkturinn að
skora þessa þrennu. Það var geggj-
að að skora þrennu á móti Val og
svo að vinna þær á útivelli var líka
rosalega gaman. Þá vorum við eig-
inlega búnar að tryggja okkur tit-
ilinn og það hefði verið gaman að fá
að taka á móti honum þá,“ sagði
Sveindís og hló. „Þá var þetta næst-
um því komið hjá okkur. Toppurinn
á þessu tímabili var að vinna Val í
bæði skiptin og sérstaklega á
heimavelli þegar ég skora þrennu.“
Æðislegt að fá tækifæri
með landsliðinu
Gott ár varð enn betra þegar
Sveindís var valin í A-landsliðið fyr-
ir heimaleikina við Lettland og Sví-
þjóð í undankeppni EM í sept-
ember. Hún byrjaði landsliðsferilinn
með látum því eftir 32 mínútur í
fyrsta landsleiknum gegn Lettum
var Sveindís búin að skora tvö
mörk. Hún var verðlaunuð með
byrjunarliðssæti gegn Svíþjóð þar
sem hún lagði upp mark í 1:1-
jafntefli. Sveindís var svo enn og
aftur í byrjunarliðinu er Ísland
þurfti að sætta sig við 0:2-tap á úti-
velli gegn Svíþjóð í síðasta mánuði.
Sveindís, sem er enn þá bara 19 ára,
var ánægð með upplifunina.
„Það var æðislegt að fá tækifærið
með landsliðinu. Ég var smá stress-
uð fyrst en ég þurfti þess ekki, þetta
eru frábærar stelpur og frábær hóp-
ur. Þær tóku vel á móti mér og ég
var mjög ánægð með þetta. Ég var
aðeins stressuð þegar ég kom inn í
Breiðabliksliðið, en ég þekkti svo
margar þar úr yngri landsliðum.
Það var meira stress að koma inn í
A-landsliðið. Ég er ótrúlega ánægð
með þessa byrjun hjá landsliðinu og
að fá þetta traust frá Jóni Þóri. Það
er alls ekki sjálfgefið að vera í byrj-
unarliðinu í öllum þessum leikjum
og ég var mjög ánægð með það.“
Eins og áður hefur komið fram
var Sveindís lánuð til Breiðabliks
frá Keflavík. Lánssamningurinn er
nú á enda og er hún orðin leikmaður
Keflavíkur á nýjan leik. Hún reikn-
ar ekki með að spila með Keflavík
næsta sumar. „Þetta var bara láns-
samningur hjá Breiðabliki og ég er
komin aftur til Keflavíkur. Ég hef
ekki ákveðið hvað ég ætla að gera
en mér finnst mjög ólíklegt að ég
spili með Keflavík næsta sumar,“
viðurkenndi Sveindís.
Vill spila með besta liði heims
Hún er ekki viss hvað tekur við,
en Sveindís hefur verið orðuð við fé-
lög fyrir utan landsteinana og þá
sérstaklega í Svíþjóð, en hún virðist
hafa heillað sænsk félög með
frammistöðu sinni í landsleikjunum.
„Ég veit ekki hvort ég held áfram
hjá Breiðabliki eða fer út. Þetta er
allt í vinnslu. Ég hef ekki fengið
neitt sent á mig persónulega þar
sem umboðsmaðurinn minn sér um
allt svona. Ég er ekki mikið að
skoða þetta núna þar sem ég ætlaði
að skoða þetta eftir tímabilið og það
er mjög stutt síðan tímabilið klár-
aðist. Umboðsmaðurinn hefur sagt
mér að einhver lið hafi sýnt áhuga
en ég veit ekki hvaða lið það eru.“
Sveindís ætlar sér að fara alla leið
í fótboltanum og er hann nú í algjör-
um forgangi eftir að hún útskrif-
aðist úr Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja. „Ég veit mig langar í
háskóla en á meðan ég veit ekki
hvað mig langar að læra er fótbolt-
inn númer eitt, tvö og þrjú. Ég ætla
mér að ná eins langt og hægt er og
komast í besta lið í heimi,“ sagði
Sveindís Jane Jónsdóttir ákveðin.
Ætla mér að
ná eins langt
og hægt er
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hápunktur Sveindís Jane skoraði þrennu í sigri á Val í toppslag 23. júlí á
Kópavogsvelli. Breiðablik vann 4:0-sigur og svo 1:0-sigur í útileiknum.
Sveindís best annað árið í röð
Verðlaunuð með sæti í landsliðinu
Anton Sveinn McKee synti 100
metra bringusund á ISL-mótaröðinni í
Búdapest í Ungverjalandi í gærmorgun
og hafnaði í fjórða sæti. Anton synti á
tímanum 57,71 sekúndu í gær en ein-
ungis 13 dagar eru liðnir frá því hann
setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet
í greininni á tímanum 56,30.
Varalið PSV Eindhoven vann sinn
fjórða leik á tímabilinu í hollensku B-
deildinni í fótbolta í gærkvöld er liðið
lagði Den Bosch á útivelli, 2:1. Krist-
ófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði
PSV-liðsins og lagði upp fyrsta mark
leiksins á Fodé Fofana á 9. mínútu, en
hann gerði bæði mörk PSV. Kristófer
fór af velli á 89. mínútu.
Knattspyrnumaðurinn Jóhann Lax-
dal hefur lagt skóna á hilluna en hann
er þrítugur. Jóhann hefur alla tíð leikið
með Stjörnunni, alls 240 keppnisleiki.
Í leikjunum 240 skoraði Jóhann 14
mörk. Bakvörðurinn lék sjö leiki með
Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni á ný-
liðinni leiktíð. Hann er annar leikja-
hæsti leikmaður félagsins í efstu
deild, á eftir bróður sínum, Daníel
Laxdal.
Forráðamenn Manchester United
eru í viðræðum við Mauricio Pochett-
ino um að verða nýr knattspyrnustjóri
liðsins en núverandi stjórinn, Ole
Gunnar Solskjær, er orðinn valtur í
sessi. Samuel Luckhurst, fréttamaður
Manchester Evening News, segir frá
því að United sé í viðræðum við Arg-
entínumanninn sem stýrði síðast Tott-
enham með góðum árangri, kom liðinu
meðal annars í úrslit Meistaradeild-
arinnar.
Eitt
ogannað