Morgunblaðið - 07.11.2020, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
jafnréttismálum. Þegar ég var lítil
fannst mér skemmtilegast að lesa
sögur þar sem sterkar stelpur höfðu
afgerandi áhrif á atburðarásina og
tóku til sinna ráða,“ segir Nína
Björk Jónsdóttir sem sent hefur frá
sér bókina Íslandsdætur.
Í bókinni er í 44 köflum sögð saga
jafnmargra framúrskarandi kvenna
sem hafa haft áhrif á samtíma sinn
og skilið eftir sig merkilega arfleifð.
Sú elsta fæddist um 830 og sú
yngsta 1986. Sumar eru þekktar
fyrir hugrekki og staðfestu eða fyrir
að hafa upplifað ótrúlegar þrek-
raunir og tekist á við þær af seiglu
og áræði. Fjallað er um braut-
ryðjendur, landkönnuði, stjórnmála-
konur og konur sem börðust fyrir
jafnrétti kynjanna, konur í atvinnu-
lífinu, iðnaði og sjómennsku,
menntakonur og konur sem vakið
hafa athygli fyrir vísindastörf sín,
íþróttaafrek, ritstörf, tónsmíðar eða
aðrar listir.
Skemmtilegur húmor
Auður Ýr Elísabetardóttir mynd-
höfundur hefur unnið portrett af öll-
um konunum sem fjallað er um í
bókinni. „Ég er mjög ánægð með
myndirnar hennar, sem fanga vel
karakter þessara ólíku kvenna. Það
er greinilegt að hún ber mikla virð-
ingu fyrir myndefni sínu, en á sama
tíma ríkir líka skemmtilegur húmor í
myndunum.“
Aðspurð segir Nína Björk hug-
myndina að bókinni hafa kviknað
2018 þegar hún var að segja börn-
unum sínum, Trausta Þór og Krist-
ínu Hrafnhildi, frá landnámi Íslands.
Á þeim tíma bjuggu þau í Genf þar
sem Nína Björk starfaði sem vara-
fastafulltrúi Íslands og staðgengill
sendiherra, en áður hafði hún gegnt
sömu stöðu í París. Í dag starfar hún
sem forstöðumaður viðskiptaþjón-
ustu í utanríkisráðuneytinu, en í
störfum sínum fyrir utanríkisþjón-
ustuna hefur hún oft unnið með jafn-
réttismál, m.a. á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna, á sviði loftslagsmála
og í utanríkisviðskiptum.
Fór að safna konum
„Ég hef alltaf haft áhuga á sög-
unni og fundist gaman að leiða hug-
ann að því hvernig hlutirnir voru hér
áður fyrr, enda ótrúlegt til þess að
hugsa hvernig lífið var á Íslandi á
árum og öldum áður með tilheyrandi
fátækt og harðri lífsbaráttu. Fjar-
lægðin við Ísland meðan við bjugg-
um erlendis hjálpaði mér að sjá bet-
ur hvað væri séríslenskt og hvað
væri spennandi og áhugavert í okkar
sögu sem gaman væri að miðla. Með
börn í útlöndum fannst mér líka
mikilvægt að hjálpa þeim að læra og
þekkja allt það sem íslenskt er og
þekkja rætur sínar,“ segir Nína
Björk, sem fór fljótlega eftir að hug-
myndin kviknaði markvisst að safna
sögum af áhugaverðum, sterkum og
sjálfstæðum konum. „Stundum
rakst ég á áhugaverðar konur fyrir
tilviljun,“ segir Nína Björk og bend-
ir á að í vinnuferð með erlenda gesti
til Hóla í Hjaltadal hafi séra Solveig
Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup
sagt hópnum frá Halldóru Guð-
brandsdóttur, sem á 17. öld var
fyrsta konan til að stýra biskupsstóli
á Íslandi.
Kófið hjálpaði við skrifin
„Ég notaði góðan tíma til að safna
konum áður en ég fór leika mér að
því að skrifa texta bókarinnar,“ seg-
ir Nína Björk og upplýsir að bókar-
skrifin hafi setið á hakanum þegar
hún fluttist búferlaflutningum frá
Genf til Íslands ásamt börnum sín-
um. „Hugmyndin var samt alltaf að
minna á sig, því mig langaði að til
væri svona bók sem ég gæti lesið
með börnunum mínum,“ segir Nína
Björk og tekur fram að hún sé ekki
frá því að kófið í vor hafi hjálpað sér
að klára bókina.
„Það mátti ekki hitta neinn og í
stað þess að horfa á Netflix þegar
börnin voru sofnuð settist ég við
grúsk og skrif. Þetta verkefni kallaði
svo sterkt á mig og mig langaði til að
klára það þegar ég var búin að fá vil-
yrði fyrir útgáfu,“ segir Nína Björk
sem leitaði fanga víða í heimildar-
öflun sinni. Nefnir hún í því sam-
hengi ævisögur, sjálfsævisögur,
ýmiss konar sagnfræðirit og greinar
úr Lesbók Morgunblaðsins auk þess
sem hún átti samtöl við ættingja og
konurnar sjálfar.
Algjör töffari á hestbaki
Aðspurð segir Nína Björk það
hafa verið erfitt að velja aðeins 44
konur inn í bókina. „Það er fullt af
merkilegum konum sem ekki eru í
þessari bók, en auðvitað er ómögu-
legt að gera tæmandi yfirlit yfir
merkar konur í Íslandssögunni og til
okkar daga, sem betur fer! En í raun
má líta á bókina sem sýnishorn. Ég
var líka að leita að áhugaverðum
sögum í kringum konurnar sem ég
valdi. Ef ég fann skemmtilega sögu
um það hvernig konan komst í nám
eða lét draum sinn rætast fannst
mér gaman að draga það fram.
Dæmi um þetta er Kristín Jóns-
dóttir myndlistarkona sem var
algjör töffari og ferðaðist ein um
Ísland á hestbaki, með trönurnar
sínar, pensla og liti í leit að mynd-
efni. Eftir að hún stofnaði fjölskyldu
varð erfiðara fyrir hana að fara í
langar ferðir um Ísland og þá flutti
hún náttúruna inn í stofu til sín og
fór að mála myndir af blómum sem
hún ræktaði sjálf,“ segir Nína Björk,
sem dáist að hugmyndaauðgi og
sjálfsbjargarviðleitni kvennanna.
Margar hugmyndir í kollinum
„Mér fannst líka mikilvægt að
bakgrunnur og viðfangsefni
kvennanna væru ólík, þannig að les-
endur fyndu eitthvað við sitt hæfi
sama hvert þeirra áhugasvið er. Það
er svo mikilvægt að hvetja börn,
bæði stelpur og stráka, til að gera
það sem þau langar að gera og vera
þau sjálf, hvort sem það felur í sér að
vera með nefið ofan í bókum eða allt-
af úti að spila fótbolta. Þegar fyrir
hendi eru góðar fyrirmyndir er
miklu auðveldara að láta sig dreyma
og hugsa stórt,“ segir Nína Björk og
áréttar að fjöldi frambærilegra
kvenna í Íslandssögunni sé það
mikill að hæglega væri hægt að
skrifa framhaldsbók.
Þótt Íslandsdætur sé fyrsta bók
Nínu Bjarkar er hún ekki ókunnug
skrifum, enda hefur hún skrifað
bæði stuttverk og leikrit í fullri
lengd sem leikfélagið Hugleikur og
önnur leikfélög hafa sýnt. Spurð
hvort hún hyggist í auknum mæli
einbeita sér að skapandi skrifum
segist Nína Björk vera með margar
hugmyndir í kollinum, sérstaklega
að barnabókum. „En ég er náttúr-
lega í fullri vinnu við annað, sem er
bæði gefandi og skemmtileg, auk
þess að ala upp tvö börn. Það verður
því bara að koma í ljós hvort og hve-
nær ég sest einhvern tímann niður
og kem öllum þessum hugmyndum á
blað. Kannski dembi ég mér í það að
skrifa barnabækur þegar ég fer á
eftirlaun!“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mæðgur Kristín Hrafnhildur og Nína Björk Jónsdóttir með nýju bókina.
Víðförul Guðríður Þorbjarnar-
dóttir séð með augum Auðar Ýrar
Elísabetardóttur myndhöfundar.
Mikilvægt að þekkja rætur sínar
Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur fjallar um 44 framúrskarandi konur í Íslandssögunni
„Það er svo mikilvægt að hvetja börn til að gera það sem þau langar að gera og vera þau sjálf“
Ken Hensley, gítar- og hljómborðs-
leikari rokksveitarinnar Uriah
Heep, sem naut mikill vinsælda á
áttunda áratugnum, er látinn 75
ára að aldri. Er hans meðal annrs
minnst fyrir að hafa átt mikinn þátt
í að gefa hljómborðinu mikilvægan
sess í þungarokki þess tíma.
Hensley var höfundur margra af
þekktustu laga Uriah Heep og fé-
lagi hans úr sveitinni, Mick Box,
segir í minningarorðum að þau
undirbyggi tónlistarlega arfleifð
sem muni lifa í hjarta aðdáenda.
Hensley samdi til að mynda og
söng eitt þekktasta lag Uriah Heep,
„Lady in Black“ og hann samdi líka
annan vinsælan slagara, „Easy
Livin’“.
Það var árið 1969 sem Hensley
gekk í hljómsveitina Spice sem
breytti nafninu fljótlega eftir það í
Uriah Heep. Hann lék með sveitinni
allan áttunda áratuginn og á þeim
tíma sendi hún frá sér 13 plötur.
Hann hætti í Uriah Heep 1980.
Ken Hensley úr Uriah Heep látinn
Ljósmynd/Wikipedia
Rokkari Ken Hensley samdi sum vinsæl-
ustu laga Uriah Heep á sínum tíma.
Nýjar og áhuga-
verðar bækur
fyrir börn og
unglinga sem eru
að koma út þessa
dagana verða til
umfjöllunar í
„Fjölskyldustund
á laugardögum“
í Bókasafni
Kópavogs næstu
laugardaga.
Guðrún Lára
Pétursdóttir bókmenntafræðingur
ræðir þá við höfunda nýútkominna
bóka og þeir lesa úr verkum sínum
og segja frá.
Viðburðirnir verða sendir út á
facebooksíðum Menningarhúsanna
í Kópavogi og Bókasafns Kópavogs
og verða einnig aðgengilegir eftir
að útsendingu lýkur.
Til umfjöllunar í dag verður bók-
in Vertu þú! Litríkar sögur af fjöl-
breytileikanum eftir þær Ingileif
Friðriksdóttur og Maríu Rut Krist-
insdóttur. Höfundarnir lesa úr bók
sinni og ræða við Guðrúnu Láru um
fjölbreytileikann í allri sinni dýrð.
Dagskráin hefst klukkan 13 í dag.
Höfundar segja frá og lesa úr Vertu þú!
Ingileif Friðriks-
dóttir og María Rut
Kristinsdóttir.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
. .
Full
flottu efni
fyrir alla
aldurshópa
Jólablað