Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 53

Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 53
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dan Christensen heillaðist sem ung- ur drengur af myndasögum og gat setið við tímunum saman og samið og teiknað slíkar sögur. Fátt vissi hann betra en góða liti og teikni- áhöld og hinn mikli áhugi á mynda- sögum hófst þegar sjónvarpið á æskuheimilinu bilaði. Foreldrar hans voru ekkert að flýta sér með það á verkstæði, segir hann blaða- manni og brosir með augunum en munnurinn sést ekki fyrir sóttvarna- grímu. Christensen ólst upp í Ari- zona og hafði lítinn áhuga á íþrótt- um. Auk þess var steikjandi hiti á sumrin og Christensen hafði lítinn áhuga á að vera úti að leika sér undir slíkum kringumstæðum. Betra þótti honum að vera inni að teikna. Við erum staddir í Alliance franc- aise við Tryggvagötu þar sem verk hans eru til sýnis, svarthvítar síður úr myndasögum, haganlega gerðar. Christensen er staddur hér á landi á vegum sendiráðs Frakklands, Centre Intermondes de la Rochelle og Institut Français, dvöl hans nán- ar tiltekið tilkomin vegna listamannaskipta við Centre Inter- mondes de la Rochelle í Frakklandi. Næsta sumar mun íslenskum teikn- ara eða rithöfundi gefast tækifæri á að dvelja í La Rochelle, frönsku hafnarborginni sem Christensen býr og starfar í. Christensen er bandarískur, fæddur árið 1972 og stundaði nám við listaháskólann í Angoulême í Frakklandi. Hreifst hann svo af landi og þjóð að hann hefur búið í landinu allar götur síðan. Mynda- sögubækur hans eru á frönsku en hann þýðir líka bandarískar teikni- myndasögur yfir á frönsku og kenn- ir Frökkum ensku, að því er fram kemur í samtali hans við blaðamann. Nú dvelur Christensen í Gunnars- húsi á vegum Rithöfundasambands Íslands og segist hæstánægður með aðstöðuna þar. Christensen mun ekki aðeins vinna að verkum sínum hér heldur einnig kenna börnum frá 11 til 15 ára aldurs í Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Mun hann kenna í tímum hjá Bjarna Hinrikssyni sem á líka að baki nám við listaháskólann í Angoulême. Dan verður auk þess með vinnustofur fyrir áhugasama hjá Alliance francaise og tekur þátt í viðburðum á vegum Íslenska myndasögusamfélagsins. Nóg komið af hetjusögum Christensen sýnir blaðamanni nokkrar bækur sem hann hefur teiknað. Ein þeirra fjallar um skylm- ingakappa og segist hann lengi hafa leitað útgefanda og það í sjálfu heimalandi Skyttnanna þriggja. Þrjár bera yfirskriftina Paranormal og segir Christensen þær ofurhetju- sögur en sagðar frá sjónarhorni ill- mennanna, hinna svokölluðu ofur- skúrka. „Mér fannst nóg komið af sögum frá sjónarhorni góðu gaur- anna,“ útskýrir Christensen. Hann segist hafa rætt við bandarískan lög- regluþjón við undirbúning fyrstu sögunnar sem hafi bent honum á að heimurinn væri ekki svarthvítur heldur væru ótalmargir grátónar. „Hann sagði fangelsin full af sak- lausu fólki eða öllu heldur fólki sem héldi að það væri saklaust,“ segir Christensen og hann hafi þá fengið þessa hugmynd, að segja sögu frá sjónarhorni ofurskúrksins og kanna ástæðurnar fyrir því að skúrkurinn kaus þessa leið í lífinu. Christensen segir alltaf hafa kom- ið sér á óvart og angrað sig að engin skýring væri gefin á hegðun ill- mennanna í bandarískum ofurhetju- myndasögum. Þau væru einfaldlega illmenni og nytu þess að vera ill- menni. Þannig hafi það verið lengst af og ekki kafað í sálarlíf illmenn- anna fyrr en á seinni tímum. Nefnir Christensen Magneto, illmennið í sögunum um X-mennina. Christensen segir bandarískar myndasögur einkum ofurhetjusögur og segist hafa séð sína fyrstu Tinna- bók þegar hann var tvítugur. Þegar hann var barn og unglingur þekkti hann því ekkert til myndasagna frá öðrum heimsálfum. Heill heimur hafi opnast fyrir honum þegar hann fór að kynna sér þær og þá m.a. franskar og belgískar myndasögur og manga frá Japan. „Þegar ég flutti til Frakklands og hóf nám í lista- skóla uppgötvaði ég höfunda sem ég vissi ekki að væru til og var furðu- lostinn yfir því hvað þeir voru færir og algjörlega ólíkir þeim sem ég hafði kynnst áður,“ segir Christen- sen. Meðal þess sem kom honum á óvart var persónusköpunin, sem var mun meira lagt í en í bandarískum myndasögum. „Í mínum huga eru virkilega góðir gaurar og virkilega vondir ekki til, í raun og veru. Þetta er bara fólk og ég vildi kanna það. Það er eitthvað gott í fari allra og allir eiga sér líka myrka hlið, eru hreyknir af ....einhverju í fari sínu en skammast sín fyrir annað,“ útskýrir Christensen. Í evrópsku myndasög- unum sé miklu meira lagt í bak- grunn persónanna. Mun fleiri rammar í Evrópu Fleira er ólíkt með bandarískum og evrópskum myndasögum því Christensen bendir líka á uppbygg- ingu hverrar síðu, rammana og stærð þeirra og fjölda. Hann segir frönsku sögurnar mun þéttari, fleiri ramma á hverri síðu þar sem hver síða sé stærri í sniðum. Rammarnir séu á bilinu átta til tólf en sjaldnar fleiri en sex í bandarískum mynda- sögum. Christensen segir þó alltaf undantekningar á þessum reglum. Evrópsku sögurnar eru því nær því að vera grafískar skáldsögur (e. graphic novel) en þær bandarísku. Christensen sýnir blaðamanni dæmi úr eigin bók, einni þeirra í Paranormal-syrpunni. Tólf rammar eru á síðunni sem hann sýnir, miklu fleiri en venja er í bandarískum myndasögum en sagan þó í ætt við þær, bæði útlitslega og að innihaldi, þ.e. snúningar á ofurhetjuhefðina. Þóttu ýmist of franskar eða of bandarískar Mikil myndasagnahefð og -menn- ing er í Frakklandi og þeir eru margir teiknararnir sem fá verk sín ekki útgefin. Christensen segist vissulega hafa þurft að bíta á jaxlinn og halda sínu striki þegar útgef- endur höfnuðu verkunum hans á ár- um áður. „Mér gekk illa að finna út- gefanda að Paranormal-sögunum. Frökkum þótti þær of bandarískar og Bandaríkjamönnum þótti þær of franskar,“ segir hann og hlær við. „En ég get ekki teiknað eða sagt sögurnar með öðrum hætti, þetta er bara minn frásagnarstíll,“ segir Christensen. Á endanum hafi hann þó fundið útgefanda að sögunum og allt endað vel. Christensen segist hafa lært af þessu að gefast ekki upp og hafa trú á sjálfum sér og sinni listsköpun. Hann bendir á að Charles Schulz, faðir Smáfólksins (e. Peanuts), hafi fengið svo margar hafnanir að hann hafi þakið einn af veggjum vinnu- stofu sinnar með þeim. Annað dæmi eru svo forlögin sem höfnuðu fyrstu bókinni um Harry Potter. „Þannig að þið skuluð þrauka,“ segir Chris- tensen kíminn og beinir orðum sín- um að ungum listamönnum sem mætt hafa slíkri andstöðu eða munu mögulega og líklega mæta henni. Enginn verður óbarinn biskup, eins og sagt er. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvatning Christensen með nokkrar bóka sinna í Alliance francaise. Hann hvetur unga teiknara til að hafa trú á sjálfum sér og list sinni og gefast ekki upp þótt á móti blási en af því hefur hann reynslu. Glæpamaður Óþokki á kápu einnar af Paranormal-sögum Christensen sem hann bæði skrifaði og teiknaði. Frá sjónarhorni skúrksins  Bandaríski myndasagnateiknarinn Dan Christensen sýnir verk sín í Alliance francaise og stýrir námskeiði fyrir börn og unglinga  Eitthvað gott í fari allra og allir eiga sér myrka hlið, segir hann Rökkurstíll Úr Archer Coe and the Thousand Nat- ural Shocks sem bandaríska útgáfan Oni Press gaf út. Christensen teiknaði eftir sögu Jamie S. Rich . MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Akrýlsteinn • Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið - endalausir möguleikar • Auðvelt að þrífa og gera við Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.