Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 England Arsenal – Aston Villa .............................. 0:3  Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal. Everton – Manchester United................ 1:3  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 67 mín- úturnar með Everton. Manchester City – Liverpool .................. 1:1 Leicester – Wolves ................................... 1:0 WBA – Tottenham ................................... 0:1 West Ham – Fulham................................ 1:0 Chelsea – Sheffield United...................... 4:1 Cyrstal Palace – Leeds ............................ 4:1 Staðan: Leicester 8 6 0 2 18:9 18 Tottenham 8 5 2 1 19:9 17 Liverpool 8 5 2 1 18:16 17 Southampton 8 5 1 2 16:12 16 Chelsea 8 4 3 1 20:10 15 Aston Villa 7 5 0 2 18:9 15 Everton 8 4 1 3 16:14 13 Crystal Palace 8 4 1 3 12:12 13 Wolves 8 4 1 3 8:9 13 Manch.City 7 3 3 1 10:9 12 Arsenal 8 4 0 4 9:10 12 West Ham 8 3 2 3 14:10 11 Newcastle 8 3 2 3 10:13 11 Manch.Utd 7 3 1 3 12:14 10 Leeds 8 3 1 4 14:17 10 Brighton 8 1 3 4 11:14 6 Fulham 8 1 1 6 7:15 4 WBA 8 0 3 5 6:17 3 Burnley 7 0 2 5 3:12 2 Sheffield Utd 8 0 1 7 4:14 1 B-deild: Sheffield Wednesday – Millwall ............ 0:3  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður hjá Milwall á 82. mínútu. Þýskaland Augsburg – Hertha Berglín ................... 0:3  Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara- maður hjá Augsburg á 60. mínútu. Leverkusen – Hoffenheim...................... 2:5  Sandra María Jessen lék fyrri hálfleik- inn með Leverkusen. B-deild: Darmstadt – Paderborn ......................... 0:4  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Ítalía Bologna – Napoli ..................................... 0:1  Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna. C-deild: Padova – Virtus Verona ......................... 2:0  Emil Hallfreðsson lék fyrstu 72 mínút- urnar með Padova og skoraði eitt mark. Rússland CSKA Moskva .......................................... 2:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA, Arnór Sigurðsson fór af velli á 63. mínútu. Holland Heerenveen – AZ Alkmaar .................... 0:3  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ og lagði upp mark. Belgía Oostende – Club Brugge......................... 1:3  Ari Freyr Skúlason sat allan tímann á varamannabekk Oostende. Tyrkland B-deild: Akhisarspor.............................................. 2:2  Theódór Elmar Bjarnason var í byrjun- arliði Akhisarspor en fékk að líta beint rautt spjald á 88. mínútu. Grikkland Smyrnis – PAOK...................................... 1:3  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Portúgal Torrense – Benfica.................................. 3:4  Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben- fica og lagði upp mark. Hvíta-Rússland Shakhtyor Soligorsk – BATE Borisov.. 1:1  Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE Borisov. Bandaríkin Chicago Fire – New York City .............. 3:4  Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður hjá New York City á 69. mín- útu. Danmörk Midtjylland – FC Köbenhavn ................. 4:0  Mikael Anderson kom inn á sem vara- maður hjá Midtjylland á 77. mínútu.  Ragnar Sigurðsson var ónotaður vara- maður hjá FC Köbenhavn. Bröndby – OB........................................... 3:1  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby.  Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður hjá Bröndby á 71. mínútu, Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hópn- um. Horsens – SönderjyskE .......................... 0:3  Ágúst Eðvald Hlynsson og Kjartan Henry Finnbogason voru ekki í leikmanna- hópi Horsens.  Ísak Óli Ólafsson sat allan tímann á varamannabekk SönderjyskE. KNATTSPYRNA Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari með liði sínu Malmö þegar liðið vann 4:0-heimasigur gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu en ekkert lið get- ur náð Malmö að stigum. Arnór, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við félagið árið 2018 en hann hefur komið við sögu í 17 deildarleikjum á tímabilinu og skorað í þeim eitt mark. Þetta var 21. meistaratitill Malmö en félagið varð síðast meist- ari árið 2017. Meistari með Malmö í Svíþjóð Ljósmynd/Malmö Meistari Arnór Ingvi gekk til liðs við Malmö frá Rapid Vín árið 2018. Jón Dagur Þorsteinsson reyndist hetja AGF þegar liðið heimsótti Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 2:1-sigri Lyngby en Jón Dagur skoraði sigurmark leiksins á 89. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 75. mínútu. Þetta var hans annað mark í dönsku úr- valsdeildinni á tímabilinu en Jón Dagur hefur byrjað sjö leiki til þessa á tímabilinu. AGF er með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir átta umferðir, tveimur stigum minna en topplið SönderjyskE. Dramatískt sigurmark Ljósmynd/AGF Gleði Jón Dagur fagnar marki sínu ásamt þjálfara AGF, David Nielsen. KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Undirbúningur íslenska kvenna- landsliðsins í körfuknattleik fyrir leiki sína gegn Slóveníu og Búlg- aríu í undankeppni EM hefur verið afar óhefðbund- inn. Íslenska liðið hélt út til Grikk- lands í gærmorg- un en liðið mætir Slóveníu 12. nóv- ember næstkom- andi og svo Búlg- aríu hinn 14. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á Krít vegna kórónuveirufaraldursins en upphaflega átti Ísland að mæta Búlgaríu í Laugardalshöll 14. nóv- ember í þessum landsleikjaglugga og svo Grikklandi ytra 17. nóv- ember. Kvennalandsliðið fékk undan- þágu frá íslenskum stjórnvöldum til þess að æfa fyrir leikina mik- ilvægu í síðustu viku en æfinga- og keppnisbann er í gildi hér á landi vegna þriðju bylgju faraldursins. „Stemningin í hópnum er alltaf góð enda alltaf mikil spenna sem fylgir því að spila með landsliðinu,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leik- maður íslenska liðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær en hún viður- kennir að undirbúningurinn hafi verið afar sérstakur. „Það var gott að geta æft með bolta en það er varla hægt að kalla þetta undirbúnig eða æfingar því miður. Við fengum að mæta í Smárann í Kópavogi, fjórar í einu, og gátum æft þar í 45 mínútur á dag. Allir leikmenn æfðu með sér- bolta og sérkörfu. Það var ekkert spil og það er orðið ansi langt síðan maður spilaði síðast körfubolta enda úrvalsdeildin verið í hléi frá því í byrjun október. Við fengum æfingaprógramm frá þjálfarateyminu en það var meira hugsað fyrir okkur til þess að æfa skot og annað í þeim dúr. Við höf- um hins vegar allar snert körfu- bolta núna, sem mun skipta máli þegar út í leikina er komið. Fyrsta æfingin okkar saman verður svo á morgun [í dag] og þá eru þrír dag- ar í fyrsta leik. Hugarfarið, farandi inn í þessa leiki, mun skipta miklu máli og það þarf að vera í lagi.“ Tilbúin að stíga upp Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir, sem hafa far- ið fyrir liðinu undanfarin ár, eru báðar fjarverandi en Helena er barnshafandi og Hildur Björg er meidd. „Það er ákveðin endurnýjun í gangi hjá kvennalandsliðinu og þær einu sem eru með einhverja alvöru- reynslu í hópnum núna eru Sigrún Sjöfn [Ámundadóttir] og Sara Rún [Hinriksdóttir]. Við munum að sjálfsögðu sakna fyrirliðanna okkar en á sama tíma er þetta frábært tækifæri fyrir bæði mig og aðra leikmenn í hópnum til þess að stíga upp. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að gera mig gildandi í landsliðinu og við förum inn í þessa leiki með það að markmiði að vinna. Við gerum okkur samt líka grein fyrir því að þetta eru und- arlegir tímar og maður þarf líka að horfa raunsætt á hlutina. Við ætl- um okkur að bera höfuðið hátt og viljum geta gengið stoltar frá borði yfir frammistöðunni.“ Hallveig starfar hjá Arion banka og vegna sóttvarnareglna stefnir allt í að hún verði frá vinnu í ein- hvern tíma vegna landsleikjanna. „Það fylgir bæði körfuboltanum og lífinu sjálfu að þurfa að færa fórnir öðru hverju. Þetta er einhver tími sem maður verður frá vinnu og tekjutapið er eitthvert en mér er nokkuð sama um það. Að spila fyrir íslenska landsliðið eru þvílík forréttindi og heiður. Ég myndi aldrei sleppa þessu, sama hvað,“ bætti Hallveig við. Fordæmalausir tímar Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, viðurkennir að hann hafi aldrei lent í öðru eins á ferli sínum sem körfuknattleiks- þjálfari. „Þessar aðstæður eru algjörlega fordæmalausar eins og margt ann- að sem er búið að vera í gangi á þessu ári. Þetta er fyrst og fremst ofboðslega sérsakt að vera að fara inn í tvo mikilvæga landsleiki á þessum tímum. Það er enginn búinn að æfa eða spila körfubolta svo vikum skiptir og þegar kemur að fyrri leiknum hafa stelpurnar verið í fríi í sex vik- ur. Undirbúningurinn hefur verið lítill sem enginn og þessar æfingar þeirra í Smáranum hafa í raun ekk- ert með liðsíþrótt að gera. Það verður þess vegna mjög fróðlegt að sjá hvernig þær koma undan þessu,“ sagði Benedikt. Þrír nýliðar eru í landsliðs- hópnum að þessu sinni, ásamt leik- mönnum sem hafa verið í auka- hlutverkum með liðinu undanfarin ár. „Ég er hrikalega spenntur fyrir því að gefa bæði nýjum leik- mönnum tækifæri og svo stelpum líka sem hafa verið í minni hlut- verkum. Helena Sverrisdóttir hefur verið leikmaður númer eitt, tvö og þrjú í liðinu í ansi mörg ár og Hildur Björg [Kjartansdóttir] og Gunn- hildur [Gunnarsdóttir] hafa verið burðarásar líka. Það verður gaman að sjá aðrar stelpur stíga upp og bæta við sig nokkrum snúningum. Það má samt ekki gleymast að þær hafa ekki spilað körfubolta í langan tíma og því kannski ekki sanngjarnt heldur að ætla að dæma þær út frá þess- um leikjum.“ Hættu að svara Þjálfarinn er ósáttur með FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, að fresta ekki leikjunum líkt og KKÍ hafði óskað eftir. „Persónulega finnst mér algjör- lega galið að halda þessum glugga til streitu og við í íslenska liðinu er- um búin að berjast fyrir því að þessu verði frestað. Okkar hug- mynd var að spila tvöfaldan glugga í febrúar en FIBA er eiginlega bara hætt að svara okkur. Aðrar þjóðir hafa blandað sér í frestunarumræðuna líka enda út- göngu- og ferðabann í mörgum löndum í Evrópu eins og staðan er í dag. Ef ég fæ kórónuveiruna í þessari ferð mun ég fara í mál við FIBA fyrir að setja mig í þessar aðstæður, það er alveg á hreinu!“ Þrátt fyrir allt er Benedikt bratt- ur fyrir leikina tvo gegn Slóveníu og Búlgaríu. „Það var talað um það í pílunni í gamla daga að annaðhvort ætti maður að æfa eins og brjálæðingur fyrir mót eða æfa ekkert. Ég veit ekki hvort það á við í körfunni en það kemur allavega í ljós í vikunni,“ bætti þjálfarinn létt- ur við. Morgunblaðið/Hari Draumur Hallveig Jónsdóttir, fyrir miðju, er tilbúin að stíga upp. Galin ákvörðun að halda þessum glugga til streitu  Íslenska kvennalandsliðið mætir Slóveníu og Búlgaríu í undankeppni EM í vikunni Benedikt Guðmundsson Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, framherji ........................... 1988 53 Hallveig Jónsdóttir, Val, bakvörður....................................................... 1995 21 Guðbjörg Sverrisdóttir, Val, bakvörður................................................ 1992 20 Sara Rún Hinriksdóttir, Leicester Riders, framherji .......................... 1996 19 Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum, bakvörður....................................... 1997 17 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík, framherji................................ 1991 6 Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val, bakvörður ........................................... 1999 4 Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki, miðherji ................................ 1997 4 Bríet Sif Hinriksdóttir, Haukum, bakvörður .......................................... 1996 2 Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukum, framherji ................................. 1995 2 Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum, framherji ................................. 1997 0 Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík, bakvörður ...................................... 1999 0 Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík, bakvörður ..................................... 2001 0 Landsliðshópur Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.