Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Stækkun eldisstöðvar Ísþórs í Þorlákshöfn, Sveitarfélaginu Ölfusi Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Eldisstöðvarinnar Ísþórs er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Mæting á námskeiðin eru í samráði við leiðbeinendur. Kaffikrókurinn og samveran er eingöngu opin fyrir íbúa Skólabrautar 3-5 með þeim takmörkunum og sóttvarnarreglum sem gilda. Jóga fyrir íbúa Skólabrautar kl. 10 og fyrir fólk utan úr bæ kl. 11. Munið að ganga beint inn á ykkar svæði án viðkomu annars staðar. 10 manns hámark, handþvottur, spritt og grímuskylda. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Húsviðhald Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ Ottó SvavarViktorsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 5. októ- ber 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Seljahlíð 30. október 2020. Foreldrar hans voru Viktor Guðnason, póst- og símastjóri í Flatey, f. 10. september 1899 á Þingeyri, d. 5. ágúst 1964, og Jónína G. Ólafsdóttir, húsmóðir í Flatey, f. 22. nóv- ember 1893 í Reykjavík, d. 13. janúar 1974. Bróðir Ottós var Ingólfur Viktorsson, f. 16. apríl 1924, d. 23. ágúst 2004. Ottó kvæntist Kristrúnu Gríms- dóttur, f. 3. júlí 1931 í Kollsvík í Rauðasandshreppi, d. 2. mars 2019, þau skildu síðar. Börn þeirra eru Hallgrímur Árni, f. 24. apríl 1955, eig- inkona hans er Ást- rós Gunnarsdóttir. Jón Viktor, f. 16. nóvember 1960, hann lést af slysförum 9. nóvember 1964, Kristín Guðný, f. 7. mars 1963, Victoría Eyrún, f. 13. febrúar 1965, Valgerður Ósk, f. 9. júlí 1967. Barnabörn hans eru 13 og langafabörn 20. Ottó ólst upp í Flatey á Breiðafirði, hann hafði gaman af tónlist enda ekki langt að sækja það þar sem faðir hans var organisti í Flateyjarkirkju og kórstjóri. Ottó spilaði sjálfur bæði á orgel og munnhörpu. Í Flatey vann hann ungur ýmis störf, t.d. sem vörubílstjóri og vélstjóri á Konráð. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og bjó þar til dánardags. Þar starfaði hann fyrstu árin sem verka- maður. Hann starfaði í mörg ár sem bensínafgreiðslumaður hjá Nesti og seinna hjá Shell. Hann vann mikið alla tíð og sum- arfríin notaði hann yfirleitt til að fara sem dagmaður í vél á fraktskipum, oftast á Dísafelli. Síðustu árin starfaði hann hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Útför hans fer fram í kyrr- þey. Elsku yndislegi Ottó pabbi, það er sárt að kveðja en á sama tíma er ég óendanlega þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem þú skilur eftir. Þú hafðir ein- staklega hlýja og góða nærveru, alltaf jafn pollrólegur og sama hvað gekk á, þá var skap þitt allt- af eins og mild sumarblíða. Þegar ég hugsa til þín sé ég fallega hlýja brosið þitt og ég minnist þess þegar þú spilaðir á orgelið heima og söngst fyrir mig Kolbrún mín einasta. Ég minnist líka ísbíltúr- anna á sunnudögum þegar við keyrðum niður á höfn að skoða skipin og bátana. Þú elskaðir harmonikkutónlist og fótbolta og ég heyri ennþá Bjarna Fel óma úr stofunni að lýsa enska boltan- um. Þú varst eldheitur stuðnings- maður Liverpool og með söknuði langar mig að kveðja þig með þýðingu á Liverpoollaginu „You will never walk alone“ Það á vel við líka vegna þess að þú fórst í gegnum þína stóru storma í lífinu en þú gekkst í gegnum þá alla og barst höfuðið hátt. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þín Kolbrún. Ottó Svavar Viktorsson Með því dýr- mætasta í þessu lífi er að eiga góða vini og hún Milla vinkona mín var einstök. Hún var ósérhlífin og hugsaði fyrst Amalía Berndsen ✝ Amalía Bernd-sen fæddist 22. september 1959. Hún lést 18. októ- ber 2020. Útför Amalíu fór fram 4. nóvember 2020. og fremst um aðra en sjálfa sig og kom það berlega fram í veikindum hennar. Okkar kynni hófust þegar við unnum saman í launadeildinni hjá Eimskipafélagi Ís- lands ungar að ár- um og urðum við fljótt góðar vinkon- ur og kærustum okkar, síðar eiginmönnum, varð vel til vina. Þessi vinskapur hefur haldist alla tíð. Meðan börnin uxu úr grasi fórum við oft í ferðalög saman. Já þetta voru góðir tímar, mik- ið spilað og hlegið. Undanfarin ár ferðuðumst við meira erlendis og margar ferðir voru í smíðum hjá okkur á komandi árum. En enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og nú er ljóst að ferðirnar verða ekki fleiri með þér Milla mín. Þá ber að minn- ast allra skemmtilegu ferðanna. Skíðaferðirnar til Vail eru ógleymanlegar. Milla og Bjössi lögðu ríka áherslu á það að við yrðum að vera í betra formi en við vorum í afmælisferðinni hans Guðjóns árið á undan. Já, þau skipuðu okkur að fara til einkaþjálfara a.m.k. þremur mánuðum áður, sem við og gerðum í bæði skiptin. Með Millu og Bjössa var ekki slegið slöku við, ó nei. Í fjallið þegar það var opnað og niður með síðustu lyftu ef ekki var hægt að skíða niður. Þetta var eins og þau voru búin að lýsa þessu; brekkurnar breiðar, langar, margar og færið frábært allan daginn. Í byrjun júlí hringdi Milla og spurði hvort við hjónin værum ekki til í smá bíltúr og gista í Vík. Jú, við vorum sko til í það. Keyrðum um uppsveitir Suður- lands, með borð og stóla eins og í gamla daga, og svo alla leið í Jökulsárlón. Komum til baka sæl og glöð eftir 872 km skemmtiferð. Fyrir nokkrum árum keyptu þau bæinn Miðdal í grennd við Bolungarvík ásamt systur Millu og manni hennar. Í sveit- inni kynntust þau góðum vin- um og var Milla hrókur alls fagnaðar og mikill höfðingi heim að sækja. Síðla sumars undanfarin ár höfum við Guð- jón farið þangað og átt frá- bæra tíma með þeim ásamt hópi af barnabörnunum þeirra og okkar. Ávallt hefur verið mikil tilhlökkun ár hvert fyrir ferðinni, enda einn af hápunkt- um hvers sumars. Á hverjum morgni í Miðdal var morgun- matur Millu „style“; yfirhlaðið borð af veitingum eins og henni var einni lagið. Eftir að barnabörnin okkar voru send með flugi heim nú í sumar fór- um við í „ferðalagið okkar“ sem við vorum búnar að tala um og skipuleggja í allt sumar. Ferðalag um sunnanverða Vestfirði sem var farin í logni og blíðu. Svo sannarlega frá- bær ferð. Þrátt fyrir að þrótt- ur Millu væri farinn að dvína gaf hún ekkert eftir og labbaði m.a. með okkur hálfa leið upp að Dynjanda. Já, það var engin uppgjöf. Elsku Milla mín, þakka þér fyrir allt. Vinátta þín var mér mikils virði. Bjössi minn, Inga Björk, Haraldur, Berglind, makar og barnabörnin Friðrik, Amalía, Brynjar og Hera Lind, missir ykkar er mikill en góðar minn- ingar lifa með ykkur. Guðný Edda. „Þetta lagast!“ Þessa setningu sagði Maddi svili minn og vinur alltaf hátt og ákveðið, hló dátt og trommaði gjarnan á lærið á sér. Þó að þessi tvö orð hljómi stans- laust í höfði mér sé ég ekki alveg akkúrat þessa dagana að nokkuð geti lagast, þó ég voni svo sann- arlega að það geri það með tím- anum. Það er þyngra en tárum taki að horfast í augu við þann raun- veruleika að hann elsku Maddi hefur nú kvatt þessa jarðvist en hann varð bráðkvaddur á heimili Magnús Hans Magnússon ✝ Magnús HansMagnússon fæddist 2. febrúar 1952. Hann lést 19. október 2020. Útför Magnúsar var gerð 5. nóv- ember 2020. sínu hinn 19. októ- ber sl., aðeins 68 ára að aldri. Það var haustið 2018 að ég var stödd hjá honum og Bobbu konu hans, þegar nákomin frænka mín lést og Bobba spurði mig hversu gömul hún hefði verið. „68 ára,“ svaraði ég. „Guð minn góður, Maddi,“ segir hún. „Hugsaðu þér ef við ættum bara tvö ár eftir!“ Svo urðu árin hans Madda bara tvö. Maddi var sterkur persónu- leiki og hafði sterkar skoðanir. Hann var frumkvöðull. Rétt- sýnn, glaðlyndur og jákvæður og gerði gott úr öllu. Hann var vin- ur vina sinna og höfðingi heim að sækja enda sóttum við hjónin líka gjarnan í að halda til hjá þeim bæði fyrr og síðar á ferða- lögum okkar og var oft skrafað og hlegið fram á nætur. Efst í huga mér er þakklæti og sérstaklega þakklát er ég fyr- ir það að hann var guðfaðir yngstu dóttur minnar, Tinnu Marínu. Hann var líka alltaf fyrsti maður ásamt Bobbu sinni á alla viðburði sem að henni sneru í tónlistinni. Studdu hana með því að sýna það í verki með nærveru sinni. En fyrst og fremst þakklát fyrir það hver hann var. Tryggur og traustur vinur, sem gerði kraftaverk án þess að vita af því. Það þarf ekki að orðlengja það hversu erfiðir tímar þetta eru fyrir alla og ekki hjálpar cov- id-19. Það að komast ekki heim og umvefja fjölskylduna er óend- anlega þungt og sárt. En – þetta lagast! Elsku Maddi. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Minning þín er ljós í lífi mínu og okkar allra. Elsku Bobba mín og fjölskyld- an öll. Við fjölskyldan sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hugur okkar er hjá ykkur. Blessuð sé minning Magnúsar H. Magnússonar. Anna Jóna Snorradóttir. HINSTA KVEÐJA Kveðja Heima þar sem golan hlý hjúfrar sig að hjarta er veröldin ávallt undur blíð með lífið skjótt og bjarta Við fjörðinn sæla og þorpið þitt sem fast í minnið ritar göfuga ljósið sanna þitt allt Guð sinn litar Þó kveðjir svo skjótt skal minning þín í firðinum á allt vita Því Guð kallar á börnin sín sem jörðina sína lita Snöggt þó kallið komi nú kæra þökk fyrir árin keikur og kankvís ávallt þú meðtekur trega tárin (RH) Samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Magnúsar. Steinunn Ingimundardóttir, Ragnheiður Hákonar og fjölskylda, fjölskyldan frá Reykjarfirði við Djúp. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR, Skarðshlíð 14, Akureyri, sem lést 3. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. nóvember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Streymt verður frá útförinni á facebookslóðinni: jarðarfarir í akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar fyrir gott atlæti síðustu árin. Ingi Hólmar Jóhannesson María Ingadóttir Daníel Guðjónsson Laufey Ingadóttir Kristján V. Kristjánsson Bryndís Sæunn Ingadóttir Ingibjörg Ingadóttir Bergþór Aðalsteinsson Agnes Ingadóttir Þór Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.