Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 32
Röð tónleika í Háskóla Ís- lands heldur áfram göngu sinni á mið- vikudag, 11. nóvember, en þá mun ung- sveitin Dymbrá koma fram í hátíð- arsal aðal- byggingar kl. 12.15. Tónleik- unum verður streymt og salurinn tómur, utan tæknifólks og tón- listarmanna, og hægt verður að horfa á beint en einnig njóta síðar í upptökuformi. Streymi má nálg- ast á slóðinni livestream.com/hi/dymbra. Dymbrá vakti athygli á Músíktilraunum 2018 og skipa hana Nína Solveig Andersen, Eir Ólafsdóttir og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir. Dymbrá á Háskólatónleikum MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Englandsmeisturum Liverpool mistókst að endur- heimta toppsæti úrvalsdeildarinnar eftir 1:1-jafntefli gegn Manchester City á Etihad-leikvanginum í stórleik 8. umferðarinnar í gærkvöldi. Leikur tveggja bestu liða landsins síðustu ár var í járnum en Kevin de Bruyne fékk þó gullið tækifæri til að taka stigin þrjú fyrir City er honum brást bogalistin á vítapunktinum. Manchest- er United vann kærkominn sigur gegn Gylfa Þór Sig- urðssyni og félögum í Everton en Arsenal beið afhroð á heimavelli gegn ólíkindatólunum í Aston Villa. »27 Vængbrotnir Englandsmeistarar Liverpool neita að játa sig sigraða ÍÞRÓTTIR MENNING heima á sumrin og lifði því tvöföldu lífi, vetrarlífi og sumarlífi, eins og krakkar úti á landi gjarnan gerðu.“ Þegar Ragnheiður var sex ára og nýbúin að læra að skrifa gaf móðir hennar henni litla vasabók. „Þá byrj- aði ég að semja ljóð,“ segir hún. Lengst af hafi hún að mestu skrifað fyrir skúffuna fyrir utan eitt og eitt ljóð sem hafi birst í tímaritum og blöðum, en ljóðin í bókinni hafi hún samið á undanförnum tveimur árum. Í ljóðinu „1900 og eitthvað“ kemur fram að Ragnheiður hafi neitað að taka þátt í fegurðarsamkeppni. „Ég ætlaði mér að skrifa smásögu um veru mína í vegavinnunni,“ útskýrir hún og vísar sérstaklega á þessa beiðni sem hún hafnaði. „Ég var í vegavinnu uppi á heiði, með skófluna og í regngallanum, og þótti þetta mjög fyndið. Minningar dingluðu í höfðinu á mér í nokkur ár og áttu að verða sagan, en síðan komu ljóðin.“ Í ljóðinu „Ég“ rekur höfundur nokkur hlutverk sem hún hefur gegnt um tíðina. „Skáldkonan er nokkuð ofarlega í huga, því ég hef skrifað frá barnsaldri, hef samt ekki leyft henni að sýna sig, því ég hef verið og er í annarri vinnu,“ segir hún, en Ragnheiður hefur verið ís- lenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi í 23 ár. Verðlaunin skipta Ragnheiði mjög miklu máli. „Þeim fylgdu mikil gleði og uppörvun, ekki síst vegna þess að ég hef ekki almennilega þorað að gangast við skáldskapnum,“ segir hún. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í fyrstu ljóðabók Ragnheiðar Lárus- dóttur, 1900 og eitthvað, sem hún fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir, eru 42 ljóð. „Þetta er ævisaga mín í stuttu máli,“ segir hún, en bókaútgáfan Bjartur er útgefandi. Bókin er meðal annars tileinkuð þremur börnum Ragnheiðar. „Ég skrifaði þessi ljóð vegna þess að mig langaði til þess að segja krökkunum mínum frá því hvernig æska mín var.“ Ragnheiður flutti með foreldrum sínum, sr. Lárusi Þorvaldi Guð- mundssyni, síðar sendiráðspresti í Kaupmannahöfn, og Sigurveigu Georgsdóttur hjúkrunar- fræðingi, að Holti í Önundarfirði 1963, þegar hún var tveggja ára. „Lífshættirnir voru allt öðruvísi en nú,“ rifjar hún upp. Faðir henn- ar messaði í Holti, á Flateyri, Ingjaldssandi og í Dýra- firði og fjölskyldan fylgdi yfirleitt með, ýmist siglandi eða keyrandi í bíl eða á vélsleða, auk þess sem Lárus fór oft gangandi á skíðum til messu. Smásaga varð að ljóðabók „Ég fór með í ýmsar svaðilfarir,“ segir skáldið og saknar ekki barátt- unnar við náttúruöflin. „Eðlilegt þótti að borða m.a. þverskorna ýsu með vestfirskum hnoðmör og hringja í sveitasíma. Pósturinn kom stund- um einu sinni í viku á veturna, og eina tengingin við umheiminn var út- varpið. Ekkert sjónvarp og því síður net.“ Til frekari skýringar á því um- hverfi sem var nefnir hún að for- eldrar sínir hafi viljað kaupa erlend tímarit og fengið undanþágu til að kaupa erlendan gjaldeyri þess vegna. „Lifnaðarhættirnir voru allt öðruvísi og það kemur vel fram í bók- inni hvað tímarnir hafa breyst.“ Ragnheiður fór að heiman 13 ára, fyrst í Héraðsskólann á Núpi í Dýra- firði og svo til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla. „Ég var í vegavinnu Ævisaga í 42 ljóðum  Ragnheiður Lárusdóttir verðlaunuð fyrir fyrstu bók  Saknar ekki baráttunnar við náttúruöflin fyrir vestan Morgunblaðið/Eggert Skáld Ragnheiður Lárusdóttir menntaskólakennari er byrjuð á næstu bók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.