Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisútvarpiðhefur miklasérstöðu
meðal ríkisstofnana
að því leyti að það
telur að lög sem um það gilda séu
allt frá því að vera aðeins til laus-
legrar viðmiðunar niður í að
skipta alls engu máli. Þannig er
þekkt að sérstakt lagaákvæði um
hlutleysi í umfjöllun telja starfs-
menn stofnunarinnar að hafi ekk-
ert með þá að gera.
Annað dæmi snýr að laga-
fyrirmælum um stofnun dóttur-
félags um samkeppnisrekstur. Í
tvö ár gerði Ríkisútvarpið ekkert
með þessa löggjöf og komst upp
með það án þess að gripið væri til
aðgerða. Er það í samræmi við að-
gerðaleysið gagnvart stofnuninni
þegar kemur að lögbrotum vegna
hlutleysis umfjöllunar.
Í skýrslu fjölmiðlanefndar um
Ríkisútvarpið sem kom út á dög-
unum má finna enn eitt dæmið um
það hvernig Ríkisútvarpið um-
gengst lögin. Þar kemur fram að í
lögum um Ríkisútvarpið komi
fram að „Ríkisútvarpið skuli vera
virkur þátttakandi í íslenskri
kvikmyndagerð, m.a. með kaupum
frá sjálfstæðum framleiðendum
og að í þjónustusamningi ráðherra
við Ríkisútvarpið skuli mælt fyrir
um lágmarkshlutfall dagskrár-
efnis sem keypt er af sjálfstæðum
framleiðendum“.
Í þjónustusamningi við
mennta- og menningarmála-
ráðuneytið segir að Ríkisútvarpið
skuli „verja að lágmarki 10% af
heildartekjum á árinu 2018 til
kaupa eða meðframleiðslu á
leiknu sjónvarpsefni, kvikmynd-
um, heimildarmyndum eða öðru
dagskrárefni í miðlum Ríkis-
útvarpsins“.
Ríkisútvarpið gefur að sögn
fjölmiðlanefndar upp að það verji
rúmum 13% af heild-
artekjum til þessa
þáttar og sé því vel
yfir mörkunum.
Vandinn er hins veg-
ar sá að Ríkisútvarpið beitir af-
skaplega skapandi skilgreiningum
á kostnaðarliðum til að koma hlut-
fallinu upp í 13%. Samkvæmt lög-
um telst sjálfstæður framleiðandi
vera lögaðili, sem sagt fyrirtæki
sem stundar framleiðslu á hljóð-
eða myndefni, og þarf að vera
óháður Ríkisútvarpinu. Stofnunin
hefur hins vegar orðið uppvís að
því að flokka undir „sjálfstæða
framleiðendur“ starfsmenn henn-
ar sem fá verktakagreiðslur og
þykist geta gert þetta þrátt fyrir
lagaákvæðið vegna eigin túlkunar
á þjónustusamningi, sem byggður
er á lögunum.
Fjölmiðlanefnd, sem hefur ver-
ið Ríkisútvarpinu afskaplega
þægileg svo ekki sé meira sagt,
segir í skýrslu sinni að hún telji að
Ríkisútvarpið geti „vart talist“
hafa uppfyllt lagaskilyrði með því
að skilgreina verktaka sína sem
sjálfstæða framleiðendur. Nefnd-
in segir túlkun Ríkisútvarpsins
fela í sér að það gæti í raun skil-
greint „allar greiðslur til ein-
staklinga sem starfa við dag-
skrárgerð hjá Ríkisútvarpinu
undir greiðslur til sjálfstæðra
framleiðenda, að því tilskildu að
um verktakagreiðslur væri að
ræða“.
Ekki þarf að efast um að Ríkis-
útvarpið kemst upp með þetta lög-
brot eins og önnur og heldur
áfram að kaupa það hlutfall af
sjálfstæðum framleiðendum sem
því sýnist. Og hvers vegna skyldi
það ekki gera það? Það veit að það
fær bara klapp á bakið í formi
aukinna fjárframlaga eða breyttra
reglna fyrir þetta brot eins og
önnur.
Ríkisútvarpið heldur
uppteknum hætti }Ítrekuð lögbrot
Allar líkur eru áað Joe Biden
taki við embætti for-
seta Bandaríkjanna í
janúar næstkom-
andi. Helstu fjöl-
miðlar vestra, sem
sumir virðast telja
að úrskurði um sigurvegara kosn-
inga, hafa fullyrt að svo fari, en
rétt er að hafa enn þann fyrirvara
á að dómsmál eru fram undan sem
hugsanlega gætu breytt niður-
stöðunni. Alvarlegar ásakanir
hafa verið settar fram um misferli
við kosningarnar. Sumt blasir við,
annað á eftir að sanna og allt slíkt
verður vitaskuld að sanna fyrir
dómi eigi það að hafa áhrif.
Slagurinn nú rifjar upp slaginn
á milli varaforsetans Als Gores og
frambjóðandans George W. Bush
fyrir réttum tveimur áratugum.
Margt er líkt með stöðunni þá og
nú en annað ólíkt. Gore kærði
talningu ítrekað og gaf sig ekki
fyrr en undir miðjan desember
eftir dóm Hæstaréttar Banda-
ríkjanna. Allan tímann frá kosn-
ingum hafði Bush verið talinn
sigurvegari og Gore jafnvel viður-
kennt ósigur, en dró
þá viðurkenningu til
baka þegar hann
eygði von um að geta
barist fyrir dóm-
stólum.
Varaforsetinn
Gore hafði rétt til að
kæra þá og það hefur forsetinn
Trump einnig nú. Það sem upp úr
stendur er þó að kosninga-
fyrirkomulagið í Bandaríkjunum
er algerlega óviðunandi og endur-
skoðun er nauðsynleg. Jeb Bush,
sem var ríkisstjóri í Flórída þegar
tekist var á þar fyrir tuttugu ár-
um, ritaði grein í The Wall Street
Journal um helgina og fór yfir
hvernig Flórída tók til hjá sér eft-
ir þau vandræði og væri nú til fyr-
irmyndar. Eftir þessar kosningar
bíður Bandaríkjanna að taka al-
varlega til í þessum málum. Það
verður að laga það sem viðkemur
póstkosningum og gera skýra
kröfu um að allir sem kjósa færi
sönnur á hverjir þeir eru. Í því
ríki sem vill leiða hinn vestræna
heim gengur ekki að kosningar
einkennist ítrekað af óreglu og
jafnvel svindli.
Bandaríkin geta ekki
búið áfram við
óreglu og jafnvel
svindl í kosningum}
Kosningar í ólestri
É
g bjó á Vonarstræti þegar ég var í
Bandaríkjunum (BNA). Ég var
þar þegar Obama var kosinn og
sá hvaða von fólk bar til þess sem
hann hafði fram að bjóða. Ég sá
líka hvernig kerfið barðist á móti því og hvern-
ig, að lokum, það murkaði lífið úr þeirri von
sem kosningabarátta Obama byggðist á.
Í BNA sá ég mjög fjölbreyttan hóp fólks. Allt
frá fólki sem fékk gefins hús frá foreldrum sín-
um til þeirra sem voru nánast á götunni. Í
Dexter Park spilaði þetta fólk saman spark-
bolta alla laugardaga á sumrin. Fyrrverandi
hermenn, prófessor úr Brown-háskólanum,
yfirbruggari Revival-brugghússins, frétta-
teymi stöðvar 12, forritarar, listamenn, verka-
menn, atvinnulausir og margir fleiri. Karlar,
konur, krakkar og kynsegin fólk af öllum gerð-
um alls staðar frá.
Eins ólíkt og fólkið var, hvort sem það var demókratar,
repúblikanar eða eitthvað annað, þá skildi það allt þá von
sem Obama talaði um því það var eitthvað meiriháttar
mikið að í BNA. Sú von sem flæddi yfir ríkin árið 2008
breyttist hins vegar í vonleysi og reiði og Bandaríkjamenn
sem rekja uppruna sinn í flótta frá einræði í Evrópu
brugðust við á fyrirsjáanlegan hátt.
Hvernig sem niðurstöður kosninganna í BNA hefðu ver-
ið í ár þá er nokkuð öruggt að vandamál BNA munu ekki
leysast á næsta kjörtímabili. Hvorugur frambjóðandinn
hafði neitt fram að færa í þá áttina, því þeir standa fyrir
sitt valdakerfið hvor sem er hið raunverulega
mein BNA og breytingar eru erfiðar. Grasrót-
arhreyfingar geta ómögulega unnið sig upp í
áhrif á landsvísu. Bylgjur eins og Occupy fjara
út í stærð BNA eins og gárur á vatni gera.
Í dag er ég með skrifstofu á Vonarstræti og
ég sé stjórnmál BNA frá því fyrir Trump end-
urspeglast að vissu leyti hérna á Íslandi. Árið
2012 var gefin von um öflugra lýðræði á Ís-
landi. Von um skýrari ábyrgð valdhafa, þjóð-
areign á auðlindum og umhverfisvernd. Í stað-
inn fengum við litla útgáfu af Trump sem er
enn að væla yfir þeirri ósanngirni að mega
ekki fara með peninga í skattaskjól og segist
vera fórnarlamb meintra falsfréttamiðla.
Það er eitthvað meiriháttar mikið að á landi
þar sem valdið hunsar niðurstöður þjóðar-
atkvæðagreiðslu en ólíkt BNA eru fleiri val-
möguleikar á Íslandi en tveir fulltrúar valdsins. Það er
hægt að velja flokka og fólk sem hefur lofað að skila vald-
inu til þjóðarinnar og þá meina ég ekki þá flokka sem hafa
lofað því en hætt við. Þar er vonin um sáttari framtíð, betri
framtíð. Í þeirri einföldu staðreynd að valdaflokkarnir
þurfa að gefa frá sér valdið til þjóðarinnar.
Það má búast við kvarti og kveini frá þeim sem eru van-
ir að ráða en þegar allt kemur til alls þá ræður þjóðin. Við
búum í lýðræði en eins og er þá erum við í raun bara lýð-
ræði á fjögurra ára fresti. Saman getum við gert betur.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Von og vald
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mér sýnist ljóst að það eigiþarna að mismuna eftirdýrategundum. Þaðvirðist sem sameina eigi
undir einn hatt hunda, ketti og eflaust
fleiri dýr en einungis hundaeigendur
eigi að greiða fyrir það,“ segir Freyja
Kristinsdóttir, formaður Félags
ábyrgra hundaeigenda.
Á dögunum var kynnt skýrsla
stýrihóps um þjónustu við gæludýr
hjá Reykjavíkurborg. Í skýrslunni er
lagt til að öll málefni dýra í borginni
verði sameinuð
undir einum hatti,
Dýraþjónustu
Reykjavíkur.
Áhersla verði lögð
á að fjölga skráð-
um dýrum í borg-
inni, komið verði á
fót rafrænu
skráningarferli
fyrir skráning-
arskyld dýr, leyf-
isgjöld verði
lækkuð og skráningar einfaldaðar.
Hugað verði að dýravelferð og átak
gert til að bæta hundasvæði.
Freyja segir að enn sé verið að
fara yfir skýrsluna á vettvangi Félags
ábyrgra hundaeigenda og vænta
megi formlegrar yfirlýsingar þegar
þeirri yfirferð lýkur. Hún segir að sér
sjálfri sýnist að margir ágætir punkt-
ar séu í skýrslunni en margt sé þó
gagnrýni vert.
Telja eftirlitið gagnslaust
Í skýrslunni er rakið að aðeins
séu ríflega tvö þúsund hundar skráðir
í Reykjavík en talið sé að hunda sé að
finna á yfir níu þúsund heimilum.
„Það er óskiljanlegt hvað borginni
virðist finnast ofboðslega mikilvægt
að vita nákvæmlega hvar allir hundar
eiga heima,“ segir Freyja. Hún bætir
við að örmerkjagagnagrunnur Dýra-
læknafélagsins sé til staðar og í lönd-
unum í kringum okkur þyki slíkur
gagnagrunnur fullnægjandi. Sérstök
skráning innan sveitarfélaga hafi víða
verið lögð niður og þyki of kostn-
aðarsöm.
Hún bendir á að hundaeigendur
borgi tugi milljóna á ári í gjöld og þeir
peningar fari í að halda við umræddu
skráningarkerfi og halda úti hunda-
eftirliti, ekki í aðstöðumál. „Borgin
vonast til að þetta muni fjölga skrán-
ingum en ég held að það sé alger ósk-
hyggja. Það mun áfram vera þannig
að þeir ábyrgu skrá hundana sína en
hinir munu ekki sjá ástæðu til þess.
Og það eru þeir sem hundaeftirlits-
menn eru að skipta sér af. Við erum
semsagt að borga fyrir það,“ segir
Freyja en félag hennar hefur gagn-
rýnt hundaeftirlit hér á landi og furð-
að sig á þeim fjármunum sem til þess
sé varið. Staðreyndin sé sú að flestir
hundar sem týnist finnist nú í gegn-
um facebook og Matvælastofnun sinni
málum er varða vanrækslu dýra.
Samráð í skötulíki
„Við sjáum ekki tilganginn með
hundaeftirlitinu og höfum viljað fá að
vita hvað eftirlitsmennirnir gera í sín-
um vinnutíma,“ segir formaðurinn
sem telur það áhyggjuefni að borgar-
yfirvöld virðist ætla að halda sömu
starfsmönnum við eftirlit í nýrri dýra-
þjónustu sinni.
Aðspurð játar Freyja því að
samráð hafi verið haft við félag henn-
ar við gerð áðurnefndrar skýrslu. Það
samráð hafi þó verið í skötulíki. „Við
fengum hálftíma fund með þeim í
mars, það var það eina. Við munum
klárlega gera athugasemd við það að í
skýrslunni segir að hundaeigendur
hafi ekki óskað eftir því að skráning-
argjöldin verði lögð niður. Við höfum
ítrekað lagt það til og gerðum það
meðal annars á þessum hálftíma
fundi.“
Hundaeigendur
borgi fyrir önnur dýr
Morgunblaðið/Hari
Hundahald Til stendur að málefni gæludýra verði sameinuð undir einn hatt
í Reykjavík. Hundaeigendur gjalda varhug við þessum hugmyndum.
Freyja
Kristinsdóttir
„Með stofnun DÝR er gert ráð
fyrir að þjónusta við hundaeig-
endur og aðra dýraeigendur
verði efld með aukinni áherslu
á fræðslu og upplýsingagjöf.
Fríðindi fylgi því að skrá hund-
inn sinn, t.d. lægra eða ekkert
handsömunargjald. Miðlæg
ábyrgðartrygging gagnvart
tjóni þriðja aðila verði áfram
innifalin í gjaldinu. Kannaður
verði sérstaklega fýsileiki þess
að bjóða skráðum hundaeig-
endum miðlæga sjúkratrygg-
ingu með svipuðum hætti og
gildir nú um ábyrgðartrygg-
inguna,“ segir í skýrslu stýri-
hóps um þjónustu við gæludýr.
„Gert er ráð fyrir að hunda-
hald verði heimilt í Reykjavík
að uppfylltum þeim skilyrðum
sem fram koma í samþykkt
sem og öðrum lögum og reglu-
gerðum. Í skráningu um hunda-
hald verði umsækjanda leið-
beint um hvaða samþykktir, lög
og reglur séu forsenda hunda-
haldsins.“
Fríðindi fylgi
skráningu
BOÐA BÆTTA ÞJÓNUSTU