Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Stundum er kvartað undan þvíað laun hér á landi séu lág og ganga einstaka háværir forsvars- menn verkalýðshreyfingarinnar jafnvel langt í tali um arðrán eða aðrar úreltar klisj- ur. Ný skýrsla KPMG um veit- ingageirann er at- hyglisvert innlegg í þessa umræðu og sýnir glöggt að í samanburði við ná- grannalöndin eru laun hér ekki lág, heldur mjög há. Í skýrslunni eru til dæmis borin saman laun hér og í Svíþjóð, sem seint verður talið lág- launaland. Tvítugur starfsmaður hér á landi í fullu starfi í veit- ingageiranum fær 378 þúsund krónur á mánuði en í sama starfi með sama vinnutíma í Svíþjóð fengi hann 313 þúsund krónur.    Átján ára starfsmaður sem vinn-ur 88 tíma á mánuði fær 219 þúsund krónur hér, í Svíþjóð fengi hann 140 þúsund. Og rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um íslenskar krónur að ræða. Þeg- ar launaþróun á síðustu árum er borin saman má sjá að laun í veit- ingageiranum hér hafa hækkað um 40% frá árinu 2014 en annars staðar á Norðurlöndum hefur hækkunin verið á bilinu 5% til 15%.    Þetta hefur haft þær afleiðingarað launahlutfall í veit- ingageiranum hefur farið úr um 35% árið 2014 í um 42% í fyrra og með þeim launahækkunum sem samið hefur verið um fer það að óbreyttu verðlagi upp í 52% eftir tvö ár.    Veitingageirinn stóð illa undirþessu fyrir kórónuveiruf- araldurinn en eftir hann er aug- ljóst í hvað stefnir. Ætlar verka- lýðshreyfingin áfram að láta eins og henni komi þetta ekki við? Stefnir í vandræði í veitingageira STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir í umsögn sinni um frumvarp til breytinga laga um bætur fyrir misgjörðir á stofn- unum eða á heimilum, að mat sitt sé að nauðsynlegt sé að börn með fatl- anir sem vistuð voru á einkaheim- ilum fái að tjá sig um dvöl sína þar, líkt og börn sem vistuð voru á stofn- unum ríkisins fengu að gera. Skapa þurfi vettvang þar sem einstaklingar sem vistaðir voru sem börn á einka- heimilum fyrir tilstilli hins opinbera, þ.e. barnaverndaryfirvalda, geti gert upp dvöl sína. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og mælir það fyr- ir um greiðslu sanngirnisbóta úr rík- issjóði til handa þeim sem hlutu varanlegan skaða af illri meðferð eða ofbeldi í úrræðum hins opinbera. Í umsögninni segir meðal annars: „Telur stofan mikilvægt að sá hópur barna sem vistaður var af opinberum aðila á einkaheimilum, bæði vegna fötlunar og annarra ástæðna, fái jafnframt að gera upp vistun sína á slíkum heimilum með þeim hætti að hið opinbera búi til vettvang þar sem þau geta greint frá uppvexti sínum og aðstæðum á umræddum heimil- um, líkt og einstaklingum sem vist- aðir voru á barnsaldri hefur verið gert kleift.“ oddurth@mbl.is Vilja gæta jafnræðis við uppgjör  Ríkið mismuni ekki eftir því hvort börn voru vistuð á heimilum eða stofnunum Morgunblaðið/Ómar Kópavogshæli Gert verði upp við fatlaða vegna illrar meðferðar. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Í frumvarpi um breytingu á lögum um fjarskipti er lagt til að fjar- skiptafyrirtækjum verði gert að varðveita svokallaða „lágmarks- skráningu gagna“ um fjarskipta- umferð notenda í sex mánuði. Gegn dómsúrskurði geti lögregla svo fengið aðgang að þessum gögnum sem meðal annars „geta upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins síma- númers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverj- um var tengst og magn gagna- flutnings til viðkomandi notanda“, eins og segir í frumvarpinu. Ríkis- lögreglustjóri vill ganga lengra og segir í umsögn sinni um frum- varpið að „þar sem segir m.a. að fjarskiptafyrirtæki eigi að geta upplýst lögreglu um „hver af við- skiptavinum þess var notandi til- tekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns“ er mikilvægt að Lögregla vill fá leyfi til fjarskiptatruflana  Leggja til breyt- ingar á frumvarpi um fjarskiptalög lögregla hafi einnig heimild til þess að fá veittar upplýsingar um „hvaða símanúmer tiltekinn við- skiptavinur var með á ákveðnu tímabili““. Brýnir hagsmunir geti staðið til þess að vita hvaða númer eru í notkun tiltekins viðskipta- vinar – hvern hann hringir í og hver hringir í hann. Í umsögn ríkislögreglustjóra er einnig lagt til, með vísan til fyrri umsagnar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla fái heimild til þess að valda trufl- unum á fjarskiptum á ákveðnum svæðum. Þá er tekið fram að heimild þyrfti til þess að kaupa, eiga og nota búnað sem þarf til slíkra lögregluaðgerða. Að óbreyttu fengi Fangelsismála- stofnun ein þessa heimild að veittu leyfi Póst- og fjarskipta- stofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.