Morgunblaðið - 11.11.2020, Side 2

Morgunblaðið - 11.11.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora 26.990 kr. Ullarfóðraðir kuldaskór fást hjá okkur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hafa verið mjög undarlegir tímar. Það hefur eiginlega verið jóla- vertíð hjá okkur síðan í apríl,“ segir Hlíðar Þór Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Heimilistækja. Mikil sala hefur verið hjá versl- unum með raftæki, húsgögn, heim- ilistæki og byggingarvörur að und- anförnu og sér ekki fyrir endann þar á. Samkomu- og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar hafa gert það að verkum að fólk ver meiri tíma heima hjá sér en áður. Fyrir vikið hafa margir ákveðið að endurnýja ýmislegt heima fyrir. Tölvulistinn er rekinn undir hatti Heimilistækja og segir Hlíðar að í vor hafi verið mikil sala á tölvubúnaði enda þurftu margir að koma sér upp vinnuaðstöðu heima. Þetta hafi svo aukist aftur með samkomutakmörk- unum í haust. Í Heimilistækjum hef- ur sala sömuleiðis aukist afar mikið. „Þetta er vissulega lúxusvandamál en það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki okkar. Í vor var sérstak- lega áberandi sala á sjónvarps- tækjum og heimabíóum. Það tengd- ist kannski kvöldunum með Helga Björns, ég skal ekki segja. Svo hefur þetta dreifst yfir flesta vöruflokka. Fólk virðist vera mikið að endurnýja heima fyrir, til dæmis eldhús og þvottahús.“ Aðspurður segir Hlíðar að sölu- aukningin hjá fyrirtækinu nemi tug- um prósenta miðað við sama tíma í fyrra. „Það er alveg ljóst að árið 2020 er orðið stærsta ár í sögu fyrir- tækisins og þó eru stærstu vikurnar eftir. Þetta er búið að vera með ólík- indum. Við gerum okkur þó vel grein fyrir því að ef menn endurnýja mikið núna mun draga úr endurnýjunar- þörfinni á næsta ári. Alveg eins og þegar við fórum á HM í fótbolta 2018. Þá seldist mikið af sjónvörpum í júní en mun minna í júlí og ágúst.“ Meiri áhersla á heimilið en áður Sigurður Brynjar Pálsson, for- stjóri Byko, segir í samtali við Morg- unblaðið að einstaklingsmarkaður hafi drifið þetta ár áfram hjá fyrir- tækinu. „Það er augljóst að hér og annars staðar í heiminum er fólk í hreiðurgerð. Það er að átta sig á því að íverustaður þess skiptir meira máli en hann gerði áður. Við finnum fyrir því að fólk er að breyta og bæta – og fegra – heimili sín. Þetta er árs- tíðatengt. Í vor var mikið keypt af málningu og gólfefnum og í sumar og fram á haust ýmislegt fyrir garðinn. Sala á pallaefni var til dæmis 80-90% meiri en í fyrra. Núna finnum við svo að jólaverslunin fer fyrr af stað en áður, fólk byrjar fyrr að skreyta. Fyrir utan þetta hefur verið mikið um viðhald hjá einstaklingum, þak, gluggar og hurðir svo dæmi séu tek- in. Þar munar mikið um Allir vinna- átakið.“ Sífellt meiri sala á vefnum Egill Fannar Reynisson, einn eig- enda Húsgagnahallarinnar, Dorma og Betra baks, segir að kauphegðun fólks hafi breyst mikið að undan- förnu og sífellt meiri sala fari fram á vefnum. Fjölgað hafi verið í vefteymi fyrirtækisins en þrátt fyrir það hafi verið mikið álag á starfsfólk í versl- ununum og eigi það hrós skilið fyrir frammistöðuna á erfiðum tímum. Egill segir að sala hafi aukist mik- ið síðustu mánuði. „Fólk hefur verið að endurnýja allt sem snýr að stofum og svefnherbergjum. Það er engin vara undanþegin en mest eru þetta rúm, sófar og stólar. Fasteignasala hefur verið gríðarleg í ár og við finn- um alltaf fyrir því þegar fast- eignamarkaðurinn er lifandi. Það hefur líka sett sín lóð á vogarskál- arnar.“ Aðspurður segir hann að sölu- aukning í ár nemi tugum prósenta. Ekki er þó gert ráð fyrir að þetta ástand sé varanlegt í áætlunum. „Við þekkjum það í íslensku efnahagslífi að hlutirnir geta breyst fljótt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Annir Algengt er að fólk þurfi að bíða í röð fyrir utan stórverslanir enda mega aðeins tíu fara inn í einu. Tugprósenta söluaukning hjá mörgum verslunum  Margir í hreiðurgerð  Jólin koma snemma þetta árið Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fregnir af lélegum aðbúnaði og vanrækslu á vistheimilinu Arn- arholti á Kjalarnesi fyrir um hálfri öld „nísti í hjart- að“. Málið verði án efa tekið fyrir í borgarstjórn. Velferðarráð borgarinnar hyggst ræða mál- ið í dag. Sagði Dagur við mbl.is í gær að fréttirnar minntu á að það þyrfti að vera vakandi fyrir aðbúnaði allra og að tryggt væri að komið væri fram við fólk af virðingu og í samræmi við mannréttindi. Fréttastofa RÚV greindi frá því í gærkvöldi að vistmenn sem dvöldu þar til ársins 1971 hefðu mátt sæta ómannúðlegri meðferð. Voru þeir meðal annars settir í einangrun í litlum fangaklefa og látnir vera þar vikum saman, eftir því sem fram kemur í tæplega 50 ára gömlum vitnaleiðslum yfir starfsfólki Arnar- holts. Var neitað um mat og læst úti Arnarholt var fyrst opnað árið 1945 og var rekið af Reykjavíkur- borg til 1. september 1971. Í vitna- leiðslum yfir starfsmönnunum 24 er því meðal annars lýst hvernig vist- mönnum var refsað með því að vera neitað um mat. Þá virðist þeim einn- ig hafa verið refsað með því að vera læstir úti hvernig sem viðraði. Al- gengast virðist hafa verið að heim- ilismönnum væri refsað með því að vera settir í steinsteyptan einangr- unarklefa með litlum glugga sem bú- ið var að setja rimla fyrir. Alvarlegustu atvikin sem greint var frá í vitnaleiðslunum varða þó andlát heimilismanna sem virðast hafa verið nokkuð tíð á þessum tíma. Heiða Björg Hilmisdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborg- ar, sagði við mbl.is í gær að ráðið hygðist kanna strax í dag hver að- koma borgarinnar var að málinu. „Mér finnst þetta hljóma mjög al- varlegt og það er mikilvægt að skoða þetta og læra af. Það er hörmulegt ef borgin hefur tengst svona máli á sínum tíma,“ segir Heiða. Taka málið til skoðunar í dag  Lýstu illri meðferð á vistmönnum Dagur B. Eggertsson Andrés Magnússon andres@mbl.is Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, telur alvarleg- ar aðfinnslur í nýrri skýrslu fjöl- miðlanefndar um Ríkisútvarpið gefa tilefni til allsherjarendurskoðunar á Rúv. og hlutverki þess. Þingið geti ekki leitt hjá sér endurteknar athugasemdir eftirlitsstofnana og skattyfirvalda, það sé skylda þess að skakka leikinn. „Þessi málefni Ríkisútvarpsins kalla á viðbrögð í þinginu, þykir mér. Þau verða örugglega rædd á þing- flokksfundi hjá okkur á morgun [miðvikudag] til þess að ákveða hvort menn ætli að gera eitthvað í þessu. Ég mun leggja það til,“ segir Brynj- ar við Morgunblaðið. „Hinn kostur- inn er sá að láta það allt óátalið og gera ekki neitt, en þá værum við ekki að gegna skyldu okkar. Ríkisútvarpið hefur beðið með að laga það, sem það átti að vera búið að laga, og er í þokkabót með algera sniðgöngu í þessum verk- takabransa sínum. Við hljótum að taka það upp. Eða ætla menn bara að láta það líðast af því enginn þorir að segja neitt við Rúv. af ótta við að vera sakaður um árásir og hatur?“ Verk fyrir ríkisendurskoðanda Brynjar segir fulla ástæðu til að ríkisendurskoðandi líti á þessi mál, en það þurfi líka að gera í þinginu. „Ríkisendurskoðandi hefur áður tekið Ríkisútvarpið til skoðunar og skilaði svartri skýrslu um það fyrir ári. En það eru bersýnilega mun fleiri atriði varðandi þennan rekstur sem þarf að skoða. Það breytir engu í mínum huga að stofnunin sé hluta- félag, þetta eru allt skattpeningar.“ Gerviverktöku hjá Ríkisútvarpinu segir Brynjar svo annað mál, sem oftsinnis hafi verið fundið að, bæði á rekstrarforsendum og skattalegum, en skattyfirvöld hafa oft þurft að gera athugasemdir við slíkt, sem sé grafalvarlegt mál. „Á því verður að taka, enn og aftur.“ Ekki bæti úr skák þegar Ríkisútvarpið reyni að fela þá slóð, þegar spurst er fyrir um stöðu ætlaðra verktaka. „Það hlýtur að fara að verða tíma- bært að fara í alvöruskoðun á mál- efnum Ríkisútvarpsins í þinginu,“ segir Brynjar. „Til þess renna millj- arðar og aftur milljarðar af skattfé almennings, reksturinn og löghlýðn- in eins og þau eru, og við bætist að það er skaðræðisgripur á fjölmiðla- markaði. Verðum að bregðast við Við verðum að bregðast við þess- um endurteknu brotum, eilífum hallarekstri, svartri skýrslu ríkis- endurskoðanda og nú þessu. Það er af nógu þar að taka, sem við verðum að fara yfir af fullri alvöru. En þegar svo mikið er aðfinnsluvert, fer jafn- vel á svig við lög, og gerist aftur og aftur, þá hlýtur að vera komin ástæða til allsherjarendurskoðunar á þessu batteríi. Og ekki bara endur- skoðunar, heldur endurskipulagn- ingar á hlutverki Ríkisútvarpsins og rekstri. Það er skylda okkar.“ Vill endurskipuleggja Rúv.  Brynjar Níelsson segir ástæðu til allsherjarendurskoðunar á Ríkisútvarpinu  Ný skýrsla enn eitt tilefnið  Verður rætt í þingflokki sjálfstæðismanna í dag Brynjar Níelsson Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra segir það vera í algjörum forgangi að af- létta heimsókn- arbanni aðstand- enda fanga eins fljótt og öruggt er. Sagði Áslaug í samtali við mbl.is í gær að allt væri gert til að tryggja öryggi og velferð fanga í kórónuveirufaraldrinum, og benti hún á að smit innan fangelsanna gæti ógnað öryggi fanga með mjög alvarlegum hætti. „Það er auðvitað mjög íþyngjandi að þurfa að vera lokaður alveg inni í sínum klefa í einangrun eða sóttkví og í rauninni mun meira íþyngjandi en fangelsis- vistin ætti að vera,“ sagði Áslaug. „Heimsóknartakmarkanir eru auðvitað íþyngjandi og það er mik- ilvægt að þeim sé aflétt um leið og það er hægt,“ sagði ráðherra meðal annars. liljahrund@mbl.is Afnám heimsóknar- banns í forgangi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.