Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 16

Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var líttskrafað umþað í Evrópu þegar upplýst var vestra að Demó- krataflokkur skaut andstæðingum sín- um langt aftur fyrir sig í fjár- austri í kosningum. Allir helstu ríkisbubbar Bandaríkjanna flykkjast um demókrata. En það skrítna var hversu lítið þeir höfðu upp úr krafsinu, í báðum þingdeildum, og sérstaklega í ríkisþingum þar sem yfirgengi- legu fé var eytt til að tryggja að demókratar fengju forræði þess hvernig kjördæmamörk vegna fulltrúadeildar yrðu dregin til næstu 10 ára. Þeir töpuðu meira að segja í baráttu um ríkis- stjóra. Eingöngu í forsetakosn- ingum náðu þeir að koma Biden upp úr kjallaranum með minnsta mun atkvæða. Það er óneitanlega mjög sérkennilegt. Margir telja að Biden hafi haft sigur með örfáum atkvæð- um í þeim tíu kjördæmum þar sem mest var undir og lutu sér- stakri aðgerðaáætlun kosninga- stjórnar hans, og ólíklegt að Biden sjálfur hafi fylgst með því. Þar er reyndar ekki lokið að telja öll atkvæði, en Joe Bid- en er hættur að leggja áherslu á að „öll atkvæði skuli talin“. Hinir og þessir hafa verið fengnir til að fagna úrslitunum, en gamla og viðurkennda að- ferðin er sú þar vestra að for- setaefni gefst formlega upp fyr- ir hinu og þar með sé allri baráttu lokið. Sé annar fram- bjóðandi ófáanlegur til að játa sig sigraðan eða hafi aftur- kallað það þá ljúka dómstólar málinu. Engin önnur leið er fær. Trump forseti hefur ekki gef- ist upp formlega og er for- dæmdur fyrir það og engin stóryrði spöruð. Í frægum kosningum knúði Al Gore fram- bjóðandi, þá varaforseti Banda- ríkjanna, á um að talið væri áfram í Flórída í 35 daga(!) eftir kjördag, en Gore hafði mánuði fyrr gefist formlega upp fyrir andstæðingi sínum, George W. Bush. Aldrei hafði heyrst að slíka uppgjafaryfirlýsingu mætti afturkalla. Allan þennan mánuð tísti enginn leiðtogi í Evrópu athugasemd við þetta einstæða hringl né hitt að talið væri áfram í Flórída í sérvöld- um kjördeildum og örfá at- kvæði náðust upp úr krafsi á hverjum degi! Það tókst á einni nóttu að telja nærri 99% at- kvæða í Flórída, en Al Gore hélt áfram að telja í 35 daga þetta rúma eina prósent þar til Hæstarétti Bandaríkjanna of- bauð misnotkunin. Nú telur kosningastjórn Trumps forseta sig hafa öflugar sannanir um misnotkun og svindl í þessum 10 ríkjum sem lutu sérstakri hernaðaráætlun demókrata en þar fór fram skipu- lögð aðgerð tengd söfnun atkvæða í póstkosningum. Fáir mótmæla því að í póstkosning- unum er margföld hætta á misnotkun miðað við aðra þætti kosninganna. Utan- kjörfundarkosning er lítil að umfangi og talin tiltölulega örugg og jafnvel í Bandaríkj- unum. Öðru máli gegnir um póstkosningar. Á þeim vill kosningastjórn Trumps fá eðli- lega athugun. Bandaríska kerf- ið gengur út frá því að þeir sem halda slíku fram og vísa í stað- reyndir eigi rétt á slíkri skoðun. Það eru margir kostir í fram- haldinu. Sá fyrsti getur hæg- lega byggst á rökstuddri niður- stöðu að forsetinn og hans menn taki ósigrum illa. Hillary, fyrrverandi forsetaefni, lýsti því yfir opinberlega að þótt „fjölmiðlar“ tilkynntu ósigur Bidens mætti hann alls ekki samþykkja slíkt. Halda yrði baráttu áfram óháð því. Það liggur reyndar þegar fyrir að allmargir kjósendur hafi kosið að handan og reyndar komið at- kvæðum sínum í póst löngu eft- ir andlát sitt og þau verið talin. En viðbrögðin eru þau að það tiltæki hafi ekki haft áhrif. Það sama var um tugi þúsunda sem varaforsetaefnið Lyndon John- son lét kjósa til öryggis í nóv- ember 1960. Raunin var þá að fylgi hinna lifandi hefði dugað í Texas. Nú mætti benda á að báðir frambjóðendur væru vel við aldur og því færi ekki illa á því að aukning yrði á kjós- endum sem kvöddu jarðneska tilveru næstu ár þar á undan en vildu styðja sínar kynslóðir nú. Í Illinois var lítill vafi á að Daley borgarstjóri í Síkakó, „sterki maður“ demókrata, hefði troðið nægjanlega mörg- um réttum atkvæðum ofan í kjörkassa hjá sér og þau ráðið úrslitum. Málflytjendur forsetans segjast opinberlega hafa slá- andi sönnunargögn um víðtækt svindl sem ráðið hefði úrslitum nú. Slíkar yfirlýsingar þekkjast í byrjun skylminga fyrir dóm- stólum og hafa lítið sönnunar- gildi. En þær skal þó skoða. Hinar ógeðfelldu pantanir á yfirlýsingum frá erlendum póli- tíkusum, sem hafa engar upp- lýsingar um málið, hafa svipað gildi. Á meðan Gore knúði fram eilífðartalningu forðum lét Bush yngri, með uppgjafar- yfirlýsingu Gores í vasanum, ekki eftir sér að panta stuðn- ingsyfirlýsingar óviðkomandi. Svo sannarlega má vona að á daginn komi að svindl í kosning- unum hafi verið með minnsta móti svo að ætla megi að það hafi ekki ráðið úrslitum. En jafnvel Trump á rétt á því að fá úr því skorið. Báðar fylkingar í bandarískum stjórn- málum hljóta að eiga jafnan rétt} Anda skal rólega Í stað þess að fara á busaball í nýja menntaskólanum aðstoðaðir þú for- eldra þína við að setja upp forrit til að fara á fjarfund í vinnunni. Í stað þess að fara á ballið hittir þú vinina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æfingu daginn eftir fórstu út að skokka í einrúmi. Þú hefur ekki mátt knúsa ömmu en gafst þér samt tíma til að kenna henni að nota FaceTime til að tala við vini og ætt- ingja, þannig að hún fengi að minnsta kosti að sjá framan í þau. Í stað þess að sitja í skólanum og njóta félagsskapar vina þinna hefur þú klór- að þig í gegnum lærdóminn heima. Þér er eflaust búið að leiðast, þykja þetta allt ósanngjarnt og skrýtið – en hefur þó reynt að gera það besta úr aðstæðum. Foreldrar þínir eru meira og minna heima að vinna, það heyrir til undantekninga að þú hittir vini og kunn- ingja, það er búið að slá af öll íþróttamót, stóra systir missti af útskriftarferðinni í vor og litli bróðir gat ekki haldið almennilega fermingarveislu. Það var búið að segja þér að þessi ár væru þau skemmtilegustu, að á þessum árum myndir þú kynnast fullt af nýju fólki, eignast vini fyrir lífstíð, að þú gætir verið í námi, íþróttum, vinnu og félagsstarfi en þess í stað ertu að mestu heima og hittir gömlu (en góðu) vinina í gegnum símann. Þú þarft að setja upp grímu til að fara í búðina, hefur aldrei þvegið þér jafn oft um hendurnar og ert með spritt í vasanum. Þú hefur lagt mikið á þig til að fylgja sóttvarnareglum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem við þekktum ekki í upphafi árs. Þess á milli heyrir þú og lest neikvæðar fréttir um að það sé komin kreppa, þú veist ekkert hvenær þú getur ferðast á ný og allir dagdraumar um framtíðina virðast fjarlægir. Þú veist ekki hve- nær þessu ástandi lýkur en þú vonar að því ljúki fljótlega. Þú getur ekki beðið eftir því að lífið færist aftur í eðlilegt horf. Þú þarft þó að muna að þú ert klár og mátt því ekki hætta að hugsa um framtíðina. Sam- félagið mun þurfa á kröftum þínum að halda og þú ert að öðlast reynslu sem mun nýtast þér alla ævi. Hún er ekki skemmtileg þessi reynsla, en hún mun auðvelda þér að komast yfir aðrar hindranir sem lífið færir þér. Það skiptir þig og vini þína gífurlega miklu máli að gefast ekki upp og halda áfram að horfa til framtíðar. Leyfðu þér að hlakka til – hvers sem er! Þú ert allt unga fólkið sem er að upplifa skrýtna tíma sem enginn gat séð fyrir. Jú, vissulega erum við öll saman í þessu en það má sérstaklega minnast þeirra fórna sem þú ert að færa á meðan þetta ástand varir. Takk fyrir að standa í þessu með okkur. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Hey þú, takk! Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sjö lóðir á höfuðborgarsvæð-inu eru nú til skoðunar semmöguleg staðsetning mið-stöðvar fyrir alla helstu „viðbragðsaðila“ landsins. Þar á meðal er lóð við Kleppsspítala í Reykjavík. Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsti í lok júní í sumar eftir upp- lýsingum um 30 þúsund fermetra lóð eða húsnæði fyrir sameiginlega aðstöðu löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. „Hér var um markaðskönnun að ræða og beðið um upplýsingar um lóðir innan tiltekins svæðis. Í samræmi við lög um opinberar framkvæmdir var fyrst gerð for- athugun þar sem verkefnið var skil- greint með aðkomu væntra notenda. Að henni lokinni var farið í fyrr- greinda markaðskönnun sem inn- legg í frumathugun á málinu og bár- ust upplýsingar um sjö staðsetn- ingar frá átta aðilum. Frumathugun er nú á lokastigi og verður frum- athugunarskýrsla kynnt ráðherrum í nóvember,“ segir Karl Pétur Jóns- son, upplýsingafulltrúi Fram- kvæmdasýslunnar, í skriflegu svari til blaðsins. Lóð á leið Sundabrautar? Á síðasta fundi stjórnar Faxa- flóahafna sf. var kynnt að nú stæðu yfir viðræður við Framkvæmda- sýslu ríkisins um lóð á milli Klepps og Holtagarða undir mögulega björgunarmistöð. Jafnframt að Faxaflóhafnir myndu fara í við- ræður við Landspítalann, eiganda Klepps. Magnús Ásmundsson hafn- arstjóri segir að ekkert sé fast í hendi um staðsetningu og Fram- kvæmdasýslan sé að skoða staðsetn- ingar víðar en á svæði Faxaflóa- hafna. „Málið var engu að síður kynnt í stjórn þar sem samtalið er í gangi.“ Svæðið sem um ræðir er á milli Klepps og Holtagarða, ofan Sunda- hafnar, eins og meðfylgjandi kort sýnir. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í borgarstjórn í nóvember 2013 og staðfest var af Skipulagsstofnun í byrjun árs 2014, er gert ráð fyrir því að Sundabraut muni liggja milli Kleppsspítala og Holtagarða. Þetta er önnur tveggja leiða sem til greina koma verði ákveðið að Sundabrautin verði lögð á lágbrú yfir Kleppsvík. Framkvæmdasýsla ríkisins hef- ur undanfarið ár starfað með fjár- mála- og dómsmálaráðuneyti að hugmyndum um sameiginlegt hús- næði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins, sagði í kynningu í sumar. Þetta eru: Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan, Slysavarna- félagið Landsbjörg, Tollgæslan (Skatturinn), Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins og Neyðarlínan 112. Framkvæmdasýslan hafði í nokkurn tíma unnið að ítarlegri for- athugun verkefnisins. Einskorðaðist hún í upphafi við að finna hentugt húsnæði fyrir löggæsluaðila. Verk- efnið var síðan stækkað og gert ráð fyrir öllum viðbragðsaðilum á einum stað. „Fyrr á þessu ári var aukinn þungi settur í verkefnið, enda hefur mikið mætt á viðbragðsaðilum það sem af er árinu 2020 og þörfin fyrir hentugt og nútímalegt húsnæði varð ljós,“ sagði í kynningunni. Á ögur- stundu sé mikill kostur að þeir aðilar sem vernda líf og eignir landsmanna séu staðsettir í sama húsnæðinu. „Hagræðingin og ávinningurinn er augljós og mikill. Með því að allir verði undir einu þaki má ná fram sparnaði en einnig gera þjónustu markvissari og stytta viðbragðs- tíma, með aukinni samvinnu ólíkra aðila,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu rík- isins, í viðtali við Morgunblaðið sl. sumar. Flestar þessar stofnanir eru nú að hluta til með aðsetur í björg- unarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Hús- næði þar þykir óhentugt, þrengsli og skipulag hússins hafa valdið óhagræði og staðið í vegi fyrir um- bótum. Morgunblaðið/Eggert Björgun Á ögurstundu er mikill kostur að þeir aðilar sem vernda líf og eign- ir landsmanna séu til húsa á sama stað, segir Framkvæmdasýslan. Skoða sjö lóðir fyrir björgunarmiðstöð  Allir helstu „viðbragðsaðilar“ landsins verði á einum stað Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Sundahöfn Sæ braut Kleppsspítali Holtagarðar Holtavegur Möguleg staðsetning björgunar- miðstöðvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.