Morgunblaðið - 11.11.2020, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020
Undirritaður hefur
stundum látið hafa
eftir sér, að skýrsla
COWI og Mannvits
„Félagshagfræðileg
greining Borgarlínu“
sé æfingaverkefni
sem sennilega var
birt fyrir mistök.
Ekki minnkaði sú trú
við lestur greinar
hagfræðinga sömu
fyrirtækja í Morg-
unblaðinu 6. nóvember sl. þar sem
reynt var að bera brigður á mál-
flutning Ragnars Árnasonar pró-
fessor emeritus í sama blaði
nokkru áður. Það tókst illa.
Fargjöld
Í greininni segir: „Útgjöld
„nýrra notenda“ þ.e. þeirra sem
byrja að ferðast á áhrifasvæðinu
vegna tilkomu Borgarlínunnar eru
[…] talin til samfélagslegs ábata.“
Þetta mun vera samkvæmt leið-
beiningum ESB en það er síður en
svo að þær séu eða eigi að vera
einhver guðspjöll hér á landi. Að
telja útgjöld nýrra
notenda til samfélags-
legs ábata, getur ver-
ið sæmileg nálgun
þegar um er að ræða
fólk sem annars geng-
ur eða hjólar, en
býsna vafasöm þegar
um er að ræða þá sem
ferðast í eigin bíl en
hrekjast upp í Borg-
arlínu m.a. vegna
þeirra umferðartafa
sem tilkoma hennar
veldur. Hinar evr-
ópsku reglur eru enda samdar fyr-
ir samfélög þar sem reiðhjóla-
notkun er mun almennari en hér
og í þann hóp, segir reynslan,
sækir ný samgöngutækni eins og
Borgarlínan mikið af nýjum við-
skiptavinum. Auk þess virðist um
tvítalningu að ræða, því sparaður
tími bílistanna hefur þegar verið
færður til tekna að því er séð
verður.
Svo má auðvitað spyrja, ef far-
gjöld þessara nýju viðskiptavina
strætó, sem flestir voru bílistar
eru þjóðhagslegar tekjur, eru þá
ekki bílastæðagjöldin sem þeir
borga ekki lengur þjóðhagslegt
tap?
Lokavirði framkvæmda
Í annan stað segir í greininni:
„Lokavirði mannvirkisins endur-
speglar hagrænt virði þess í lok
greiningartímans m.a. í formi nú-
virts ábata umfram tíma greining-
arinnar.“ Bak við þetta orðalag
liggur mikil fræðimennska, en
endar þar. Það hagræna virði sem
hér um ræðir helgast af notagildi
þeirra mannvirkja sem byggð voru
en hefur ekkert að gera með upp-
haflegan byggingarkostnað. Samt
leyfa skýrsluhöfundar sér að setja
10% byggingarkostnaðar sem
tekjur í lok athugunartímans.
Þetta er út í hött. Þetta kann að
ganga þar sem það er til siðs að
bjóða vegaframkvæmdir út sem
einkaframkvæmd og verktakinn
tekur að sér rekstur vegarins,
innheimtir vegtolla og semur um
að fá greiddan hluta stofnkostn-
aðar í lok samningstímans. Slík
athugun segir aðeins að verkefnið
sé tækt í einkaframkvæmd en
segir ekkert um hvort það sé
samfélagslega besta verkefnið
sem völ er á að fara í eða hvort
yfir höfuð eigi að fara í það.
Það er nefnilega hægt að
byggja þó nokkur umferðarmann-
virki sem hafa margfalt meiri arð-
semi en Borgarlína en eru marg-
falt ódýrari. Jafnvel ódýrari en
þeir nýju glæsivagnar sem Borg-
arlínu eru ætlaðir og þeirra er
hvergi getið í skýrslunni.
Ný tækni
Í nýju umferðarlíkani sem allir
fagna eru reiknaðar þær tafir sem
verða vegna þess hvað Borgarlína
þrengir mikið að annarri umferð
með sér akreinum og forgangi á
ljósum. Jafnframt er áætlað hve
tafirnar hrekja marga úr einka-
bílnum yfir í þann forgangshóp
sem farþegar Borgarlínu eru
orðnir. Hlutur Borgarlínu vex þá
úr 4% ferða upp í 4,8% á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta er sett
inn í félagsfræðilega greiningu og
reiknuð arðsemi. Þetta er líka ný
tækni sem allir fagna. Þessari
nýju tækni er ætlað það hlutverk
að finna hagkvæmustu lausn á
vandamálum umferðar en ekki
það að fegra eina ákveðna lausn,
sem virðist megin tilgangur
skýrslunnar „Félagshagfræðileg
greining Borgarlínu“.
Lokaorð
Skýrslan fjallar aðeins um einn
möguleika, það er fjórar fram-
kvæmdir Borgarlínu sem allar eru
samtengdar. Kostnaður vegna
nýrra glæsivagna Borgarlínu er
skilinn eftir. Það að flagga þessari
einu framkvæmd sem hagkvæmri
án þess að bera saman við hag-
kvæmni annarra kosta sem völ er
á flokkast ekki undir góða upplýs-
ingagjöf heldur trúboð. Auk þess
eru skildar eftir þær fram-
kvæmdir Borgarlínu sem að öllum
líkum ná ekki nálægt því sömu
arðgjöf og þessar fjórar. Það að
birta þessa skýrslu og gefa með
því í skyn að öll Borgarlína í heild
sinni sé svo hagkvæm er ann-
aðhvort blekking eða mistök.
Borgarlínuhagfræðin
Eftir Elías Elíasson » Það að flagga þessari
einu framkvæmd
sem hagkvæmri án þess
að bera saman við hag-
kvæmni annarra kosta
sem völ er á flokkast
ekki undir góða upplýs-
ingagjöf heldur trúboð.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Að loknum alþing-
iskosningum 2007
settist Kristján L.
Möller í stól sam-
gönguráðherra og gaf
fögur loforð um vega-
framkvæmdir á 11
stöðum úti á landi.
Loforðin frá þessum
fyrrverandi lands-
byggðarþingmanni
um arðbæran og
hindrunarlausan heils-
ársveg yfir Öxi tók þáverandi sveit-
arstjórn Djúpavogs góð og gild, án
þess að trygging fengist fyrir því á
hvaða tímapunkti þessi framkvæmd
yrði boðin út. Enn berast engar
fréttir af því hvort þessi vegur sé í
sjónmáli, eftir að Alþingi samþykkti
tillögu Arnbjargar Sveinsdóttur um
að flýta undirbúningsrannsóknum á
jarðgangagerð undir Fjarðarheiði
vegna hafnaraðstöðunnar fyrir
Norrænu, sem Seyðfirðingar vilja
ekki missa. Loforðin um heils-
ársveg yfir Öxi gefa
stuðningsmönnum Ax-
arvegar lausan taum-
inn og langþráð tæki-
færi til að reka hornin
í samgöngumál Breið-
dælinga, með kröfunni
um lokun Breiðdals-
heiðar, sem er ekki á
forræði sveitarstjórnar
Djúpavogs.
Veikleiki margra
þingmanna Norðaust-
urkjördæmis lýsir sér
best í því að þeir halda
sig eingöngu að ósönn-
um fullyrðingum til að láta skína í
vígtennurnar gagnvart Breiðdæl-
ingum. Vetrarmánuðina 2015 og ’16
varð ástandið víða um land svo
slæmt, að óhjákvæmilegt var að
loka vegunum á Öxi og Breiðdals-
heiði vegna illviðris og meira en sex
metra snjódýptar, til að forðast
kostnaðinn við samfelldan snjó-
mokstur, þegar skilaboðin frá
Vegagerðinni og fjárveitingavaldinu
voru hingað og ekki lengra. Sjálf-
gefið er það ekki að íslenska ríkið
geti endalaust hrist fram úr erm-
inni stórar fjárhæðir fyrir þessum
snjómokstri í meira en 500 metra
hæð án þess að ráðist verði um leið
á vinnandi fjölskyldur með stór-
auknum álögum, sem heimilin í
landinu þola illa.
Tímabært er að allir þingmenn
Norðausturkjördæmis geri hreint
fyrir sínum dyrum og flytji hið
snarasta þingsályktunartillögu um
að framkvæmdum við nýjan veg og
tvíbreiða brú milli Egilsstaða og
Fellabæjar verði flýtt. Viðunandi
lausn á samgöngumálum Austfirð-
inga snýst um að allir heimamenn
búsettir norðan Fagradals fái betra
aðgengi að sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað, sem þarf öruggari veg-
tengingu við Egilsstaðaflugvöll. Án
Mjóafjarðarganga er það útilokað
ef Fjarðarheiðargöng verða tekin á
undan.
Stigið verður stórt skref aftur á
bak ef þingmenn Norðausturkjör-
dæmis telja það góða lausn að
bjóða út nýjan Axarveg í stað þess
ákveða fyrst tvíbreiðar brýr á suð-
urfjörðunum, Mið-Austurlandi og
norðan Fagradals, sem hafa alltof
lengi setið á hakanum og þola enga
bið. Á gömlu brúnni milli Fella-
bæjar og Egilsstaða nálgast álagið
af þungaflutningunum ystu þol-
mörk, sem þýðir að ákvörðun um
að ráðast í vinnu við nýja Lag-
arfljótsbrú þolir enga bið. Engin
skynsemi er í því að uppbyggðum
vegi í 530 m hæð á snjóþungu og
illviðrasömu svæði um Öxi sé troðið
fram fyrir brýnustu samgöngu-
mannvirkin sem rjúfa alla vetr-
areinangrun Fjarðabyggðar og suð-
urfjarðanna við Egilsstaðaflugvöll.
Allir þingmenn Norðausturkjör-
dæmis skulu kynna sér rétta for-
gangsröðun á öllum þessum verk-
efnum. Fyrir löngu hefði verið
ráðist í þau ef fyrrverandi þing-
mönnum Norðurlands eystra og
vestra hefði aldrei tekist að reka
hornin í samgöngumál Austfirðinga.
Í stað þess að leggja meiri áherslu
á styttingu vegalengda og öruggari
vegtengingu við Fjórðungssjúkra-
húsið í Neskaupstað vill sveitar-
stjórn Djúpavogs frekar ögra
Breiðdælingum með kröfunni um
lokun Breiðdalsheiðar undir póli-
tísku yfirskini, sem stuðningsmenn
Axarvegar taka fram yfir þrenn
jarðgöng á Mið-Austurlandi. Dag-
lega aukast líkurnar á því að lof-
orðin frá 2007 um nýjan Axarveg
verði svikin eftir að ákveðið var að
ráðast í tilraunaboranir á ganga-
gerð undir Fjarðarheiði, sem eru
tímafrekar.
Næstu tvo áratugina stendur
Vegagerðin frammi fyrir því að
þurfa að ákveða hvaða samgöngu-
mannvirki verði efst á blaði. Ódýr-
ara er að fækka fjallvegum sem
Vegagerðin treystir illa í 500-600 m
hæð á snjóþungum og illviðrasöm-
um svæðum þegar fjárveitinga-
valdið forðast kostnaðinn við sam-
felldan snjómokstur eins og heitan
eld. Stundum er óhjákvæmilegt og
sársaukafullt að svíkja fögur loforð.
Látum Hvalnes- og Þvottárskriður
víkja fyrir Lónsheiðargöngum.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Viðunandi lausn á
samgöngumálum
Austfirðinga snýst um
að allir heimamenn bú-
settir norðan Fagradals
fái betra aðgengi að
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað.
Höfundur er farandverkamaður.
Ögrun við Breiðdælinga
Við lifum í síbreyti-
legum heimi. Seinna
síldarævintýri lauk
fyrir hálfri öld þar sem
miðin voru hreinlega
ryksuguð upp. Í stað
þess að bíða endalaust
eftir því að síldin dúkk-
aði aftur upp sneri fólk
sér að öðru. Lengi vel
var samt lífið saltfiskur
hvað sem tautaði og
raulaði. Tækninýjungar hafa svo
orðið til þess að útvegur og vinnsla
vega ekki eins þungt í atvinnulífi
landsmanna og áður og breytt þann-
ig ástandinu.
Álafoss framleiddi alullargólfteppi
með ágætis árangri þar til allir
heimtuðu parket og flísar og þá lagði
sú starfsemi upp laupana en fólk
fann sér önnur viðfangsefni. Skó-
deild Sambandsins gafst upp í sam-
keppni við erlenda framleiðslu og dó
drottni sínum en um svipað leyti um-
breyttist eitt þekktasta vörumerki
Finnlands, Nokia, úr gúmmítúttum í
farsíma sem í dag hafa gríðarlega
markaðshlutdeild á heimsvísu.
Allt er breytingum háð og víst er
að ástand hverju sinni
mótast af þeim að-
stæðum sem skapast,
hvort sem þær eru ut-
anaðkomandi eða við
sköpum þær sjálf. Eftir
að stuttbuxnastrákar
(og -stelpur) í fjár-
málageiranum spiluðu
rassinn úr buxunum,
ekki bara sínum eigin
buxum heldur líka alls
almennings og skildu
hann þannig eftir nán-
ast berrassaðan úti í
kuldanum, tóku stjórnvöld þá
ákvörðun að gefa skotleyfi á almenn-
ing og smærri fyrirtæki. Stjórnvöld
beittu völdum sínum beinlínis til að
aðstoða þá sem komið höfðu öllu í
rúst við að sparka í liggjandi fórn-
arlömb sín þannig að hinir fyrr-
nefndu gætu hirt fyrirtækin og fast-
eignir af hinum síðarnefndu fyrir
ekki neitt. Þá hefði bara verið ágætt
ef stjórnvöld hefðu látið þetta í friði
og leyft málum að ganga sinn veg í
kerfi sem var í gildi þá. Í kjölfar
hrunsins var verðgildi gjaldmiðilsins
svo bágborið að aðstæður höfðu
skapast til að laða hingað ferðamenn
frá útlöndum jafnt efnaða sem þá
sem lítið skildu eftir því allt í einu
var orðið tiltölulega ódýrt að heim-
sækja landið sem nánast enginn
vissi deili á fyrr en fjármálasnilling-
arnir kynntu það með þeim vafa-
sama hætti sem raun varð í efna-
hagshruninu.
En eins var græðgin í ferða-
mennskunni og síldveiðunum forð-
um, sóknin var slík að helst átti að
hreinsa miðin upp á einni nóttu.
Fjárfest var í greininni með skuld-
setningu langt upp fyrir rjáfur og nú
er skattgreiðendum ætlað að skera
úr snörunni þá sem fóru offari í við-
leitni sinni til skjótfengins einka-
gróða. Þá var í skjóli dapurs gengis
krónunnar gert út á að hrúga ferða-
mönnum til landsins en svo styrktist
gengið og aftur varð tiltölulega dýrt
að heimsækja Ísland. Ævintýramað-
ur setti á laggirnar flugfélag sem
bauð með fjárhagsstuðningi frá
Isavia flug til og frá landinu á verði
sem enginn gat keppt við enda fór
það svo að það keyrði sig í þrot með
tilheyrandi tjóni fyrir íslenska skatt-
greiðendur án þess að nokkur axlaði
ábyrgð.
Hingað kom sá fjöldi ferðamanna
sem náttúra okkar litla lands bar
engan veginn en svo var komið þeg-
ar halla fór undan að hæpið var að
finna starfsmann í framlínu ferða-
þjónustunnar sem skildi íslensku.
Þótt Covid-ástandið hafi skapað það
dapra ástand sem nú er í greininni
er engum blöðum um það að fletta
að farið var að draga verulega sam-
an áður en það kom til. Og það er
víða dapurt vegna Covid. En í kjöl-
far Covid skapast aðstæður sem
þarf að kljást við til framtíðar en það
er ekkert útséð með að núverandi
ástandi sé að ljúka. Á þá endalaust
að ausa peningum skattgreiðenda í
að halda fyrirtækjum í öndunarvél
svo þau skrimti þar til aðstæður
verði samar og áður án þess að
nokkur hafi hugmynd um hvort eða
hvenær slíkar aðstæður skapast?
Í stað þess að stjórnvöld láti fyrir-
tæki í friði til að veita þeim ráðrúm
og hvata til að finna sér lífvænlegan
farveg eða önnur verkefni í breytt-
um aðstæðum er peningum mokað
úr vösum skattgreiðenda, sem er
einungis til þess að langflestir bíða
bara eftir að aðstæður verði eins og
þær voru áður, en enginn veit hvort
það verður nokkurn tímann. Stærri
fyrirtæki sem njóta að öllu jöfnu
stærðarhagkvæmni lenda í breyttri
stöðu vegna sóttvarna. Þá virðist
þykja sjálfsagt að skattgreiðendur
beri kostnað af því að einhverjir
starfsmenn séu settir í skert starfs-
hlutfall. Minnstu fyrirtækin líða svo
fyrir þessar ráðstafanir þar sem þeir
sem njóta úrræðanna nýta stuðning-
inn jafnvel til samkeppnisforskots á
einyrkjafyrirtækin. Svo verður mað-
ur vitni að því að fólk sem sett hefur
verið í skert starfshlutfall hafi komið
sér upp aðstöðu heima hjá sér þar
sem það vinnur með bótagreiðslum
fyrir óuppgefnar tekjur.
Formaður stjórnmálaflokks sem
nú er í andstöðu hefur haft orð á því
að ekki sé nóg að gert til að styðja
við svona aðgerðir sem í raun gera
ekki annað en að skapa nokkurs
konar markaðsbrest. Sá stjórn-
málaflokkur sem var við völd eftir
hrun hafði þá forystu um að gefa út
fyrrnefnt skotleyfi. Ef Covid hefði
ekki komið til hefðu stjórnvöld þá
ákveðið sérstakar stuðningsaðgerðir
við garðaþjónustur og snjómokst-
ursfyrirtæki ef léleg spretta um
sumarið og snjóléttur vetur hefðu
dunið yfir eins og þruma úr heið-
skíru lofti? Hjá slíkum fyrirtækjum
hefði orðið gríðarlegt tekjutap sök-
um breyttra aðstæðna.
Lök spretta og snjólétt?
Eftir Örn
Gunnlaugsson » Væru þá sérstakar
stuðningsaðgerðir
við garðaþjónustur og
snjómokstursfyrirtæki
ef léleg spretta yfir
sumarið og snjóléttur
vetur hefðu dunið yfir?
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er fv. atvinnurekandi.
orng05@simnet.is