Morgunblaðið - 11.11.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 11.11.2020, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 ✝ Birgir Már Pét-ursson fæddist á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 11. des- ember 1939. Hann lézt á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. október 2020. Hann var sonur hjónanna Huldu Pálsdóttur, húsfreyju á Höllu- stöðum, f. 1908, d. 1995, og Péturs Péturssonar, hreppstjóra og bónda þar, f. 1905, d. 1977. Systkini Más eru Páll Bragi, fyrrv. alþingismaður, ráðherra og bóndi á Höllustöðum, f. 1937, Hanna Dóra, fyrrv. kennari í Kópavogi, f. 1941 og Pétur Ingvi, læknir á Akureyri, f. 1947. Már kvæntist 14. júlí 1974 Sigríði Jósefsdóttur, f. 1944, sem síðar nam lögfræði og starf- aði sem lögmaður Íslandsbanka og loks sem saksóknari hjá emb- ætti Ríkissaksóknara. Þeim varð ekki barna auðið. Már lauk stúdentsprófi frá MA 1960 og embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1967. Stundaði framhaldsnám í réttarfari, fé- lagarétti og skaðabótarétti og sótti jafnframt fyrirlestra í og stjórnmálum og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn og átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum á háskólaárum sínum og síðar á vegum Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarkaupstaðar. For- maður hinnar íslenzku Víetnam- nefndar 1967-8, Samtaka her- stöðvaandstæðinga 1971-72, Sambands ungra framsókn- armanna 1970-72, stjórnar rík- isstarfsmannadeildar Lögfræð- ingafélags Íslands 1976-80, Stéttarfélags lögfræðinga í rík- isþjónustu 1980-82, Dómara- félags Reykjavíkur og nágrenn- is 1977-81 og BHMR 1982-83. Átti sæti í Kjaradómi 1986-91. Sat auk þess í ýmsum starfs- nefndum um lögfræðileg mál- efni á vegum ríkisins og sam- taka lögfræðinga. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tímarit um þjóðmál; m.a. um stjórn- arskrármálið, byggðamál og samvinnuhreyfinguna. Einnig um sagnfræðileg og lögfræðileg efni í Úlfljót og fleiri fagtímarit. Útför Más fer fram frá Víði- staðakirkju 11. nóvember 2020 kl. 15 og verður athöfninni streymt á slóðinni https://youtu.be/IX6_XtM3y8Q Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Jarðsett verður í Hafn- arfjarðarkirkjugarði. stjórnmálafræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1969-70 og kynnti sér starf- semi dómstóla í Danmörku og Suð- ur-Svíþjóð á sama tímabili. Á námsárum sín- um vann Már á sumrum á jarð- vinnsluvélum í Húnaþingi og síðar sem veiðieftirlitsmaður og er- indreki Framsóknarflokksins. Eftir nám sitt hóf hann störf sem fulltrúi bæjarfógeta í Hafn- arfirði og sýslumanns Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Var hér- aðsdómari í Hafnarfirði 1972-1987. Settur bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður í Ísa- fjarðarsýslum í nokkra mánuði 1979. Setudómari í mörgum málum í flestum lögsagn- arumdæmum landsins 1970-87. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 1987-1992. Héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykja- ness 1992-1997. Eftir það ýmis lögfræðileg ráðgjafarstörf, einkum á vegum Bændasamtaka Íslands, til starfsloka 2008. Már var virkur í félagsmálum Frændi minn Birgir Már Pét- ursson frá Höllustöðum lést 31.10. 2020. Ég hef þekkt Má síð- an ég man fyrst eftir mér. Við er- um systkinabörn. Már ólst upp á Höllustöðum ásamt 3 systkinum sínum og ég ólst upp á Ytri- Löngumýri ásamt 9 systkinum mínum. Það eru 2 bæjarleiðir milli bæjanna. Elstu bræðurnir á Höllustöðum komu oft í Ytri- Löngumýri og hjálpuðu til við heyskap og húsbyggingar. Voru þeir bæði duglegir og skraf- hreifnir. Pabbi hafði mikið álit á Höllustaðabörnunum. Á þessum árum var urmull af smábörnum á Ytri-Löngumýri og þeir Már og Páll gættu þess að smábörnin kæmu ekki of nærri vélunum. Már varð strax alveg sérstaklega laginn við vélar og bíla. Það þóttu miklir mannkostir í sveitinni. Hann byrjaði að vinna á jarðýtu mjög ungur. Var hann því kall- aður ýtubarnið. Már var orðhepp- inn og gamansamur og stríðinn. Dæmi um það er þegar hann sá Áslaugu systur mína drekka kaffi, þegar hún var ca. 8 ára: „Sko, ertu að drekka kaffi, litla, skrýtna kaffikerling,“ og litla kaffikerlingin var móðguð í marga áratugi. Már var veiði- vörður í nokkur ár á námsárum sínum. Einu sinni gómaði þekkt- an sakamann og veiðiþjóf lengst inni í Vatnsdal. Sakamaðurinn glotti við tönn sagði: „Það myndi nú enginn taka eftir því, ef ég setti þig í ána.“ Sem betur fer slapp Már frá þessum hildarleik. Már lauk embættisprófi frá Há- skóla Íslands 1967. Hann átti langan starfsferil sem héraðs- dómari og sýslumaður. 1991 sótti ég um starf sem fulltrúi hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði, en Már var þá sýslumaður þar. Voru öll okkar samskipti mjög ánægjuleg enda bæði frændur og flokks- bræður. Ég votta eftirlifandi eig- inkonu, Sigríði Jósefsdóttur, systkinum og öðrum ættingjum og vinum samúð mína. Guðmundur Björnsson. Er nú allur föðurbróðir minn, Már Pétursson, og vekur það mér dýrar tilfinningar í brjósti. Ann- ars vegar hefur mig hin síðustu ár grunað að skref hans um líðandi stundu væru öðru fremur knúin glæðum hans forna eldmóðs nokkuð umfram það sem heilsu- farsleg efni stóðu til. Hins vegar hefur hann ætíð verið föst stærð í tilveru minni frá því ég man eftir mér. Líkt og viti á viðsjárverðum slóðum hefur Már gjarnan reynst mér ákaflega vel og eftir flandur um fjarlæg djúp hefur mér þótt vænt um að finna þann vita fyrir á ný, þótt heimsóknirnar hafi orðið strjálar hin síðari ár sökum bú- setu minnar erlendis. Már tilheyrði þeirri tegund manna sem ævinlega þarf að vera að gera eitthvað og lætur sér ekki verk úr hendi falla. Einkenni sem mér í æsku féll fremur illa en hef- ur lærst að meta síðar, einkum sökum víðtæks skorts á því. Þó virst gæti hann alvöruþrunginn reyndist hann mér aldrei annað en einkar hjálpsamt ljúfmenni. Már var maður verka jafnt og hugmynda. Hann átti það til að slá fram tillögum eins og í hálf- kæringi, sem þó gátu sett flókin álitamál í brennidepil og svifu á mörkum gamans og alvöru svo að manns eigin sannfæring riðaði. Glitti þar í hina einstöku ræðu- snilld Más sem fyrir mér samein- aði gáfur, sannfæringarkraft og dýrt kveðinn húmor. Ég minnist skógræktar Más með vissum hlýhug. Mér var í æsku, ásamt ýmsum þeim ná- komnu aðilum sem aðgengilegir voru hverju sinni, stundum skip- að í vinnuflokk við skógrækt á ættaróðalinu undir verkstjórn Más. Eigi féll mér verkið illa þótt tilgangurinn hafi mér dulist. Hin trygga verkstjórn birtist ekki síst í skyndilegu tveggja orða hrópi sem ómaði eins og þokulúður: „Dóra! Kaffi!“ Hið óbilandi og verðskuldaða traust sem hann bar til systur sinnar þegar kom að málefnum veitinga og veislu- þjónustu má með góðum vilja ætla að bergmálað hafi þann systkinakærleik sem kynslóð þeirra ólst ekki upp við að fjöl- yrða um í hunangslegnum orða- flaumi. Þá var á hljómfallinu ljóst að ekki væri ráð gert fyrir bið eft- ir framreiðslu veitinga, og því verkið eigi heiglum hent. Engum viðstaddra öðrum en Má tel ég hafi verið ljóst eftir hvaða klukku eða kjörum var unnið eða jafnvel að hvaða markmiði, enda virðist álit verkafólks jafnan léttvægur gjaldmiðill. En aldrei lét hann okkur ganga okkur til húðar og ævinlega voru kaffitímarnir vel erfiðisins virði. Ég held að Már hafi verið hald- inn óslökkvandi þekkingarþorsta. Ógrynni bóka las hann og sankaði að sér miklu bókasafni en ekki síður nýttist reynsla hans sem dómari vel til yfirheyrslu á öllum þeim er hann hitti. Var unun á að hlýða er hann rakti garnirnar úr fólki um ætterni, staðháttu í heimasveit og flóknustu smáat- riði á starfsvettvangi hvers og eins. Gilti þá einu hvort um var að ræða pípulagnir, læknisfræði eða sauðfjárrækt í Mongólíu. Og aldrei lauk yfirheyrslu öðruvísi en svo að viðmælandinn væri rek- inn á gat og þekkingarbrunnur- inn þurrausinn. Þurrausinn er nú brunnur líf- daga Más en hvergi nær sú hvatning sem hann blés mér í brjóst, né minningin meðal eftir- lifenda. Hálfdán Pétursson. Fallinn er frá Már Pétursson, föðurbróðir minn. Már ólst upp á Höllustöðum í Blöndudal, næstelstur í fjögurra systkina hópi. Nokkru síðar, þeg- ar við systkinin uxum úr grasi á sömu slóðum, heyrðum við sögur af dugnaði Más sem ungur fór að stýra vinnuvélum við ræktun túna víða í héraðinu, á vegum búnaðarfélagsins. Mun hann á tímabili hafa verið kallaður ýtu- barnið, svo vasklega og ungur gekk hann til þessara verka. Már var jafnan örlátur og vildi greiða götu samferðafólks síns. Ég naut snemma örlætis hans og barngæsku og eru mér minnis- stæð leikföng sem hann færði mér án þess að ég hefði nokkuð til þeirra unnið. Sem barn tók ég eftir því að Már talaði við börn eins og þau væru fullorðin. Ungum sem öldn- um var vissara að sýna samtölum við hann fulla athygli. Þau byrj- uðu gjarnan á því að Már yfir- heyrði viðmælandann, aflaði stað- reynda og sjónarmiða, reifaði að svo búnu málavexti og dró að lok- um saman niðurstöðu. Rökfastur var hann með afbrigðum. Að loknu samtali höfðu viðmælendur hans venjulegast skýrari sýn á viðfangsefni sín, stór sem smá. Þessir eiginleikar gerðu Má að afbragðs lögfræðingi og dómara, en dómstörf voru lengi hans aðal- iðja. Leitaðist hann við að jafna ágreining og skipaði sér í þann fá- gæta hóp lögfræðinga sem greiða úr vandamálum, fremur en að búa þau til. Mesta gæfa Más var að fá Sig- ríði Jósefsdóttur að lífsförunaut. Þau voru höfðingjar heim að sækja og samtaka í því að liðsinna öllum þeim í kringum sig sem á því þurftu að halda. Á seinni hluta ævinnar hafði Már mikla ánægju af því að yrkja jörðina, eins og hann hafði ungur gert. Í hraunbrúninni í Hafnar- firði ræktuðu Már og Sigríður dýrðlegan garð og norður í Blöndudal standa eftir hann skógarlundir sem prýða dalinn. Fyrir okkur sem eigum leið þar um standa þessir skógarlundir til minningar um mætan mann. Blessuð sé minning hans og líkn þeim sem lifa. Páll Gunnar Pálsson. Í dag kveð ég Má Pétursson úr þessari jarðvist, mann sem var mjög sérstakur, einstaklega gáf- aður með mjög svo sérstakt lund- arfar. Mann sem gat svo sannar- lega sagt sögur, hagræddi sannleikanum eftir sínum smekk og hafði gaman af að hæðast að fólki svo hlátur fyllti rýmið. Þá var hann alveg í gírnum. Ég kynntist Má, eiginmanni Sissu frænku minnar, og átti margar góðar stundir sem eru eftirminnilegar, að hjálpa til við ýmsa viðburði sem haldnir voru á þeirra heimili í þá gömlu góðu daga. Már var ekki allra og átti því til að hvæsa á fólk ef það var ekki al- veg rétta stundin eða honum fannst óþarfa ónæði eða „Hvað viltu?“ var gjarnan sagt. Þegar fundi var slitið að honum fannst þá var gjarnan sagt þakka þér fyrir að koma, þá vissi maður al- veg að kominn væri tími til að fara. Ég lærði líka fljótt að maður deilir ekki við dómara nema hafa fullgild rök fyrir máli mínu sem kvenmaður. Ó já þetta var oft æði skondið, lærðum að umgangast hvort annað og gekk það bara nokkuð vel en ekki áreynslulaust en með virðingu en líka oft ansi mikill orðaforði sem fylgdi og því komst á okkar sérstaka tungumál sem gekk upp fyrir okkur bæði. Þótt Már sýndist vera harð- gerður mátti hann ekkert aumt sjá og dýr snertu við honum, ein- stakur áhugi á smalahundum og fannst border collie-hundar vera stórgáfuð dýr og var hundur minn alltaf velkominn á hans heimili alveg inn í stofu, og fannst ómögulegt annað en að eiga eitt- hvað handa honum. Þarna sá maður sveitadrenginn í honum. Már hafði mikinn áhuga á skógrækt og vöktu jólaskreyting- ar úr skógræktinni mikla gleði hver jól. Síðastliðin ár höfum við eytt mörgum stundum saman og mér falið það traust sem var mjög krefjandi, læknaheimsóknir og aðrar útréttingar, það var ekki hver sem er sem fékk það traust, hleypa mér inn að dýpstu hjarta- rótunum og þakka ég Má það. Við göntuðumst oft með það að hann væri eins og kötturinn með níu líf. Þegar tíminn var kominn að fara á hjúkrunarheimili var það í hans augum biðsalur dauðans og hann ætlaði sko ekki að flytja heimilisfang þeirra hjóna. Svona var hann stór karakter en innst inni auðmjúkur þegar hann fann að nú yrði lagt í hann og kvöldið fyrir ferðalag hans átt- um við svo góðar samræður sem ég tek sem þakklætisvott, orð sem ylja hjarta mínu. Nokkrar voru umræðurnar um andleg mál og aðra heima sem honum fannst stórmerkilegt að ræða við mig. Þau hjón kynntu mig fyrir heimaslóðum Más, Höllustöðum, þegar ég var unglingur og fannst mér það ansi framandi sem borg- arbarni. Þar var ég svo lánsöm að fá að kynnast móður hans henni Huldu og ber því hér sönnun þess andlega heims þegar Hulda móð- ir Más birtist mér nóttina eftir lát hans og sagði hægum rómi „Drengur minn er genginn“. Þessi orð lýsa því best að við er- um ekki ein á ferð og kveð hann því með þessum skilaboðum að handan. Góða ferð. Guðrún Karla Sigurðardóttir. Við vorum staddir hjá sýslu- manninum í Kjósarsýslu, nokkrir sýslunefndarmenn, allir bændur, og ég með þeim sem landsráðu- nautur Búnaðarfélags Íslands í afréttarmálum. Verið var að yf- irfara og ganga frá endurskoðun á fjallskilasamþykkt fyrir Kjósar- sýslu, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ og Hafnar- fjörð sem síðan var staðfest í landbúnaðarráðuneytinu vorið 1988. Mér er minnisstætt hve sýslumaðurinn, Már Pétursson, stýrði þessum fundi vel, hæfilega formlega og án málalenginga. Hann þekkti afréttarlöggjöfina greinilega vel, átti auðvelt með að virða sjónarmið sauðfjárbænda og af fundi hans í Hafnarfirði fór- um við allir ánægðir. Þetta voru fyrstu kynni mín af Má en liðlega áratug áður hafði ég kynnst Páli bróður hans, einkum í tengslum við landnýtingarþátt virkjunar Blöndu. Það var þó ekki fyrr en rétt upp úr aldamótunum að ég kynntist Má vel en þá urðum við samstarfsmenn hjá Bændasam- tökum Íslands í Bændahöllinni, þar sem hann vann um árabil við ýmis lögfræðistörf fyrir samtökin auk þess að annast lögfræðilega ráðgjöf fyrir bændur um land allt. Már var góður liðsauki í ýms- um efnum enda vel menntaður, bæði í lögfræði og stjórnmála- fræði, var reyndar víðlesinn og fjölfróður, og hafði auk þess sinnt margvíslegum félagsmálastörf- um. Hann átti auðvelt með að setja sig inn í öll mál, var mann- blendinn og hikaði ekki við að spyrja hátt og skýrt ef honum fannst vanta upplýsingar og skýringar. Áratuga reynsla af dómara- og öðrum embættis- störfum naut sín vel og oft minnti Már mig á dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra sem var móð- urbróðir hans. Störf mín fyrir landbúnaðinn tengdust alla tíð löggjöf landbún- aðar og skyldra greina og kynnt- ist ég mörgum lögfræðingum, vann með sumum þeirra að ýmiss konar verkefnum, t.d. sem dóm- kvaddur matsmaður og við end- urskoðun og samningu laga- og reglugerðatexta. Skrifstofur okk- ar voru hlið við hlið á miðri þriðju hæð í Bændahöllinni þar sem Hagatorgið blasti við. Oft var skotist á milli skrifstofa, spurt um hitt og þetta og bækur bornar saman. Þannig sköpuðust strax góð og gefandi kynni og ekki sak- aði að setjast við borð með Má á kaffistofunni, sérstaklega í mat- artímanum, þar sem við lofsöm- uðum hollan og góðan íslenskan mat og slógum gjarnan á létta strengi. Báðir vorum við Hún- vetningar og létum ekkert lítið á því bera ef okkur þótti ómaklega vegið að þeim. Þá voru þjóðmálin sígilt umræðuefni og hafði Már góðan skilning á gildi landbúnað- arins og kjörum bænda. Þar sýndi hann iðulega víðsýni og hafði m.a. mikinn áhuga á skóg- rækt. Það skipti miklu máli í öll- um samskiptum við Má hve hann var ráðagóður, málefnalegur og velviljaður. Vildi sætta fólk og reyndi gjarnan að koma í veg fyr- ir erfið og kostnaðarsöm mála- ferli ef þess var kostur. Bæði ég og Svanfríður eigin- kona mín minnumst Más með hlýhug. Við kveðjum hann með virðingu og þökk og vottum Sig- ríði eiginkonu hans og öllum öðr- um aðstandendum innilega sam- úð. Ólafur R. Dýrmundsson. Forsjónin gætir ekki jafnræð- isreglu í anda stjórnsýslulaga. Hún er síngjörn og keipótt við út- deilingu hæfileika. Við berum mismikið úr býtum. Þegar ung- menni víðsvegar að og hvert öðru óþekkt setjast saman á skólabekk kemur fljótt í ljós hverjir höfðu notið náðar hennar. Við fyrstu kynnin af Má Péturssyni var mér ljóst að forsjónin hafði verið hon- um einkar vinsamleg. Hann var bráðskemmtilegur og ég sóttist eftir félagsskap hans því orðspuni og orðkynngi hans var bæði heillandi og sérvillingsleg. Á þeim tíma var ætt hans mér ókunn, en ljóst var að þar fór flugmælskur, innmúraður ungur framsóknarmaður, sem fór ekk- ert með það í felur. Umræður á málfundum menntaskólans á þeim tímum, en einnig meðal skólafélaganna, voru einhæfar og oft staglkenndar í þekktum flokkspólitískum hjólförum. Þeg- ar Már talaði var umræðan allt í einu fjörug og þeir sem vildu and- mæla honum þurftu að taka á honum stóra sínum. Hann var ekki varmáll og þegar verja þurfti Framsóknarflokkinn lét hann sér flest að vopnum verða – alltaf flugmælskur og fyndinn. Engum líkur. Fjóshlýindi fram- Már Pétursson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI MAGNÚSSON frá Fagurhlíð, Vættaborgum 44, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 4. nóvember. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hans er bent á HERA, sérhæfðu líknarheimaþjónustu Landspítalans. Heiða Kristín Þ. Bjarnadóttir Guðný Helgadóttir Árni Rafn Rúnarsson Elvar Freyr Helgason Íris Tara Sturludóttir Sandra Bjarney Helgadóttir Rósar Örn Guðnason og barnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, stjúpdóttir, systir og amma, HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR tölvunarfræðingur, lést 1. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Grímur Jónsson Svana Björk Hjartardóttir Magnús Helgason Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir Helgi Helgason Magnús Guðmundsson Magnús Hjálmarsson Bernharð Laxdal Lára Magnúsardóttir Guðmundur Magnússon Guðrún Lára Magnúsdóttir Elín Bára Magnúsdóttir Ásta Margrét Magnúsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.