Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Síðan má ekki gleyma starfi sem Stefán Ómar hefur sinnt í 47 ár og er honum afar kært. „Ég hef verið trúr og sannur jólasveinn í öll þessi ár og hef farið á leikskóla bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Ég legg mikið upp úr því að gera þetta vel og finnst mikilvægt að færa réttan boðskap og anda jólanna til barnanna. Ég byrjaði í þessu aðeins 12-13 ára, og var þá í jólasveinabún- ingi að spila á harmonikku. Þetta er án efa skemmtilegasta vinnan.“ Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Hanna María Ólafsdóttir, f. 31.1. 1963, bankastarfsmaður. Foreldrar henn- ar eru Ólafur G. Vigfússon, f. 15.10. 1937 og Auðlín Hanna Hannes- dóttir, f. 10.11. 1940, búsett í Hafn- arfirði. Áður var Stefán giftur Ingv- eldi Thorarensen, f. 25.11. 1958, bókmenntafræðingi. Börn Stefáns eru 1) Sóley, f. 20.10. 1986, tónlistarkona gift Héðni Finnssyni myndlistarmanni; 2) Eiríkur Rafn, f. 7.2. 1988, tónlistar- maður, í sambúð með Ingibjörgu Rúnarsdóttur, nema í meistaranámi í talmeinafræði; 3) Jakob Fannar, f. 14.9. 1995, meistaranemi í klínískri sálfræði við HR, í sambúð með Ás- dísi Höllu Einarsdóttur, meistara- nema í hagnýtri atferlisgreiningu við HR; 4) Agnar Freyr, f. 11.12. 1996, nemi í grafískri hönnun við Royal Academy of Art í Den Haag og 5) Ólafía Mjöll Hönnudóttir, f. 1.4. 1982, húsmóðir. Barnabörnin eru orðin þrjú: Aníta Líf Nielsen, Benedikt Snær Hauksson og Úlfhildur Héðins- dóttir. Systkini Stefáns eru Kristjana, f. 13.5. 1951 og María, f. 24.10. 1954. Báðar systurnar eru búsettar í Hafnarfirði. Foreldrar Stefáns eru Jakob Sig- marsson, f. 25.2. 1928, d. 7.4. 1996, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði, og Sóley Marvinsdóttir, f. 24.6. 1933, d. 20.8. 2012, starfaði við aðhlynningu á Sólvangi í Hafnarfirði. Stefán Ómar Jakobsson Sesselja Stefánsdóttir vinnuk. á Kollsstöðum og Keldhólum á Völlum, S-Múl. Magnús „skáld“ Sigurðsson lausamaður á Egilsstöðum á Völlum, S-Múlasýslu Stefanía Magnúsdóttir húsfreyja í Enni og Sandfelli á Höfðaströnd, Skag. Marvin Þorleifsson bóndi í Enni og Sandfelli á Höfðaströnd, Skag. Sóley Magnea Marvinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Steinvör Margrét Ingólfsdóttir húsm. á Hrauni, Unadal, Skag. Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni, Unadal. Skagafirði Jakobína Petrea Jóhannsdóttir húsfreyja á Sauðárkróki Guðmundur Kristjánsson bóndi í Svínavallakoti, Unadal, Skag. Sá fylgjur manna og dýra. Sjómaður góður. Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, Hofsósi Sigmar Þorleifsson bóndi og útg. maður, Hofsósi Steinvör Margrét Ingólfsdóttir húsmóðir á Hrauni, Unadal, Skag. Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni, Unadal, Skagafirði Úr frændgarði Stefáns Ómars Jakobssonar Jakob Sigmarsson lögregluvarðstjóri Hafnarfirði „ISS, ÞETTA ER EKKERT. TRÚÐU MÉR, ÞÚ MYNDIR VITA HVORT ÞÚ ÆTTIR Í RAUN VIÐ DRYKKJUVANDAMÁL AÐ STRÍÐA.” „ÞÚ ERT AÐ HORFA Á UPPRENNANDI FRAMKVÆMDASTJÓRA „PALLA-PÍTSU”.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að minnast á þig í bloggfærslum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HAMINGJAN FELST Í ÞVÍ AÐ HAFA KÖTT Á HEIMILINU HRIFS ÞAÐ ER, HAMINGJA KATTARINS ÉG HEF ALDREI HAFT SVONA MIKIÐ FYRIR JAFN LITLU! … OG FÆRÐU MÉR SALTHNETUR! KANNSKI ER KOMINN TÍMI TIL AÐ BREYTA TIL! ÞÚ SEGIR SATT! TAKTU ÞESSAR NÆSTUM ÓBRJÓTANLEGU PISTASÍUHNETUR… Ég kaus að kalla þetta Vísna-horn „Ljóðin hans pabba“, sem er heiti þeirrar bókar sem hér er um fjallað. Undirtitillinn er „Ljóð og vísur eftir Eðvarð Sturlu- son frá Súgandafirði.“ Þetta er falleg bók og fer vel í hendi eins og höfundur á skilið, – átthagaskáld eins og þau gerast best: Oft leitar hugur til átthaga heim, það alveg er sama hvert ferðast um geim því rígfastar standa þar rætur í jörð sem rekja má vestur í Súgandafjörð. Þegar ég fór að fletta bókinni varð strax fyrir mér þessi staka: Árin líða, aldir renna, eftir stendur minning skýr. Þá er gott að grípa penna og geta skrásett ævintýr. Og það gerir Eðvarð svo sann- arlega, hann grípur pennann við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og skrifar hjá sér. Hann yrkir um landið og miðin, fjölskylduna, sveit- ungana og það sem þeir hafa fyrir stafni. Oft í léttum dúr. Árið 1993 barst erindi til hreppsnefndar vegna slæmra fjallskila: Um Lalla var töluvert talað og um tapaða féð hans er malað. Það kom ekkert af fjalli hjá aumingja kalli því illa var rollunum smalað. Eðvarð er góður framsóknar- maður og orti þegar Steingrímur Hermannsson kom til Suðureyrar: Steingrímur kom til að kanna kjarnann í sínum her. En fylgi framsóknarmanna fjölgar nú óðum hér. Á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins 1994 sat Eðvarð beint á móti Guðmundi Inga Kristjánssyni. Eðvarð kastaði þá fram þessari vísu: Hendurnar titrandi tifa en traust er hugsun og sterk. Er skáldið ennþá að skrifa skapandi listaverk? Guðmundur Ingi svaraði að bragði: Skáldverk ekki skrifast hér, skáld þó inni megi sitja. Ég er að festa í minni mér mál sem hinir eru að flytja. Eftir að Eðvarð hætti að vinna aldurs vegna leiddist honum að- gerðarleysið og fór í frystihúsið til að leggja á og stála fyrir konurnar: Þó allar kerlingar elski mig heitt er ekkert við því að gera. Ég stála svo geti þær breddunum beitt við að búta fiskinn og skera. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Ljóðin hans pabba

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.