Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 30
30 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020
Anton Sveinn McKee kom fjórði í
bakkann í 100 metra bringusundi í
atvinnumannadeildinni í sundi í
Búdapest í Ungverjalandi í gær.
Anton synti á tímanum 57,79 sek-
úndum en fyrir rúmum tveimur
vikum setti hann bæði Íslands- og
Norðurlandamet í greininni á tím-
anum 56,30 sekúndum.
Anton keppir með liði Toronto
Titans en þetta var síðasta keppni
Antons áður en undanúrslitin hefj-
ast 14. og 15. nóvember. Þar keppa
átta lið og er Toronto eitt þeirra en
tólf eru í deildinni. sport@mbl.is
Undanúrslitin
fram undan
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ungverjaland Anton Sveinn McKee
keppir fyrir Toronto Titans.
Elías Már Ómarsson heldur áfram
að gera það gott með Excelsior í
hollensku b-deildinni í knattspyrnu
og skoraði öll þrjú mörk liðsins í
3:0-sigri á TOP Oss á heimavelli í
gærkvöld.
Elías kom Excelsior á bragðið
strax á 2. mínútu og reyndist það
eina mark fyrri hálfleiks. Hann
bætti við öðru marki á sjöundu mín-
útu seinni hálfleiks og gulltryggði
3:0-sigur á 88. mínútu.
Keflvíkingurinn hefur skorað 15
mörk í 12 leikjum í öllum keppnum
á tímabilinu. sport@mbl.is
Ljósmynd/Excelsior
Þrenna Elías Már Ómarsson er
sjóðandi heitur fyrir framan markið.
Elíasi halda
engin bönd
LANDSLIÐIÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu ætlar sér sigur þegar liðið
mætir Ungverjalandi í umspili um
laust sæti á EM fimmtudaginn 12.
nóvember á Puskás Aréna-vellinum
í Búdapest í Ungverjalandi.
Íslenska landsliðið kom saman á
mánudaginn í Augsburg í Þýska-
landi þar sem það hefur æft und-
anfarna tvo daga en í dag heldur lið-
ið svo til Búdapest þar sem leikurinn
fer fram.
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi
Traustason verður ekki með liðinu í
Búdapest þar sem liðsfélagi hans hjá
Svíþjóðarmeisturum Malmö greind-
ist með kórónuveiruna á mánudag-
inn en að honum undanskildum eru
aðrir leikmenn íslenska liðsins full-
frískir og klárir í slaginn.
„Stemningin í hópnum er virki-
lega góð enda alltaf gaman að vera í
kringum landsliðið og strákana,“
sagði Guðlaugur Victor Pálsson,
leikmaður íslenska liðsins, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Það fer rosalega vel um okkur
hérna í Augsburg. Hótelið og æf-
ingasvæðið er algjörlega frábært.
Við tókum fína æfingu í gær [fyrra-
dag] og svo aftur í dag [gær]. Æfing-
in í dag [gær] var lengri og ítarlegri
þar sem að menn voru enn þá að
skila sér til Þýskalands á mánudag-
inn og hann fór því að mestu leyti í
það, sem og endurheimt.
Þetta eru ekki margir dagar sem
við fáum í undirbúning fyrir þennan
mikilvæga leik og því um að gera að
nýta tímann sem best og það hefur
tekist vel finnst mér. Við erum nú
þegar búnir að fara yfir taktík og
funda nokkrum sinnum þannig að
þetta er allt á réttri leið,“ bætti Guð-
laugur við en hann á að baki 20 A-
landsleiki fyrir Ísland.
Við öllu búnir
Íslenska liðið á að mæta Dan-
mörku á Parken í Kaupmannahöfn,
15. nóvember, og Englandi á Wem-
bley í London, 18. nóvember, í
Þjóðadeild UEFA en mikil óvissa
ríkir um þessa leiki vegna kórónu-
veirufaraldursins og ferðatakmark-
ana vegna veirunnar.
„Þessi umræða hefur ekki truflað
okkur finnst mér og ég get ekki séð
að þetta hafi einhver áhrif á hópinn.
Svona er bara heimurinn sem við lif-
um í í dag og maður er við öllu búinn
einhvern veginn. Það getur allt
gerst í dag en við erum mjög ein-
beittir á leikinn á fimmtudaginn.
Leikirnir gegn Danmörku og
Englandi hafa ekki einu sinni komið
til tals og við erum ekkert að pæla í
þeim. Maður er orðinn vanur þessari
umræðu sem er búin að vera í gangi
í kringum þennan faraldur en að
sama skapi er hún orðin virkilega
þreytt líka.
Þetta er hins vegar staðan í dag
hjá langflestum í heiminum og það
þýðir þess vegna ekki að velta sér of
mikið upp úr því. Það sem gerist
gerist en við erum alla vega í topp-
málum í Þýskalandi þessa stund-
ina.“
Stefnir í erfiðan leik
Miðjumaðurinn er tilbúinn í slag-
inn á fimmtudaginn en til stóð að 20.
000 stuðningsmenn Ungverja yrðu á
leiknum í Búdapest en af því verður
ekki eftir hertar sóttvarnareglur í
Ungverjalandi.
„Maður er orðinn vanur því að
spila án áhorfenda og ég pældi því
lítið í því að það yrðu einhverjir
áhorfendur á leiknum. Það hefðu
kannski orðið ákveðin viðbrigði að
hafa allt í einu stuðningsmenn í
stúkunni, sama hvort liðið þeir væru
að styðja, en þetta er ekki eitthvað
sem maður var sjálfur búinn að spá
mikið í.
Hvað varðar sjálfan mig þá und-
irbý ég mig fyrir þennan leik eins og
ég sé að fara að spila, á því leikur
enginn vafi. Þetta verður erfiður
leikur gegn Ungverjum og við þurf-
um allir að eiga góðan leik ef við ætl-
um okkur að ná í úrslit. Við þurfum
að verjast eins og lið og sækja eins
og lið. Ef við gerum hlutina upp á tíu
á báðum endum vallarins þá vinnum
við þennan leik og það er það eina
sem ég er að hugsa um,“ bætti Guð-
laugur við í samtali við Morgun-
blaðið.
Það eina
sem kemst
að er sigur
Morgunblaðið/Eggert
Skalli Guðlaugur Victor Pálsson hefur komið inn með miklum látum í ís-
lenska karlalandsliðið og verið algjör lykilmaður í síðustu leikjum liðsins.
Guðlaugur Victor er klár í slaginn
gegn Ungverjum á fimmtudaginn
Holland
B-deild:
Excelsior – Oss......................................... 3:0
Elías Már Ómarsson skoraði þrennu og
var tekinn af velli í uppbótartíma hjá Ex-
celsior.
Noregur
Bikarkeppnin:
Avaldsnes – Arna-Björnar ..................... 1:0
Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á sem
varamaður hjá Avaldsnes eftir 55 mínútur.
Avaldsnes er komið í undanúrslit keppn-
innar.
Spánn
Barcelona – Villa de Aranda.............. 39:22
Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir
Barcelona.
Danmörk
Bikarkeppni:
Skjern – Skanderborg ........................ 38:25
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk
fyrir Skjern.
Ribe-Esbjerg – GOG ......................frl. 33:34
Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jóns-
son skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ribe-
Esbjerg og Daníel Þór Ingason eitt.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot
í marki GOG.
Skjern og GOG eru komin áfram í undan-
úrslit.
Eitt
ogannað
Bandarísku leikmennirnir Murielle
Tiernan, Jackie Altschuld og Amber
Michel munu leika með Tindastóli í
efstu deild kvenna í knattspyrnu á
næsta ári. Tindastóll vann sér í sum-
ar sæti í efstu deild á næsta ári, þær
bandarísku áttu drjúgan hlut að
máli. Feykir greindi frá því í gær að
þær hefðu allar samið við félagið um
að leika áfram með liðinu og verður
þetta í fyrsta skipti sem liðið leikur í
efstu deild í knattspyrnunni.
Hannes Jón Jónsson, þjálfari
þýska handboltaliðsins Bietigheim,
greindist á dögunum með kór-
ónuveiruna og segir frá því í viðtali
við netmiðilinn handbolti.is. Þar
kemur fram að sjö leikmenn hjá Bie-
tigheim hafi greinst með veiruna.
Tvö Íslendingalið tryggðu sér í
gær sæti í undanúrslitum danska
bikarsins í handknattleik. Skjern
vann afar öruggan 38:25-sigur á
Skanderborg. Elvar Örn Jónsson
skoraði fjögur mörk fyrir Skjern. Í
Esbjerg hafði GOG betur gegn Ribe-
Esbjerg 34:33 í framlengdum
spennuleik. Viktor Gísli Hall-
grímsson varði átta skot í marki
GOG en Rúnar Kárason og Gunnar
Steinn Jónsson skoruðu fjögur mörk
hvor fyrir Ribe-Esbjerg og Daníel
Þór Ingason eitt.
Robert Skov, leikmaður danska
landsliðsins í knattspyrnu, greindist
með kórónuveiruna í gær og eru
margir samherjar hans í landsliðinu
sem og þjálfarateymið komið í
sóttkví vegna þessa. Ísland mætir
Danmörku í Þjóðadeildinni í Kaup-
mannahöfn á sunnudag.
Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari
og aðstoðarmaður hans Morten
Wieghorts eru komnir í einangrun
sem og leikmennirnir Frederik Røn-
now, Yussuf Poulsen, Rasmus Falk,
Pione Sisto, Anders Dreyer, Erik
Sviatchenko, Alexander Scholz og
Martin Braithwaite.
Hreyfing gæti verið að komast á þau
mál sem snúa að framtíð þjóðar-
leikvangsins fyrir knattspyrnu og
frjálsar íþróttir í Laugardal.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið sendi frá sér tilkynningu í
gær þar sem fram kom að samþykkt
hefði verið á ríkisstjórnarfundi að
hefja viðræður við Reykjavíkurborg
um framtíð þjóðarleikvangsins. Er
þar reyndar einungis talað um
knattspyrnu og líkast til er þá frjáls-
um íþróttum ætluð önnur keppnis-
aðstaða til framtíðar.
„Viðræður við Reykjavíkurborg
munu byggjast á valkostagreiningu
breska ráðgjafarfyrirtækisins AFL,
sem varð hlutskarpast í útboði sem
efnt var til á evrópska efnahags-
svæðinu snemma árs,“ segir meðal
annars í tilkynningunni.
Í greiningunni er kostnaðar- og
tekjumat fjögurra valkosta, auk við-
skiptaáætlunar og mats á efnahags-
legum þáttum.
Laugardalsvöllurinn þarf á und-
anþágum að halda svo hægt sé að
spila þar í alþjóðlegri keppni.
Viðræður að hefjast
um þjóðarleikvang
Morgunblaðið/Eggert
Í Laugardal Framtíð leikvangsins verður mjög til umræðu á næstunni.