Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 272. tölublað 108. árgangur
GAMALL DRAUMUR
HAMRÉNS RÆTIST
Á WEMBLEY
BÓKA FERÐIR
ÞRÁTT FYRIR
ÓVISSUNA
SVIÐSSETNING
OG STORMUR
Í KÓKGLASI
VIÐSKIPTAMOGGINN MAGNÚS OG ÓLÖF SÝNA 24LANDSLEIKUR Í KVÖLD 22
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Lausn handan við hornið
Bólusetning gæti hafist hér á landi í janúar eða febrúar Starfshópur vinnur að
útfærslu á fyrirkomulagi við dreifingu bóluefnis Distica mun sjá um dreifinguna
að dreifing bóluefna muni taka
skamman tíma þegar öll tilskilin
leyfi hafa verið uppfyllt. „Ef allt
gengur eftir gæti þetta orðið í jan-
úar eða febrúar á næsta ári,“ segir
Haraldur sem á von á því að fram-
línufólk og einstaklingar með und-
irliggjandi sjúkdóma muni njóta for-
gangs.
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti landlæknis vinnur starfshópur
nú að fyrirkomulagi dreifingar bólu-
efnis. Er hópurinn m.a. skipaður
fulltrúum sóttvarnalæknis og heil-
brigðisráðuneytisins. Undirbúning-
ur miðast við að hlutirnir geti gerst
ansi hratt um leið og viðkomandi
bóluefni fara í fjöldaframleiðslu. Tvö
bóluefni eru nú lengst komin, en þau
eru frá Moderna annars vegar og
Pfizer og BioNTech hins vegar.
Virkni þeirra lofar góðu.
Hér á landi mun Distica sjá um
dreifingu og hýsingu bóluefna. Að
sögn Júlíu Rósu Atladóttur, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, mun
dreifing bóluefna innanlands taka
skamman tíma. Þá segist hún eiga
von á því að bóluefnið komi í mörg-
um litlum skömmtum.
Aðspurð kveðst Júlía bjartsýn.
„Ef allt gengur upp gæti þetta verið
komið hingað á fyrsta fjórðungi
næsta árs.“
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ef fram heldur sem horfir má gera
ráð fyrir að fyrstu skammtar af
bóluefni við kórónuveirunni berist
hingað til lands innan fárra mánaða.
Þannig er allt eins líklegt að hægt
verði að hefjast handa við að bólu-
setja landsmenn í janúar eða febr-
úar á næsta ári. Haraldur Briem,
fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir MBólusetning hefjist... »4, 11
Miklar annir eru nú hjá Póstinum vegna aukinnar
netverslunar á síðari hluta ársins en sam-
komutakmarkanir hafa ýtt mjög undir kaup á net-
inu. Tafir á póstsendingum til og frá landinu hafa
valdið því að fleiri leita til íslenskra verslana. Í
október fjölgaði innlendum pakkasendingum um
54% á milli ára. Á sama tíma fækkaði pakkasend-
ingum að utan um 25%. Heildarpakkamagn jókst í
kringum 20% milli ára í október. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiran veldur önnum hjá Póstinum
Talsverðar væringar eru nú á
pizzamarkaði en fjárfestar hafa
frest til 25. nóvember næstkomandi
til þess að skila tilboðum í Dominos
á Íslandi. Á sama tíma er Pizzan í
mikilli sókn þrátt fyrir mikið tap á
síðustu árum og neikvætt eigið fé.
Þá stendur til að Spaðinn, sem stýrt
er af Þórarni Ævarssyni, fyrrum
framkvæmdastjóra IKEA og Dom-
inos á Íslandi, færi út kvíarnar und-
ir lok þessa árs og á hinu nýja. Eig-
andi Pizzunnar á sterkt bakland í
einu öflugasta innflutningsfyrir-
tæki landsins og þá koma fjárfest-
arnir og eigendur IKEA á Íslandi,
Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir
að uppbyggingu Spaðans.
»ViðskiptaMogginn
Mikið fjármagn að
baki pizzarisunum
Morgunblaðið/Eggert
Pizzan Fyrirtækið mun líklega færa út
kvíarnar í lok árs og í upphafi næsta árs.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformuð endurgerð Hamraborgar í
Kópavogi mun kosta tugi milljarða
og skapa fjölda starfa.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Kópavogs segir raunhæft að hefja
uppbyggingu á svonefndum Fann-
borgarreit á næsta ári. Það er eitt
fimm fyrirhugaðra uppbyggingar-
svæða við Hamraborg.
Við uppbygginguna víkja meðal
annars þrjár skrifstofubyggingar í
Fannborg 2, 4 og 6. Þeirra í stað
koma nokkrar nýbyggingar, allt að
12 hæða háar, sem munu gjörbreyta
ásýnd Hamraborgarinnar. Á næsta
reit við hliðina, Traðarreit vestri,
munu rísa 13 byggingar.
Verði verslunarkjarni
Skapa á nýjan miðbæ en á jarð-
hæðum verða verslanir og þjónusta.
Samanlagt verða um 550 íbúðir á
þessum tveimur reitum, eða tæplega
tvöfalt fleiri en í Skuggahverfinu í
Reykjavík. Séu hin þrjú uppbygg-
ingarsvæðin talin með gætu yfir þús-
und íbúðir risið við Hamraborg.
Ármann segir í ítarlegu viðtali við
ViðskiptaMoggann að hugmyndin sé
að Hamraborg verði aftur sterkur
miðbær, líkt og fyrir hálfri öld.
Teikning/ONNO/PK arkitektar
Ný Hamraborg Á þessari tillögu er gert ráð fyrir skautasvelli ofan á gjánni.
Tugir milljarða í nýja Hamraborg
Kópavogsbær undirbýr uppbyggingu
Allt að þúsund íbúðir á teikniborðinu
Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir
dómsmálaráð-
herra segir að
það valdi áhyggj-
um hve stór hluti
umsækjenda um
alþjóðlega vernd
hérlendis hafi áð-
ur hloti slíka
vernd í öðru Evr-
ópuríki. Hún ætl-
ar að leggja fram frumvarp sem
miðar að því að stytta afgreiðslu-
tíma umsókna þeirra sem þegar
hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þá
segir Áslaug mikilvægt að þeir sem
hingað leiti eftir alþjóðlegri vernd
fái réttláta og vandaða máls-
meðferð. »2
Fjöldi þegar með
vernd áhyggjuefni
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir