Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
Geimfarið Resilience lagðist í fyrri-
nótt að alþjóðlegu geimstöðinni eft-
ir um 27 klukkutíma ferðalag.
dæmum vel. Um borð voru fjórir
geimfarar, sem dveljast munu í
geimstöðinni næsta hálfa árið.
Gekk geimferðin að óskum og
þótti aðgerðin þegar farið tengdist
geimstöðinni heppnast með ein-
AFP
Geimfararnir
komnir um borð
Stjórnvöld í Íran
vöruðu í gær
Bandaríkjastjórn
við því að öllum
árásum á sig yrði
svarað af fullri
hörku. Yfirlýs-
ingin kom í kjöl-
far þess að
bandaríska dag-
blaðið New York
Times hafði eftir heimildarmönn-
um sínum að Donald Trump, fráfar-
andi Bandaríkjaforseti, hefði kallað
saman fund á fimmtudaginn með
helstu ráðgjöfum sínum í utanríkis-
og varnarmálum til þess að athuga
hvort fýsilegt væri að ráðast á þá
staði þar sem Íranar eru sagðir
geyma kjarnakleyf efni, en þeir
hafa verið sakaðir um að eiga úran-
birgðir langt umfram það sem þeir
hafa heimildir til.
Á meðal þeirra sem sóttu fundinn
voru Mike Pompeo utanríkis-
ráðherra og Mark Milley, yfir-
maður herráðs Bandaríkjahers.
Munu þeir hafa ráðlagt forsetanum
að slík árás gæti leitt til stórátaka í
Mið-Austurlöndum, og ákvað
Trump því að sögn New York Tim-
es að láta ekki til skarar skríða.
Vara við alvarlegum
afleiðingum árásar
Donald Trump
ÍRAN
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkj-
unum undirbúa nú bólusetningar í
stórum stíl eftir tíðindi síðustu daga
um að tvö bóluefni hafi sýnt mikla
virkni gegn kórónuveirunni. Fá
merki eru hins vegar á lofti um að
seinni bylgja faraldursins sé í rénun.
Þau tíðindi að Moderna annars
vegar og Pfizer og BioNTech hins
vegar hafi hvort um sig náð að þróa
bóluefni með 90-95% virkni hafa hins
vegar vakið vonir um að hægt verði
að ráða niðurlögum faraldursins á
næsta ári. Líkur eru á að bandaríska
lyfjaeftirlitið muni samþykkja bæði
bóluefnin snemma í desember og
bólusetningar hefjast í janúar.
Í Frakklandi er einnig stefnt að
því að bólusetningar hefjist í janúar,
og hafa frönsk stjórnvöld eyrna-
merkt um 1,5 milljarða evra, eða sem
nemur um 242 milljörðum íslenskra
króna, í bólusetningaráætlun sína.
Hertar aðgerðir víða
Rúmlega 55 milljónir manna hafa
nú smitast af kórónuveirunni og
rúmlega 1,3 milljónir látist af völdum
hennar til þessa. Gert er ráð fyrir að
næstu vikur og mánuðir geti orðið
erfið.
Í Bandaríkjunum mælist nú met-
fjöldi nýrra tilfella á nánast hverjum
einasta degi, en undanfarna þrjá
daga hafa ný tilfelli verið á bilinu
166-177 þúsund á dag. Er óttast að sá
fjöldi muni einungis aukast á næstu
dögum, þrátt fyrir að gripið hafi ver-
ið til hertra sóttvarnaaðgerða í flest-
um af ríkjunum fimmtíu.
Í Evrópu er einnig alvarlegt
ástand, en þar hafa nú fleiri en 15
milljónir smitast af veirunni. Stjórn-
völd í Svíþjóð bönnuðu í fyrradag
samkomur fleiri en átta manns, og í
Austurríki ákváðu stjórnvöld í gær
að loka skólum og verslunum, þrátt
fyrir mótbárur stjórnarandstöðu.
AFP
Bóluefni Miklar vonir eru bundnar
við bóluefni gegn kórónuveirunni.
Ríki undirbúa bólusetningar
Stefnt að því að bólusetningarherferðir hefjist í janúar Nýjum tilfellum fjölg-
ar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu Skólum og búðum lokað í Austurríki
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, var-
aði í gær við því að Afganistan gæti
aftur orðið að griðastað hryðju-
verkamanna, ef vesturveldin ákveði
að draga herlið
sitt of snemma til
baka frá landinu.
Stoltenberg
lýsti þessu yfir
eftir að greint var
frá því um
helgina að Donald
Trump Banda-
ríkjaforseti vildi
draga úr fjölda
hermanna í bæði
Írak og Afganistan. Sagði Stolten-
berg brýnt að slík brottför færi fram
á skipulagðan og samræmdan hátt.
„Gjaldið fyrir að fara of snemma eða
á óskipulagðan hátt gæti orðið hátt,“
sagði Stoltenberg, og bætti við að
Ríki íslams gæti reynt að endur-
byggja kalífadæmi sitt í landinu, sæi
það færi á.
Þá benti Stoltenberg á að nú væru
færri en 12.000 hermenn á vegum
Atlantshafsbandalagsins í Afganist-
an, og þar af væri rúmlega helming-
ur frá hinum bandalagsþjóðunum.
Þá hafi ríkin samþykkt fjármagn til
þess að sinna áfram þjálfun og að-
stoð við afganskar öryggissveitir út
árið 2024.
Andstaða á Bandaríkjaþingi
Trump vill samkvæmt fréttamiðl-
um vestanhafs draga úr fjölda
bandarískra hermanna í Afganistan
úr rúmlega 5.000 talsins niður í um
2.500. Þá eigi um 500 hermenn að yf-
irgefa Írak. Sagði Trump um helgina
að hermennirnir þar ættu að eyða
jólunum heima hjá sér, en átökin í
Afganistan eru nú þegar lengstu
stríðsátök í sögu Bandaríkjanna.
Mitch McConnell, leiðtogi Repú-
blikanaflokksins í öldungadeild
Bandaríkjaþings, lýsti hins vegar yf-
ir á mánudaginn áhyggjum sínum af
áformunum, og sagði þau geta orðið
„tákn fyrir ósigur og niðurlægingu
Bandaríkjanna og sigur íslamskrar
öfgahyggju“.
Sagði McConnell í umræðum á
þingi að afleiðingar þess yrðu líklega
verri en þegar Obama-stjórnin dró
úr fjölda hermanna í Írak árið 2011,
og að þau myndu minna á þegar
Bandaríkjamenn yfirgáfu Saigon í
lok Víetnamstríðsins.
Varað við að
flýta heimkomu
McConnell leggst gegn brottförinni
Jens
Stoltenberg
Stjórnvöld í Kína hrósuðu í gær
Stephen Ellison, ræðismanni Breta
í Chongqing-borg, eftir að mynd-
bandsupptaka fór í dreifingu á sam-
félagsmiðlum, þar sem hann sést
bjarga konu frá drukknun.
Konan, sem er háskólanemi,
hafði dottið í á og flaut með höfuðið
niður. Fór Ellison, sem er 61 árs
gamall, þá úr skónum og stökk í
ána til þess að koma konunni að
landi.
Zhao Lijian, talskona kínverska
utanríkisráðuneytisins, sagði í gær
að Ellison ætti allan heiður skilinn
fyrir hetjudáð sína, en Bretland og
Kína hafa átt í stirðum samskiptum
undanfarna mánuði, meðal annars
vegna ástandsins í Hong Kong og
deilna um aðkomu Huawei að 5G-
neti Bretlands.
KÍNA
Ræðismanni Breta
hrósað fyrir hetjudáð
Sérfræðingar frá
ýmsum ríkjum
Evrópu hyggjast
endurgera þá
lykt sem var á
götum stórborga
álfunnar á fyrri
öldum, allt frá 16.
til fyrri hluta 20.
aldarinnar.
Verkefnið, sem
ber heitið
ODEUROPA,
felst í að kanna, lýsa og endurskapa
hvern þann keim sem Evrópubúar
fyrri alda kunna að hafa þefað uppi.
Verður 2,8 milljónum evra varið til
verkefnisins, eða sem nemur um 452
milljónum íslenskra króna.
William Tullett, þefsagnfræð-
ingur við Anglia Ruskin-háskólana,
sagði í samtali við AFP-fréttastof-
una að hann vonaðist til þess að
verkefnið gæti fært almenningi inn-
sýn í lifnaðarhætti fyrri alda. „Ég
held að þetta muni gefa fólki nánari
reynslu af fortíðinni og um leið
hvetja það til að hugsa um þá lykt
sem umkringir það í dag.“
Reyna að
endurskapa
lykt fortíðar
Rósir Ekki var allt-
af rósaangan á
fyrri öldum.