Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þeir sem standa að Suðurnesjavett-
vanginum hafa ákveðið að hraða inn-
leiðingu hringrásarhagkerfisins í
landshlutanum. Í því felst meðal
annars skuldbinding um að vinna
áfram að aðgerð-
um gegn losun
gróðurhúsaloft-
tegunda, samein-
ast gegn þeirri
ógn sem felst í
plasti í umhverf-
inu og ráðast
gegn aðgerðum
gegn matarsóun.
Sveitarfélögin
fjögur á Suður-
nesjum, Isavia og
Kadeco hafa unnið saman að innleið-
ingu heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna í á annað ár, að frumkvæði
starfsmanns Isavia. Kristín María
Birgisdóttir, upplýsinga- og mark-
aðsfulltrúi Grindavíkurbæjar sem
átti sæti í skipulagshópnum, segir að
það sé í fyrsta skipti sem heill lands-
hluti gangi þessa leið saman.
Undirbúnir voru íbúafundir um
mismunandi verkefni en þau eru
blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf,
traustir og hagkvæmir innviðir, vel
menntað og heilbrigt samfélag og
sjálfbært og aðlaðandi samfélag.
Vegna kórónuveirufaraldursins var
ekki hægt að halda hefðbundna íbúa-
fundi en í staðinn var efnt til rafræns
umræðufundar. Kristín segir að ekki
hafi verið hægt að láta þá vinnu sem
unnin hafði verið fara í súginn.
Um 140 tóku þátt í umræðufund-
inum, heimamenn auk fimm ráð-
herra úr ríkisstjórninni. „Þetta tókst
vel. Við erum ánægð með niðurstöðu
fundarins sem bæjarstjórarnir fjórir
kynntu,“ segir Kristín María.
Í niðurstöðunum kemur fram að
það sé sameiginlegur vilji allra að
Suðurnesin verði hringrásarhag-
kerfi, dregið verði úr úrgangi og
endurvinnsla aukin. Fram kom það
sjónarmið að ræða ætti um rusl sem
hráefni. Sveitarfélögin og fyrirtækin
áforma að vinna saman kolefnis-
bókhald, mæla kolefnisfótspor og
setja sér markmið um losun. Rætt
var um vistvæna iðngarða í nágrenni
Keflavíkurflugvallar og þá hugmynd
að flugvöllurinn verði hleðslustöð
fyrir vistvænar flugvélar framtíðar-
inar. Loks kom fram hugmynd um
að komið verði á fót alþjóðlegum um-
hverfisháskóla á Suðurnesjum og
umhverfisfræðsla verði ríkari þáttur
í kennslu í grunnskólum og upp úr.
Verður fylgt eftir
Kristín María segir að sum þess-
ara verkefna séu einföld og hægt að
koma strax í ferli en önnur séu
kostnaðarsöm og taki lengri tíma.
Ætlunin sé að fylgja málinu strax
eftir með áframhaldandi samvinnu
þeirra sem standa að Suðurnesja-
vettvangnum. Forgangsraða þurfi
hugmyndunum og meta hvernig
þeim verði best komið í framkvæmd.
Suðurnesin eru háð ferðaþjónustu
og er mikið atvinnuleysi í landshlut-
anum vegna áhrifa kórónuveiru-
faraldursins á atvinnugreinina.
Kristín María segir að þótt innleið-
ing heimsmarkmiða bjargi ekki at-
vinnuástandinu sé það liður í að und-
irbúa jarðveginn með styrkingu
innviða þannig að þegar allt fer af
stað aftur verði landshlutinn betur í
stakk búinn til að taka á móti ferða-
fólki á nýjan leik.
Innleiða hringrásarhagkerfið
Sveitarstjórnir og tvö stór fyrirtæki á Suðurnesjum hraða innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og plasts út í umhverfið og ráðist gegn matarsóun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ásbrú Hugmyndir eru um vistvæna iðngarða við Keflavíkurflugvöll og hleðslustöð fyrir vistvænar flugvélar.
Kristín María
Birgisdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áhugavert er fyrir Arctic Fish að fá
íslenska lífeyrissjóði í hluthafahópinn
en einnig aðra fjárfesta, að sögn for-
stjórans. Hlutafjárútboði er ætlað að
skapa möguleika til fjárfestinga til að
styrkja fyrirtækið. Ekki hefur verið
ákveðið hvort það byggir upp eigin
laxavinnslu eða slátrar í samvinnu
við önnur fyrirtæki.
Vestfirska fisk-
eldisfyrirtækið
Arctic Fish til-
kynnti á dögunum
að það hefði feng-
ið banka og ráð-
gjafarfyrirtæki til
að kanna mögu-
leika á skráningu
félagsins á Merk-
ur-markaðinn í
kauphöllinni í
Ósló. Í tengslum
við þessi áform verður nýtt hlutafé
boðið út. Eignarhaldsfélög Fiskeldis
Austfjarða og Arnarlax voru skráð á
þennan markað fyrr á þessu ári,
einnig í tengslum við hlutafjáraukn-
ingu.
Samkvæmt upplýsingum Steins
Oves Tveitens, forstjóra Arctic Fish,
hefur fyrirtækið áhuga á að fá ís-
lenska fjárfesta til að taka þátt í upp-
byggingunni. Nánar spurður um
þetta segir hann að áhugavert væri
að fá íslenska lífeyrissjóði til liðs við
fyrirtækið ásamt öðrum fjárfestum.
Almennt kveðst hann vona að ís-
lenskir fjárfestar sjái möguleika og
ávinning af því að taka þátt í viðskipt-
um framtíðarinnar.
Þörf á fjárfestingum
Ekki hefur verið upplýst hversu
mikið hlutaféð verður aukið. Stein
Ove segir að fyrirtækið sjái afar
áhugaverð verkefni og möguleika í
framtíðinni sem það vilji hrinda í
framkvæmd. Forstjórinn segir stefnt
að því að fullnýta framleiðslugetu
fyrirtækisins með sérstakri áherslu á
seiðaframleiðslu en einnig að sjá til
þess að nauðsynleg framleiðslugeta
verði í framtíðinni í slátrun og pökk-
un. Arctic Fish nýtir vinnsluna á
Bíldudal, samkvæmt þjónustusamn-
ingi við Arnarlax. Ekki hefur verið
ákveðið hvernig staðið verður að
þeim málum í framtíðinni. Bæði komi
til greina samvinna við aðra og eigin
lausnir, að sögn forstjórans. Segir
Stein Ove ljóst að þörf sé á fjárfest-
ingum í framtíðinni til að styrkja
fyrirtækið. Markmið þess ferlis sem
það er nú með í gangi sé að tryggja
nauðsynlega getu til fjárfestinga.
Vilja frekar bæta við sig
Norway Royal Salmon, NRS, sem
á 50% hlutafjár Arctic Fish, hefur
lýst því yfir að fyrirtækið hyggist
ekki selja neitt af sínum hlut og frek-
ar gefið til kynna að það hafi áhuga á
að auka við sig og eignast þannig
meirihlutann. Pólski athafnamaður-
inn Jerzy Malek á 47,5% hlutafjár.
Ekkert hefur verið gefið út um áform
hans í tengslum við skráningarferlið
eða smærri hluthafana.
Gert hefur verið ráð fyrir að félag-
ið verði skráð á Merkur-markaðinn á
fyrsta fjórðungi næsta árs.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Unnið við sjókvíar
hjá Arctic Fish á Vestfjörðum.
Eigin vinnsla
kemur til greina
Arctic Fish vill íslenska hluthafa
Stein Ove
Tveiten
Dreifð álagsárás var gerð á aðila
innan fjármálageirans mánudaginn
9. nóvember sl., svokölluð DDos-
árás. Um var að ræða stóra árás á
íslenskan mælikvarða.
Hafði árásin afleiðingar víðar,
s.s. hjá fjarskiptafélögunum, vegna
bilunar í erlendri varnarþjónustu
sem alla jafna hefði dregið mjög úr
stærð hennar.
Frá þessu er greint á vefsíðu
Póst- og fjarskiptastofnunar.
„Árásin hafði víðtæk áhrif, hún
hríslaðist um fjarskiptainnviði
landsins og kom einnig niður á
greiðsluþjónustu og auðkennisþjón-
ustu hér á landi. Með góðri sam-
vinnu tókst þó að lágmarka skað-
ann eins og hægt var,“ segir í
umfjölluninni.
Fram kemur að CERT-IS, sem er
netöryggissveit stofnunarinnar,
vinnur nú með fjarskiptafélögunum
og fjármálageiranum að greiningu
á árásinni og mótvægisaðgerðum
til þess að minnka möguleg áhrif á
lykilinnviði við slíkar aðstæður í
framtíðinni.
Umfangsmikil netárás á aðila innan
fjármálageirans hafði afleiðingar víða
Morgunblaðið/Júlíus
Fjarskipti Um var að ræða stóra netárás.