Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensku jöklarnir haldaáfram að rýrna en rýrnuninvar samt fremur lítil á þessuári, að sögn Þorsteins Þor- steinssonar, sérfræðings á sviði jökla- rannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Hann og Finnur Pálsson verkfræð- ingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ fjöll- uðu um afkomu jöklanna í fyrirlestri hjá Jöklarannsóknafélagi Íslands í gærkvöld. „Rýrnunin í ár var ekki jafn mik- il nú og hún var á árunum eftir 1995 og á fyrsta áratug þessarar aldar,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ára- skipti hafi verið á afkomu jöklanna undanfarin ár. Jöklarnir bættu allir við sig á árinu 2015. Þeir rýrnuðu aft- ur 2016 og 2017 en stóðu nokkurn veginn í stað 2018. Jöklarnir rýrnuðu verulega mikið í fyrra en rýrnunin var í minna lagi á þessu ári. Lofthiti og úrkoma ráða mestu um það hvort jöklar stækka eða minnka. Vetrar- afkoman á síðasta vetri, þ.e. hve mik- ið bættist á jöklana, var rétt undir meðallagi. Svo var sumarið í svalara lagi, miðað við síðustu 25 ár, sem gerði útslagið um afkomu jöklanna. Meginjöklarnir þrír, Langjökull, Hofsjökull og Vatnajökull, voru nokk- uð áþekkir hvað afkomu varðaði á þessu ári. Sem kunnugt er var Ok kvatt formlega úr hópi jökla í fyrra en það var hætt að falla undir skilgreiningu á jökli 2014. Þorsteinn segir að all- margir smájöklar hafi horfið frá síð- ustu aldamótum. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hefur tekið saman upplýsingar um alla jökla á landinu, stóra og smáa, og jafnvel gefið þeim nöfn sem voru nafnlausir. „Þegar menn bera saman eldri loftmyndir við nýjar eða gervitungla- myndir sést að smájöklar hafa verið að týna tölunni á Íslandi,“ segir Þor- steinn. Hann segir þetta einna helst hafa gerst á Tröllaskaga, þar sem voru margir smájöklar, og einnig í fjalllendi Austfjarða. Það gerist reglulega að sumir jöklar hlaupa, eða ganga fram, og það er ótengt loftslagsbreytingum. Einn framhlaupsjöklanna er Brúarjökull sem gengur norður úr Vatnajökli og m.a. í átt að Hálslóni. Hann nær frá Kverkfjöllum og austur að Þjófa- hnjúkum suður af Snæfelli. Brú- arjökull hljóp síðast fram um 10 km á árunum 1963-64. Brúarjök- ull hefur hlaupið fram á 70-80 ára fresti. Samkvæmt því má bú- ast við framhlaupi hans á árunum 2033-2043. Mögulega mun hlýnun undanfarinna ára þó seinka næsta fram- hlaupi. Fremur lítil rýrnun jökla á þessu ári 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ViðræðurBreta ogEvrópusam- bandsins um frí- verslunarsamning standa enn yfir, og er ljóst að menn ætla sér að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Það er ekki ofsagt að tíminn sé knappur, en nú er liðinn mánuður frá því það, sem sagt var „lokafrest- urinn“ til þess að ná sam- komulagi, rann út. Þá var fram- lengt og sagt að miðað yrði við upphaf nóvembermánaðar. Þegar sá dagur kom og fór var horft til leiðtogafundar sam- bandsins, sem haldinn verður á morgun, fimmtudag. Nú stefnir allt í að ekkert verði af samkomulagi fyrir þann fund og því bárust fréttir fyrr í vikunni af því að embætt- ismenn í Brussel væru farnir að horfa til þess að leita „frum- legra“ lausna á því einfalda vandamáli, að þegar og ef sam- komulag næst þarf að þýða það, alls 1.800 blaðsíður, á 24 mis- munandi tungumál, og leita svo samþykkis allra 27 aðildarríkj- anna og staðfestingar á Evr- ópuþinginu. Enginn af þeim sem Daily Telegraph ræddi við um málið virtist þó efast um að „frum- legu“ lausnirnar myndu duga til þess að koma samkomulag- inu langþráða í höfn þegar búið væri að undirrita. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Við- ræðurnar eru nefnilega nánast enn á byrjunarreit þegar kemur að ásteytingarstein- unum sem helst hefur verið deilt um, þá sér í lagi hvaða aðgang ESB-ríkin eigi að hafa að fiski- miðum Breta. David Frost, samningamaður Breta, hefur raunar sagt ítrek- að, nú síðast á mánudaginn, að ekkert samkomulag verði gert, sem virði ekki þá staðreynd að Bretland er nú fullvalda ríki með eigin lög, viðskipti og lög- sögu. Þetta var ljóst þegar í febrúar, þegar viðræðurnar hófust og hefur verið ljóst allan þann tíma sem nú hefur farið til spillis. Ekki er hægt að útiloka að samkomulag náist. Raunar gæti sú hæglega orðið raunin að allt í einu finnist töfralausn fyrir lok þessa mánaðar, sem á yfirborðinu geri öllum kleift að halda andlitinu. Raunar virðist sem Evrópusambandið gangi á slíkum lausnum sem fram koma á síðustu stundu í öllum við- ræðum sem það kemur að. Hvort sá flýtir og fát á síð- ustu stundu leiðir af sér vand- aða niðurstöðu getur hver mað- ur gert sér í hugarlund. Sömuleiðis er augljóst, hvort sem samkomulag næst eða ekki, að það er alfarið á ábyrgð Evrópusambandsins og óbil- girni þess, að viðræðurnar eru komnar út á brún hengiflugs- ins. Enn einn „lokafrest- urinn“ í Brexit- viðræðunum er að renna út } „Frumlegu“ lausnirnar Það markaðitímamót í fyrrinótt þegar geimfar SpaceX- fyrirtækisins, Resilience, tengd- ist Alþjóðlegu geimstöðinni. Um borð voru þrír bandarískir geimfarar og einn frá Japan og er þetta í fyrsta sinn sem einka- fyrirtæki sendir fólk út í geim- inn í geimfari, sem hlotið hefur vottun frá bandarísku geim- ferðastofnuninni NASA. Fyrir Bandaríkjamenn var geimskotið að einhverju leyti spurning um þjóðarstolt líka, þar sem þessi mikla geim- ferðaþjóð hefur ekki haft neina leið í nærri því áratug til þess að senda fólk á eigin vegum til geimstöðvarinnar, heldur hefur hún þurft að treysta á samstarf við Rússa. Þó að það samstarf hafi gengið mun betur en sum önnur samskipti ríkjanna tveggja á undanförnum árum hafa gefið vísbendingu um, var það engu að síður vandræðaleg staða fyrir bandarísk stjórn- völd. Þau hafa enda sett sér háleit markmið um könn- un sólkerfisins á næstu árum og ára- tugum og einn liður í því er að virkja einkaframtakið betur til þess að þróa og hanna þau geimför sem notuð verði til þess. Þar hafa att kappi Boeing og SpaceX, og hefur síðar- nefnda fyrirtækið nú tekið for- ystuna í þeirri samkeppni. Boeing mun þó skammt undan, en stefnt er að því að geimfar þess, Starliner, verði prófað á fyrstu mánuðum næsta árs. Öllu lengra er þó í að Boeing geti sent mannað geimfar á loft. Samkeppni einkafyrirtækj- anna hvatti þau raunar bæði til þess að ná framförum fyrr en ella, og árangurinn í vikunni bendir til þess að framtíð geim- könnunar kunni hæglega að liggja í gegnum samstarf einka- framtaksins og hins opinbera. Með því samstarfi eru kostir beggja beislaðir til að uppfylla þá þörf mannsins, sem aldrei verður að fullu uppfyllt, að kanna umhverfi sitt, fjær ekki síður en nær. Samvinna einka- fyrirtækja og hins opinbera kann að vísa greiðustu leiðina út í geim} Áfangi í geimferðum T uttugu og sex prósent af öllu snjó- lausu landi í heiminum eru notuð sem beitiland. Þrjátíu og þrjú pró- sent af öllu ræktarlandi eru notuð til þess að fóðra dýr. Staðan eins og hún er í dag er ekki sjálfbær fyrir umhverfi okkar allra. Stöðugt meira landi er breytt í ræktarland fyrir stöðugt fleira fólk. Um 2050 verða um 10 milljarðar manns á jörðinni. Á undanförnum þremur áratugum hefur mannfólki fjölgað um tvo og hálfan milljarð og á næstu þremur mun okkur fjölga um annan tvo og hálfan milljarð í viðbót eða svo. Það þýð- ir tvöföldun á mannfjölda á rétt rúmri hálfri öld. Fólk sem fætt er árið 1990 verður ekki komið á eftirlaun þegar sú þróun hefur átt sér stað. Afleiðingarnar af þessari fjölgun eru marg- víslegar. Frá 1990 hefur til dæmis skóglendi í heiminum minnkað um 13-falt flatarmál Íslands. Þar af hverfur um helmingur skóga fyrir ræktarlandi og jarðnámum sem rekja má til eftirspurnar vegna fólksfjölgunar. Afleiðing- arnar eru margvíslegar en birtast okkur vel í tölum sem sundurliða vandann vegna loftslagsbreytinga. Vandinn er fyrirsjáanlegur og þess vegna halda Píratar umhverfisþing nk. laugardag. Vefstreymi verður á piratar.tv og þar kemur saman fólk úr ólíkum áttum. Andri Snær Magnason rithöfundur, Kristín Vala Ragn- arsdóttir, prófessor í sjálfbærnifræðum, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, munu fjalla um stóru mynd- ina í umhverfis- og loftslagsmálum. Hvernig fáum við fólk til að hugsa um heildarmyndina í umhverfis- málum, t.d. með því að neyta minna og velja betur? Hvaða áhrif hefur núverandi hagkerfi á hegðun okkar í loftslagsmálum? Hvernig hag- kerfi myndi henta best til að reikna auðlinda- notkun og sjálfbærni inn í alla hegðun okkar? Hvað er langt í að súrnun sjávar og hækkandi lofthiti leiki samfélagið okkar grátt? Einnig munum við hlýða á framsögu frá framlínufólki í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar og til verndar umhverfinu. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Land- verndar, mun segja frá baráttu samtakanna til að vernda náttúru Íslands, Logi Unnarson Jónsson, stjórnarmaður í Hampfélaginu, mun segja frá tilraunum við ræktun hamps á Ís- landi og þeim miklu áhrifum sem þessi planta mun hafa á líf okkar í framtíðinni, Geir Guð- mundsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, segir frá hárækt, lóðréttri ræktun grænmetis, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi okkar Pírata í Reykjavík, mun segja frá stórtækum áætlunum í Reykja- vík sem allar miða að því að gera Reykjavík fjölbreyttari, kolefnishlutlausa og í fremstu röð í umhverfismálum. Framsögufólk fundarins mun auðvitað svara spurn- ingum gesta. Í framhaldi af því munu fundargestir svo vinna ályktanir fyrir fundinn sem munu verða leiðarstef Pírata í umhverfis- og loftslagsmálum. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Umhverfi okkar allra Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Afkoma jökla á Íslandi var um- fjöllunarefni erindis sem þeir Finnur Pálsson, verkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Þorsteinn Þor- steinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, héldu hjá Jöklarann- sóknafélagi Íslands (JÖRFÍ) í gærkvöld. Erindinu var streymt á netinu og verður upptaka af streyminu gerð aðgengileg á vefsíðu félagsins (jorfi.is). Erindið var liður í fyrir- lestraröð í tilefni af 70 ára af- mæli félagsins. Á vefsíðu JÖRFÍ er tengill á fyrirlestur Helga Björnssonar jöklafræðings, Ísland undir jökli. Sigrún Helgadóttir verður svo með fyrirlestur 12. janúar um fyrstu ferðir Sigurðar Þór- arinssonar á jökla. Afkoma ís- lenskra jökla FYRIRLESTRARÖÐ JÖRFÍ Þorsteinn Þorsteinsson Morgunblaðið/RAX Ok Hætti að teljast til jökla 2014. Síðan hafa margir smájöklar m.a. á Tröllaskaga og Austurlandi týnt tölunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.