Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Þungbærum kafla í sögu Landakotsspítala er nú að ljúka, þar sem tæplega fimmtíu sjúk- lingar sýktust af lífs- hættulegri veirusýk- ingu og fimmti hver galt með lífi sínu. Einn- ig sýktust liðlega fimmtíu starfsmenn og veiktust nokkrir þeirra mjög alvarlega. Það er engin betri samlíking til en að um náttúruhamfarir hafi verið að ræða, á pari við snjóflóð, jarðskjálfta eða sinueld. Það mildaði sársaukann að skynja einstaka starfsgleði og sam- takamátt starfsmanna Landspít- alans í þessari snörpu baraáttu. Fyrsta skoðun bendir á fjölmörg samverkandi atriði sem orsök; frá skæðri veiru til samfélagssmits á háu stigi til húsnæðis sem aðeins magnaði upp eiginleika veirunnar. Þá er starfsemin bundin við nána umönnun fjölveiks eldra fólks, sem var í afturbata og endurhæfingu. Það þýðir að fólk er hvatt til að klæða sig, hreyfa sig og borða sam- an í matsal. Erlendis er það vel þekkt undir slíkum kringumstæðum að eitt smit þýðir að fólk á hálfu og heilu deildunum smitast. Og svo varð hér. Það afléttir ekki kvöðinni á því að bregðast við og leita leiða til að lágmarka áhættu fólks á sjúkra- húsum á tímum lífshættulegra far- sótta. Á hverjum tíma dvelja tímabundið 70-90 manns á öldrunarlækn- ingadeildum á Landakoti og er þetta fólk að jafnaði mjög veikt. Það er oftar en ekki háaldrað, með fjöl- marga sjúkdóma samtímis, á mörg- um lyfjum og með færnitap sem get- ur verið vitrænt eða skert hreyfi- færni. Hækkandi aldur er ígildi sjúkdóms sem veiklar flest líffæri og mótstöðukraft. Þarna háir fólk oft úrslitabaráttu upp á líf og dauða og ef ekki það, þá um sjálfsbjarg- argetu og hvort hún verði endurheimt til sjálfstæðrar búsetu eða ekki. Ef ekki, þá getur fólk þurft að yf- irgefa eigin heimili og þiggja dvöl í hjúkr- unarrými. Þjónustan við fólkið er verðmæt. Það er ekki ósigur þó að fólk deyi eða þurfi að flytj- ast á hjúkrunarheimili ef allt hefur verið gert sem mögulegt er og mæt- ir óskum manneskjunnar. Þannig skiptir máli hvort einstaklingur þarf hjálp einnar manneskju eða tveggja til sjálfsbjargar enda þótt það þýði ekki að heimferð sé möguleg. Mark- miðið er að hámarka lífsgæði á hverjum tíma og líkna ef að kveðju- stund er komið. Þetta er sjúkrahús- starfsemi sem er allt annars eðlis en sú starfsemi sem veitt er þeim sem eru í langtímadvöl á hjúkrunar- heimilum. Það er bráðaverkefni að gera allar þær breytingar á umhverfi starf- seminnar á Landakoti sem mögulegt og trúi ég því að það verði gert. En þó að slíkar umbætur verði gerðar duga þær þó aðeins til skamms tíma. Nú hagar því svo til að mikil end- urnýjun á Landspítala á sér stað við Hringbraut, sem er vel. Fyrsta áfanga verður að líkindum lokið 2026 en þá eru ýmsir þættir ógerðir. Eðli- legast væri að ljúka þeim á einu bretti og með hraði eftir 2026. Í aðdraganda að Hringbraut- arverkefninu eins og það er kallað var bent á að sjúkrahúsið þyrfti að taka tillit til mikillar fjölgunar í hópi eldra fólks og að það fólk hefði oft og tíðum mikinn ávinning af tækni- framförum í rannsóknum og með- ferð. Var bent á að eðlilegt væri að byggja eitt hús til viðbótar við Hringbraut sem hýsa myndi virka starfsemi öldrunarlækninga, sem nú er veitt á Landakoti. Slíkt hús gæti staðið sér en tengt meðferðar- og rannsóknarkjarna með undirgöng- um, þannig að ekki þyrfti lengur að senda fólk fram og til baka bæj- arhluta á milli í rannsóknir, auk- inheldur mjög veikt og lasburða fólk. Í því fælust ekki aðeins aukin gæði fyrir fólkið heldur einnig fjárhagsleg hagkvæmni og samlegðaráhrif vegna nálægðar. Slíkt hús þyrfti að rúma 80-100 manns, byggjast á nýj- ustu hugmyndum um einbýli, hrein- lætisaðstöðu og böðun, auk loftræst- ingar og sóttvarna, og þar væri gott rými einnig fyrir sjúkra- og iðju- þjálfun. Þessi hugmynd fékk ekki brautargengi þá. Það var aldrei beinlínis sagt hvað ætti að verða um hina mikilvægu starfsemi á Landa- koti. Ef til vill átti hún að vera þar áfram til lengri tíma eða flytjast í Fossvog. Hugsunin er óboðleg um að gamalt veikt fólk geti alltaf nýtt næst- eða þriðja besta kostinn eða þá farið beint á hjúkrunarheimili án greiningarvinnu, endurhæfingar og fullkominnar skoðunar á mögu- leikum á búsetu heima. Þegar ýtt var á eftir ofangreindri tillögu kom fram að það væri rými á Hringbrautarlóðinni. Það væri milli áætlaðs dag- og göngudeildarhúss og húss geðdeildar. En það þyrfti þá að aðlaga deiliskipulag og leyfa auk- ið byggingarmagn á lóðinni. Þetta er því enn fullkomlega mögulegt. Allt sem þarf er vilji til góðra verka og slíkur vilji var bersýnilegur í kynn- ingunni á skýrslunni um hópsmitið á Landakoti. Eðlilegt væri að Alþingi fjallaði um málið og legði sérstakt átaksfé til þess að gera það sem þarf á Landa- koti til að gera þjónustuna eins örugga og af þeim gæðum sem kost- ur er til skemmri tíma litið en einnig er fullkomlega nauðsynlegt að styðja við flutning virkra öldr- unarlækninga af Landakoti á Hring- brautarlóðina. Slíkum viðbúnaði mætti líkja við snjóflóðavarnir í kjöl- far snjóflóðs og væri þá okkar elsta og veikasta fólki á hverjum tíma góður og eðlilegur sómi sýndur. Eftir Pálma V. Jónsson »Eðlilegt væri að Alþingi legði fram sérstakt átaksfé til þess að efla gæði og öryggi þjónustu eldra fólks á Landspítala Landakoti til frambúðar. Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir og prófessor öldrunarlækninga á Landspítala. palmivj@landspitali.is Frá Landakoti til framtíðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landakot Þar dvelja aldraðir í afturbata og endurhæfingu. Gefum okkur að sér- fræðingar OECD hafi aðeins rétt fyrir sér að helmingshluta í ít- arlegu samkeppn- ismati á því regluverki sem gildir hér á landi í byggingastarfsemi og ferðaþjónustu. Í stað þess að 676 mögulegar samkeppnishindranir séu í regluverki þess- ara tveggja starfs- greina séu þær „aðeins“ 338. Um leið getum við tekið ákvörðun um að hrinda í framkvæmd 219 af 438 til- lögum OECD til úrbóta og sætt okk- ur við að auka landsframleiðsluna um 16 milljarða á ári en ekki 32 millj- arða (um 200 milljónir evra). Sem sagt: Með einföldun reglu- verks getum við bætt hag lands- manna um 16 milljarða á hverju ein- asta ári, ár eftir ár. Og þó væri ráðum OECD ekki fylgt nema að hluta. Það væri fullkomið ábyrgð- arleysi af hendi stjórnvalda, þing- manna og hagsmunaaðila að tryggja ekki að slíkur árangur náist. Tugmilljarða árleg sóun Stjórnvöld sömdu á síðasta ári við OECD um sjálfstætt samkeppn- ismat á regluverki sem bygginga- starfsemi og ferðaþjónustu er gert að starfa eftir. Matið var unnið í samvinnu við Samkeppniseftirlitið. Tillögum til breytinga er ætlað að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir viðkomandi atvinnugrein, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu á næstu árum. OECD segir að úrbæturnar séu sérstaklega „mikilvægar í ljósi þess efnahags- samdráttar sem stjórn- völd standa nú frammi fyrir vegna áhrifa kórónuveiru- faraldursins, sem hefur komið sérstaklega illa niður á ferðaþjónustu“. Flestir hafa gert sér grein fyrir að ferðaþjón- usta skiptir okkur Ís- lendinga miklu en kannski höfðum við ekki áttað okkur á hversu mikilvæg atvinnugrein- in er í raun og veru um allt land fyrr en kór- ónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Byggingariðnaður hefur allt- af vegið þungt. En samtals eru þess- ar tvær atvinnugreinar þó aðeins hluti af efnahagskerfinu. Ef hægt er að yfirfæra niðurstöður OECD á aðrar atvinnugreinar, er ljóst að tug- um milljarða er sóað á hverju einasta ári í formi lakari framleiðni og verri samkeppnisstöðu. Og eins og alltaf eru það almenningur og fyrirtæki sem bera byrðarnar í formi verri lífs- kjara og afkomu. Regluvæðing margra annarra atvinnugreina er síst minni en hjá ferðaþjónustu og byggingariðnaði. 316 úrbætur í byggingariðnaði OECD gerir 316 tillögur til úrbóta á regluverki í byggingariðnaði. Þar má nefna: · Skipulagsmál: Einfalda ákvarð- anir í skipulagsmálum sveitarfélaga, lækka gatnagerðargjöld, og endur- skoða reglur um úthlutun lóða. · Mannvirkjalög og byggingar- reglugerð: Einfalda veitingu bygg- ingarleyfa, flýtimeðferð fyrir smærri og einfaldari verkefni, endurskoða skilyrði um lágmarksgæði og að- gengi fyrir alla · Löggiltar starfsgreinar: Endur- skoða í heild lög um löggiltar starfs- greinar, endurskoða kerfi meistara- réttinda og gera það auðveldara fyrir iðnaðarmenn að afla sér meist- araréttinda, draga úr reglubyrði fyr- ir smiði, rafvirkja, pípara, bygging- arstjóra, löggilta hönnuði, fasteigna- sala, arkitekta og verkfræðinga, og afnema löggildingu bakara og ljós- myndara. (Ég er ekki viss um að ég hafi leyfi frá gamla bakarameist- aranum á Sauðárkróki til að sam- þykkja afnám löggildingar). 121 lagfæring hjá ferðaþjónustu Í skýrslu OECD voru skoðaðar 229 mögulegar samkeppnishindranir í regluverki ferðaþjónustunnar og lögð fram 121 tillaga til úrbóta. Þar má nefna: · Ferðatengd þjónusta: Afnema tvöfalda leyfisskyldu ferðaþjón- ustuleyfa og leyfa vegna sérútbúinna bifreiða, afnema úrelt og of nákvæm forskriftarákvæði í stöðlum um gisti- staði, afnema hömlur sveitarfélaga á breytingum á nýtingu íbúðar- húsnæðis í gistihúsnæði, setja rammalöggjöf um atvinnustarfsemi á náttúruverndarsvæðum og afnema kröfur um fasta starfsstöð og starfs- ábyrgðartryggingar bílaleiga. · Flugþjónusta: Auka hvata Isavia á Keflavíkurflugvelli til að draga úr kostnaði og auka samkeppnishæfni (flugvöllurinn er einn óhagkvæmasti og dýrasti flugvöllur í Evrópu), veita Samgöngustofu heimildir til að setja reglur um flugvallargjöld sem rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli þurfa að greiða, endurskoða hvernig sérleyfissamningar eru veittir fyrir sölu veitinga og annars varnings í flugstöðinni og fyrir aðstöðu fyrir langferðabíla. · Leigubifreiðar: Afnema náms- kröfur til handhafa leigubílaleyfa sem ekki varða öryggi farþega, öku- manna eða almennings, heimila út- gáfu leigubílaleyfa til fyrirtækja og gera þeim kleift að hafa á hendi fleiri en eitt leigubílaleyfi. Verkefni komandi ára Þrátt fyrir yfirlýst markmið um annað hefur regluvæðing atvinnu- lífsins í mörgum tilfellum dregið úr hagkvæmni, komið niður á virkri samkeppni og gengið gegn hags- munum neytenda. Frumkvæði er ekki verðlaunað og framtaksmað- urinn látinn þramma á milli Pílat- usar og Heródesar til að afla sér til- skilinna leyfa fyrir atvinnurekstri. Ég hef orðað þetta sem svo að það sé erfiðara, vandasamara og tímafrek- ara fyrir atvinnurekendur að upp- fylla kröfur hins opinbera en að sinna þörfum og óskum viðskipta- vina. Forgangsverkefni stjórnvalda, það sem eftir lifir kjörtímabilsins og a.m.k. allt næsta kjörtímabil, er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífsins svo við náum aftur fyrri styrk og get- um sótt fram. Verðmætasköpunin í frystihúsinu, í málmsmiðjunni, hjá rakaranum, á veitingahúsinu, hjá tölvuleikjaframleiðandanum, sauð- fjárbóndanum, byggingaverktak- anum, bifvélavirkjanum, stoðtækja- framleiðandanum, trillukarlinum, tónskáldinu, rithöfundinum og ann- ars staðar í atvinnulífinu er undir- staða velferðarkerfisins. Án verð- mæta verður lítið til skiptanna. Um þetta munu komandi kosningar snú- ast. Sá stjórnmálaflokkur sem sýnir áhuga á atvinnulífinu, hefur innan sinna raða frambjóðendur sem hafa skilning á gangverki atvinnulífsins og skilur samhengið á milli verð- mæta og velferðar mun standa sterkt að vígi að loknum kosningum í september næstkomandi. Skýr sýn á það hvernig endur- hanna á margflókið regluverk, hvernig hægt er að gera það einfald- ara að stunda atvinnurekstur og plægja frjóan jarðveg fyrir ný fyrir- tæki sem leggja grunn að bættum lífskjörum og störfum framtíð- arinnar, skilar árangri á kjördegi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ráðherra nýsköpunar, og Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hafa þegar lagt hornsteina að framsókn atvinnulífsins með skatta- legum hvötum til rannsókna og þró- unar. Úttekt OECD er góður leiðarvísir í þeim verkefnum sem eru fram und- an, þótt sumt af því sem lagt er til kunni að orka tvímælis. En jafnvel þótt við ákveðum að innleiða aðeins helming þeirra tillagna sem stofn- unin mælir með, skilar það allt að 16 milljörðum á hverju einasta ári. Og við verðum að horfa á og meta stöð- una í öðrum greinum efnahagslífs- ins. Pottur er víða brotinn. Byggingariðnaður og ferðaþjónusta eru innan við 20% landsframleiðsl- unnar. Hugleiðum tækifærin sem bíða okkar ef haldið er rétt á málum. Eftir Óla Björn Kárason »Ef hægt er að yfir- færa niðurstöður OECD á aðrar atvinnu- greinar, er ljóst að tug- um milljarða er sóað á hverju einasta ári. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. 676 samkeppnishindranir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.