Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Ellert Ólafsson sendi á dögunum frá sér bókina Skemmtiferð um heiminn á vængjum stærðfræð- innar þar sem hann rekur sögu stærðfræðinnar og hagnýtingar hennar frá fornöld fram á okkar daga. Ellert hefur áður gefið út nokkrar bækur um stærðfræði og tölvutækni, en hann gaf einnig út aðra bók fyrr á árinu, Umhverfið og framtíðin, þar sem hann fjallar um þá ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir vegna mengunar og loftslagshlýnunar. Ellert, sem er verkfræðingur, stofnaði Tölvu- og stærðfræðiþjón- ustuna fyrir tveimur áratugum og hefur meðal annars unnið að þróun námsgagna í stærðfræði fyrir grunn-, framhalds- og háskóla. Hann segir að sú stærðfræði sem kennd er í dag í framhaldsskólum sé að mestu miðaldastærðfræði. „Þessi fallafræði sem fundin var upp af hálærðum stærðfræðingum á miðöldum er ekki mikið notuð í daglegri stærðfræðivinnu en hefur fengið allt of mikið pláss í námsefni skólanna. Ég er verkfræðingur með stærðfræði sem aðalgrein og mér er fullkunnugt um hvað kemur að gagni og hvað ekki. Ég hef rek- ið Tölvu- og stærðfræðiþjónustuna í tuttugu ár og kennt mönnum að nota verkfæri við stærðfræðivinn- una. Við höfum það umfram dýrin að við notum verkfæri, búum til tæki til að reikna. Við búum til gleraugu fyrir sjóndapra, heyrnar- tæki fyrir heyrnardapra og hækjur fyrir hreyfihamlaða. Í bókinni kynni ég öll helstu reikningstækin frá öndverðu til dagsins í dag og þau eru núna komin inn í símana hjá okkur. Í snjallsímanum eru þrælöflugar tölvur sem reikna út flest sem við þurfum.“ – Kennt var á reiknistokk vel fram á áttunda áratuginn. „Við verkfræðingarnir notuðum reiknistokka í gamla daga en þegar tölvurnar komu árið 1975 urðu þeir úreltir. Reiknistokkurinn er þannig gerður að maður getur í besta falli séð þrjá rétta stafi, það er alls ekki hægt að nota þá í peningamálum, og meira að segja er þriðji staf- urinn svolítið óviss, maður þarf að giska á hann. Það var ekkert betra verkfæri til á þeim tíma en þegar það kemur eitthvað fullkomnara á ekki að halda í það gamla. Ég vil þó ekki gera lítið úr geó- metríunni, hún er falleg og glæsi- leg, hana á að kenna, hún er klass- ísk, en að kenna fallafræði endalaust er sóun á tíma. Svo eru menn margfelldir á þessu gagn- lausa stagli. Kennt að diffra og heilda, fjölmörg föll og rétt og and- hverf hornaföll. Í dag er þetta strit að mestu skemmtileg en gagnslítil hugarleikfimi. Menn læra náttúrlega á öllu sem þeir gera, hvort sem það er að leysa krossgátu eða eitthvað annað, en mikið af gömlu námsefni í stærðfræði er ekki miklu gagnlegra en krossgátuleikurinn. Það má al- veg eins kenna fólki að leysa kross- gátur eða að tefla, það er bara öðruvísi andleg þjálfun. Gagnsemi flókinnar fallateoríu er nánast eng- in í daglegu lífi fólks. Hún er samt tekin fram fyrir það að nota nú- tímaverkfæri sem ég vil að séu frekar notuð.“ Samband náttúru og stærðfræði – Þetta er önnur bókin frá þér á stuttum tíma, Umhverfið og fram- tíðin kom út í vor. „Ég er nú orðinn 76 ára og alltaf að yngjast upp og verða vinnusam- ari. Umhverfið og framtíðin fjallar um náttúruna og það fer ekki á milli mála að maðurinn er farinn að hafa veruleg áhrif á náttúruna og veðurfarið. Til dæmis er sýrustigið að hækka í sjónum og kóralarnir að drepast. Í bókinni læt ég þá sem mótmæla þessu einnig koma til tals. Flestir fremstu vísindamenn heimsins hafa miklar áhyggjur af áhrifum mannfólksins á umhverfið. Við sjáum það til dæmis í Kali- forníu en þar er hiti lofthjúpsins og skógareldar mikil plága.“ – Myndir þú flokka þessar bæk- ur með hefðbundnum kennslubók- um? „Umhverfið og framtíðin er mjög gott ítarefni fyrir grunn- og fram- haldsskóla, að því leyti að hún kynnir nýja orkugjafa sem koma í stað kola og olíu. Þegar við hættum að nota kolin og olíuna þá bendi ég á ódýrari lausnir eins og sólar- rafhlöður og efnarafal og vetnis- samruninn sem menn fást við með- al annars hjá MIT í Banda- ríkjunum er spennandi valkostur. Ég var að lesa í nýlegu vísindariti að vísindamenn hjá MIT telja sig geta framleitt raforku með vetnis- samruna innan fjögurra ára. Ef það gerist verður orkubylting og til verður óþrjótandi mengunarlaus orka. Seinni bókin er fagurfræðilegt ferðalag um heiminn sem sýnir hið nána samband milli náttúrunnar og stærðfræðinnar. Þar segir frá til- komu tölvu- og upplýsingabylting- arinnar sem er róttækasta breyt- ingin í sögu mannkynsins. Bókin á að að gleðja og hvetja almenning til að kynna sér nútíma reiknitækni og uppfinningar og kynnast snilldarverkum arkitekta við hönn- un mannvirkja. Það er dýrt að gefa út sérhæfðar bækur, svo dýrt að það er ekki hægt að selja þær í bókabúðum, en fólk getur keypt þessar bækur hjá Tölvu- og stærðfræðiþjónustunni.“ arnim@mbl.is Alltaf að verða vinnusamari  Ellert Ólafsson gefur út tvær bækur á árinu  Bók um sögu stærðfræðinnar og hagnýtingu hennar og önnur um vá vegna mengunar og loftslagshlýnunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðalag Ellert Ólafsson verkfræðingur og bókaútgefandi segist alltaf vera að yngjast. Hann hefur gefið úr nokkrar bækur og tvær komu út á þessu ári. Silja Bára Óm- arsdóttir, pró- fessor við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands, segir í Ferða- kaffi í streymi Borgarbóka- safnsins í dag kl. 17.30 frá ferða- lagi sínu til Suð- urskautslandsins um síðustu jól, þar sem hún náði að fagna tvennum sumarsólstöðum á einu ári. Silja Bára mun einnig sýna myndir og myndbönd frá ferðinni og verður viðburðinum streymt á Facebook-síðu Borgarbókasafns- ins: facebook.com/Borgarboka- safnid/live. Í ferðinni kynntist Silja Bára undraheimi íssins, reri á kaj- ak meðal mörgæsa, elti keisara- mörgæs inn á Weddell Sea, sá ís- jaka kelfa og háhyrninga skemmta sér við að veiða seli og mörgæsir, segir um viðburðinn á Facebook. Silja Bára segir frá Silja Bára Ómarsdóttir Bandaríska tón- listarkonan Tay- lor Swift hefur staðfest fréttir þess efnis að tón- listarútgefand- inn Scooter Braun hafi selt master-upptökur að fyrstu sex breiðskífum hennar fjárfestingarsjóði. Þetta kemur fram á vef dagblaðsins The Guardian en tímaritið Variety greindi fyrst frá þessu. Talið er að upptökurnar séu a.m.k. 300 millj- óna dollara virði enda frumupp- tökur. Swift skrifaði á Twitter að þetta væri í annað sinn sem verk hennar væru seld án hennar vitn- eskju en litlir kærleikar munu vera með þeim Swift og Braun. Swift samdi við útgáfufyrirtækið Big Machine árið 2004 sem fól í sér að fyrirtækið myndi eiga master-upp- tökur að fyrstu sex plötum hennar og borgaði fyrir þær. Braun keypti fyrirtækið í fyrra og þar með út- gáfuréttinn að fyrstu sex plötum Swift sem hann hefur nú selt fyrir fúlgur fjár. Master-upptökur Swift seldar Taylor Swift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.