Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 4
BÓLUEFNI GEGN KÓRÓNUVEIRUNNI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gangi allt að óskum má gera ráð fyr- ir að fyrstu skammtar af bóluefni við kórónuveirunni komi hingað til lands í byrjun næsta árs. Tvö bóluefni eru mjög langt komin í prófunum, en framleiðendur þeirra ráðgera að sótt verði um leyfi til fjöldaframleiðslu á næstu dögum eða vikum. Framleið- endurnir sem um ræðir eru annars vegar Moderna og hins vegar Pfizer og BioNTech. Virkni umræddra bóluefna hefur lofað mjög góðu. Bóluefni kemur í skömmtum Haraldur Briem, fyrrverandi sótt- varnalæknir, segir að dreifing bólu- efna muni taka skamman tíma um leið og öll tilskilin leyfi hafa verið uppfyllt. Þannig er hugsanlegt að bólusetningar geti hafist hér á landi á næstu þremur mánuðum. „Ef allt gengur eftir gæti þetta orðið í janúar eða febrúar á næsta ári. Ég veit ekki alveg hvernig kaupsamningarnir eru en við erum í samfloti með Evrópu- sambandinu,“ segir Haraldur og bætir við að bóluefnin muni koma í skömmtum. Því sé ólíklegt að allir landsmenn verði bólusettir í fyrstu atrennu. „Þetta kemur ekki allt í einu. Það má gera ráð fyrir því að byrjað verði á framlínufólki í heil- brigðisþjónustu og framlínufólki annars staðar. Auk þeirra verði þeir sem eru með undirliggjandi sjúk- dóma og yfir sextugu í forgangi. Svo verður þetta tekið rólega með yngra fólkið.“ Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti landlæknis vinnur starfshópur nú að fyrirkomulagi dreifingar bólu- efnis. Er hópurinn m.a. skipaður fulltrúum sóttvarnalæknis og heil- brigðisráðherra. Ekki fengust upp- lýsingar um hvenær gert væri ráð fyrir fyrstu skömmtum hingað til lands. Undirbúningur miðast þó við að hlutirnir geti gerst mjög hratt um leið og viðkomandi framleiðendur hafa fengið grænt ljós frá banda- ríska lyfjaeftirlitinu. Í framhaldinu verður hægt að hefja fjöldafram- leiðslu bóluefnanna, ef hún er ekki nú þegar hafin. Þá hefur verið tryggt að Ísland muni njóta sama aðgangs að bóluefnunum og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Dreifing tekur skamman tíma Distica, fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, vörustjórnun og dreif- ingu á vörum tengdum heilbrigðis- þjónustu, mun sjá um dreifingu og geymslu bóluefna hér á landi. Júlía Rósa Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, segir að dreifing innanlands muni taka mjög skamman tíma. „Innflutningur á bóluefnum er í höndum stjórnvalda og framleið- enda, en við munum sjá um hýsingu á Íslandi. Flutningur til landsins og dreifing innanlands mun ekki taka langan tíma, kannski einhverja daga. Við erum tilbúin og höfum verið að undirbúa okkur,“ segir Júlía sem kveðst ekki geta sagt til um hvenær bóluefnin séu væntanleg. Þá séu mörg bóluefni komin langt í þróun. „Þetta eru getgátur ennþá, en um leið og leyfi fást fer allt af stað. Ef allt gengur upp gæti þetta verið komið hingað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Það er bjart yfir þessu eins og staðan er núna.“ Aðspurð segir Júlía að bóluefnið muni koma hingað til lands í skömmtun. Þá hafi fyrirtækið engar upplýsingar um hversu stór fyrsti skammtur kann að vera. „Ég á von á því að þetta verði margir litlir skammtar,“ segir Júlía og bætir við að bóluefnin komi hingað til lands í svokölluðum hettuglösum. Þá sé misjafnt hvernig geyma þarf bólu- efnin. „Einhver bóluefni þarf að geyma við -80° en önnur eru í tveim- ur til átta gráðum.“ Bólusetning hefjist í ársbyrjun 2021 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetning Ef allt gengur að óskum kemur bóluefni á næstunni.  Ef fram heldur sem horfir kemur bóluefni hingað til lands á næstu mánuðum  Distica sér um dreif- ingu og hýsingu  Nokkur bóluefni á lokametrunum  Starfshópur vinnur að fyrirkomulagi dreifingar Haraldur Briem Júlía Rósa Atladóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hve vel hefur gengið að þróa bólu- efni við veirunni sem veldur Covid-19 sýnir hvað hægt er að gera þegar vís- indamenn úr ólíkum greinum vinna saman,“ segir Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Ís- lands. Hann hefur fylgst vel með þrotlausu starfi vísindamanna við leit að vörn gegn kórónaveirunni. Fram- ar væntingum þykir að bóluefni sé nú senn væntanlegt, aðeins um ári eftir að veirunnar varð fyrst varst. Það bóluefni sem flestir horfa til í dag er afrakstur samstarfs þýska fyrir- tækisins BioNTech og alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Pfizer. Sprautað undir húð Sveinbjörn lýsir málum þannig að margar veirur, eins og kórónuveiran, eru með sprota utan á sér sem vænst sé að ónæmiskerfi mannsins greini. „Ef veira sem inniheldur þessa sprota, lætur sjá sig viljum við að ónæmiskerfið þekki hana undir eins. Aflífi hana áður en hún kem- ur sér fyrir, fjölg- ar og veldur sjúk- dómnum,“ útskýrir Sveinbjörn og segir margar leiðir færar við kynna þessa sprota fyrir ónæmiskerfinu. Sú leið sem Pfizer og BioNTech fari sé að nota efni sem innihaldi uppskriftir af ýmsum efnum í flokki próteina og peptíða. Í þessu tilfelli séu fyrirtækin með mRNA-bút sem inniheldur upp- skriftina að þessum sprotum sem ein- ungis finnst á yfirborði kórónuveir- unnar (SARS-CoV-2). Þegar þessu sé sprautað undir húð eða í vöðva, fara þessir mRNA-bútar inn í frumuna á svæðinu, sem síðan byrja að fram- leiða þessa sprota. „Ónæmiskerfið veit hvað tilheyrir okkur. Þegar kerfið sér þessi fram- andi efni byrjar það að fjarlægja þau, en á sama tíma leggur kerfið efnin á minnið. Ef einstaklingurinn er síðan bólusettur í annað sinn, þá bregst ónæmiskerfið við á ný, en nú með mun meiri krafti en áður og setur þessar upplýsingar í langtímaminn- ið,“ segir Sveinbjörn. 90% vörn Niðurstöðurnar sem fyrirtækin kynntu sýna að sjö dögum eftir seinni bólusetninguna fæst yfir 90% vörn. Því er stefnt að því að allir verði bólu- settir tvisvar. Bóluefnið sem fyrir- tækið Moderna hefur þróað, byggir á sömu tækni. AstraZeneca nýtir sér tækni sem þróuð var í Oxford – og er sambærileg þótt virkni sé önnur. Prótein og peptíðar aflífa veirusprotana  Bóluefni kemur senn  Ónæmiskerfi með langtímaminni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lyf Bóluefnið nýja er afrakstur samstarfs hins þýska BioNTech og alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Pfizer. Sveinbjörn Gizurarson Sjö ný kórónuveirusmit greindust innanlands á mánudag. Sex hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu en einn utan sóttkvíar. 57 liggja á sjúkrahúsi og eru fjórir á gjör- gæslu, samkvæmt tölum á Covid.is. Alls eru 563 í sóttkví og 302 í ein- angrun. Nýgengi innanlandssmita mælist nú 61,1. Þegar litið er til fjölda smita frá útlöndum þá greindust tvö smit við landamærin á mánudag en í báðum tilvikum er mótefnamælingar beðið. Á mánu- dag voru tekin 870 einkennasýni, 301 sýni var tekið við landamæras- kimun og 293 í skimunum Íslenskr- ar erfðagreiningar. Þegar einangrun og sóttkví er skoðuð eftir landshlutum eru 193 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 419 í sóttkví. Næstflestir eru í einangrun og sóttkví á Norðurlandi eystra. Þar eru 57 í einangrun og 46 í sóttkví. Nýgengi innanlands: 61,1 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 7 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 302 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóv. Fjöldi staðfestra smita innanlands frá 30. júní H ei m ild : c ov id .is 75 716 99 86 Sjö ný smit innanlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.