Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 „HVERNIG ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ KOMA ÍBÓTAR- ATÓMUM INN Í KÍSILSKÍFU MEÐ JÓNA- ÍGRÆÐSLU OG NOTA ÖR BYLGJ UOFN?” „EF ÞÚ HEFUR SVONA MIKLAR ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ SMITAST AF ÞESSU SKALTU BARA SOFA Í ELDHÚSINU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að semja til hennar ástarlag. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEI, GRETTIR… HEFURÐU SÉÐ STÓRU FERÐA- TÖSKUNA? MEINARÐU NÝJA NESTIS- BOXIÐ MITT? GELT GELTGELT VOFF VO FF EKKI VERA FÚL ÚT Í MIG! ÉG GAT EKKI STOPPAÐ HRÓLF Í AÐ TAKA ÞAÐ SEM HANN VILDI! ÉG HEYRÐI ÞIG GRÁTBIÐJA HRÓLF UM AÐ TAKA FÍFÍ MEÐ SÉR!VOFF Börn Önundar og Díönu eru Kor- mákur Andri Þórsson, f. 25.4. 1997 (stjúpsonur), sálfræðinemi í Cleveland Mississippi í Bandaríkjunum; Emelía Nótt Önundardóttir, f.10.3. 2003, framhaldsskólanemi í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar, og Kristófer Máni Önundarson, f. 31.10. 2005, grunnskólanemi í Heiðarskóla. Systk- ini Önundar eru Jónas Dagur Jón- asson, deildarstjóri fjármáladeildar HS veitna, f. 11.12. 1974 og Bryndís Björg Jónasdóttir, skrifstofustjóri og nemi, f. 27.6. 1979. Bæði eru búsett í Reykjanesbæ. Foreldrar Önundar eru Fanney El- ísdóttir, húsmóðir og fiskverk- unarkona, f. 23.4. 1947 og Jónas Gunn- ar Ingimundarson, fiskmatsmaður og þúsundþjalasmiður, f. 4.8. 1948, d. 11.5. 2014. Fanney og Jónas voru í sambúð og bjuggu í Keflavík. Í dag býr Fann- ey í húsinu sem Jónas byggði árið 1977. Önundur Jónasson Valfríður Ólafsdóttir húsfreyja í Hvarfsdal, Skarðssókn, Dal., og Hvammi í Hvammssveit, síðast bús. í Kópavogi Oddur Bergsveinn Jensson bóndi í Hvarfsdal, Skarðssókn, Dal., Hvammi í Hvammssveit, Dal. og í Sælingsdal í sömu sveit Guðrún Valfríður Oddsdóttir húsfreyja í Sælingsdal í Hvammssveit í Dölum Jens Elís Jóhannsson bóndi í Sælingsdal, Hvammssveit í Dölum, síðast búsettur í Hvammshreppi Fanney Elísdóttir húsmóðir og fiskverkakona Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, Stóru-Vatnshornssókn, Dal. Jóhann Benedikt Jensson hreppstjóri á Hlíðarenda, Stóru-Vatnshornssókn, Dal. Guðrún Margrét Guðjónsdóttir húsfreyja á Ósi, Hrófbergshreppi, Strand. Dagur Guðmundsson vinnumaður á Skógum, Staðarsókn, Barð., 1901, síðar bóndi á Ósi, Hrófbergshreppi, Strand. Njóla Dagsdóttir vinnukona í Reykjavík Ingimundur Magnússon sjómaður í Kaldbaksvík og Ásmundarnesi, síðar í Keflavík Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Kleifum, Kaldrananeshreppi, Strand. Magnús Jóhannsson bóndi á Kleifum, Kaldrananeshreppi, Strand. Úr frændgarði Önundar Jónassonar Jónas Gunnar Ingimundarson fiskmatsmaður í Keflavík og starfaði síðar við byggingar og viðhald ÁBoðnarmiði yrkir HólmfríðurBjartmarsdóttir á degi íslenskr- ar tungu: „Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full“ til bjargar minni covid-hrelldu sál. Hefðin er svo ágæt og íslenskan er gull því ætla ég, í gulli, að segja; skál! Skál fyrir degi íslenskrar tungu! Gunnar J. Straumland á sömu nótum: Þjóðinni ól dagsins önn íslenskan, víðfeðm og sönn, svo ef þú vilt sletta og ambögur flétta þá vefjist þér tunga um tönn. Dagbjartur Dagbjartsson hélt áfram: Á munn þér ratast saga sönn ég segi bara þetta. Stöðugt vefst mér tunga um tönn og tekst því ekki að sletta. Og síðan Bjarni Gunnlaugur Bjarnason: Íslensk tunga er eflaust góð ei skal hana bletta áfram mun samt þessi þjóð þurfa dönsku að sletta! Guðmundur Beck yrkir „Andvaka“ og er dýrt kveðið: Ótt á nóttu, óttinn drótt að sótti, undan blundi lund mín stundum skundar. Hrellir ellin hallan rellinn skalla, húms frá búi nú má lúinn snúa. Brag að laga bagann trega sagar, þá brandar vandinn andans standi grandar. Glæður fræða væðum gæða kvæðum, góðu ljóðin bjóðum rjóðum fljóðum. Sigrún Grímsdóttir yrkir og veit sínu viti: Ég veit það er nauðsyn „að ætla sér af“ með aldrinum verð ég þó fegin að nota þá orku sem Guð minn mér gaf ég get alltaf hvílst hinum megin. Hér er fróm ósk Mannsins með hattinn: Viltu Drottinn gera greiða gömlum lúnum vísnastrák? Að hann megi áfram skeiða um allt á sínum skáldafák. Símon Dalaskáld orti „Alvarlegar vísur“: Ekki vil ég eiga núna’ af æðra tagi, heldur bónda dóttur dýra, dygðum búna, fagra, skýra. Betri’ eru margar búnar ullar bættum voðum, en sveipaðar í silkiklæðum sæturnar með hrókaræðum. Jón Árnason Víðimýri orti: Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég litla borgun. Nú má ekki drekka í dag ef duga skal á morgun. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Íslenskan er gull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.