Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 22
Evrópudeild karla B-RIÐILL: Nimes - Kristianstad ........................... 24:25  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson fjögur. C-RIÐILL: Besiktas - Alingsås .............................. 24:32  Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Alingsås. Magdeburg - CSKA Moskva............... 37:30  Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson sex. D-RIÐILL: GOG - RN Löwen ................................. 32:37  Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot í marki GOG.  Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá RN Löwen, Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi liðsins. Pelister - Kadetten .............................. 25:25  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadet- ten Schaffhausen.  22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær fyrir leik Englands og Íslands á Wembley í Þjóðadeild UEFA í kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í síðustu tveimur leikjum. Þeir hafa prófað nýtt leikkerfi, að spila með fimm manna varnarlínu og nú nota þeir einnig nýja leik- menn, unga og efnilega leikmenn. Þetta verður annar leikur á morg- un og erfitt verkefni,“ sagði hann. England vann 1:0-sigur í viðureign liðanna hér heima í september. Hefur fylgst vel með Íslandi AFP Athugull Southgate hefur fylgst vel með spilamennsku íslenska liðsins. Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna skoð- anapistils sem Kristófer Kristjánsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, birt á mbl.is þar sem sam- bandið var gagnrýnt fyrir hvernig staðið var að lokum Íslandsmótsins. „Það eru mikil vonbrigði og hrein- lega dapurlegt að lesa einhliða skoð- anapistil blaðamanns Morgunblaðsins um málið, þar sem vinnubrögð kjör- inna fulltrúa knattspyrnuhreyfing- arinnar eru gerð tortryggileg,“ segir meðal annars en lesa má yfirlýs- inguna í heild sinni á mbl.is/sport. Yfirlýsing vegna pistils á mbl.is AFP Yfirlýsing Guðni Bergsson, formað- ur Knattspyrnusambands Íslands. Kjartansson og Hörður Björgvin Magnússon eru ekki til taks. Fram kom hjá Hamrén á fund- inum í gær að hann vildi ávallt tefla fram sínu sterkasta liði en hins vegar væri ekki hægt að ganga fram af leikmönnum með því að láta þá spila 90 mínútur í þrem- ur leikjum á nokkrum dögum, auk þeirra ferðalaga sem fylgt hafa þessum leikjum. Íslenski hópurinn er nú að heimsækja fjórða landið á sex dögum en ferðin hófst í Þýska- landi áður en haldið var til Ung- verjalands í leikinn örlagaríka í umspili EM í síðustu viku. Taka þurfi tillit til leikmanna. Íslensku leikmennirnir munu leika með sorgarbönd í leiknum í kvöld til að heiðra minningu Pers Hamréns, föður Eriks Hamréns, en hann andaðist 15. nóvember. „Flottur vettvangur“ Varnarjaxlinn Kári Árnason leik- ur væntanlega fyrir Ísland í síðasta sinn í kvöld en hann hefur heldur betur reynst landsliðinu þarfur maður frá því hann kom boltanum í netið gegn Norðmönnum í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014, og fyrsta mótsleik Lars Lag- erbäcks með íslenska liðið. Kári var einnig til svara á blaða- mannafundinum í gær. „Ég ætla ekki að gefa neitt út um það [hvort þetta verði síðasti landsleikurinn] en það er mjög líklegt. En ég hef sagt að ég sé tilbúinn ef kallið kemur. Ef erlendur þjálfari tekur við þá efast ég um að hann leiti að 39 ára gömlum manni í Pepsí Max- deildinni til að nota í landsleiki. En ef þetta verður síðasti landsleik- urinn þá er þetta flottur vett- vangur,“ sagði Kári sem stefnir að því að leika áfram með Víkingi næsta sumar. „Ég get ekki skilið við Víkingana eftir svona tímabil sem var alls ekki gott. Maður veit svo aldrei hvað gerist í þessu varðandi lands- liðið. Ef eitthvað kemur upp á í landsliðinu þá er ég alltaf klár.“ Mikil saga á landareigninni Sannarlega væri hægt að finna ómerkilegri leikvang fyrir þá Ham- rén og Kára að kveðja landsliðið, fari svo að Kári spili ekki fleiri landsleiki. Wembley er á meðal frægustu leikvanga í knatt- spyrnuheiminum og lóðin sem hann stendur á er sögufræg. Eldri leikvangurinn var tekinn í notkun árið 1923 og stóð af sér sprengj- uregn Þjóðverja í síðari heims- styrjöldinni. Þar voru haldnir frægir viðburðir eins og Ólympíu- leikarnir 1948 og Live Aid- tónleikarnir 1985. Auk þess voru þar margir frægir leikir í rugby og knattspyrnu. Frægasti knatt- spyrnuleikurinn var úrslitaleik- urinn á HM 1966 þegar Englend- ingar unnu Þjóðverja. Þá voru nokkrir Íslendingar á áhorf- endapöllunum en engir Íslendingar verða á meðal áhorfenda í kvöld vegna heimsfaraldursins. Raunar eru Englendingar í miðju út- göngubanni í London en þurfa að spila og taka á móti gestum þar sem Knattspyrnusamband Evrópu fer fram á það. Wembley-leikvangurinn sem nú er í notkun var vígður árið 2007 og gæti tekið upp undir 87 þúsund manns á knattspyrnuleikjum. And- rúmsloftið verður að líkindum heldur sérstakt á þessum stóra leikvangi þegar áhorfendur eru ekki leyfðir. Síðasti leikur Svíans verður á Wembley  Íslendingar spila í London í miðju útgöngubanni  Þjóðadeildinni að ljúka Morgunblaðið/Eggert Harður Kári Árnason glímdi við Harry Kane í Laugardalnum í september og hafði yfirleitt betur. ÞJÓÐADEILDIN Kristján Jónsson kris@mbl.is Gamall draumur rætist hjá Erik Hamrén, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, í kvöld þegar hann mætir með íslenska landsliðið á hinn vígfræga Wembley-leikvang í norðvesturhluta London. Þar mun Ísland takast á við England í Þjóðadeild UEFA og verður leik- urinn sá síðasti hjá Hamrén sem þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég hlakka til að mæta á Wemb- ley sem er eins konar Mekka fót- boltans. Mig dreymdi í gamla daga um að mæta í leik á Wembley. Við skulum sjá hvort við náum að koma á óvart,“ sagði Hamrén á blaða- mannafundi í London í gær. Sjöttu og síðustu umferð í 2. riðli lýkur í kvöld með leik Englands og Íslands en einnig mætast Belgía og Danmörk í Brussel. Verður það úr- slitaleikur um efsta sætið í riðl- inum og áframhaldandi keppni í Þjóðadeildinni. Belgía er í efsta sæti með 12 stig en Danir eiga enn möguleika með 10 stig. England og Ísland hafa ekki að neinu að keppa í þessari keppni en England er með sjö stig og Ísland án stiga. Ljóst er að Ísland fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar en frá því hún var stofnuð hefur Ísland verið í A-deildinni eða í tvö skipti. Íslenska liðið hefur enn ekki fengið stig frá því keppninni var komið á fót eins og komið hefur fram. Aftur eru mikil forföll Fyrri leik liðanna í keppninni lauk með 1:0-sigri Englendinga en liðin mættust þá fyrir luktum dyr- um, eða svo gott sem, á Laug- ardalsvelli hinn 5. september eða fyrir rúmum tveimur mánuðum. Var leikurinn í fyrstu umferð keppninnar. Íslenska liðið hélt því enska vel í skefjum þar til á 90. mínútu þegar Englendingar fengu vítaspyrnu og úr henni skoraði Ra- heem Sterling. Hólmbert Frið- jónsson fékk víti mínútu síðar en Birkir Bjarnason brenndi af. Þá vantaði marga fastamenn í ís- lenska liðið. Aron Einar Gunarsson fékk ekki leyfi frá vinnuveitendum sínum í Katar og leikmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason gáfu ekki kost á sér. Nú þegar liðið mætir Englend- ingum í síðara skiptið í keppninni er sama upp á teningnum. Þ.e.a.s. marga fastamenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson, Al- freð Finnbogason, Gylfi Þór Sig- urðsson, Jóhann Berg Guðmunds- son, Ragnar Sigurðsson, Viðar Örn Slóvakía Senica - Sered .......................................... 2:2  Nói Snæhólm Ólafsson var ónotaður varamaður hjá Senica.   Evrópudeildin Valencia - Panathinaikos ................... 95:83  Martin Hermannsson spilaði í 19 mín- útur, skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir Valencia.   Eitt ogannað  Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði Gunnari Þorsteinssyni tæpar tvær milljónir króna auk drátt- arvaxta vegna vangoldinna launa. Sig- urður gerði tveggja ára samning við ÍR fyrir síðasta tímabil eftir stutta dvöl í Frakklandi hjá BC Orchies. Sigurður sleit hins vegar krossband strax í fyrsta leik og lék ekki meira með liðinu á tímabilinu. Samningi hans var í kjöl- farið rift síðasta vor og ákvað félagið að greiða honum ekki þar sem það taldi hann ekki hafa uppfyllt sinn hluta samningsins. Dómurinn komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að félagið hafi borið áhættuna af því að Sigurður slasaðist í leik á vegum þess.  Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttafólk skipar landsliðshóp FRÍ á næsta ári með tilliti til árangurs á árinu 2020. Fram kemur hjá FRÍ að íþrótta- og af- reksnefnd, afreksstjóri og verkefn- isstjóri A-landsliðsmála hafi valið hóp- inn en valið verði endurskoðað eftir keppnistímabilið innanhúss í vetur. Stærsta verkefni landsliðsins á næsta ári er Evrópubikarkeppni landsliða. Hópinn má sjá í heild sinni inn á mbl.is/sport/frettir.  Eurogym-fimleikahátíðinni sem fara átti fram hér á landi í júlí á næsta ári hefur verið aflýst vegna kór- ónuveirufaraldursins en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Fimleika- samband Íslands, FSÍ, sendi frá sér í gær. Upphaflega átti hátíðin að fara fram hér á landi í sumar en henni var frestað til sumarsins 2021 vegna veir- unnar. Knattspyrna Meistaradeild kvenna: Hlíðarendi: Valur - Glasgow City ............ 14 Í DAG!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.