Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 ✝ Kristjana El-ínborg Indriða- dóttir fæddist á Blönduósi 23. sept- ember 1927. Hún lést á Landspít- alanum 4. nóv- ember 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Gísladóttir, f. 22.1. 1898, d. 2.3. 1933, og Indriði Guð- mundsson, f. 5.3. 1892, d. 16.4. 1976, sem bjuggu á Gilá í Vatns- dal. Alsystkini hennar voru Þur- íður, f. 8.6. 1925, d. 25.8. 1993, og Böðvar Pétur, f. 21.6. 1929, d. 10.1. 1982, en hálfsystir er Kristín, f. 14.11. 1947, dóttir Indriða og sambýliskonu hans Jakobínu Björnsdóttur, f. 20.3. 1916, d. 3.8. 1957. Kristjana ólst upp á Gilá en flutti snemma til Reykjavíkur og stundaði nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Árið 1948 giftist hún Sveini Sum- arliða Magnússyni, f. 2.12. 1921, d. 24.12. 1998, og bjuggu þau lengst af í Hátröð 7 í Kópavogi. Þar rak hún eigin sauma- stofu í 50 ár en vann einnig um tíma á Álafossi og víðar. Börn Kristjönu og Sveins eru fimm: Gylfi, f. 31.5. 1948, kvæntur Önnu Sigríði Þor- grímsdóttur, Guðbjörg, f. 14.10. 1949, Kristín Jakobína, f. 8.10. 1954, gift Einari Kristófer Odd- geirssyni, Jóna, f. 17.8. 1959, gift Lárusi Þorvaldssyni, og Sveinn Goði, f. 30.7. 1960. Sam- býliskona hans er Silja Viem Thi Nguyen. Barnabörn Krist- jönu eru 11 og langömmubörn 17. Nú er hún elsku amma mín fallin frá. Ég var svo lánsöm að hafa ömmu í mínu lífi til fertugs. Ég var líka svo lánsöm að alast upp með ömmu mína hinum megin við götuna og heimili hennar var mér alltaf opið og ég gat alltaf hlaupið yfir til ömmu. Ég verð ævinlega þakklát fyrir hversu nærri hún alltaf var. Amma mín var nefnilega alltaf til staðar fyrir mig. Hún var allt- af tilbúin að veita mér hjálpar- hönd, styðja mig, leiðbeina mér, kenna mér og veita mér hlýju. Það eru svo ótal minningar sem koma upp í hugann þar sem hún skipaði stóran sess í mínu lífi. Það var amma sem leiddi mig fyrsta daginn í skólann og sýndi mér hvaða leið ég skyldi alltaf labba. Þegar ég æfði lesturinn inni á saumastofunni með henni. Þegar ég bjó hjá henni á efri hæðinni og hún gaf mér svo mikla ást. Þegar hún hvatti mig alltaf áfram í náminu. Þegar hún saumaði öll fötin á mig. Þegar hún gladdist svo að sjá börnin mín, sama hversu ærslafullir þeir voru. Allar samræðurnar um pólitík, allar fiskibollurnar, pönnukökurnar og allt skyrið. Amma mín er mér hin mesta fyrirmynd. Það er ekki langt síð- an ég var spurð hverjir í fjöl- skyldunni minni hefðu skarað fram úr á sínu sviði. Það fyrsta sem mér datt í hug var amma mín. Hún var svo mikil fyrir- myndarkona. Í mínum augum var amma mín aldrei hrædd, hún hafði mikla réttlætiskennd og hún tókst á við verkefni lífsins með svo miklu æðruleysi og dugnaði. Hún fór aldrei í manngrein- arálit og hún bar virðingu fyrir öllu fólki. Hún var óhrædd við að standa með sjálfri sér og sínu fólki en það var það sem skipti hana mestu máli, að öllum börn- unum hennar liði vel. Amma mín kenndi mér svo margt og ég mun alltaf búa að því að hafa átt svona sterka konu sem fyrir- mynd. Amma mín lifði til níutíu og þriggja ára aldurs. Ég veit að hún var orðin þreytt en ég fann aldrei fyrir uppgjöf hjá henni og alltaf var hún jafn skýr. Ég sakna ömmu minnar ógurlega en ég veit í hjarta mér að þótt hún sé farin þá er hún ekki fjarri. Ég og við öll erum svo rík að hafa átt hana að. Blessuð sé minning ömmu. Ævin er stutt en lífið er langt. Ævin er aðeins meðganga sem fylgir samdráttur og oft harðar fæðingarhríðir inn til lífsins ljóma, þeirrar dýrðar sem koma skal og engan endi mun taka. Ævin er stundleg og stutt, en lífið tímalaus eilífð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Helga María. Við Mimma vorum systur. Ekki venjulegar systur á svip- uðum aldri því á okkur var 20 ára aldursmunur. Hún var farin suður og gekk með fyrsta barnið sitt þegar ég fæddist. Jakobína, móðir mín, hafði hins vegar gætt hennar strax á fyrsta ári og með þeim voru slíkir kærleikar að Kristín, móðir Mimmu, átti eftir að biðja Jakobínu fyrir öll börn- in sín þrjú þegar ljóst var að hún mundi ekki lifa til að annast þau. Þegar Kristín dó var Mimma fimm ára, hin systkinin þriggja og sjö, mamma sautján og ekkjumaðurinn Indriði rúmlega fertugur. Báðar ömmurnar komu þá til aðstoðar en fyrir var ömmubróðir sem áður bjó á Gilá, öll þrjú á áttræðisaldri. Heimilislífið var fábreytt með þessu gamla fólki, allt var í föst- um skorðum og hver undi við sitt en mikið var lesið. Þegar Jak- obína kom tvítug alkomin sem bústýra að Gilá og tók við upp- eldi barnanna, nýútskrifuð af Kvennaskólanum á Blönduósi, gladdist enginn meira en Mimma. Þá tóku systurnar til við að læra handavinnu og mat- argerð og urðu báðar miklir meistarar á því sviði. Mimma var hamhleypa til verka og var oft lánuð á aðra bæi. Hún sá fljótt að karlar vildu öllu ráða og hét því snemma að hún skyldi aldrei láta neinn ráða yfir sér. Hún var rétt orðin 17 ára þegar systurnar fóru suður og voru tvö ár að vinna fyrir skólavist í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Þar útskrifuðust þær báðar með láði vorið 1947. Mimma sýndi mikinn áhuga á saumaskap og bar sérstakt lof á kennara sinn, Herdísi Guð- mundsdóttur, sem hafði bæði lært og starfað í Kaupmanna- höfn og rak lengi sjálfstæðan skóla í kjólasaumi á Hverfis- götu. Af henni lærði hún mikið. Systir mín lét ekki hjónaband og barneignir aftra sér frá því að skapa sjálfri sér atvinnu þó að Svenni væri sjómaður á afla- hæsta togaranum á fyrstu árum þeirra. Hún ætlaði sér aldrei að verða „bara húsmóðir“. Þegar hún gekk með annað barnið tók hún bílpróf og lærði að sníða hjá kjólameistara sem var nýkom- inn frá námi í Svíþjóð. Allar kon- ur saumuðu föt á þessum árum en færri treystu sér til að sníða. Í fyrstu sneið hún barnaföt en gerði svo sauma að ævistarfi. Mimma var vinsæl saumakona, velvirk, smekkvís og afkasta- mikil. Ekki veit ég hvað hún fataði upp margar fjölskyldur en hún var gjafmild með afbrigð- um. Frá því ég man eftir sendi hún mér dýrindisjólakjóla úr tafti og tjulli, síðar saumaði hún á mig fermingar- og brúðarkjól, danskjóla og dragtir. Horfinn er sá klettur sem ættingjar gátu alltaf reitt sig á og fundið skjól undir. Hún vann ítrekað ein fyrir stóru heimili því að Svenni stríddi við heilsuleysi og síðast Alzheimer í rúma tvo áratugi. Saumastofuna rak hún heima til að hann gæti dvalið þar öruggur allt til enda og í ótíma- bærri banalegu mömmu umvafði Mimma hana ástúð og hlýju á heimili þeirra. Hún kvartaði aldrei en lét ekki vaða yfir sig. Þröngt athafnarými bernskunn- ar og ýmis áföll drógu ekki úr frumkvæði þessarar stoltu konu heldur gáfu henni takmarka- laust hugrekki til þess að takast á við lífið með örlæti og reisn. Ég kveð hana full þakklætis og votta aðstandendum djúpa sam- úð. Kristín Indriðadóttir. Kristjana Elínborg Indriðadóttir ✝ Jóhanna Guð-rún Björns- dóttir fæddist á Varmalandi í Reykholtsdal 5. desember 1949. Hún lést af slys- förum á Augastöð- um 18. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jóhannesdóttir f. 9.3. 1904, d. 28.12. 1996, og Björn Guðlaugur Ólafsson, f. 14.11. 1912, d: 1.10. 1971. Systkini: Elín (Stella), f. 1.2. 1945, d. 8.8. 2016, Sveinn Grét- ar, f. 21.4. 1945, og Ólöf Björk, f. 29.5. 1946, d. 25.5. 2018. börn eru Eva Lilja, Sigurjón Róbert og Snorri Benedikt. 4) Alice, f. 6.3. 1984, gift Jon Bech Larsen, barn Alice og Andra Freys Þórissonar er Klara Líf og barn Alice og Jons er Vera Ísey. Jóhanna og Snorri hófu bú- skap í Reykjavík 1967. Þau fluttu að Varmalandi í Reyk- holtsdal 1968 og bjuggu þar til 1971 en þá fluttu þau að Vil- mundarstöðum í sömu sveit. Þau fluttu aftur að Varmalandi 1976. Þau festu kaup á jörðinni Augastöðum árið 1973 og fluttu þangað 1982 í nýbyggt hús. Jóhanna gekk í barnaskóla á Kleppjárnsreykjum og í Hér- aðsskólann í Reykholti. Hún vann ýmis störf, s.s. versl- unarstörf og sá um mötuneyti við ýmsar framkvæmdir. Stærstan hluta ævi sinnar sinnti hún heimilis- og bústörf- um af öllum toga. Jóhanna giftist 9. nóvember 1974 Snorra H. Jóhann- essyni, f. 21.12. 1947. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Jóhanna Laufey, f. 7.9. 1974, gift Þorgeiri Terj- esyni, þeirra börn eru Embla Karitas, Hákon Snorri og Jakob Ari. 2) Krist- rún, f. 16.10. 1976, sambýlis- maður Örn Eyfjörð Arnarson, þeirra börn eru Sunna Karen, Jóhanna Mattý og Örn Úlfar, fyrir átti Örn Skúla Ágúst. 3) Jóhannes, f. 27.7. 1978, giftur Donicu Láru Ólafsson, þeirra Við erum hnípin og hljóð sveitungarnir sem stöndum frammi fyrir því að kveðja ná- granna og vinkonu, hana Jó- hönnu Björnsdóttur á Augastöð- um, sem svo sviplega var frá okkur tekin. Á hugann leita minningarnar, ég sé fyrir mér hrokkið hárið, glettni í augum og heyri dillandi hláturinn og á erf- itt að meðtaka það að hennar njóti nú ekki lengur við á meðal okkar. Þeir eru ófáir kaffisop- arnir sem drukknir hafa verið í eldhúsinu á Augastöðum, að vísu fulllangt síðan síðast, en það er eins og „ósiður að sunnan“ hafi laumað sér inn í tilveru dagsins, þ.e. að maður er nánast hættur að detta inn í kaffi hjá nágrönn- um og vinum án þess að eiga er- indi. Hanna, eins og hún ávallt var kölluð, stóð á sjötugu, fyllti tug 5. desember í fyrra og þá héldu þau hjónin Hanna og Snorri veglega veislu fyrir vini og vandamenn í fallega salnum í Hálsakoti, veit- ingahúsinu við Hraunfossa. Þar sem þrjú af fjórum börnum þeirra Snorra eru búsett erlendis hittist hópurinn sjaldan allur og var gaman að hitta þau öll og sjá hve Hanna naut þess að hafa þau öll í kringum sig, börn, tengda- börn og barnabörn. Fyrir augum mér birtast ýmsar myndir og minningar, t.d. þegar ég var að hjálpa til við undirbúning á ferm- ingarveislu. Sennilega var það ferming Lísu þegar ég bakaði kransaköku og skreytti með mín- um fyrstu súkkulaðifiðrildum. Þá lærði ég hjá Hönnu að saxa kína- kál smátt og blanda í salat eins og túnfisksalat, það verður svo ferskt og gott og hef ég gert það allar götur síðan. Í þakklætis- skyni fyrir hjálpina við ferming- arundirbúninginn birtust þau hjón óvænt með bók, „Sælgæti úr sjó og vötnum“, sem mikið hefur verið notuð í gegnum tíð- ina og ævinlega dregin fram þeg- ar ég vil gera mér dagamun með góðum fiskréttum. Þó Hanna væri sauðfjárbóndi þá vissi hún sem var að ég ólst meira eða minna upp á fiski og þætti hann góður og svo er líka stutt í góðan fisk á Arnarvatns- heiði, sem var henni og Snorra svo mjög kær. Frumbýlingsárin á Augastöðum hafa ugglaust tek- ið á, en þessi smávaxna kona víl- aði ekkert fyrir sér, var harð- dugleg og gaf ekkert eftir hvort sem það var í heyskap eða öðrum verkum. Svo var ekkert verið að kvarta yfir plássleysi árin sem japönsku vísindamennirnir leigðu stofuna undir rannsókn- arstöð norðurljósa. Hanna vissi sem var að það var hjartað en ekki veraldleg gæði sem skipti máli í lífinu og það var sann- arlega stórt hjarta í eldhúsinu á Augastöðum, margt spjallað og mikið hlegið. Ég er ekki endilega viss um að það hafi alltaf verið auðvelt að búa með Snorra, refa- skyttu og veiðiverði, sem gat leg- ið úti og dvalið á fjöllum löngum stundum, kannski hefur fylgt því óvissa að vita af honum í slarki yfir Norðlingafljót að vetri til, en hún brosti og bar sig vel, treysti sínum manni sem alltaf skilaði sér heim. Nú er óvænt komið að leið- arlokum og ég sé Hönnu fyrir mér í blómabrekku hvar jökulinn ber við himin í austri, hárið bær- ist í golunni og hún lítur sátt yfir dagsverkið. Snorra, börnum, tengdabörnum og barnabörnum eru færðar innilegar samúðar- kveðjur, megi gott vera með ykkur öllum. Þórunn Reykdal. Jóhanna Guðrún Björnsdóttir ✝ Guðný ÓskEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1939. Hún lést á Landspít- alanum á Hring- braut þann 27. október 2020. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Valdimars- dóttur húsmóður og Einars Guðjóns- sonar bókbindara. Guðný var yngst þriggja systkina en bræður hennar Ingvi Rúnar og Valdimar Frið- rik lifa systur sína. Þann 20. júní 1964 giftist Guðný Ragnari Magnússyni, fæddum 12. september 1939, en hann lést í júní 1987. Börn Guðnýjar eru Guðrún Andrea, f. 1956, gift Enok, Er- lingur, f. 1960, d. 2006 og Brynjar, f. 1966, kvæntur Jo- anna. Barnabörnin eru sjö: Jóhann Kári, Sveinbjörn og Andri Már Enoks- synir. Ellý Ósk og Guðmundur Ómar Erlingsbörn. Ragn- ar og Ezra Brynj- arssynir og lang- ömmubörnin orðin 10 og langalang- ömmubörnin orðin tvö. Hún gegndi fjölbreyttum störfum um ævina, vann í Norð- urstjörnunni, eldhúsi Alþingis, dómritari í sakadómi o.m.fl. Útförin fer fram frá Víði- staðakirkju í dag, þann 18. nóv- ember, kl. 13 að viðstöddum nánustu ættingjum í ljósi að- stæðna. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y3h99lja Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Dúna. Nú hefur þú kvatt okkur. Óvænt held ég að okkur finnist öllum. Þó að aldurinn hafi verið orðinn frekar hár varstu svo virk og lifðir lífinu. Auðvitað hafði þetta skrítna ár áhrif á það hvað hægt var að fara og gera. En fyrir þann tíma varstu svo dugleg að skreppa og spila með eldri borgurum um allt. Fara í bókasafnið og sækja mikið af bókum því það hefur alltaf fylgt þér alla tíð að vera mikið fyrir að lesa. Ég man það þegar ég kom inn á heimili þitt 15 ára gömul, nýbúin að kynnast syni þínum sem seinna varð sambýlismað- ur minn og barnsfaðir, hvað ég var glöð að sjá hvað þú áttir mikið af bókum! Þarna var ald- eilis hægt að velja sér bækur til að lesa því það áttum við sam- eiginlegt að vera óttalegir bókaormar. Og svo var dansinn annað mikið áhugamál hjá báð- um, þú virkilega varðst ánægð þegar ég dró son þinn með mér í samkvæmisdansa. Dansáhugi var eitthvað sem við deildum líka. En þó leiðir okkar sonar þíns hafi skilið þá höfum við alltaf haldið miklum og góðum tengslum, í raun var ég alltaf ein af fjölskyldunni í þínum huga. Hefur mér alltaf þótt vænt um hve traustur og góð- ur vinskapur hefur alltaf verið á milli okkar. Stuðningur þinn hér áður fyrr þegar ég var í öldungadeildinni í Flensborg, þá komst þú tvisvar í viku og varst með börnin mín, eldaðir góðan mat og tókst til hend- inni á heimilinu á meðan ég gat verið áhyggjulaus í skól- anum. Svo ómetanlegt fyrir unga einstæða móðir sem reyndi að mennta sig. Ég er þakklát fyrir okkar kynni og á tvö af ömmubörn- um þínum sem þurfa ekki ann- að en að brosa til að minna á þig. Því að það var svo ein- kennandi fyrir þig, brosið þitt sem þú varst ekki spör á. Ein- staklega jákvæð, glaðlynd og umburðarlynd kona sem fékk að kynnast mörgu í gegnum lífið en hélt þó alltaf brosinu og glaðværðinni. Elsku Dúna, takk fyrir sam- fylgdina. Nú hafa þau tekið þér fagnandi í sumarlandinu, Raggi og börnin þín tvö. Guðrún María. Guðný Ósk Einarsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og yndislegur sambýlismaður, GUÐNI KRISTJÁNSSON, Sævangi 30, Hafnarfirði, áður Laufvangi 2, lést á líknardeild Landspítala föstudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 15. Vegna samkomubanns verða aðeins boðsgestir viðstaddir. Athöfninni verður streymt og hægt er að fylgjast með á vefslóðinni mbl.is/andlat. Ester Hurle Kristján Ólafur Guðnason Auður Þorkelsdóttir Þröstur Kjærnested Guðnas. Áslaug Gunnarsdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, DANÍEL SIGURÐSSON málarameistari, Hrafnhólum 8-10, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Útför verður streymt beint á vef: www.sonik.is/daniel Helga Daníelsdóttir Þórarinn Gunnar Birgisson Garðar Elís Arason og afastelpur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.