Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020
S
krípaleikurinn í Flórída forðum er
sjálfsagt í óljósu minni margra, nú
orðið. Forsetatíð Bill Clintons var að
ljúka og Al Gore varaforseti hans
vildi fá að skipa þann sess. Það er
ekki óalgengt vestra. George Bush
eldri, varaforseti Reagans, vildi það sama og það
gekk eftir.
Hetjudáðir í huliðsheimum
Því er haldið fram að Al Gore hefði um skeið gengið
með þá meinloku að hann hefði fundið upp internetið.
Óljóst er hvað gerir varaforsetum erfitt með raun-
veruleikaskynið. Joe Biden hefur margoft sagt op-
inberlega að hann teldi sér ekki síst til tekna að hafa
farið til Suður-Afríku og leyst Nelson Mandela úr
fangelsi. Enginn annar kannast við þá hetjudáð og
Mandela hefur ekki haldið þessu til haga í sínum end-
urminningum. Nú er hugsanlegt að þar hafi verið að-
gerð sem leynd hlyti að hvíla yfir um aldir. Og
kannski hefur hálfs árs dvöl kappans í kjallarakytr-
unni ýtt undir þessi hugrenningatengsl. Hafi Sean
Connery verið á meðal garpa sem unnu stórvirkið í
draumheimum gæti Biden hafa orðið bæði hristur og
hrærður við nærveru hans.
En það var hins vegar Al Gore nethönnuður sem
hélt þjóð sinni í heljargreipum í vetrarbyrjun ársins
2000. Og svo því sé skotið inn í þá vill svo ein-
kennilega til að virt læknatímarit birti einmitt í út-
gáfu sinni það ár merka niðurstöðu, þótt sumum þyki
ekki jafnmikill alvöruþungi yfir henni og ýmsu öðru
sem það blað upplýsir.
Gleðiríkt glæsimenni
Um það segir að „í jólablaði hins virta breska lækna-
rits, British Medical Journal, er slegið á léttari
strengi en alla jafna er gert í blaðinu. Helstu rann-
sóknarniðurstöður snúast um það hvers vegna
bandarískir djasssaxófónleikarar hafa hærri dán-
artíðni en evrópskir kollegar þeirra sem mun tengj-
ast svonefndri hringöndun sem þeir fyrrnefndu
tíðka.“ Þá segir „merkasta rannsóknin sem birt er í
jólablaðinu er án nokkurs vafa sú sem kanadískir
læknar gerðu á því hvernig njósnaranum James
Bond tekst að halda sér síungum og heilsuhraustum.
Það rekja þeir til uppáhaldsdrykkjar hetjunnar sem
eins og allir vita er Martini, hristur en ekki hrærður
(„shaken, not stirred“).
Læknarnir við háskólann í Ontario fundu út að
hristur Martini gagnist betur en hrærður til þess að
gera vetnisperoxíða óvirka sem eykur andoxunar-
áhrif drykkjarins. Þetta eru einmitt þau jákvæðu
áhrif sem menn hafa verið að finna út að áfengi geti
haft á hjarta- og æðakerfið. Hristur Martini er því
líklegri en hrærður til þess að draga úr líkum á því að
neytandinn deyi úr hjartaslagi eða æðasjúkdómum.
Þetta gildir þó vel að merkja einungis um hóflega
drykkju og þar af leiðir að læknarnir telja mjög lík-
legt að James Bond sé hófdrykkjumaður.“
Við eigum mörg erfitt með að gera á milli þeirra
Connery og Bonds og niðurstaða læknaritsins styrkir
þann kæk, því að „besti Bondinn“ sem margir kalla
hann, lést í vikunni níræður að aldri, á sólarsetri sínu
og myndir þaðan báru hetjunni vel söguna. „Upp-
runalegi“ Bond hélt vinsældum sínum til loka. Mörg
merki um það eru þekkt. Þótt hann ætti sér notaleg
hreiður í Frakklandi eða á Marbella á Spáni og víðar
var hann fyrst og síðast Skoti. Fyrir fáeinum árum
var gerð skoðanakönnun meðal Skota um það, hvaða
landa sínum þeir kysu helst að eiga kvöldstund með
yfir glasi af skosku eðalviskíi. Niðurstaðan varð sú að
Connery var með 22%, María Stuart Skotadrottning
með 9% og Alex Ferguson knattspyrnugoð með 6%
og aðrir með minna.
Gore-fárið um árið
En við skulum víkja okkur á ný aftur til ársins 2000
þegar Gore hélt bandarísku þjóðinni vikum saman
tifandi af yfirþyrmandi æsingi eða í einhvers konar
öngvitsástandi þess á milli, í tilraunum til að end-
urskapa nægilega mörg atkvæði fyrir demókrata.
Allt fram til þessarar stundar hafði gilt sú regla að
frambjóðandi í forsetakosningum biði með að lýsa
yfir sigri sínum þar til að andstæðingurinn hefði haft
samband og játað sigur hans og það mætti þá þegar
verða þjóðinni og heiminum ljóst. Það gerði Gore. En
hálftíma síðar hringdi sá aftur í Bush og tók yfirlýs-
ingar sínar um sigur og hátíðlegar heillaóskir allar til
baka.
Á síðari tímum eru menn nánast hættir að minna
Gore á gamla afrekið að finna upp internetið. En
hann situr uppi með hitt, að vera eina forsetaefnið
sem gefist hefur opinberlega upp og lokið þar með
kosningabaráttunni fyrir báða og áskilið sér svo rétt
til að byrja aftur. Einhver kynni að segja, að þar með
geti menn afturkallað slíka yfirlýsingu hvenær sem
er. Daginn eftir, viku seinna eða ári síðar, til dæmis í
tilefni þess að Gore hefði fundið alheimsnetið upp aft-
ur.
En Gore startaði sem sagt einhverjum undarleg-
asta stríðsleik kosningabaráttu og sá hófst eftir að
kjörstöðum hafði fyrir löngu verið lokað í Bandaríkj-
unum. Daginn eftir ferjuðu flugvélar lögfræðinga í
hundraðatali og fjölmennt aðstoðarmannalið að auki,
auglýsingamenn og sérfræðinga í að framleiða „nýjar
staðreyndir“ eftir pöntun og þar fram eftir götunum.
Fjölmiðlaliðið lét sig ekki vanta og hertók öll fáanleg
hótelherbergi og þannig mætti lengi telja rétt eins og
atkvæðin sem nú skyldi telja með algjörlega nýjum
hætti. Sjálfboðaliðarnir, sem héldu að þeir væru á
leiðinni heim eða í vinnuna að morgni talning-
arnætur, fengu nýjar fréttir.
Bragðið mistókst, en
svartur blettur eftir
Markmiðið væri að fjölga atkvæðum hjá Gore og ná
þeim frá Bush. Slíkur slagur hefur hingað til tilheyrt
tímanum í aðdraganda kosninga. Einbeita yrði sér að
kjördæmum sem væru hentug og teldust sérsniðin
við verkefni eins og þetta.
Margoft var að því fundið að þessir atburðir og
vinnubrögðin við þá stæðust ekki lög ríkisins eða
landsins. Undirréttur staðfesti slíkt iðulega en jafn-
harðan gleypti Hæstiréttur Flórída það allt í sig.
Eldra fólk man sumt eftir myndum af skjánum þar
sem talningarmenn rýndu í talningarblöð, sem voru
sérstök afurð talningarvéla, sem voru þá, og eru
kannski enn, víða notaðar. Ekki er einungis kosið um
forseta á kjördag, þótt mesta fárið snúist um það.
Fjölmargt annað þarf að velja úr. Þegar tökkum vél-
arinnar hafði verið svarað setti kjósandi niður stóra
sveif sem minnti helst á „einhenta bandíttinn“ í spila-
kössum og veðbúllum. Nú skyldu talningarmenn
bera götuðu spjöldin daginn langan upp að ljósi til að
sjá hvort gataður pappír héngi enn einhvers staðar á
snifsi. Annars staðar hefði þetta verið talin einhvers
konar bilun. Að minnsta kosti þar sem gengið er út
frá spurningunni um það, hvort vilji kjósandans sé
kominn fram eða ekki. Gataður staður á „kjörseðli“
segði þá sögu, þó að bréfsnifsi héngi frá þar sem gat-
að var. En með þessum atriðum tókst talning-
armönnum demókrata eftir margra vikna „talningu“
að fjölga atkvæðum á sína menn nokkuð, um leið og
þeir höfðu hafnað talningum annars staðar, sem ekki
var eins vænlegt.
Seinþreyttur bjargvættur
Mál þetta fór mörgum sinnum fyrir dómstóla í ríkinu
og undirréttur hafnaði iðulega dellunni en Hæstirétt-
Dálítið óþægilega
kunnuglegt
Reykjavíkurbréf06.11.20