Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 19
Hús þeirra hjóna, Önnu og Atla Örvars-sonar, er afar fallegt og með dásam-legu útsýni sem slær út öll heimsins
listaverk. Húsið er stílhreint en á sama tíma af-
ar hlýlegt og ljóst að nostrað hefur verið við
hvern krók og kima. Afar sérstök listaverk
prýða veggina og kerti, dúkar, púðar og teppi
skapa notalega stemningu.
Anna tók vel á móti blaðamanni og segir hon-
um frá því hvernig bandarísk kona endaði á
hjara veraldar þar sem hún er á kafi í hönnun
og verslunarrekstri, auk þess að ala upp börnin
tvö, Óðin og Sóleyju.
Íslenskur lífsstíll fyrir börnin
Anna er menntuð í innanhússhönnun og textíl-
hönnun, en einnig er hún með gráðu í heil-
brigðismannfræði.
„Ég lærði það fyrst en fór svo til Los Angeles
til að sinna listrænu hliðinni minni, en ég hef
alltaf haft mikla sköpunarþörf. Ég fór þangað í
leit að vinnu í kvikmyndabransanum og byrjaði
að vinna við hönnun á kvikmyndasettum. Ég
vann þá með listræna stjórnandanum við að
skapa sjónrænt útlit myndar eða auglýsingar,“
segir hún.
„Ég vann um skeið í hönnunarverslun í Bev-
erly Hills sem var fín leið til að kynnast listræn-
um stjórnendum kvikmynda. Það vildi svo til að
árið 2001 réð Íslendingur mig til að vinna fyrir
sig. Atli var tónskáld myndarinnar,“ segir Anna
og þar með voru örlög hennar ráðin.
Hjónin bjuggu lengi vel í Los Angeles en
árið 2015 ákváðu þau að flytja til Akureyrar,
heimabæjar Atla.
„Ég hef áður búið mjög afskekkt og kann vel
við mig á fáförnum stöðum. Við áttum yndislegt
líf í Los Angeles og ekki yfir neinu að kvarta
nema umferðinni. En lífsstíllinn þar er allt ann-
ar en við vildum bjóða börnunum okkar upp á;
við vildum vera nær náttúrunni. Þannig að mér
líður vel á hjara veraldar. Það var í raun mín
hugmynd að flytja hingað. Við áttum hér lengi
afdrep og eyddum hér öllum sumrum og fríum,
en Atli flakkaði þá á milli landa að vinna. Ég
fann að ég vildi ekki fara héðan.“
Hús sem á að endast
Hjónin festu kaup á húsi, ef hús skyldi kalla, því
einungis var búið að steypa grunn, veggi og þak.
Allt annað var eftir. Það hentaði Önnu vel, því
þá gat hún ráðið hönnun hússins frá a til ö.
„Ég vann í upphafi með arkitekt hússins.
Húsið var byggt á góðærisárinu 2007 en aldrei
klárað og það stóð hér óklárað í átta ár. Þá
keyptum við það, en það var útsýnið sem heill-
aði,“ segir hún en horfa má úr stofunni yfir
Eyjafjörðinn.
„Svo var hér fullkomin aðstaða fyrir Atla að
hafa stórt stúdíó, því gert var ráð fyrir aukaíbúð
á neðri hæð,“ segir hún.
„Þetta tók mig fjögur ár. Ég var hér nokkr-
um sinnum á dag, hannaði og teiknaði langt
fram á nætur og fann sjálf allt efni, allt niður í
minnstu skrúfur. Þetta var mikil vinna. Ég er
fylgjandi „slow“-hreyfingunni og trúi því að ef
maður byggir hús eigi maður að byggja það til
að endast. Húsið er viðhaldsfrítt og byggt úr
náttúrulegum efnum. Það er hvergi plast í mínu
húsi, ekki einu sinni í eldhúsinu. Svona verður
húsið á meðan ég lifi,“ segir hún.
„Sem hönnuður vil ég leggja áherslu á að
vinna með umhverfinu. Fyrst og fremst vildi ég
ekki að neitt skyggði á útsýnið. Ég lét gólfið
vera grátt í stíl við fjörðinn fyrir utan gluggann
og í loftinu er viður, sem er óður til fortíðar, en á
nútímalegan máta. Það hefur einnig þann til-
gang að hafa góðan hljómburð,“ segir hún en
vitanlega skiptir það máli í húsi tónskálds.
„Húsið er byggt í funkisstíl, en ég breytti því
aðeins þannig að það fékk á sig módernískara
yfirbragð, í anda húsa frá því um miðja síðustu
öld.“
Náttúran í fyrirrúmi
Fyrir ári opnaði Anna konseptbúðina Fjord í
miðbæ Akureyrar. Við kíkjum þar inn og Anna
sýnir blaðamanni afar fallegar og náttúrulegar
vörur.
„Það gekk vel fyrir jólin í fyrra. Svo kom Cov-
id. En ég hef notað tímann til að komast að því
hvað virkar og hef verið að þróa hvaða vörur ég
set í búðina og í netsölu, en ég var að setja vef-
síðu í loftið, fjordhome.is. Það er alltaf nóg að
gera hjá mér, en ég er með lokað núna vegna
Covid. Búðin er lítil og ég vil sýna samfélags-
lega ábyrgð,“ segir hún.
„Vörurnar mínar eru allar unnar með sjálf-
bærni og umhverfismál í huga. Þar kemur aftur
að „slow“-lífsstílnum. Kannski þurfum við öll að
spóla aðeins til baka og huga að náttúrunni. Ég
hef alltaf viljað þróa mína eigin línu og er til
Allt niður í
minnstu skrúfur
Anna Örvarsson var fjögur ár að vinna að hönnun húss
fjölskyldunnar á Akureyri. Hún leggur mikla áherslu á
sjálfbærni og setur ávallt náttúruna í forgang. Fyrir ári
opnaði hún konseptverslunina Fjord og segir að allt sem
hún hafi gert í lífinu hafi leitt sig á þann stað.
Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Eldhúsið er stórt og bjart
en innréttingar voru
smíðaðar í Danmörku.
Anna Örvarsson veit fátt
skemmtilegra en að hanna,
en hún hannaði sjálf húsið að
innan. Það tók hana fjögur ár.
8.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19