Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020 LESBÓK Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi með súkkulaðibragði HLÉDRÆGNI Bandaríska leikkonan Elisabeth Moss kveðst sjá mikið af sjálfri sér í hrollvekjuhöfundinum Shirley Jackson, sem hún leikur í sinni nýjustu mynd, sem heitir einfaldlega Shirley. Jackson, sem lést 1965, var með af- brigðum hlédræg og félagsfælin og forðaðist mannamót eins og heitan eldinn. Kostir sem kæmu sér vel í dag. „Ég er í grunninn einfari,“ segir Moss í samtali við breska blaðið The Independent. „Útgöngubannið kom sér vel fyr- ir mig enda á ég ekki í neinum vandræðum með að halda mig heima löngum stundum og kippi mér ekki upp við að hitta ekki fólk. Svo gat ég líka sökkt mér í vinnu.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Moss leikur persónu sem í raun var til en þó hefur komið fram að frjálslega er farið með staðreyndir í myndinni. Einfari í grunninn ÁHRIF Goðsögnin Steve „Lips“ Kudlow, for- sprakki hins lífseiga málmbands Anvil, segir þá staðreynd að band hans hafi haft mikil áhrif á annað víðfrægt málmband, Metallica, í upp- hafi 9. áratugarins ekki hafa skipt miklu máli í sínu lífi til þessa. „Þegar allt kemur til alls veit ég ekki hvaða þýðingu það hefur fyrir mig,“ sagði Lips léttur í bragði í hlaðvarpsþættinum Rocking With Jam Man. „Ekki fæ ég frítt í bíó út á þetta; ekki einu sinni poppkorn eða kaffi.“ Í samtalinu kom fram að Lips lætur sig enn þá dreyma um að túra með Metallica sem væri vitaskuld hinn endanlegi þakklætis- vottur af hálfu málmskrímslisins. „Ekki fæ ég frítt í bíó út á þetta“ Alltaf liggur vel á málmgoðsögninni Lips. AFP Scott Ian, gítarleikari Anthrax. James var ekki orðinn James SAGA Það var málmsögulegur við- burður þegar Metallica rak Dave Mustaine árið 1983 og honum var fenginn rútumiði aðra leið frá New York, þar sem bandið dvaldist á þeim tíma, og heim til Kaliforníu. Menn þreytast seint á því að rifja þetta upp; nú síðast Scott Ian, gít- arleikari Anthrax, í hlaðvarpsþætti Robbs Flynns, No Fuckin’ Regrets, en þeir Miltisbrandar héngu mikið með Metallica á þessum tíma. Ian segir ákvörðunina hafa komið flatt upp á sig. „Dave var málpípan. Dave var aðalgaurinn. Hann var frontmaðurinn – hundrað prósent,“ segir Ian en á þessum tíma var James Hetfield bara feiminn í bak- grunninum. „James var ekki ennþá orðinn James,“ sagði Ian en sem frægt er ofbauð félögum Mustaines yfirgengilegir drykkjusiðir hans. Það er alltaf gaman þegar efni íblaðinu kallast á en ykkur aðsegja þá er gamla fréttin á baksíðu þessa blaðs (sem margir les- endur eiga ennþá eftir að sjá ef þeir fletta blaðinu frá A til Ö) kveikjan að þessari grein. Þar er hermt af því helsta í bíóhúsum borgarinnar um þetta leyti árs 1960, sumsé fyrir sex- tíu árum. Aðalmyndin var þá þýska stórmyndin „Elskendur í París“ með Horst Buchholz og Romy Schneider. Ég verð að viðurkenna að ég kannast ekki við þá ágætu ræmu en eflaust hefur hún verið góð. Ég meina, hún gerist í París! Buchholz er mér mjög kær enda er hann líka í einni af mínum uppáhalds- gamanmyndum, „Einn, tveir, þrír“ eftir Billy Wilder frá 1961. Þar leikur Buchholz hinn blóðheita kommúnista Otto Ludwig Piffl sem villist inn á skrifstofu umdæmisstjóra Coca Cola í Vestur-Berlín, sem enginn annar en James Cagney túlkar af sinni al- kunnu snilld. Og fjandinn verður laus. Romy Schneider hefur ekki haft eins djúpstæð áhrif á mitt líf en þegar ég sá nafnið minnti mig að ekki hefði farið vel fyrir henni; hún hefði fallið frá langt fyrir aldur fram. Hófst þá lesturinn og æ, æ, æ. En sá harm- leikur. Schneider fæddist árið 1938 og fór að leika í kvikmyndum í Þýskalandi strax á unglingsaldri. Næsta aldar- fjórðunginn var hún ein skærasta kvikmyndastjarna Evrópu, jafnvíg á þýsku og frönsku, auk þess sem hún drap niður fæti í Hollywood um miðj- an sjöunda áratuginn. Lék meðal annars í Hvað er títt Kisulóra? með Woody Allen, sem einnig skrifaði handritið, Peter Sellers og Peter O’Toole. Schneider var einnig virk í barátt- unni fyrir mannréttindum og ein kvennanna sem birtust á forsíðu þýska blaðsins Stern árið 1971 undir yfirskriftinni: „Við höfum látið rjúfa þungun.“ Það var harðbannað þá. Sjálf eignaðist hún tvö börn, son og dóttur, en upphafið að endalokunum var þegar sonurinn, David Chri- stopher, lést með voveiflegum hætti þegar hann var að reyna að klifra yfir gaddagirðingu. Slagæð í lærinu brast og drengnum, sem var aðeins fjórtán ára, blæddi út. Hermt er að Schnei- der hafi drukkið ótæpilega eftir slysið og tíu mánuðum síðar var hún öll, 43 ára. Banamein hennar var hjarta- áfall. Haft er eftir fjölskylduvini að hún hafi ekki drukkið um þær mundir en orsök hjartaáfallsins hafi verið nýrnaaðgerð sem Schneider gekkst undir nokkrum mánuðum áður. Hún lét eftir sig dótturina Söruh Magdalenu sem hún átti með seinni eiginmanni sínum og fyrrverandi einkaritara, Daniel Biasini. Sarah Magdalena fetaði í fótspor móður sinnar og vinnur við leiklist. Ekki sú eina Þessi örlög Romy Schneider leiða óhjákvæmilega hugann að fleiri ótímabærum andlátum frægra leik- kvenna á ofanverðri seinustu öld. Á dögunum sá ég mynd um líf bandarísku leikkonunnar Jean Se- berg sem naut umtalsverðrar lýðhylli á sjöunda áratugnum, bæði í Frakk- landi og Hollywood. Hún var líka rót- tæk og studdi baráttu mannréttinda- samtaka og pólitískra hreyfinga á borð við Black Panther-flokkinn sem varð til þess að sjálfur J. Edgar Hoover, forstjóri bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI), gægðist inn í líf hennar. FBI lagðist á Seberg af full- um þunga sem varð til þess að enginn í Hollywood þorði að ráða hana til starfa. Var þeim orðrómi meðal ann- ars dreift árið 1970 að Seberg gengi ekki með barn bónda síns, Frakkans Romains Garys, heldur blökku- mannaleiðtogans Raymonds Hewitts. Seberg ól barnið fyrir tímann en missti það tveimur dögum síðar. Hún fann sig knúna til að hafa kistuna opna við útförina svo allir gætu séð skjannahvítan hörundslit barnsins. Seberg var mest í Frakklandi eftir þetta. Hún hvarf í lok ágúst 1979 og var gerð að henni leit, að beiðni þá- Romy Schnei- der dó 43 ára. AFP Langt fyrir aldur fram Það hefur ekki alltaf verið tekið út með sældinni að vera heimsfræg kvikmyndaleikkona á ofan- verðri síðustu öld; alltént féllu margar þeirra frá í blóma lífsins. Af ýmsum ástæðum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Elisabeth Moss kann vel við sig heima.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.