Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 29
verandi sambýlismanns hennar, sem
fullyrti að hún væri í sjálfsvígs-
hugleiðingum. Seberg fannst ekki
fyrr en níu dögum síðar, vafin inn í
teppi í aftursæti bifreiðar sinnar, ná-
lægt heimili hennar í París. Hún var
látin. Lögregla taldi yfirgnæfandi lík-
ur á sjálfsvígi en Seberg skildi eftir
miða handa ungum syni sínum: „Fyr-
irgefðu mér. Ég get ekki lengur lifað
með þessum taugum.“ Hún var fer-
tug. Romain Gary lýsti opinberlega
ábyrgð á hendur FBI.
Dularfull andlát
Þau eru fleiri, kvenstirnin, sem fóru
alltof snemma. Ekki þarf að fjöl-
yrða um Marilyn Monroe, les-
endur þessa blaðs þekkja sögu
hennar eins og lófann á sér.
Hún féll líka fyrir eigin
hendi en ýmsar samsær-
iskenningar hafa þó
verið uppi fram á
þennan dag,
svo sem um að-
komu valda-
mikilla manna í
Washington.
Aldrei hefur
neitt slíkt ver-
ið sannað.
Monroe var 36
ára er hún lést.
Enn ein goð-
sögnin, hin rússnesk/bandaríska Na-
talie Wood, drukknaði með dul-
arfullum hætti árið 1981, aðeins 43
ára gömul. Hún hafði þá verið um
borð í snekkju bónda síns, leikarans
Roberts Wagners. Eftir því sem næst
verður komist er lögreglurannsókn
enn ekki lokið en árið 2018 fékk Wag-
ner stöðu grunaðs manns. Ekkert
hefur þó sannast og hann ætíð neitað
allri sök.
Hin bandaríska Jayne Mansfield
náði aldrei sömu
hæðum og þær
leikkonur
sem nefnd-
ar eru hér
að framan,
var meira í
bombudeild-
inni, en örlög
hennar urðu einnig
grimm; hún lést í bíl-
slysi árið 1967, aðeins
33 ára að aldri. Þrjú af
fimm börnum hennar
voru í bílnum og lifðu
slysið af, þeirra á
meðal leikkonan
Mariska Hargitay,
sem við þekkjum úr
Law and Order: Special
Victims Unit.
Blessuð sé minning
þeirra allra!
Jean Seberg
dó 40 ára.
AFP
Natalie Wood
dó 43 ára.
AFP
Marilyn
Monroe
dó 36 ára.
AFP
Jayne Mans-
field dó 33 ára. AFP
8.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Isabel stólar
á snúning í 3 litum
Verð aðeins 32.000 kr.
KVIKMYND Væntanleg er glæný
heimildarmynd um bandarísku
djasssöngkonuna Billie Holiday eft-
ir James Erskine. Hún byggist að
miklu leyti á viðtölum sem blaða-
konan Linda Lipnack Kuehl tók við
ýmsa samferðamenn Holiday á átt-
unda áratugnum. Tilgangurinn var
að skrifa bók en Kuehl entist á hinn
bóginn ekki aldur til að ljúka við
verkið. Undir orðum Tonys Benn-
etts, Charles Mingus og Counts
Basies sjáum við svo myndir frá
glæstum ferli Holiday.
Heimildarmynd um Holiday
Billie Holiday lést árið 1959, 44 ára.
pxfuel.com
BÓKSALA 28. OKT - 3. NÓV.
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
*Forsala í október
1 Þagnarmúr* Arnaldur Indriðason
2 Vetrarmein Ragnar Jónasson
3 Silfurvængir Camilla Läckberg
4 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante
5 Sykur Katrín Júlíusdóttir
6
Spegill fyrir skuggabaldur
Ólína Kjerúlf
Þorvarðardóttir
7 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson
8 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir
9 Stúlkan undir trénu Sara Blædel
10 Iðunn & afi pönk Gerður Kristný
11 Silkiormurinn Robert Galbraith
12 Eplamaðurinn Anne Mette Hancock
13
Strákurinn í röndóttu
náttfötunum
John Boyne
14 Ísskrímslið David Walliams
15
Tengdadóttirin II
– Hrundar vörður
Guðrún frá Lundi
16 Hansdætur Benný Sif Ísleifsdóttir
17 Hundalíf með Theobald Þráinn Bertelsson
18 Saumaklúbburinn Berglind Hreiðarsdóttir
19
Vampírur, vesen og annað
tilfallandi
Rut Guðnadóttir
20
107 Reykjavík*
Auður Jónsdóttir /
Birna Anna Björnsdóttir
Allar bækur
Í núverandi samkomubanni hef
ég nýtt mér það að hægt sé að
panta bækur hjá Borgarbókasafn-
inu og sækja á næsta safn. Frábær
þjónusta sem sannarlega hjálpar
gráðugum lesendum eins og mér
að missa ekki vitið á þessum tím-
um. Ein bókasafnsbók sem ég
kláraði nýlega er Sjálfstýring eftir
Guðrúnu Brjánsdóttur – stutt en
hjartnæm skáldsaga um afleið-
ingar ofbeldis á
unga konu. Það
getur verið erfitt
að lesa svona bæk-
ur en er full-
komlega þess virði
og ánægjulegt að
sjá ungar kven-
raddir brjótast
fram í íslenskum bókmenntum
með mikilvægar sögur eins og
þessa.
Í samkomubanninu hef ég
fundið fyrir þörf til að lesa nota-
legar bækur og finnst ekkert vont
við að leyfa mér það – hvaða
bækur eru „notalegar“ er mis-
munandi fyrir hvern og einn en
bækurnar hennar
Iris Murdoch eru
það fyrir mig. Ég
uppgötvaði hennar
bækur fyrst á hill-
um tengdamömmu
minnar og hafði svo
gaman af The
Sandcastle og The
Flight from the Enchanter. Þær
bækur eru femínískar en engu að
síður ljúfar og fyndnar með
þennan þurra húmor sem breskir
rithöfundar eru þekktir fyrir.
Hennar persónur eru vondar á
svo mannlegan hátt að lesandinn
getur ekkert annað en fundið til
með þeim.
Ég fékk Karitas án titils eftir
Kristínu Marju Baldursdóttur í
afmælisgjöf fyrir nokkrum árum.
Mjög vel valin gjöf sem ég er
engu að síður fegin að hafa ekki
lesið fyrr en nýlega, því ég er ekki
viss um að íslenskan mín hafi ver-
ið nógu góð þá til að njóta henn-
ar til fulls. Listakonur í dag geta
fundið margt sameiginlegt með
aðalpersónunni Karítas og þeim
áskorunum sem hún upplifir, sem
er kannski sorglegt að við-
urkenna því sagan gerist í upphafi
20. aldar. Íslenskar bækur sem
gerast í fortíðinni
gefa mér innsýn í
annars konar orða-
forða og notkun á
tungumálinu, eins
og orðið „snoturt“
(sem mér finnst alls
ekki endurspegla
merkingu þess) eða að persónu-
gera veðrið, t.d. „Hann fór að
rigna“ – alltaf gott að hafa fleiri
leiðir til að ræða veðrið á ís-
lensku! Framhaldsbókin Óreiða á
striga situr nú á náttborðinu.
Ég leyfi mér svo að panta bæk-
ur frá útlöndum sem ég finn ekki
á Íslandi og þá mæli ég með Bet-
ter World Books sem gefur eina
bók fyrir hverja sem maður pant-
ar og styður læsi
víða um heim (og
er ekki í eigu
Amazon í þokka-
bót). Þaðan er ég
nýbúin að panta
Plucked: A Hi-
story of Hair Re-
moval eftir Re-
beccu M. Herzig sem ég hlakka
mikið til að lesa.
JELENA ĆIRIĆ ER AÐ LESA
Þörf fyrir notalegar bækur
Jelena Ć́irić er
tónlistarkona,
þýðandi og
blaðakona hjá
Iceland Review.
Hún flutti til Ís-
lands árið 2016.