Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Page 1

Bæjarins besta - 07.06.1990, Page 1
BÆJARIXS BESTA 23. TBL. (J 7. ÁRG - FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1990 ÁRG FIMMTUDAGUR 1990 23 TBL AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA Skálavík um helcrina Pöbbinn opinn föstudags- kvöldkl. 2 300 - 0300. Trubatorinn Siggi Björns. Pöbbinn laugardagskvöld kl. 22-01 Dansleikur Sjómannadaginn M 230 030 SKÁLAVIK Bolungarvík S 7130 Hljóms. Magga Kjartans ísafjörður: Sjálfstætt framboð sam- einast Sjálfstæðisflokknum - skrifað var undir málefnasamkomulag í gær. Haraldur L. Haraldsson verður áfram bæjarstjóri FLJÓTT skipast veður í pólitíkinni sem og á öðr- um vígstöðvum. Seinni part þriðjudags voru Alþýðu- flokksmenn og Sjálfstæðis- menn með tilbúninn mál- efnasamning um meiri- hlutasamstarf, sem bera átti undir listana það kvöldið, en hálfum sólarhring seinna er búið að skrifa undir sam- komulag um samruna Sjálf- stæðs framboðs og Sjálf- stæðisflokks. í spjalli við blaðið seinni part þriðjudag sagði Ólafur Helgi Kjartansson oddviti D listans m.a. að viðræður við Alþýðuflokkinn um meiri- hlutasamstarf hefðu gengið vel og að málefnasamningur- inn væri kominn á koppinn. Ólafur sagði ennfremur að fundur ætti að vera þá um kvöldið með listunum þar sem samningurinn yrði lagð- ur fram og ef allt gengi að óskum yrði hægt að skrifa undir málefnasamninginn nú fyrir helgina. í gærmorgun (miðviku- dag) bárust hins vegar þær fréttir að Sjálfstætt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu sameinast og búið væri að skrifa undir samkomulag. Samkvæmt samkomulaginu verður Haraldur L. Haralds- son áfram bæjarstjóri en ekki bæjarfulltrúi en það var einmitt aðalbaráttumál Sjálf- stæðs framboðs að Haraldur yrði pólitískur bæjarstjóri. En hvað olli þessum skyndi- legum breytingum. Pví svar- ar Ólafur Helgi Kjartansson: „Það sem breyttist var ein- faldlega það að upp kom ný staða hjá Sjálfstæðu fram- boði. Sú breyting leiddi í ljós að þeir voru tilbúnir að falla frá kröfum sínum um sam- vinnu og samþykktu sam- runa þessara tveggja lista og það er breyting sem við gát- um sætt okkur við.“ En hverju svarar þú þeim sögusögnum að Sjálfstœðis- flokkurinn hafi verið að blekkja kjósendur með þess- um tveimur framboðum og að allt hafi verið fyrirfram ákveðið? „Ég svara því neitandi. Það var ekki verið að blekkja kjósendur að neinu leyti. Hins vegar þegar að menn semja svona má líkja því við þá aðstöðu sem kem- ur upp þegar kjarasamningar eru undirritaðir en þá lýsa menn því yfir að aðgcrðir hvors annars skuli gleymdar en eins og menn vita að þá beita menn ýmsum aðferð- um í verkföllum.“ En nú fékkst þú ýmislegt í framh. á bls. 2 Vestfirðir: Sjómenn! Til hamingju með daginn SJÓMANNADAGURINN, hátíðisdagur íslenskra sjómanna er á sunnudaginn. Blaðið í dag er að sjálfssögðu tileinkað þeim að hluta eins og undanfarin ár. Meðal annars er fróðlegt viðtal við Jón Ragnarsson, vélstjóra, einn sexmenninganna sem björguðust af Svani ís 240, árið 1969. BB óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og vonar að hann verði þeim ánægjuleg tilbreyting frá hversdagslífinu. Þessa skemmtilegu mynd hér að ofan tók Jón Árnason skipverji á Guðbjarti ÍS 16, af Haffara frá Súðavík er hann var á veiðum í blíðskaparverðri fyrir stuttu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.