Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Elsku Ingibjörg mín. Þessi skrif eru svo erfið. Þegar Baldur hringdi í mig og tilkynnti mér þessar sorg- arfréttir, það að þú værir farin frá okkur. Hvernig gat það verið? „Þú“ sem varst alltaf svo hress og kát, svo ung. Þvílík amma, alltaf í sundi, úti að ganga með Ebbu systur þinni og hafðir svo gaman af lífinu, varst alltaf svo heilbrigð. Á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Það er erfitt að finna jafn hjartahlýja og yndislega mann- eskju eins og þig. Hjartað mitt er svo fullt af þakklæti yfir því að þú sért mín fyrrverandi tengdamóð- ir, vinkona og smma barnanna minna og Baldurs. Þú tókst líka Sesari alltaf eins og þínum. Hugsaðir svo einstaklega vel um barnabörnin þín, þau eiga eftir að sakna þín óendanlega mikið. Samband ykkar var svo einstakt og fallegt. Það var alltaf toppur- inn að fá að fara til ömmu í dekur. Stundum á sunnudögum þegar langt var liðið á daginn leiddi maður oft hugann að því hvort þú ætlaðir ekki örugglega að skila þeim aftur, þú varst alltaf með þau eins lengi og þú mögulega gast. Nýttir hverja mínútu í að fá að dekra við þau. Eins og þú gerðir líka við öll hin barnabörn- in, syni þína og tengdadætur. Veittir þeim svo fallega og skil- yrðislausa ást og umhyggju. Er svo þakklát, elsku Ingi- björg, að hafa fengið að kynnast þér og hafa fengið að vera hluti af þínu lífi. Fyrir allt það góða og Ingibjörg Björgvinsdóttir ✝ IngibjörgBjörgvins- dóttir fæddist 24. desember 1956. Hún varð bráð- kvödd 4. nóvember 2020. Útför Ingibjarg- ar fór fram 19. nóv- ember 2020. fallega sem þú kenndir börnunum mínum sem þau munu svo sannar- lega taka með sér áfram inn í lífið. Fyrir allt það sem þú gafst af þér. Kynntist þér rétt um tvítugt, átti þá margt eftir ólært. Þú kenndir mér svo margt um lífið og til- veruna, varst alltaf svo hjálpsöm, uppfull af hlýhug og góð- mennsku. Stundum áttir þú það til að vera með fastar skoðanir á mörgu, sem fær mig til að brosa. Því það sem þú vildir koma á framfæri fór ekki á milli mála. En það bjó svo mikil einlægni og góð- vild á bak við allt frá þér. Enda býr þín viska hjá mér í dag og verður þar áfram. Sesar á eina minningu sem stendur alltaf upp úr þegar hann fór í dekur til þín. Þú pantaðir pizzu með öllu græn- metinu sem var til að mig minnir. Hann borðaði ekki grænmeti þá, en jæja, þú bara gleymdir því í smástund. Hann bara pikkaði allt af og var sáttur. En þú gleymdir þessu aldrei, varst alveg miður þín en hlóst mikið að þessu og grínaðist með þetta gegnum árin, og sagðir systkinum hans þessa sögu ykkar. Finnst það svo ótrúlega sárt að fá ekki aftur frá þér símtal … „Jæja, Ósk mín, hvernig hafið þið og börnin það? Má ég koma og fá þau lánuð í vikunni og fara með þau og gera eitthvað skemmti- legt?“ svo gafstu þér alltaf tíma í spjall. Í þessum leiðöngrum ykk- ar náðu þau alltaf að plata ömmu sína með sér á Metro. Veit að þú stakkst oftar en ekki upp á því að fara annað. En alltaf var það sami staður, þú lést þig hafa það. Get ekki annað en brosað. Það sem þú lést ekki eftir barnabörnunum þínum. Við tvær hlógum oft að þessu. Emma mín sagði við mig fyrir nokkrum dögum: „Mamma, nú verður þú að fara með okkur á Metro. Amma gerði það alltaf og nú verður þú að gera það!“ Allt í lagi. Skal lofa þér því að hugsa vel um barnabörnin þín, fer með þau á staðinn ykkar, í sund og held fallegu minningunum þeirra um þig alltaf á lífi. Elsku Ingibjörg mín, takk fyr- ir allt það góða og fallega sem þú gafst börnunum og mér. Farðu vel með þig á nýja staðnum, megi ljósið skína skært af himninum frá þér. Blessuð sé minning þín. Innilegustu samúðarkveðjur, Baldur, Brynjar og fjölskyldur, Ólína, systkini Ingibjargar og all- ir sem stóðu henni nær. Megi guðsstyrkur leiða ykkur í sorg- inni. Kær kveðja, Ósk. „Mjög erum tregt tungu að hræra …“ segir í upphafi Son- artorreks Egils Skallagrímsson- ar. Þessi ljóðhenda Egils kemur upp í huga okkar sem vorum Ingibjörgu Björgvinsdóttur sam- skipa. Sviplegt fráfall hennar var okkur harmdauði. Í huga okkar sem vorum með henni í hjúkrun- arnáminu, deildum með henni lífi í meðbyr og mótbyr og störfuðum með henni lifir samt dýrmætt fordæmi. Í gerðinni var Ingibjörg greind og einstök gæðamann- eskja. Hún var orðvör, hæglát og hófsöm, jafnlynd og dagfarsprúð og gætti varúðar og miskunnsemi í samskiptum við vini, vanda- menn og skjólstæðinga og var alltaf til staðar án þess að láta mikið fara fyrir sér. Hún sýndi innilega hluttekningu með þeim sem áttu á brattann að sækja og samgladdist þegar vel gekk í lífi fólks. Næmi hennar birtist líka í unun hennar af menningu og list- um. Þeir sem til hennar leituðu vissu að hún væri góður hlust- andi, héldi trúnað og væri mild í dómum um menn og málefni. Fólk kom heldur aldrei að tómum kofunum hjá henni og hún var manneskja orða sinna og fyrir- heita. Því treysti fólk henni. Lík- legt má telja að þessir eðliskostir hafi verið gjafir trúar, sem hún bar ekki á torg en birtist í verk- um hennar. Einn af leyndardóm- um lífsins er að þeir hafa mest að gefa sem mest hafa reynt og þeg- ar upp er staðið á víst enginn neitt nema það sem hann hefur gefið. Í gerðinni var Ingibjörg líka artarsöm gagnvart þeim sem henni hafði verið trúað fyrir. Þannig veitti hún aldraðri móður sinni og strákunum sínum tveim- ur hlýtt og öruggt utanumhald, skjól og hjástoð sem aldrei brást og styrkti þá til farsældar í lífinu. Barnabörnin voru henni í senn gleði- og hamingjugjafar og kær- komnir gullmolar, sem hlýr og ástríkur faðmur hennar þráði að umvefja. Það er ekki vandræðalaust að skilgreina fyrir hvað góður hjúkrunarfræðingur stendur. Fagmennska þeirra einskorðast t.d. ekki við færni eða þekkingu á einu eða tveimur þröngum svið- um. Fagmennsku hjúkrunar- fræðinga verða ekki gerð raun- hæf skil nema í fyrsta lagi sé litið til víðtækrar og yfirgripsmikillar þekkingar þeirra, því næst til góðrar tilfinningagreindar og loks til rökgreindar til að sam- tvinna í verki breiða þekkingu og næmi fyrir mannlegum þörfum. Íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa valið að draga saman þessa fjölgreindu þætti í þrjú minnis- orð: hugur, hjarta, hönd. Fyrir allt þetta stóð Ingibjörg. Til faglegs vaxtar er gott að líta til þeirra sem hafa náð að full- blómstra á sínum sérsviðum. Ingibjörg Björgvinsdóttir var í hópi þeirra sem náðu svo mikilli færni á víðu og kröfuhörðu sviði hjúkrunar að við sem eftir lifum getum horft til hennar og einsett okkur að feta í spor hennar til að verða betri fagmanneskjur. Hjá ástvinum og sonum Ingi- bjargar dvelur hugur okkar núna. Öll getum við einsett okkur að læra af fallegu, kærleiksríku og göfugu fordæmi hennar. Fyrir hönd skólasystra í p- holli Hjúkrunarskóla Íslands, Anna Margrét Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU H. SIGURJÓNSDÓTTUR, Sóleyjarrima 21. Hrönn, Kristín, Bára og fjölskyldur Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ÞÓR GRÖNVOLD, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum 18. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju 7. desember klukkan 13. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/Ezc9enwZ3PY og á www.mbl.is/andlat. Greta Baldursdóttir Eva Halldórsdóttir Björgvin Ingi Ólafsson Arnar Halldórsson og barnabörn Raðauglýsingar Nauðungarsala UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Túngata 22, Ísafjarðarbær, fnr. 212-0792 , þingl. eig. Þórður Halldór Eysteinsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Húsasmiðjan ehf., Ísafjarðarbær og TM hf., miðvikudaginn 9. desem- ber nk. kl. 14:00. Freyjugata 6, Ísafjarðarbær, fnr. 222-2850 , þingl. eig. Planhús ehf., gerðarbeiðandi Skatturinn, miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 11:00. Skólavegur 13, Ísafjarðarbær, fnr. 212-0330 , þingl. eig. Ingvar Óskar Sveinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 1. desember 2020 Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri er í samráði við leiðbeinanda. Kaffikrókurinn, handavinna og samvera í salnum í dag er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar 3-5. Á morgun er fyrirhugað að farandleikhópur Þjóðleikhússins mæti á leikhúsbílnum við Skólabraut 3-5 (að neðanverðu) kl. 11.30 og skemmti gestum og gangandi með jólalögum, ljóðalestri leik. Klæðum okkur vel og virðum sóttvarnir. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Ljóðabók Jóns Þorlákssonar, Bægisá. Alfreð Flóki, teikningar, Um Grænland að fornu og nýju, Árbækur Espolíns 1. - 12. útg. Ævisaga Árna Þórarinssonar 1 - 6, Aldafar og örnefni í Önundarfirði, Gestur Vest- firðingur 1 - 5, Stjórnartíðindi 1885 til 2000, 130. bindi, Mann- talið 1703. Kollsvíkurætt, Ponzi 18. og 19. öldin, Fjallamenn, Hæstaréttardómar 1920 - 1960, 40. bindi, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Kvennablaðið 1. - 4. ár, Bríet 1895, Ódáðahraun 1 - 3, Fritzner orðabók 1 - 4, Flateyjar- bók 1 - 4, Ferðabók Eggerts og Bjarna 1981, Íslenskir Sjávar- hættir 1 - 5, Sýslumannaævir 1 - 5, Tímrit Verkfræðinga Íslands 1 - 20 ár, Tímarit hins íslenska Bókmenntafélags 1 - 25, Ársskýrsla sambands íslenskra Rafveitnaa 1942 - 1963. Hín 1. - 44. árg., Skýrsla um Lands- hagi á Íslandi 1 - 5, Töllatungu- ætt 1 - 4, Síðasti musterisridd- arinn Parceval, Austantórur 1 - 3, Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, Nína, Ferðabók Þ. TH., 1- 4, önnur útgáfa. Fólkð í firði- num 1 - 3, Ættir Austfirðinga 1 - 9, Heimsmeistaraeinvígið í skák 1972, Landfræðisaga Íslands 1 - 4, Lýsing Íslands 1 - 4, plús minn-ingarbók Þ. HT., Almanak hins Íslenska Bók- menntafélags 1875 - 2006, 33. bindi, Inn til fjalla 1 - 3, Fremra Hálsætt 1- 2, Kirkjuritið 1. - 23. árg., Bergsætt 1 - 3, V-Skafeftell- ingar 1 - 4. Sunnudagsblað Tímars, ib. Náttúrfræðingurinn 1 til 60, árg ób. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Húsviðhald Húsaviðhald. Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Færir þér fréttirnar mbl.is Þekking og lífsaf- staða Róberts Trausta Árnasonar var svo sérstök að það var engu líkara en hann hefði lifað víðs vegar um Norður- álfu undanfarnar þrjár aldir eða svo. Því miður kynntist ég hon- um alltof seint en síðustu miss- erin áttum við af og til löng sam- töl sem voru mér sem opinberun, hvort sem umfjöllunarefnið var kjarnorkuvígbúnaður eða valda- skeið Friðriks mikla Prússakon- ungs. Róbert Trausti greindi mér frá ótalmörgu í trúnaði en tiltók það aldrei sérstaklega enda ættu „vandaðir menn að kunna að grisja úr samtölum það sem segja mætti frá“ eins og hann orðaði það. Góð dómgreind þeirra sæi um að annað yrði varðveitt. Ég á Róbert Trausta margt að þakka. Hann kynnti mér meðal annars hina stórkostlegu bók Ernsts Jüngers, In Stahlgewit- tern, og Il Gattopardo eftir Giu- seppe di Lampedusa. Fyrir rúmu ári var ég beðinn að skipuleggja heimsókn þýskra stjórnmálamanna úr flokki Róbert Trausti Árnason ✝ Róbert TraustiÁrnason fædd- ist 24. apríl 1951. Hann lést 23. októ- ber 2020. Útför Róberts Trausta fór fram 9. nóvember 2020. Kristilegra demó- krata hingað til lands. Þá kom sér vel að geta leitað til Róberts Trausta og hann hafði ráð und- ir rifi hverju. Við áttum það sameig- inlegt að vera aðdá- endur Þjóðverja sem hann sagði „hlaðkalda en bað- stofuhlýja“ og reglulega áminnti hann mig um mikilvægi djúprar og víðtækrar tungumálaþekkingar. Án hennar stæðu menn kaldir úti á hlaði. Róbert Trausti átti viðburða- ríka ævi. Einhverju sinni hafði hann lokið verkefni í Þýskalandi sem þarlendir embættismenn vildu gjarnan þakka honum al- veg sérstaklega fyrir og spurðu hvort hann hefði uppi einhverjar óskir. Önnur þeirra tveggja óska sem hann bar fram var að fá að líta á skrifstofu Friðriks mikla Prússakonungs í Schloss Sans- souci. Fúslega var orðið við þeirri bón og einn varði hann klukkustund með vofu „der alte Fritz“, leit yfir bækur hans og handlék flautu hans og penna. Ég sé Róbert Trausta fyrir mér þar sem hann situr íhugull í hæg- indastól sjálfs Friðriks mikla, stólnum þar sem hinn frægi her- konungur og heimspekingur andaðist 17. ágúst 1786. Guð blessi minningu Róberts Trausta Árnasonar. Björn Jón Bragason. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.