Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 21
hafa þeir haldið sambandi síðan. Þeg-
ar Neskaupstaður, Eskifjörður og
Reyðarfjörður sameinuðust varð ljóst
að fækka yrði sýslumönnum. Bjarni
sótti þá um stöðu í Hólmavík og var
skipaður sýslumaður þar árið 1998 og
var þar næstu fjögur árin þar til hann
réð sig til Blönduóss, þar sem hann
hefur verið sýslumaður frá árinu
2002. „Það var dásamlegur tími að
vera með Strandamönnum á Hólma-
vík og þegar ég fór til Blönduóss
sögðu gárungarnir að nú væri ég
kominn með fínt útsýni yfir Strand-
irnar.“ Bjarni unir sér afar vel á
Blönduósi. „Í tíð Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra, 1986, var ákveðið
að stofna hér innheimtumiðstöð
sekta- og sakarkostnaðar, sem áður
hafði verið hjá 26 embættum úti um
allt land. Þetta var mikil hagræðing-
araðgerð og í dag eru 24 stöðugildi
hjá sýslumanninum á Norðurlandi
vestra.“
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna er Hrefna Teits-
dóttir, grunnskóla- og leikskólakenn-
ari, f. 20.2. 1951. Foreldrar hennar
eru hjónin Teitur Þorleifsson, f. 6.12.
1919, d. 30.5. 2003, kennari og skóla-
stjóri, og Inga Magnúsdóttir, f. 6.3.
1916, d. 1.9. 1997, kennari í Reykja-
vík.
Barn Bjarna og Hrefnu er Ása
Bjarnadóttir, f. 27.5. 1974. Hún hefur
lokið prófi í söng- og upptökustjórn
frá Berklee College of Music í Bost-
on, er nú húsmóðir í Marcy í New
York-ríki. Eiginmaður hennar er
William J. Confer „Amos“, prófessor
í tölvunarfræðum við Suny Polytec-
hnic Institute í Utica, NY, í Banda-
ríkjunum. Dóttir þeirra og barnabarn
Bjarna og Hrefnu er Inga Babette
Confer, f. 2014.
Albróðir Bjarna er Stefán S. Stef-
ánsson, f. 28.7. 1957, tónlistarmaður
og skólastjóri Tónlistarskóla Árbæj-
ar í Reykjavík. Systkini samfeðra eru
Einar Stefánsson, f. 19.5. 1952, augn-
læknir í Reykjavík; Pétur Stef-
ánsson, f. 2.6. 1955, rekstrarhagfræð-
ingur í Reykjavík, og Þórunn
Stefánsdóttir, f. 8.10. 1958.
Foreldrar Bjarna eru Ása Bjarna-
dóttir, f. 10.8. 1927, d. 30.11. 2019,
sjúkraliði í Reykjavík, og Stefán Pét-
ursson, f. 9.4. 1926, d. 18.2. 1998,
hæstaréttarlögmaður og aðstoð-
arbankastjóri í Landsbanka Íslands í
Reykjavík. Þau gengu ekki í hjúskap.
Bjarni
Guðmundur
Stefánsson
Helga Bjarnadóttir
húsfreyja á Ísafirði
Guðmundur Viborg Jónatansson
gullsmiður á Ísafirði og síðar í Rvík.
Þórunn Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja og listakona í Reykjavík
Pétur Magnússon
hrl., bankastj., alþingism. og fjármálaráðherra í Rvík.
Stefán Pétursson
hrl. og aðstoðarbankastjóri
Landsbanka Íslands, Rvík.
Sigríður Pétursdóttir Sívertsen
húsfreyja á Gilsbakka í Borgarfirði
Magnús Andrésson
alþingism., prestur og prófastur á Gilsbakka í Borgarfirði
Arnfríður Guðmundsdóttir
húsfreyja á Gelti og Suðureyri við Súgandafjörð
Jón Hálfdán Guðmundsson
sjómaður og bóndi á Gelti við Súgandafjörð
Sumarlína Sigurborg Jónsdóttir
húsmóðir, Suðureyri við Súgandafjörð
Bjarni Guðm. Friðriksson
sjómaður og vitavörður, Suðureyri við Súgandafjörð
Elísabet María Andrésdóttir
húsfreyja á Flateyri í Önundarfirði
Friðrik Þórður Bjarnason
sjómaður á Flateyri í Önundarfirði
Úr frændgarði Bjarna Guðmundar Stefánssonar
Ása Bjarnadóttir
sjúkraliði í Reykjavík
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020
„ÉG ER MÓTTÖKURITARI – EN
ÉG ER LÍKA FJÖLMIÐLAFULLTRÚI
FYRIRTÆKISINS. ÉG ER „BULLTRÚI”.”
„ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ LAGA NETBYGGINGUNA
FYRIR SEX MÁNUÐUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ljúfir draumar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TIKK TIKK TIKK
TIKK TIKK TIKK
TIKK TIKK TIKK
ÉG ER AÐ SKRIFA
ÆVISÖGUNA HANS PÚKA
ÉG KEM EF TIL VILL
STÖKU SINNUM VIÐ SÖGU
STANS!
ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI! HVERN
KAUSTU?
HVER ER Á FERÐ?
VINUR EÐA VARGUR?
ÉG HATA PÓLITÍK!
Á„svörtum föstudegi“ skrifaðiEinar K. Guðfinnsson: „Ég vissi
eiginlega ekki hvaðan á mig stóð
veðrið þegar ég barði augum for-
síður dagblaðanna núna áðan. Sama
fyrirsögn í báðum blöðunum og báð-
ar á ensku; ellefu dögum eftir árleg-
an Dag íslenskrar tungu. Mér létti þó
ósegjanlega þegar ég áttaði mig á því
að þetta voru auglýsingar vegna
verslunarhátíðar sem nýlega hefur
hafið innreið sína hér á landi; illu
heilli þó undir enskum formerkjum.
En ég vitna í sjálfan Jónas: Allt er í
heiminum hverfult og hvar er þín
fornaldar frægð?“
Af þessu tilefni orti Atli Harðarson,
heimspekingur og háskólakennari:
Öðlast hefur sé ég sess
siður lítið fagur
og geldur tungan þjóðar þess.
Það er svartur dagur.
Nú dauðsé ég eftir að hafa talað
svona illa um blessaðan daginn, sagði
Atli og gerði því yfirbót:
Mola narta má nú í.
Minn er bjartur hagur.
Ég gleðst af hjarta og þakka því
að það er svartur dagur.“
Jónas Frímannsson yrkir og tek ég
undir með honum:
Veira fór í Víði
vænan heilsusoldátann.
Frá öllum landsins lýði
fær lof og batakveðjur hann.
Indriði á Skjaldfönn skrifar á
Boðnarmjöð: „Stór rannsókn við Ox-
ford-háskóla hefur leitt í ljós að veg-
anfólki er 43% hættara við bein-
brotum hvar sem er í líkamanum en
þeim sem borða kjöt og fisk.“
Kálið lítil gæði gaf.
Gerast beinin veik,
fái þau ei fylli af
fiski og lambasteik.
Jón Atli Játvarðarson svaraði:
Gæti orðið brattur batinn
úr bráðum vanda og nauð
ef kjúkling vænan velja í matinn
og veturgamlan sauð.
Dagbjartur Dagbjartsson spann
áfam:
Flestri til að firra nauð
framan bæði og aftan
veturgamlan vildi ég sauð
en varla pútuskrattann.
Jón Atli aftur:
Léttreykta síðu á sunnudag et
af sauðnum er vaktaði smalinn.
En pútan á þriðjudag mældist þó met
ég meðsekur taldist og galinn.
Stefán Sigurðsson hélt þræðinum:
Vel reytt hænsni reykja má
renna þá ljúfast niður
þessu er sælt að segja frá
og sæmilegur friður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svartur dagur og brothætt veganfólk
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ