Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 20
B
jarni G. Stefánsson fædd-
ist 2. desember 1950 í
Reykjavík. Hann ólst
upp hjá móður sinni í
Reykjavík og dvaldist
jafnframt löngum hjá afa sínum og
ömmu vestur á Suðureyri við Súg-
andafjörð. „Eins og siður var á þeim
tíma fóru ungmenni að vinna við fisk-
vinnslu á Suðureyri um 11 til 12 ára
aldur. Þegar ég var 14 ára fór ég á sjó
með Bjarna afa og Eyjólfi móð-
urbróður mínum á fjögurra tonna
trillu, og vann við það næstu fimm
sumur.“
Bjarni gekk í fyrstu í Miðbæjarskól-
ann í Reykjavík en síðustu tvö árin var
hann í Barnaskólanum á Suðureyri.
Síðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann við
Lindargötu þar sem hann lauk námi
með 30 tonna skipstjórnarréttindi úr
sjóvinnudeild. Bjarni varð stúdent úr
eðlisfræðideild Menntaskólans við
Hamrahlíð og loks cand.jur. úr laga-
deild Háskóla Íslands árið 1983.
Íþróttir hafa átt stóran þátt í lífs-
hlaupi Bjarna og þá helst frjálsar
íþróttir. Hann tók þátt með góðum ár-
angri í frjálsum íþróttum árið 1966 á
Héraðsmóti á Núpi í Dýrafirði fyrir
íþróttafélagið Stefni á Súgandafirði.
Síðar gekk hann í KR og keppti lengi
með þeim. Bjarni var landsliðsmaður í
frjálsum íþróttum á árunum 1969-
1976 og setti sjö Íslandsmet í
spretthlaupum. Bjarni keppti á Ól-
ympíuleikunum í München 1972 í 100
og 400 m hlaupi og komst þar í milli-
riðla í 400 m hlaupi og setti tvö Ís-
landsmet. Leikarnir komust á blöð
sögunnar fyrir ódæðisverk arabíska
hryðjuverkahópsins Svarta sept-
ember sem ruddust inn í íbúð Ísr-
aelsmanna og drápu tvo menn og níu
voru teknir í gíslingu. Í skotbardaga á
flugvellinum náðust þrír hryðjuverka-
mannanna, en þeir náðu að sprengja
upp þyrluna og allir níu gíslarnir fór-
ust. Eins og gefur að skilja var fólk
harmi slegið á leikunum sem áttu að
vera óður til gleðinnar, en snerust
þarna upp í andhverfu sína. Fjórum
árum síðar fór Bjarni á Ólympíu-
leikana í Montreal og keppti í 100 og
400 m hlaupi en náði ekki jafn góðum
árangri og í München.
Eftir stúdentsprófið gekk Bjarni til
liðs við lögregluna í Reykjavík árið
1973 og síðar í rannsóknarlögregluna
í Reykjavík, sem heyrði þá undir
Sakadóm Reykjavíkur, áður en hann
hóf nám í lögfræði og vann áfram
með náminu. Strax eftir útskrift 1983
flutti Bjarni með fjölskyldu sinni til
Eskifjarðar og vann sem löglærður
fulltrúi hjá sýslumanni í þrjú ár og
fékk héraðsdómsréttindi. Síðar varð
hann bæjarstjóri Eskifjarðar í eitt
kjörtímabil, frá 1986. Jólin á Eskifirði
1986 urðu ansi eftirminnileg. Breska
lýsisflutningaskipið Syneta, með tólf
manna áhöfn, fórst við eyna Skrúð í
mynni Fáskrúðsfjarðar. Þá var eng-
inn sýslumaður staddur á Eskifirði
og Bjarni settur sýslumaður og lög-
reglustjóri í fjarveru hans. „Þetta tók
mikið á fjölskylduna og hafði mikil
áhrif á byggðarlagið.“ Eftir kjör-
tímabilið, árið 1990, flutti fjölskyldan
til Reykjavíkur í tvö ár þar sem
Bjarni starfaði sem héraðsdóms-
lögmaður á Málflutningsskrifstofu
Guðmundar Péturssonar, föður-
bróður Bjarna, og fleiri. Síðan var
Bjarni skipaður sýslumaður í Nes-
kaupstað 1992. Þar reyndi á þegar
björgunarskipið Goðinn strandaði í
Vöðluvík 10. janúar 1994, þegar var
verið að reyna að losa togbátinn
Bergvík VE-505. Landhelgisgæslan
var kölluð út en varð frá að snúa
vegna veðurs, einnig var leitað til
varnarliðsins sem sendi tvær þyrlur
og loks tókst að bjarga sex skipverj-
um af Goða. Annar ameríski flug-
stjórinn varð góður vinur Bjarna og
Bjarni G. Stefánsson sýslumaður á Norðurlandi vestra – 70 ára
Fjölskyldan Bjarni, Ása og Hrefna við útskrift Ásu úr Berklee College of Music í Boston árið 2010.
Sprettharði sýslumaðurinn
Íþróttirnar „Myndin er líklega frá 1971 og er af mér og
Jóhannesi heitnum Sæmundssyni, þjálfara mínum, og
syni hans; Guðna Th. Jóhannessyni, nú forseta Íslands,
sem er í beisli eins og tíðkaðist á þessum tíma.“
Morgunblaðið/Ómar
Forsetaheimsókn Ólafur Ragnar Grímsson forseti og
Dorrit Moussaieff, Bjarni Stefánsson sýslumaður og
kona hans, Hrefna Teitsdóttir, í heimsókn forseta til
Húnaþings vestra 14.-16. október árið 2002.
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í
starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar
og úthalds liggja vel fyrir þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki illa, þótt þér finnist dag-
skráin í dag mótuð af öðrum og lítið tillit
tekið til þinna þarfa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert nógu sjálfstæður til þess
að láta ekki aðra vaða ofan í þig á skít-
ugum skónum. Einhver sérstakur verður
á vegi þínum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Taktu ekki að þér fleiri verkefni,
fyrr en þú hefur lokið við þau sem þú
fæst við. Láttu aðra um að leysa sín mál
og sinnt þú þínum eigin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur í mörg horn að líta og
nauman tíma, svo þú skalt temja þér að
fara vel með þá stund sem þér er til
starfa gefin. Bjartar hugsanir hjálpa þér
við að halda sól í sinni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það hefur ekkert upp á sig að
stinga höfðinu í sandinn, vandamálin
hverfa ekkert við það. Líttu á þetta sem
tækifæri til að ganga frá lausum endum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú mátt í engu slaka á viljirðu búa
við áframhaldandi velgengni. Sýndu
hvers þú ert megnugur og þá muntu öðl-
ast virðingu samstarfsmanna þinna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú stendur frammi fyrir
kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað
tvístígandi. Láttu slag standa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það veldur miklum um-
skiptum í lífi þínu að þér tekst að finna
lausn á persónulegu vandamáli sem hef-
ur lengi þjakað þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Farðu þér hægt, þegar ný við-
skipti eru annars vegar. Njóttu þess að
finna að fólk sé farið að meta þig að
verðleikum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Alvaran hefur ráðið ríkjum hjá
þér og nú er orðið tímabært að þú veitir
svolítilli gleði inn í líf þitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhverjir vilja pranga inn á þig
hlutum sem þú hefur í raun og veru
enga þörf fyrir. Leggðu áherslu á að þér
líði sem best og þeim sem í kringum þig
eru.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Þann 5. janúar 2020
fæddist Atlanta Von Ingólfsdóttir
Crawford í Reykjavík, klukkan
06:07. Hún vó 3.515 g og var 48
sm á lengd. Foreldrar hennar eru
Aníta Karen Crawford og Ingólfur
Kolbeinn Bjarnason.
Nýr borgari
40 ára Katrín ólst upp
í Ólafsvík en flutti til
Hafnarfjarðar árið
2003 og hefur búið þar
síðan. Katrín er í meist-
aranámi í félagsráðgjöf
við Háskóla Íslands.
Helstu áhugamál Katr-
ínar eru tónlist og kvikmyndir, ferðalög
og öll útivist og samvera með fjölskyldu
og vinum.
Maki: Júlíus Ingi Júlíusson, f. 1980, hús-
gagnasmiður hjá Þúsund fjölum.
Börn: Viktor Árni, f. 2004 og Kristófer
Logi, f. 2007.
Foreldrar: Jóhanna Scheving blóma-
skreytir, f. 1959 og Knútur E. Knudsen
leigubílstjóri, f. 1958. Þau búa bæði í
Reykjavík.
Katrín Knudsen
30 ára Einar Freyr
ólst upp í Sólheima-
hjáleigu í Mýrdal en
býr núna á Loðmund-
arstöðum. Einar Freyr
er oddviti sveitar-
stjórnar Mýrdals-
hrepps og tekur þátt í
fjölskyldurekstri á gistiheimili og sauð-
fjárbúi. Síðan er hann tónlistarmaður í
hjáverkum. Hann er nýbúinn að gefa út
sitt fyrsta lag, Bjartur, sem er komið á
Spotify og hann er með fleiri lög í
vinnslu.
Börn: Gréta Björk, f. 2013, Ásmundur
Kristinn, f. 2018 og Hlöðver Þór, f. 2020.
Foreldrar: Elín Einarsdóttir, f. 1967,
skólastjóri og Magnús Þór Snorrason, f.
1966, d. 2020.
Einar Freyr Elínarson
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.