Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Sóttvarnaráðstafanir haldast
óbreyttar til 9. desember nk. Svan-
dís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-
herra greindi frá þessu í gær en
reglugerðin er í fullu samræmi við
tillögur sóttvarnalæknis. Þar með er
ljóst að áfram verður tíu manna
samkomubann í gildi auk takmark-
ana á skólastarfi. Í tilkynningu sem
birt var á vef Stjórnarráðsins kemur
fram að upphaflega hafi sóttvarna-
læknir lagt upp með varfærnar til-
slakanir á gildandi sóttvarnalögum.
Hins vegar hafi tillögurnar verið
endurskoðaðar með hliðsjón af þró-
un faraldursins.
Alls greindust 18 kórónuveirusmit
innanlands í fyrradag. Þar af voru
sjö utan sóttkvíar, eða rétt um 38%.
Nú eru 689 í sóttkví og 898 í skim-
unarsóttkví. Einn sjúklingur lést á
Landspítala vegnu kórónuveiru og
því eru alls 27 látnir úr sjúkdómnum
hér á landi. Langflestir þeirra sem
látist hafa í þriðju bylgju faraldurs-
ins smituðust í hópsýkingu tengdri
Landakoti.
Óánægja með ákvörðunina
Að sögn Svandísar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra var hæfilegt að
halda sóttvarnaaðgerðum óbreytt-
um í viku til viðbótar. Þannig sé jafn-
framt hægt að endurmeta stöðuna
reglulega. Spurð sagðist hún ekki
finna fyrir auknum þrýstingi um af-
léttingar umfram það sem áður var.
„Mér finnst þó skiljanlegt að það
færist meiri þungi í vangaveltur og
efasemdir eftir því sem faraldrinum
vindur fram,“ sagði Svandís.
Mikil reiði er innan íþróttahreyf-
ingarinnar með ákvörðunina í gær.
Benedikt Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari kvenna í körfuknattleik,
sagði m.a. við mbl.is að enginn skiln-
ingur væri á íþróttum innan raða
Vinstri-grænna.
Halda aðgerðum
áfram til streitu
Mikil óánægja meðal íþróttafólks
Kórónu-
veirusmit
Nýgengi innanlands:
41,5 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
199 eru með virkt smit og í einangrun
689 einstaklingar eru í sóttkví
40 eru á sjúkrahúsi, þar af 2 á gjörgæslu
Nýgengi, landamæri: 12,8
18 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring
27 einstaklingar eru látnir
H
ei
m
ild
: c
ov
id
.is
Einn lést sl.
sólarhring
Fulltrúar stúdenta við Háskóla Íslands lögðu blómsveig
að leiði Jóns Sigurðssonar forseta í gær, í tilefni af full-
veldisdeginum 1. desember. Með þeim var Jón Atli
Benediktsson, rektor skólans. Sara Þöll Finnboga-
dóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, og Isabel Alej-
andra Diaz, forseti Stúdentaráðs, leggja hér blómin að
leiði Jóns en á bak við þær stendur Hólmfríður María
Bjarnadóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins. Stúdentaráð
fagnar 100 ára afmæli sínu nú um stundir og af því til-
efni fer fram málþing á föstudaginn, að viðstöddum
forseta Íslands, forsætisráðherra og menntamála-
ráðherra. Verður málþinginu streymt á netinu og þar
meðal annars sýndur bútur úr nýrri heimildarmynd um
100 ára baráttusögu stúdenta við HÍ.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Stúdentar heiðruðu Jón forseta
Fullveldisdagurinn 1. desember víða haldinn hátíðlegur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verðskrá Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs hækkar um 25-33% nú um
mánaðamótin. Fráfarandi fram-
kvæmdastjóri félagsins segir að búið
sé að ráða þann fjölda starfsmanna
sem þörf er á og verði órofin þjón-
usta ferjunnar. Raunar sigldi skipið
ekki í gær en það var vegna óhag-
stæðs veðurs.
Öllu starfsfólki Herjólfs var sagt
upp störfum í haust vegna endur-
skipulagningar reksturs og endur-
skoðunar samninga við Vegagerðina
um reksturinn. Tóku uppsagnirnar
gildi 30. nóvember. Stjórn félagsins
hefur að mestu lokið við gerð nýs
þjónustusamnings til næstu þriggja
ára. Áfram er gert ráð fyrir 6-7 ferð-
um á dag.
Guðbjartur Ellert Jónsson, fráfar-
andi framkvæmdastjóri Herjólfs
ohf., segir að búið sé að ráða þann
mannskap sem þörf verði á til rekst-
urs fyrirtækisins í vetur. Eru það
nokkuð færri starfsmenn en voru hjá
félaginu enda bendir hann á að kröf-
ur um mönnun farþegaferja taki mið
af fjölda farþega hverju sinni. Ekki
sé útlit fyrir marga farþega í vetur
en vonandi rætist úr því í vor og þá
verði væntanlega ráðnir fleiri starfs-
menn.
Sértekjur hafa minnkað
Stjórn félagsins hefur unnið að
gerð rekstraráætlunar fyrir næstu
þrjú ár og tilkynnti hækkun verð-
skrár í tengslum við þá vinnu og
samninga við ríkið. Hækkunin er
25% á farmiða fyrir farþega en 30-
33% fyrir bíla.
Guðbjartur segir að fyrirtækið fái
fast framlag frá ríkinu en sértekjur
þurfi að standa undir meirihluta
kostnaðar. Þegar sértekjurnar
minnki jafn mikið og raun ber vitni
vegna kórónuveirufaraldursins þurfi
að grípa til aðgerða til að halda þessu
samgöngukerfi gangandi. Stjórnin
hafi því þurft að taka erfiðar ákvarð-
anir til að spyrna við fótum í rekstr-
inum.
Gjaldskráin hækkar um 25-33%
Búið að ráða áhöfn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs og reksturinn verður órofinn Ekki eru allir
endurráðnir Vonast til að farþegum fjölgi með vorinu Gjaldskráin hækkuð til að mæta tekjufalli
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Ferja Herjólfur sigldi ekki í gær vegna þess að hvorki var fært í Landeyja-
höfn né til Þorlákshafnar. Reiknað var með siglingu til Þorlákshafnar í dag.
Ný gjaldskrá
» Almennt fargjald hækkar úr
1.600 krónum í 2.000 kr., eða
um 25%. Fargjald unglinga,
ellilífeyrisþega, öryrkja, náms-
manna og fólks sem á lög-
heimili í Vestmannaeyjum
hækkar úr 800 kr. í 1.000 kr.
» Fargjöld fyrir minni bíla
hækka úr 2.300 kr. í 3.000 eða
um 30% en stærri bíla úr
3.000 í 4.000 sem er hækkun
um þriðjung. Fólk sem búsett
er í Eyjum fær 50% afslátt.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þegar fyrsta bylgja kórónuveirunnar
gekk yfir í mars og apríl sl. virðist hún
hafa haft neikvæð áhrif á bæði hreyf-
ingu og mataræði fullorðinna Íslend-
inga. Þetta má lesa út úr reglulegum
mælingum landlæknisembættisins á
heilsuhegðun og líðan Íslendinga, sem
greint er frá í Talnabrunni land-
læknis.
„Niðurstöðurnar benda til að
fyrsta bylgja Covid-19, í mars-apríl
2020, hafi almennt haft merkjanleg,
neikvæð áhrif á hreyfingu fullorðinna.
Á heildina litið eru vísbendingar um
að hlutfallslega fleiri fullorðnir hafi
stundað litla eða enga miðlungserfiða
og erfiða hreyfingu í mars-apríl árið
2020 heldur en á sama tíma árið 2019,“
segir þar.
Í ljós kemur að í mars og apríl
fjölgaði þeim hlutfallslega frá árinu á
undan sem sögðust hreyfa sig lítið
sem ekkert. Tæplega fjórðungur full-
orðinna stundaði miðlungserfiða og
erfiða hreyfingu í eina klukkustund
eða minna á viku í fyrstu bylgju far-
aldursins samanborið við 20% á síð-
asta ári. Þá eru vísbendingar um að
þeim hafi fjölgað í öllum aldurshópum
sem stunduðu nánast enga miðlungs-
erfiða eða erfiða hreyfingu í mars og
apríl. Kannanir á síðasta ári og í jan-
úar-febrúar sl. sýndu að konur voru
líklegri en karlar til að hjóla eða ganga
í vinnu eða skóla. Þetta snerist við í
mars og apríl þegar margir þurftu að
vinna heima vegna samkomutak-
markana. Þá fækkaði konum sem
ferðuðust með þessum hætti eða úr
23% í fyrra í 13,5% en hlutfall karla
sem hjóluðu eða gengu breyttist nán-
ast ekkert milli ára.
Könnun á mataræði Íslendinga
frá janúar til ágústloka bendir til að
Íslendingar hafi borðað minna af
ávöxtum og berjum en á sama tíma í
fyrra og dró sérstaklega úr daglegri
neyslu ávaxta og berja meðal karla í
fyrstu bylgju faraldursins. Hins vegar
dró ekkert úr neyslu á grænmeti mið-
að við neysluna í fyrra. omfr@mbl.is
Hreyfðu sig minna en áður
í fyrstu bylgju faraldursins
Minna borðað af ávöxtum Munur á körlum og konum