Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 28
Finnbogi Pétursson myndlistarmaður er höfundur kær- leikskúlunnar í ár og hefur nefnt hana „Þögn“. Líkt og fyrri ár rennur ágóði sölu kúlunnar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Sala á kúlunni hefst á morgun. Finnbogi segir kærleikskúluna geyma „augnabliks þögn – eina sekúndu á metra löngu segulbandi. Upp- takan er gerð á Arnarstapa sumarið 1986 milli klukkan þrjú og fjögur að nóttu. Þarna hitti ég á stundina þegar allt þagnar; fuglarnir, sjórinn, vindurinn, rollurnar – flugurnar. Stundina þegar náttúran endurstillir sig, verður hljóð og nýr dagur rennur upp.“ Stundin þegar náttúran endurstillir sig er í kærleikskúlu Finnboga er að vekja þjóðina til umhugsunar um mikilvægi þess að halda upp á og heiðra þessa listamenn, sem lögðu svo mikið til samfélagsins,“ segir Hlíf. „Ég á ekki að vera sú eina sem hefur hlustað á allar þessar upptökur.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Geisladiskur með leik Björns Ólafssonar, fiðluleikara og fyrsta konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kemur út í dag og er útgáfan samvinnuverkefni Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara og bandarísku útgáfunnar 4Tay Records með leyfi Ríkisútvarpsins. Björn Ólafsson fæddist 1917 og nam fiðluleik í Reykja- vík og síðar í Vínarborg. Að loknu prófi þar 1939 var Björn ráðinn við Fílharmoníusveitina þar í borg og kom í stutt sumarfrí heim til Íslands, en komst ekki út aftur vegna stríðsins. „Fyrir tilviljun eignaðist Ísland þennan frábæra fiðluleikara,“ segir Hlíf, en aðeins ein plata með fiðluleik Björns hefur komið út til þessa, fjögurra laga 45 snúninga plata, sem Fálkinn stóð að og EMI gaf út 1960. Áður fyrr þekktu flestir Íslendingar Björn fyrir leik sinn í útvarpi og sem konsertmeistara, en Hlíf segir að fyrir um fimm árum hafi hún skynjað að Björn væri sem „gleymdur og grafinn“ og ástæða væri til þess að vekja athygli á fiðluleik hans. „Hljóðrænn menningararfur er ekki til nema hann heyrist. Hverjum ber skylda til að miðla honum? Mér finnst sjálfsagt að spyrja þeirrar spurningar.“ Mikið safn Hlíf segir að þegar hún hafi byrjað að hlusta á upptök- urnar í safni útvarpsins hafi runnið upp fyrir sér hvað fyrsta kynslóð íslenskra tónlistarmanna hafi unnið mikið og frábært starf. „Ég fékk að gera tvo þætti, sem voru á dagskrá á afmælisárinu, en hélt áfram að hlusta og það tók mig hálft annað ár að fara yfir allt safnið. Ég er sennilega eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur hlust- að á allar upptökur með Birni Ólafssyni.“ Samkvæmt skrá Hlífar eru 150 upptökur með leik Björns í safni Ríkisútvarpsins og þar af eru 54 með strengjakvartett hans. Á diskinum eru sjö frum- upptökur, þar sem hann leikur úrval tónverka eftir fyrstu kynslóð klassískt menntaðra íslenskra tónskálda við meðleik Jóns Nordals, Wilhelms Lansky-Ottos, Árna Kristjánssonar og Jórunnar Viðar. Hluti efnisins lá undir skemmdum og ekki er auðvelt að færa efnið af gömlu lakkplötunum á stafrænt form. Hlíf fékk tæknimennina Hrein Valdimarsson og Bjarna Rúnar Bjarnason til verksins og hlaut síðar styrk til að greiða þeim, eftir að bandaríski útgefandinn Jeffrey James, sem jafnframt er umboðsmaður hennar, lýsti yfir áhuga á að gefa diskinn út. „Vegna aðkomu hans að þess- ari útgáfu valdi ég efni á diskinn sem væri ekki síður áhugavert fyrir erlendan markað,“ segir hún. Bætir við að með úgáfunni vilji hún vekja athygli á þessum ótrú- lega árangri sem Björn og félagar náðu með þrotlausri vinnu sinni og hugsjónum þannig að á örskömmum tíma hafi Ísland orðið samkeppnisfært við aðrar Evrópuþjóðir á þessu sviði. Diskurinn verður aðgengilegur á helstu streymis- veitum eins og Spotify, Amazon, KK Box, iTunes, Titan, Napster og Youtube og auk þess á 13 rússneskum og asískum streymisveitum. „Draumurinn með útgáfunni Fiðluleikur Björns  Geisladiskur með leik fyrsta konsertmeistarans  Hljóðrænn menningararfur dreginn fram fyrir alla Fiðluleikari Björn Ólafsson, fyrsti konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitarinnar, var vel þekktur á sínum tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Safn Hlíf Sigurjónsdóttir og Hreinn Valdimarsson fóru í gegnum allar upptökurnar í safni Ríkisútvarpsins. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, segir að næsta ár verði vel nýtt til að undirbúa liðið sem best fyrir EM 2022. „Það er löng bið en þetta eru bara kringumstæðurnar í heiminum í dag. Ég tel að við höfum verið með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni og við tökum næsta ár í góðan undirbún- ing,“ segir Sara meðal annars í Morgunblaðinu í dag. Hún segir það vera spennandi tilhugsun að spila á sögufrægum leikvöngum á Englandi. „Ég held að þetta verði geggjað mót.“ »23 Mótið verður geggjað en biðin verð- ur stytt með undirbúningsvinnu ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.