Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 KINDAsögur 2. BINDI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. í sérstaka eldvarða poka og komið fyrir í farþegasætum vélarinnar á útleiðinni. Þannig fæst mjög góð nýting á vélinni. „Við megum fara með farþega frá Grænlandi þótt við megum ekki flytja farþega þangað,“ sagði Vigfús. „Sætin sem eru í boði fram til jóla eru næstum því uppbókuð.“ Hann sagði að fraktflutningar inn- anlands með flugi væru að fara á fullt og komin jólastemning. „Fólk flykkist hingað með pakka sem það er að senda út á land,“ sagði Vigfús. vor. Þegar flugið til Nuuk hófst aftur var því ákveðið að hafa viðkomu í Kulusuk svo hægt væri að þjóna báðum stöðum með vöruflutninga. Flugvélin nýtist vel Til flugsins er notuð Bombardier Q200-flugvél sem félagið hefur notað til Grænlandsflugsins. Vigfús sagði hana henta mjög vel til vöruflutn- inga. Á henni eru stórar vörudyr og svo er auðveldlega hægt að stækka vörurýmið með því að fækka far- þegasætum. Vörur eru einnig settar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Air Iceland Connect er nú með viku- legar áætlunarferðir til Kulusuk og Nuuk á Grænlandi. Flogið er út með vörur og póst en fólk til baka. „Við fórum til Grænlands 5. nóv- ember en eftir það lokuðu þeir á far- þegaflug til landsins. Svo var farið 12. nóvember til að sækja farþega,“ sagði Vigfús Vigfússon, deildarstjóri innanlands- og Grænlandsflutninga hjá Icelandair Cargo á Reykjavíkur- flugvelli. Mikil þörf fyrir flutningana Hann sagði að mikið hefði verið spurt um fraktflutninga með flugi til Grænlands og því verið ákveðið að setja upp vikulega ferð, á hverjum fimmtudegi. Fyrsta ferðin var farin í síðustu viku og er áætlað að fljúga vikulega til jóla. Komið er við í Kulu- suk á austurströnd Grænlands á út- leiðinni og svo farið þaðan til Nuuk á vesturströndinni. Frá Nuuk er svo flogið beint til Reykjavíkur. „Þetta er mikið póstur og svo alls konar verslunarvara sem kemur að miklu leyti frá Danmörku. Pósturinn kemur frá Post Nord í Danmörku og svo mikið af frakt frá Blue Water Shipping-flutningsmiðluninni,“ sagði Vigfús. Hann sagði að ekkert hefði verið flogið til Kulusuk frá því í Frakt til Grænlands og farþegar til baka  Air Iceland Connect flýgur nú vikulega til Grænlands Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bombardier Q200 Flugvélin hentar mjög vel til vöru- og farþegaflutninga. Hún annast nú vikulegt flug til Grænlands og flytur vörur út og fólk heim. Hækkun á verði búvara leiðir af þeim áformum landbúnaðarráð- herra að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags á útboði tollkvóta fyrir búvörur. Þetta er skoðun Félags atvinnurekenda, sem mótmælir þeirri ráðstöfun sem er í undirbúningi. Fyrsta útboðið á tollkvótum samkvæmt tollasamn- ingi við ESB með nýrri aðferð, svo- kölluðu jafnvægisútboði, var síðast- liðið vor. Samkvæmt því er gjald á hvert kíló nautakjöts í jafnvægis- útboði 200 kr., en 331 kr. í útboði með fyrri aðferð. Gjald á hvert kíló af þurrkaðri og reyktri skinku með aðferðinni sem nú er aftur tekin upp er 200 kr. og fer úr 5 kr. eins og gilti um skamman tíma. Frumvarp um tollabreytingar hefur verið lagt fram og í grein- argerð er tilgangurinn sagður vörn fyrir íslenskan landbúnað, sem hafi fengið á sig högg af völdum Covid. „Margar atvinnugreinar hafa fengið á sig högg vegna faraldurs- ins en eingöngu í þessu tilviki grípa stjórnvöld til þess ráðs að leggja stein í götu samkeppni í stað þess að vísa fyrirtækjum á almennar að- gerðir, styrki og lán. Það er með miklum ólíkindum að ríkisstjórnin beiti sér fyrir hækkun á matarverði á sama tíma og þúsundir ganga at- vinnulausar,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri FA, í samtali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Hækkun er með miklum ólíkindum Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gert er ráð fyrir að rekstrarhalli á A-hluta Reykjavíkurborgar verði 11,3 milljarðar á næsta ári. Rekstr- artekjurnar verði tæpir 134 milljarð- ar og aukist um átta milljarða frá út- komuspá í ár og gjöldin hækka um tíu milljarða milli ára og verða rúmir 137 milljarðar. Áætlað er að rekstr- arniðurstaða samstæðu borgarinnar verði neikvæð um 2,7 milljarða. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að ný langtímalán samstæðu borgar- innar á næsta ári verði upp á 51,8 milljarða og afborganir lána eru áætlaðar 21,8 milljarðar. Langtíma- skuldir samstæðunnar verða skv. áætlun tæpir 304 milljarðar á næsta ári. Hækka um 35 milljarða milli ára. Afleiðingar veirufaraldursins rista djúpt í fjárhagsáætlun borg- arinnar 2021, sem lögð var fram í borgarstjórn í gær ásamt fimm ára áætlun og fjárfestingarstefnu til næstu tíu ára. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kynn- ingu að mikilvægt sé að borgin legg- ist ekki í vörn við þessar aðstæður heldur snúi vörn í sókn og fari í um- fangsmiklar fjárfestingar. Heildar- fjárfesting samstæðu borgarinnar næstu þrjú ár nemi 175 milljörðum króna. Samdrætti og tekjufalli verði mætt með lántökum og borgin nýti styrk sinn og vaxi út úr samdrætt- inum á nokkrum árum. Borgin ætlar að fjárfesta fyrir um 28 milljarða á næsta ári. Vakti Dagur athygli á því er hann mælti fyrir fjárhagsáætlun- inni í borgarstjórn í gær, að stór- auknar fjárfestingar borgarinnar á næstu árum skæru sig úr í saman- burði við fjárfestingaráform annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á yfirstandandi ári er tekjufall borgarinnar áætlað 12,5 milljarðar og útgjöld aukast um 2,6 milljarða þannig að umskiptin til hins verra nema rúmum 15 milljörðum. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, benti á við umræðurnar í borgarstjórn í gær að borgin hefði safnað skuldum í góðærinu og það gerði verkefnið sem nú blasti við miklu erfiðara en annars hefði orðið. Lýsti hann einnig áhyggjum af því að grunnrekstur borgarinnar væri ekki sjálfbær til framtíðar. „Ef við keyrum allt áfram með skuldsetn- ingu, eins og reyndin verður með ekki bara fjárfestingar heldur líka rekstur á þessu ári og næsta, þá á endanum verða skuldirnar það mikl- ar að þær verða einn aðalútgjaldalið- urinn og við getum þá ekki sinnt skyldum okkar sem borg,“ sagði Ey- þór. Þegar vextirnir færu að hækka á ný yrði gríðarlega þungt að eiga við þessa miklu skuldasöfnun. Veltufé frá rekstri, sem sýnir það svigrúm sem borgarsjóður og sam- stæðan hafa til að standa við afborg- anir og til fjárfestinga, lækkar veru- lega á næsta ári, sérstaklega hjá A-hlutanum (sjá meðfylgjandi töflu). Taka á 51,8 milljarða að láni 2021  11,3 milljarða hallarekstur hjá borginni á næsta ári  Kórónukreppan setur mark á fjárhagsáætlun  Meirihluti borgarstjórnar boðar 175 milljarða fjárfestingu samstæðunnar á næstu þremur árum Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Veltufé frá rekstri og brúttó fjárfestingar, % af tekjum á breytilegu verðlagi, A-hluti Rekstrarniðurstaða A-hluta og fi mm ára áætlun, á breytilegu verðlagi 1,4 -7,2 -11,3 -2,9 1,7 0,9 5,66,3 -1,6 -3,5 3,6 10,0 11,4 16,2 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025-15 -10 -5 0 5 10 15 20 M a. kr . 10,1% 0,4% -3,0% 2,7% 5,0% 6,9% 9,6% 13,0% 16,2% 21,4% 22,7% 21,1% 13,1% 11,5% 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 Veltufé frá rekstri, % af tekjum Brúttó fjárfesting, % af tekjum Rekstrarniðurstaða Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, EBITDA -5% 0% 5% 10% 15% 20% 25% Heimild: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021 Dagur B. Eggertsson Eyþór Arnalds Útsvarsprósentan í borginni verður óbreytt á næsta ári en gert er ráð fyrir að tekjustofnar verði áfram veikir 2021 og 2022 og útsvarið nái ekki fyrri styrk fyrr en árið 2025. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á borgarstjórnarfund- inum í gær að 2,8 milljarða kr. arðgreiðslum Orkuveitu Reykja- víkur yrði ráðstafað til lækk- unar útsvars, álagningarhlutfall útsvars verði 14,07% í stað 14,52% og til lækkunar fast- eignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega. Í fjárhagsáætlun borgarinnar er almennt gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki á næsta ári í samræmi við verðlag eða um 2,4% nema hjá Sorpu þar sem boðaðar eru töluverðar breyt- ingar á gjaldskrám. Álagning- arhlutföll fasteignaskatts verða óbreytt nema af iðnaðar-, skrif- stofu- og verslunarhúsnæði og mannvirkjum í ferðaþjónustu sem lækka úr 1,65% í 1,60%. Verja á milljarði kr. í að búa til ný störf fyrir atvinnulausa og stuðning og virkni fyrir þá sem fá fjárhagsaðstoð á næsta ári. Búist er við að notendum fjár- hagsaðstoðar fjölgi í 1.852 eða um 35% milli ára. Vilja lækkun með arði OR ÓBREYTT ÚTSVAR 2021 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karl- menn fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Annar maðurinn hlaut tveggja ára og sex mánaða dóm auk greiðslu miskabóta til brotaþola. Hann braut gegn stjúpbarnabarni sínu og var auk þess dæmd- ur fyrir vörslu barnakláms. Hinn maðurinn var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar og greiðslu 800.000 króna í skaða- bætur fyrir að hafa brotið kynferðislega á barn- ungri frænku sinni þegar hún var sex og sjö ára gömul. Ári áður hafði mað- urinn játað að hafa brotið kynferðislega á systur sinni frá því að hún var níu ára og þangað til hún varð ellefu ára gömul. Dómur Mennirnir brutu gegn börnum. Dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.