Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára- langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Aðspurð sagðist Sigríður hafa átt von á niðurstöðu MDE. Sjálf var hún viðstödd málflutninginn í febr- úar. „Það sagði ég í ljósi þess að þetta er ekki hefðbundinn dómstóll í þeim skilningi sem við leggjum í það hugtak. Þarna er sami dómari að endurskoða eigin dóm og það er sá sem kemur frá Íslandi og hefur mest vægi í þessum dómi,“ sagði hún skömmu eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. Bætti hún við að um pólitískt at væri að ræða frá dómstólnum í Strassborg. „Það er að því leyti að dómstóllinn sjálfur er á einhverri vegferð við að víkka út gildissvið mannréttindasáttmálans. Þessi nið- urstaða er auðvitað bara liður í þeirri vegferð.“ Í kjölfar dómsins mun það falla á herðar íslenska ríkisins að draga nauðsynlegar ályktanir. Þannig er ríkinu gert að tryggja að sambæri- leg brot komi ekki upp aftur. Hins vegar á ekki að túlka dóm réttarins á þann veg að ríkinu sé skylt sam- kvæmt mannréttindasáttmála Evr- ópu að taka upp að nýju öll svipuð dómsmál. Pólitískt at frá Strassborg Þegar á framangreindu máli stóð var Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra. Stóð hún fyrir til- nefningu 15 manns til að gegna embætti dómara, sem Alþingi stað- festi. Líkt og fyrr segir voru fjórir þessara dómara ekki tilnefndir af svokallaðri hæfnisnefnd, en hún hafði metið aðra hæfari. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Yfirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) staðfesti í gær fyrri niðurstöðu dómstólsins í Landsrétt- armálinu. Yfirrétturinn var ein- róma um að brotið hefði verið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu en dómstóllinn hafði áður klofnað í afstöðu sinni til málsins. Í mars á síðasta ári komust fimm af sjö dómurum að þeirri niður- stöðu að íslenskra ríkið hefði gerst brotlegt og að skipun dómara við framan- greindan rétt hefði brotið gegn mannréttinda- sáttmálanum. Tveir dómarar skiluðu sér- atkvæði og töldu ríkið ekki hafa gerst brotlegt. Dómurinn varðaði mál Guðmundar Andra Ástráðssonar, sem stefnt hafði ver- ið fyrir Landsrétt. Lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, taldi að seta Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara í Landsrétti hefði verið brot á lögum mannréttinda- sáttmálans. Var það rökstutt þann- ig að Arnfríður hefði verið ein fjög- urra dómara sem skipaðir voru þvert á mat svokallaðrar hæfn- isnefndar. Hlaut ekki réttláta meðferð Dómstóllinn taldi að brotið hefði verið gegn sjöttu grein sáttmálans, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í fyrri dómi dómstólsins var ekki tekin sérstök afstaða til þess hvort fyrrnefndur Guðmundur Andri hefði hlotið réttláta máls- meðferð fyrir íslenskum dóm- stólum. Rök íslenska ríkisins voru á þá leið að þó einhverjir vankantar hafi verið á skipan dómara, væri ekki hægt draga í efa lögmæti skipanar dómarans í umræddu máli. Guð- mundur Andri hefði þar af leiðandi hlotið réttláta málsmeðferð hjá dómstóli sem skipaður hafði verið lögum samkvæmt. Meirihluti dóm- ara MDE taldi aftur á móti rök ríkisins ekki sannfærandi. Var það mat réttarins að ríkið hefði neitað Guðmundi Andra um rétt sinn til meðferðar hjá löglega skipuðum dómstóli. Yfirréttur MDE stað- festi fyrri dóm sinn  Sigríður Á. Andersen segir að um pólitískt at sé að ræða Aðalsalur Myndin er úr aðalsal Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður Á. Andersen Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Skuggavarp á dagvinnutíma eitt og sér er ekki nógu góð aðferð til að meta aðkomu dagsljóss að bygg- ingum,“ segir dr. Ásta Logadóttir, verkfræðingur og lýsingarsérfræð- ingur. Hún hvetur til þess að skýrt verði kveðið á um rétt fólks til dagsbirtu og sólarljóss í bygging- arreglugerð og skipulagi. Ásta var starfsmaður Ála- borgarháskóla í Danmörku og vann m.a. ásamt fleirum tillögur að breytingum á byggingar- reglugerð fyrir danskt ráðu- neyti. „Verkefnið var að tryggja að næg dagsbirta kæmist inn í bygg- ingar án þess að því fylgdi óþarfa byggingarkostnaður,“ sagði Ásta. „Þegar ég kom aftur til Íslands sá ég hvað við vorum aftarlega á mer- inni í þessum efnum.“ Hún segir að byggingarreglu- gerð hér kveði á um að flatarmál glugga skuli vera minnst 10% af gólffleti. Það eitt og sér er ekki nóg því svo margt annað hefur áhrif. Hún segir vandann aukast eftir því sem byggðin er þéttari og hærri. „Þá þarf að skoða hvað í umhverf- inu hindrar aðkomu dagsljóssins; háar byggingar í nágrenninu, fjar- lægð í næsta hús, svalir ofan við glugga eða veggir sem hindra ljós- ið? Það þarf að skoða aðstæður á hverjum stað,“ segir Ásta. Við þéttingu byggðar og þegar byggt er ofan á hús þarf að gæta þess að ekki sé verið að taka dags- birtu og skin sólar frá nágrönnum. „Það er ekki gott að íbúar missi kvöldsólina, þótt skuggavarp á dag- vinnutíma sé í lagi. Kvöldsólin á Ís- landi er eitt það dýrmætasta sem við eigum,“ segir Ásta. Hún kveðst hafa áhyggjur af hugmyndum að breytingum á aðal- skipulagi Reykjavíkur 2010-2040 sem nú eru til kynningar. Einkum snúa áhyggjur hennar að flokki 5-8 hæða húsa og að ekki sé tryggt að íbúar á neðri hæðum þeirra fái not- ið sólarljóss og nægrar dagsbirtu. Íslendingar ættu að taka mið af hinum Norðurlandaþjóðunum. „Það væri skynsamlegt að skoða hvaða kröfur þeir gera í sínum byggingarreglugerðum og skipu- lagsmálum,“ segir Ásta. „Hjá okkur vantar að tryggja aðkomu dagsljóss í skipulaginu og að byggingar- reglugerð tilgreini lágmarkskröfur til dagsbirtu.“ Hún telur það mistök að við höfum ekki fylgt fordæmi ná- grannalanda okkar í þessum efnum og að hér sé réttur fólks til að njóta dagsljóss í íbúðum ekki tryggður eins og þar. „Ég hvet til þess að lýs- ingarmálin verði skoðuð og þess gætt að við gerum jafn vel í þeim efnum og nágrannaþjóðirnar. Við stöndum þeim langt að baki.“ Ásta segir að það þurfi að vera meiri tengsl á milli skipulags og byggingarreglugerðar svo hægt sé að tryggja lágmarkskröfur um að dagsljósið komist að gluggum íbúða og birtan komist inn um gluggana. Ekki sé hægt að vinna bara með annað hvort. Dagsljósið og ekki síst sólarljósið sé mönnum mjög mik- ilvægt. Fólk fái notið sól- arljóssins heima  Meiri dagsbirtu þörf í regluverkinu Morgunblaðið/Ómar Sól og skuggar Há og þétt byggð getur hindrað birtuna í að ná til nágranna á neðstu hæðum. Lýsingarfræðingur telur að endurskoða þurfi regluverkið. Ásta Logadóttir „Það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ber að skoða nánar,“ seg- ir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra um dóm MDE í Landsréttarmálinu. Að hennar sögn er nið- urstaðan vonbrigði. Þá hafi hún vonast til að fyrri úr- skurði dómstólsins yrði snúið. „Þessi niðurstaða al- mennt veldur vissulega vonbrigðum, því við höfðum vænst þess að fyrri dómi yrði snúið við, til samræmis við okkar málflutning,“ segir Áslaug. Sjálf kveðst hún munu rýna frekar í dóminn ásamt sérfræðingum. Þá segir hún að dómurinn haggi ekki sjálfkrafa úrlausnum eða túlkunum íslenskra dómstóla. Hins vegar verði niðurstaðan tekin mjög alvarlega. Niðurstaðan olli vonbrigðum HÖFÐU VÆNST ÞESS AÐ FYRRI ÚRSKURÐI YRÐI SNÚIÐ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins segir að engin ástæða sé til að hafa uppi stór orð um svartan dag í réttarsögunni vegna dóms MDE frá því í gær. Hann segir Hæstarétt þegar hafa svarað stærstu lagalegu álitamálunum að íslenskum rétti. „Annars vegar í málum sem vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt. Hins vegar hafði verið dæmt um það, hvort skipan tiltekinna dómara sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um 15 hæfustu hefði áhrif á niðurstöður þeirra mála, sem þeir höfðu dæmt,“ segir í færslu Bjarna á Facebook. Um það atriði segi Hæstiréttur Íslands í maí 2018: „Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráð- herra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar með- ferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum.“ Bjarni segi Hæstarétt, æðsta dómstól Íslands, hafa komist að skýrri niðurstöðu um þetta álita- mál, fyrirfram hafi verið ljóst að það myndi ekki breytast með dómi MDE. Þannig segir Bjarni niður- stöður MDE ekki bindandi og ganga ekki framar íslenskum lög- um. „Í dóminum er komið aðeins inn á þetta atriði og bent á að ríki skuli, eftir atvikum, gera ráðstafanir til að bæta úr ágöllum í samræmi við niðurstöður dómsins. Í þessu tilviki sýnist mér, í þessu samhengi, ekki þurfa að gera neinar sérstakar ráð- stafanir, m.a. vegna þess að þessi lög, þetta fyrirkomulag við skipan Landsréttar, var einskiptis- atburður. Þó er sjálfsagt að dóms- málaráðuneytið leggi á þetta mat og bregðist við ef ástæða þykir til. Það breytir ekki hinu að ekkert fær haggað niðurstöðu Hæstaréttar sem rakin er að framan.“ Haggar ekki niðurstöðunni  Bjarni Benediktsson segir að Hæstiréttur hafi þegar svarað stærstu lagalegu álitamálum um Landsréttarmálið Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.