Morgunblaðið - 07.12.2020, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ERT ÞÚ Í BYGGINGARHUGLEIÐINGUM? VIÐ FRAMLEIÐUM EINNIG Smáhýsi Gestahús Parhús Raðhús Sérbýlishús Módula Þaksperrur Sökkla www.huseining.is sala@huseining.is s: 686-8680 Verð frá 113.400 kr. pr/m² Einbýlishús Húseining býður upp á einstök og falleg einingarhús sem hönnuð og framleidd eru á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Sumarhús Verð frá 135.800 kr. pr/m² er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Talsverður gangur er kominn nú þegar í verslun fyrir jólin, fyrr en kaupmenn bjuggust við. Engar al- gildar skýringar eru á þessu, en kaupmenn benda á að vegna gild- andi samkomutakmarkana hafi fólk ef til vill rýmri tíma en áður. Noti því svigrúmið þessa dagana og ljúki við þau innkaup sem hægt sé. Sprenging kortér fyrir jól sé ólík- leg. Baka og njóta samveru „Það hefur verið talsvert líf í öll- um viðskiptum hjá okkur síðustu vikur,“ segir Gunnar Egill Sigurðs- son, framkvæmdastjóri verslunar- sviðs Samkaupa. „Jólabaksturinn er greinilega hafinn á mörgum heim- ilum; hveiti, sykur, egg og smjörlíki seljast nú sem aldrei fyrr. Á sama tíma fer minna út af tilbúnum kök- um svo tilhneigingin er greinilega sú að fjölskyldur njóta samverunnar með því að baka í eldhúsinu heima. Sala á gjafavörum hefur einnig ver- ið talsverð, svo sem bókum, en í ár eru Samkaup með um 350 titla í boði. Útgefendur eru fyrir þessi jól einfaldlega með góðar bækur sem seljast vel af því þær ná til lesenda,“ segir Gunnar Egill. Mikil og vaxandi umsvif hafa ver- ið í netverslun Samkaupa, sem efld var til muna þegar samkomutak- markanir komu til fyrr á þessu ári. Þær leiddu til þess að færri fara nú en áður í hefðbundnar búðir, en nærri lætur að innkaup yfir netið vegi þar upp á móti. „Þetta eru verslunarhættir sem landinn tileink- aði sér fyrir alvöru á fáeinum dög- um í fyrstu bylgju Covid síðastliðið vor. Þessi viðskiptamáti er alveg tvímælalaust kominn til að vera.“ Nóvember viðlíka stór og jólamánuðurinn „Jólasalan hefst nú talsvert fyrr en var fyrr á árum,“ segir Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri Elko. Sú breyting hafi orðið á markaðnum að nóvember sé orðinn viðlíka stór í öllum viðskiptum og sjálfur jóla- mánuðurinn. Þarna ræður miklu, að sögn Gests, að nú er á Íslandi keyrt stíft á sölu og markaðssetningu fyr- ir Svartan föstudag síðast í nóv- ember og Netmánudaginn sem nú var 30. nóvember, en var í byrjun desember í fyrra. Fyrir vikið hafi sala nú allra fyrstu dagana desem- ber verið ögn minni en á sama tíma í fyrra, en muni svo fljótlega jafnast út. „Svo eru líka enn samkomutak- markanir í verslunum sem hamla sölunni sem hefur sín áhrif. Net- verslun bætir það að verulegu leyti. Ég býst við um það bil 5% sölu- aukningu í ár miðað við jólaverslun í fyrra,“ segir Gestur Hjaltason. Fyr- ir komandi jól segir hann PS5- leikjatölvuna vera vinsæla, hún selj- ist alltaf upp og langir biðlistar séu eftir slíkum tækjum. Símar, sjón- vörp og þráðlaus heyrnartól séu vin- sælar jólagjafir. Þá renni ýmiss konar raftæki til matargerðar jafn- an út, rétt eins og heitar lummur. Ekki sprenging kortér fyrir jól  Góður skriður er kominn á jólaverslun  Landinn bakar heima og kaupir sykur og hveiti  Góðar bækur eru í boði  Sjónvörp, símar og eldhústækin seljast vel í Elko  Búist er við söluaukningu Gunnar Egill Sigurðsson Gestur Hjaltason Ágætt veður var á landinu í gær og leiðir greiðar. Þegar komið er fram í desembermánuð er mik- ilvægt að nýta vel hverja þá stund sem birtu nýtur. Í eftirmiðdaginn breytist veröldin svo í blóðrautt sólarlag, eins og sjá mátti á vest- urhimni í gær í þann mund sem áætlunarbíllinn frá Akureyri renndi inn á Húsavík. Tvær vikur eru í dag uns daginn fer aftur að lengja og eru flest mannanna börn orðin, að ætla verður, óþreyjufull eftir þeim umsnúningi. Ágætt veður og stillt var fyrir á Norðurlandi gær eins og víðast annars staðar á landinu. Veður verður á þeim nótum allra næstu dagana og því fín skilyrði til þess að fara í gönguferðir. Þegar kemur svo fram í miðja vikuna fer að hlýna með slyddu og rigningu svo snjó á láglendi mun yfirleitt taka upp. Að baki er því grimmur frostakafli, með nærri 10 stiga gaddi í efri byggðum Reykja- víkur, að viðbættri vindkælingu sem bætti um betur. Almennt þyk- ir ástandið í afstaðinni kuldatíð ekki hafa orðið jafn alvarlegt og varað var við, en talsverður við- búnaður var hjá hitaveitum og öðrum ef í óefni færi sem ekki varð. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Blóðrauð sól en væta í kortunum Tugir sveitarfélaga og félagasam- taka um allt land hafa sótt um starfsleyfi fyrir brennur um áramót og á þrettándanum til viðkomandi heilbrigðiseftirlits. Enn er allt á huldu hvort brennur verða heim- ilaðar. Það ræðst af því hvaða reglur verða í gildi og túlkun yfirvalda. Heilbrigðiseftirlit viðkomandi um- dæma gefa út starfsleyfi fyrir brennur. Áður en til þess kemur þarf umsókn að hafa verið auglýst í fjórar vikur. Tugir slíkra auglýsinga frá sveitarfélögum og félagasam- tökum um allt land eru nú í kynn- ingu og rennur frestur til at- hugasemda vegna áramótabrenna í flestum tilvikum út fyrir jól. Þar á meðal eru tíu áramótabrennur sem Reykjavíkurborg hefur sótt um. Í núverandi reglugerð um sam- komutakmarkanir segir að ekki sé heimilt að veita tímabundið leyfi fyr- ir skemmtunum, þar með töldum brennum, sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 21. Í vik- unni verður reglugerðin endur- skoðuð og enginn veit hvaða reglur verða í gildi um áramót, hvað þá á þrettándanum. Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur beint því til sveit- arfélaga þar að vera ekki með brennur þessi áramótin. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, hyggst funda með fulltrúum heilbrigðiseftirlita á höfuðborgarsvæðinu í dag til að taka stöðuna og samræma verklag. helgi@mbl.is Óvíst hvort brennur verða heimilaðar  Sótt um tugi áramótabrenna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.