Morgunblaðið - 07.12.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
Árið 2002 var svo
komið fyrir íslenzku
rjúpunni – en á fram-
anverðri síðustu öld
var talið, að 3-5 millj-
ónir fugla hafi verið í
landinu – að hún var,
vegna óbilgirni veiði-
manna og undanláts-
semi stjórnvalda,
komin á útrýming-
arstig.
Guði sé lof, tók þáverandi um-
hverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir,
af skarið og bjargaði rjúpnastofn-
inum með friðun í júlí 2003. Átti sú
friðun að standa í þrjú ár, en gráð-
ugir veiðimenn óðu uppi og þrýstu
á um veiðar, sem hófust aftur 2005.
Þó með nokkru skipulegri og skap-
legri hætti, en verið hafði, en samt
var auðvitað ljóst, að tilvera ís-
lenzku rjúpunnar var við mörkin,
þó að stofninn hefði styrkzt nokkuð
við friðun.
Var og er á válista
Ef Válisti fugla er skoðaður á vef
Náttúrufræðistofnunar Íslands
(NÍ) má sjá að rjúpan flokkast
undir „Tegundir í yfirvofandi hættu
(NT)“. En hvern varðar um það?
Greinilega ekki stofnunina sjálfa,
hvað þá umhverfisráðherra, svo að
ekki sé talað um hjartalausa veiði-
menn, sem vaða um fjöll og firnindi
til að limlesta eða
drepa saklausa og
varnarlausa fugla og
dýr, sér til gleði og
ánægju!
Hver var staðan
í fyrra?
Skoðun stöðu rjúp-
unnar í fyrrasumar/
haust sýnir, að á 26
veiðisvæðum, af 32,
hafði stofninn dregizt
saman um allt að 70%,
á sama tíma og hann
hafði styrkst lítillega á aðeins 6
svæðum. Hafði stofninn, sem sagt,
veikst verulega, en t.a.m. á Suð-
austurlandi (Kvískerjum) fundust
ekki nema tveir karrar á ferkíló-
metra, en þegar betur lét, voru
þeir 40. Þrátt fyrir það, heimilaði
umhverfisráðherra veiðar á 72.000
fuglum í fyrra, án þess, að með
þessum veiðum sé nokkurt eftirlit;
treyst er á heiðarleika veiðimanna
og „virðingu fyrir náttúrunni og
fuglinum“. Allt gott og fínt – sárs-
auki og þjáning ekkert mál! Skv.
NÍ átti þetta allt að hafa verið gott
og fínt, og ekki stóð á umhverf-
isráðherra, sem þó á að vera
vinstri-grænn – er jafnvel kominn
til aukinna metorða þar; orðinn
varaformaður – að leggja blessun
sína yfir þetta fína plan fyrir 2019.
Sársauki og þjáning fuglsins, sumir
liggja lengi særðir og limlestir –
bíða jafnvel eftir, að blóðeitrun og
drep ljúki kvölinni og líkni í lokin –
er auðvitað hvergi tekin með í
reikninginn.
Hvað varðar NÍ, galvaska veiði-
menn og ráðherra um slíkt!?
Og, hver var svo staðan nú;
haustið 2020? Eins og sjá hefur
mátt og heyra í fjölmiðlum, hrundi
rjúpnastofninn, vegna verðurfars
og af öðrum ástæðum, sl. sumar.
Varpstofninn á öllu landinu fór nið-
ur úr öllu valdi; var kominn niður í
um 99.000 fugla. Hefur hann ekki
verið veikari síðan talning og eft-
irlit með rjúpnastofninum hófst
1995. Var hann nú svipaður og árið
2002, þegar þáverandi umhverf-
isráðherra hafði manndóm í sér til
að friða fuglinn.
Hvað gerðu stjórnvöld?
Nú kom NÍ með plan um, að
hver veiðimaður skyldi veiða 4-5
fugla, og, að þetta yrði allt bara
gott og fínt aftur. Upplýsingar um
meðalveiði undangenginna ára, upp
á 10-15 fugla á veiðimann, frá UST,
voru einfaldlega grafnar og
gleymdar. Forstjóri NÍ segir svo í
bréfi til umhverfisráðherra 5. októ-
ber: „Skv. framangreindum út-
reikningum er ráðlögð veiði 2020
um 25.000 fuglar. Ráðlagður afli
miðað við að um 5 þúsund veiði-
menn gangi til rjúpna er því um 5
fuglar á mann“. Þetta fannst um-
hverfisráðherra skynsamlegt, raun-
sætt og fínt plan, og lagði blessun
sína yfir það í hvelli.
Til fjalla fyrir fjóra fugla?
Hér áður fyrr heyrði maður sög-
ur af því, að rjúpnaveiðimenn færu
jafnvel 3-4 daga til veiða, til að
veiða tugi ef ekki hundruð fugla,
og, eins og að framan greinir, var
meðalveiði undangenginna ára, skv.
veiðitilkynningum, 10-15 fuglar.
Tillagan, sem forstjóri NÍ lagði
fyrir ráðherra og hann samþykkti
án þess að blikka augum, að því er
virðist, er auðvitað bara eins og
hver annar „skítabrandari“.
Hver heilvita maður sér, að
„5.000-6.000 manna dauðasveitin“
mun ekki hafa unnt sér friðar eða
hvíldar fyrr en 70.000 til 90.000
fuglar lágu í valnum. Er ég þá að
tala um þá fugla, sem náðust og
taldir verða. Til viðbótar koma svo-
kölluð „afföll“, þeir fuglar, sem
særast og limlestast, en komast
undan veiðimanni, sem gætu verið
20-30.000 fuglar.
Raunsætt og rétt tal kynni því
að vera, að umhverfisráðherra
hefði hér, illu heilli, heimilað dráp á
allt 120.000 fuglum, eða upp undir
helmingi allra fugla, sem eftir eru,
að meðtöldum ungum 2020.
Og, hvað sögðu og gerðu veiði-
menn? Þeir gerðu auðvitað ekki
mikið með leyfðan fjölda op-
inberlega, hugsuðu þar eflaust sitt,
með sjálfum sér, hins vegar heimt-
uðu þeir, og það með látum, að
veiðitími yrði stórlengdur. 2017
voru leyfðir veiðidagar 12. 2018
voru þeir 15 og í fyrra þrýstu veiði-
menn fjöldanum í 22, til að veiða
72.000 fugla. Nú mátti veiða 25.000
fugla, en veiðimenn heimtuðu enn
fleiri veiðidaga.
Hver skilur þessa menn og
þeirra afstöðu til lífríkisins og nátt-
úrunnar?
Bjargaði Covid rjúpunni í bili?
Veiðitími 2020 er nú afstaðinn,
og það veit enginn, hvernig þetta
fór, en kannski bjargaði Covid
rjúpunni, þar sem botninn datt
nokkuð úr veiðimönnum með fland-
ur og ferðalög vegna faraldursins,
auk þess sem það fréttist fljótt, að
það fyndist varla fugl, sem sló
nokkuð á veiðigleði.
Vonandi tekur sannur dýra-
verndunarsinni við umhverf-
isráðherraembættinu því eina von
rjúpunnar og íslenzka dýra- og líf-
ríkisins virðist nú vera að ný um-
hverfisvæn ríkisstjórn og raun-
verulegur dýraverndunarsinni, með
bein í nefinu, taki við umhverf-
isráðherraembættinu 2021.
Óbilgirni – dáðleysi – skítabrandari“
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Vonandi tekur sann-
ur dýraverndunar-
sinni við umhverfis-
ráðherraembættinu.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er stofnandi og
formaður Jarðarvina.
Í Morgunblaðinu 9.
nóvember sl. birtist
grein eftir Erling
Hansson og ber heit-
ið „Gagnbylting-
armaðurinn Stalín“.
Ekki kemur fram í
greininni í hvaða
gagnbyltingu Stalín
tók þátt, bara svona
orð út í bláinn.
Á valdtíma Stalíns
1924-1953 uxu Sovétríkin stöðugt
að íþrótt og frægð og sannaðist
það rækilega í seinni heimsstyrj-
öldinni. Í grein sinni „Pólitísk þýð-
ing skammaryrða“ ritar Lenín:
„Skammaryrðum í pólitík er oft
ætlað að hylja algeran skort á
hugmyndafræðilegu innihaldi,
hjálparleysi og getuleysi notand-
ans.“ Þessi gagnbylting virðist al-
veg hafa farið fram hjá öllum
þeim, sem unnu látlaust að sam-
særum af ýmsum toga gegn Sov-
étríkjunum og einnig leiðtogum
fasistaríkjanna Japans, Þýska-
lands og Ítalíu. Árið 1936 gerðu
Japan og Þýskaland með sér sátt-
mála um bandalag gegn komm-
únisma og ári seinna gerðist Ítalía
aðili að því bandlagi. Og mikið
stóð til. Bandalagi þessu var fyrst
og fremst beint gegn Sovétríkj-
unum enda fór Hitler ekki í laun-
kofa með drauminn sinn um aukið
Lebensraum handa liði sínu í aust-
urátt.
„Hann fjallar enn um rétt-
arhöld, sem fram fóru í Moskvu
fyrir meira en átta áratugum,“ rit-
ar Erlingur og virðist undrandi.
Hvers vegna geri ég það? Vegna
þess að Erlingur gaf fullt tilefni til
þess í grein sinni í Morgunblaðinu
21. október. Varla búinn að
gleyma því sem hann skrifaði þá.
Og hann bætir við: „Hann vitnar í
menn sem voru viðstaddir rétt-
arhöldin og létu blekkjast.“ Þeir
létu auðvitað ekki blekkjast enda
voru þeir viðstaddir réttarhöldin.
Þetta heitir hundalógik og þykir
ekki traustvekjandi í deilum
manna.
Víkjum næst að löngum kafla í
grein Erlings, sem hann tekur
upp orðréttan úr Skáldatíma Lax-
ness sem út kom
1963. Í ritfroðu Lax-
ness stendur: „[…] og
lét strádrepa blómann
af herforingjum
Rauða hersins ýmist
að undangenginni
réttarserimoníu eða
án dóms og laga.
Frægt er þegar hann
bauð kommúnistafor-
ingjum Póllands til
stórhátíðar í Moskvu
eftir stíðið og lét
handtaka þá alla orða-
laust við komuna og skjóta þá
fljótt.“ Öll tilvitnun Erlings ber
vitni um sefasýki og lygar, sem
einkenndu skrif svo margra um
Stalín allan hans valdatíma og
sögðu miklu meira um höfunda
sína en Stalín. Þeir voru átta,
þessi blómi herforingja sem Stalín
lét strádrepa, raunar sjö því einn
þeirra skaut sig sjálfur og játaði
þar með sekt sína. Enginn þeirra
var tekinn af lífi án dóms og laga.
Allir voru þeir leiddir fyrir her-
rétt Hæstaréttar Sovétríkjanna.
Sakborningarnir voru í þjónustu
hernjósna Hitlers Þýskalands og
létu þeim í té leynilega upplýs-
ingar um Rauða herinn. Varðandi
stórhátíðina frægu sem Stalín
bauð pólskum kommúnistafor-
ingjum til í Moskvu, skömmu eftir
stríðið og lét skjóta þá fljótt var
hún svo fræg að helstu foringjar
pólskra kommúnista, þeir W. Go-
mulka, formaður pólska komm-
únistaflokksins og varaforsæt-
isráðherra, og Hilary Minc í
miðstjórn flokksins og iðn-
aðarráðherra vissu ekki af henni
og voru önnum kafnir meðan á
henni stóð að sinna ráðherrastörf-
um í Warsjástjórninni, fyrstu
stjórninni sem mynduð var í Pól-
landi eftir stríðið.
6. janúar 1923 gekk Halldór
Laxness í söfnuð katólskra í
klaustri einu í Frakklandi. Ekki
gerði hann langan stans í heilagri
kirkju, því að í Alþýðubókinni,
greinasafni sem út kom 1929, hef-
ur marxisminn sigrað. Halldór var
á sjötugsaldri þegar Skáldatími
kom út (f. 1902) og sagði skilið við
þær hugsjónir sem hann hafði
helgað öll sín bestu ár. Hann
skrifaði margt eftir Skáldatíma en
loginn var slokknaður, einungis
reykur eftir.
„Lenín og Trotskí áttu samstarf
á ráðstefnu í Zimmerwald 1915,“
ritar Erlingur og bætir við:
„Trotskí samdi ávarp ráðstefn-
unnar …“ „Á stríðsárunum gerð-
um við málamiðlanir og sam-
komulag við Kautsky-istana, við
vinstri mensivika og hluta þjóð-
byltingarmanna; við sátum fundi
með þeim í Zimmerwald og Kien-
tahl og gáfum út með þeim sam-
eiginleg ávörp.“ (Lenín í Vinstri
róttækni bls. 76-77.) Ráðstefnur
þær sem hér er átt við voru: 1. Al-
þjóðaráðstefna sósíalista í Zim-
merwald í Swiss 5-8. sept. 1915. 2.
Alþjóðaráðstefna sósíalista í Kien-
tahl í Swiss 24.-30. apríl 1916.
Þessar ráðstefnur stuðluðu að ein-
ingu vinstri aflanna í sósíal-
demókratahreyfingu í Evrópu.
Ávörp þessara ráðstefna voru
samstarfsverkefni margra manna,
ekki eins manns. Sjötta þing
bolsevika var haldið dagana 26.
júlí til 3. ágúst 1917. Þingið sam-
þykkti að veita Mezhraion-hópnum
(fámennum hópi milliflokksmanna)
ásamt Trotskí foringja þeirra inn-
göngu í flokkinn. Það er rangt hjá
Erlingi að Trotskí hafi setið í
fangelsi þegar hann var tekinn í
flokkinn. Í fjörutíu daga fangelsi
fór hann 7. ágúst. Mér var full-
kunnugt um ástandið í trotskista-
hreyfingunni eftir 1940, sem ýmist
lá á líkbörum eða var komin undir
græna torfu. Aftur á móti var
manninum sem ég var að skrifa
um ekki kunnugt um þá stöðu
enda nýsloppinn úr nærri 20 ára
fangelsisvist og óttaðist hefnd
þeirra.
Við sama heygarðshornið
Eftir Ólaf Þ.
Jónsson
Ólafur Þ. Jónsson
» Þessi gagnbylting
virðist hafa farið
fram hjá öllum þeim,
sem unnu látlaust að
samsærum af ýmsum
toga gegn Sovétríkj-
unum og einnig leiðtog-
um Japans, Þýskalands
og Ítalíu.
Höfundur er skipasmiður.
Mánudaginn 24.
nóvember sl. rita
tveir andans menn, þó
ekki vínandans, þeir
Kalle Dramstad og
Emil Juslin, grein í
Morgunblaðið með
sínar tillögur til
handa Íslendingum
um hvernig þeir skuli
haga sölu áfengis í
landinu. Benda þeir
dómsmálaráðherra á þá lausn, vilji
hún jafna samkeppnisstöðu gagn-
vart erlendum netverslunum sem
selja áfengi yfir landamæri, að
hreinlega banna Íslendingum að
eiga viðskipti við þær. Þar með
séu Íslendingar jafnsettir sem áð-
ur, eingöngu hið opinbera mætti
skaffa þeim hina almennu versl-
unarvöru sem áfengið sannarlega
er. Umræddir greinarhöfundar
titla sig sem fulltrúa IOGT í Sví-
þjóð og Brussel. Sé það rétt mun-
að hjá mér eru IOGT samtök
þeirra sem neyta ekki áfengis og
vilja síður leyfa nokkrum öðrum
það að gera. Með það í huga er
ekki skrýtið að fá slíkan pistil um-
vöndunar úr þeirri áttinni.
Ungmenna þarf
að gæta enn á ný
Tiltaka þeir félagar ýmis rök
fyrir banninu eins og gæta þurfi
að lýðheilsu og æsku landsins.
Þeim félögum mætti benda á að
unglingadrykkja á Íslandi hefur
verið á stöðugri niðurleið yfir
langt tímabil og helsta
ógn sem steðjar að
ungu fólki í dag kem-
ur úr annarri átt. Auk
þess sem vínmenning
Íslendinga er sífellt í
þróun og má segja í
dag að víns sé notið á
Íslandi en ekki bara
neytt. Skiljanlega er
erfitt fyrir hóp fólks,
sem hefur kannski
aldrei drukkið yfirhöf-
uð eða drakk svo mik-
ið að það olli sjálfum sér og öðrum
skaða, að skilja að hægt sé bæði að
drekka hóflega og njóta þess um
leið. Og það að fortíðarsaga áfeng-
isneyslu á Íslandi eða hvar sem er
annars staðar eigi að stýra fram-
tíðarneyslu og fyrirkomulagi
áfengissölu er nokkuð langsótt
miðað við þá jákvæðu þróun sem
orðið hefur í þessum málum. Net-
verslun með áfengi er nútímavæð-
ing verslunar. Ég sjálfur hef engar
skoðanir á því hvernig Svíar selja
hver öðrum vín. Kalle og Emil
fylgjast með því, beintengdir við
Brussel.
Jólaveinarnir
koma snemma
til byggða í ár
Eftir Steinþór
Jónsson
Steinþór Jónsson
» Auk þess er vín-
menning Íslendinga
sífellt í þróun og má
segja í dag að víns sé
notið á Íslandi en ekki
bara neytt.
Höfundur rekur fyrirtæki.
Allt um sjávarútveg