Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þetta er þinn dagur svo þú skalt
njóta hans eins og þú getur en mundu
bara að hóf er best á hverjum hlut.
Rómantíkin blómstrar.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú elskar fólk og fólk bregst vel
við þeirri afslöppuðu athygli sem þú
veitir því. Mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að halda í jákvæðnina
jafnvel þegar á móti blæs. Að fyrirgefa
virðist ýmist kjánalegt eða guðdómlegt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Stundum er nauðsynlegt að
halda fólki í ákveðinni fjarlægð. Haltu
sköpunargáfunni við með því að um-
gangast þá sem kunna að meta hana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er um að gera að leita eftir
samstarfi við þá, sem þér finnast geta
aukið við hugmyndir þínar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú mátt ekki láta deigan síga,
heldur sækja fram af fullri djörfung til
þess sem þú vilt. Einhver er að reyna að
vera gleðispillir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki halda þínu til streitu í dag,
hvort sem er gagnvart vini eða hópi
fólks. Gættu þess að vera ekki of gagn-
rýninn við fólk nema þú viljir endanlega
losna við það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það eftir þér að
staldra við og njóta ávaxta erfiðis þíns.
Um leið víkkarðu sjóndeildarhringinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stuðningsnetið þitt gerir sitt
gagn þótt það sé lágstemmt núna. Ekki
vera óþolinmóður því þitt tækifæri kem-
ur fyrr en varir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einbeittu þér að verkefnum
sem eru mikilvæg, þótt þau séu kannski
ekki brýn. En þér finnst þú hvatvís og
frjáls þegar þú hefur útbúið plan.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Haltu áfram andlegri leit
þinni í framtíðinni. Hafðu allan fyrirvara
á því fólki sem talar í hálfum setn-
ingum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Kannski sérðu nýja tekjumögu-
leika í dag. Kannski þarfnastu þess. Trú
þín á sjálfa/n þig gerir þig jákvæða/n
og sterka/n.
ir að það hafi dregið úr því síðustu
árin.
„Allan minn starfsferil hef ég
unnið að búinu á Mýrum 3, fyrst
með foreldrum mínum en tek alfar-
ið við búinu 1998. Árið 1990 byggði
ég íbúðarhús að Mýrum 3 ásamt
þáverandi konu minni, Inu Laursen,
og sinnti verktakavinnu meðfram
búskapnum. Samband Karls og Inu
rann sitt skeið og hún fór til Dan-
merkur. Árið 2004 var önnur kona
að koma inn í líf Karls. „Valgerður
var kaupfélagsstjóri á Hvamms-
tanga og ég fór að gefa henni hýrt
auga í kaupfélaginu. Við sátum
saman fund í Kaupfélaginu um fjár-
flutninga og eftir hann bauð ég
henni í mat og rauðvín að ræða
málin. Við byrjuðum saman 2004 og
hún flutti að Mýrum til mín tveimur
árum síðar. Hún hætti kaupfélags-
K
arl Guðmundsson
fæddist á sjúkrahús-
inu á Hvammstanga
og ólst upp á Mýrum
við leik og störf.
„Bærinn Mýrar 3 var byggður úr
hluta af Mýrarjörðinni, en móðir
mín fæddist á Mýrum.“ Karl segir
að minningarnar úr æskunni séu
góðar og hann hafi alltaf unað sér
vel í sveitinni og við sveitastörfin.“
Karl byrjaði í skóla átta ára á
Laugabakka í Miðfirði. „Þá var ekið
yfir Hrútafjarðarháls yfir Miðfjarð-
ará og á Laugarbakka en þar var
heimavist í kjallaranum í Ásbyrgi
þar sem við vorum tíu daga í senn.
Þannig var það fyrstu tvö árin en
eftir það var ég í heimkeyrslu.“
Karl segir að það hafi verið fínt að
vera í skólanum, en sterkasta minn-
ingin sé samt frá árinu 1970 þegar
krakkarnir komu út úr skólahúsinu
og allt var kolbikasvart í kringum
þau. Það hafði komið svo mikið
öskufall um nóttina eftir að Hekla
gaus og maður varð hálfskelkaður
að sjá þetta og þetta situr í manni
enn þá.“
Eftir grunnskólann vann Karl
heima við búið og fór svo á Bænda-
skólann á Hvanneyri veturinn 1978-
1979 og útskrifaðist þaðan sem bú-
fræðingur. Karl var í ungmenna-
félaginu Gretti og lék í leikritum í
Ásbyrgi og víða um land og hafði
gaman af því.
„Eftir það vann ég við búið en fór
svo að vinna hjá Ræktunarsam-
bandi Vestur-Húnavatnssýslu og
vann á jarðýtu og gerðist síðan
verktaki.“ Það þarf ekki að tala
lengi við Karl til að heyra að hann
er mikill véla- og bílakarl. „Fyrsta
vélin mín var gömul MF-traktors-
grafa sem ég eignaðist líklega árið
1981. Sama ár byrjaði ég að keyra
lömb í sláturhúsið á Hvammstanga,
fyrst á vörubíl sem faðir minn átti
en svo eignaðist ég minn fyrsta bíl
1983 og er búinn að keyra lömb í
slátur síðan eða í 39 ár.“
Karl keyrir út um allt land til að
ná í lömb og hefur kynnst mörgum
í gegnum það starf. Síðan hefur
hann flutt ýmislegt á vörubílum,
eins og áburð og fóðurbæti, en seg-
störfunum og sér núna um fjósið.“
Mikil breyting varð á Mýrum 3
árið 2006 þegar Karl og Valgerður
ákváðu að byggja róbótafjós við
gamla fjósið fyrir 70 kýr og kálfa-
uppeldi. Þetta var fyrsta róbótafjós-
ið í Vestur-Húnavatnssýslu. „Við
vorum með 14 kýr áður og stækk-
uðum upp í 60 svo þetta var ansi
mikið átak. Maður er náttúrulega
snarruglaður að gera þetta, en við
bara létum vaða og sjáum ekki eftir
því. Ég er ekki viss um að ég hefði
nennt að vera með kýr mikið lengur
ef við hefðum ekki gert þetta. Það
er allt annað að vera með svona há-
tæknifjós þar sem einn mjaltaþjónn
mjólkar kýrnar.“
Karl hefur verið að byggja og
bæta við búið frá því hann tók við
og íbúðarhúsið hefur stækkað, ný
votheyshlaða komið, ný véla-
geymsla risið og síðan byggði hann
í fyrra nýjan fjárkassa til að hafa
yfir lömbunum á leiðina í slát-
urhúsið.
„Það sem heillar mig mest við
búskapinn er að vera sjálfstæður,
vera úti í náttúrunni og í samneyti
við skepnurnar. Ég veit ekki hvern-
ig maður færi að ef maður hefði
ekki þessa vini sína og auðvitað
þekki ég ekkert annað.“
Karl segir engan tíma gefast til
hefðbundinna tómstunda, en þó hafi
þau hjónin farið heilmikið í ferðalög
erlendis og oftar en ekki hafa þau
farið á vélasýningar og fundist það
gaman. Í haust kom nýjasta vélin á
bæinn, Massey Ferguson 7726,
risavaxin vél sem Karl notar mest í
snjómokstur, en hann hefur mokað
snjó fyrir Vegagerðina og sveitarfé-
lagið í fjölda ára.
Fjölskylda
Eiginkona Karls er Valgerður
Kristjánsdóttir, f. 19.8. 1965, fjósa-
kona og fjármálastjóri. Foreldrar
hennar eru hjónin Steinunn Olga
Ágústsdóttir, f. 27.7. 1935, bóksali
og húsfreyja í Kaupangi í Öng-
ulstaðahreppi, og Kristján Hann-
esson, f. 16.4. 1928, d. 20.11. 2013,
bóndi í Kaupangi.
Fyrri kona Karls er Ina Laursen,
f. 15.7. 1964, húsfreyja í Danmörku.
Karl Guðmundsson bóndi á Mýrum 3 - 60 ára
Fjölskyldan Hér eru Karl, dóttirin Olga Kristín og Valgerður á Selfossi að
taka á móti nýjustu vélinni, Massey Ferguson 7726, síðasta haust.
Best að vera sjálfstæður bóndi
Nafnar Hér er Karl Guðmundsson
föðurafi Karls yngri og alnafni.
30 ára Þorvarður
ólst upp í Mos-
fellsbæ. Hann er lög-
fræðingur og starfar
hjá skatta- og lög-
fræðiráðgjöf Deloitte,
en var áður lögmaður
hjá Atlantik Legal
Services. Helstu áhugamál Þorvarðar
eru jaðartónlist, fjölskyldan, bækur og
hjólabretti.
Maki: Fabiola Prince, f. 1993, sagn-
fræðingur og starfar hjá Menntasjóði
námsmanna.
Synir: Atlas Myrkvi, f. 2018, og Aron
Mári, f. 2020.
Foreldrar: Guðný Rósa Þorvarðardóttir,
f. 1963, frkvstj. þjónustusviðs Heklu, og
Ágúst Már Jónsson, f. 1960, heilsuþjálf-
ari hjá Reykjalundi.
Þorvarður Arnar
Ágústsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Nökkvi Freyr
Goðason fæddist 8. janúar
2020 kl. 22.33. Hann vó
3.950 g og var 53 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Goði Ómarsson og Sara
Andrea Ólafsdóttir.
Nýr borgari
30 ára Sólveig ólst upp
á bænum Vatni í Skaga-
firði en býr núna á
Akureyri. Sólveig er
sjúkraliði og einkaþjálf-
ari. Helstu áhugamál
Sólveigar eru líkams-
rækt og samvera með
fjölskyldunni.
Maki: Máni Frímann Jökulsson, f. 1985,
byggingafræðingur.
Dætur: Selma Lárey, f. 2009, Guðrún
María, f. 2011, og Matthildur Hrefna, f.
2018.
Foreldrar: Guðrún H. Þorvaldsdóttir, f.
1961, Valgeir S. Þorvaldsson, f. 1960,
bændur og forstöðumenn Vesturfara-
setursins á Hofsósi. Þau búa á Vatni og
reka ferðaþjónustu og Íslensku fána-
saumastofuna á Hofsósi.
Sólveig Erla
Valgeirsdóttir