Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Sumarið 1952 var ég ennþá í vinnu
hjá Ásgeiri Blöndal Magnússyni.
Einn daginn í júlí, í góðu veðri og
glampandi sólskini, var ég búin að
taka allt út úr stofunni og var að
þrífa hana. Erlingur, sem þá var
tveggja ára, og Maggi litli voru að
leika sér úti, berfættir og með bera
handleggi.
Þá var bankað, ég fór til dyra og í
dyrunum sá ég
fullorðinn mann,
með smástrák
með sér. Strák-
urinn var þriggja
ára og mér varð
starsýnt á pilt-
inn. Hann var í
matrósafötum,
sem voru um
tveimur núm-
erum of lítil, í alltof litlum ull-
arfrakka, með stóreflis þykkan ull-
artrefil vafinn um hálsinn og
vetrarhúfu. Ég átti ekki til orð og
hugsaði með mér: „Hvaða mann-
eskja lætur barnið fara svona út úr
húsi?“ Þessi drengur var Róbert
Jón og fullorðni maðurinn var Ró-
bert John Jack. Róbert rétti mér
bréf, ég las það, en botnaði ekkert í
því. Kona að nafni Erla hafði skrifað
undir bréfið og ég áttaði mig ekki á
því hver hún væri. Í bréfinu stóð að
Erla sendi Róbert til mín, því að
hann vantaði ráðskonu og hún von-
aðist til þess að við gætum spjallað
saman. Það var allt og sumt. Ég
spurði Róbert hver Erla væri en
hann var hálfhissa á því að ég
þekkti hana ekki. Hann sagði að
hún væri einkaritari Sigfúsar Sig-
fússonar í Heklu og að hún hefði
hringt í Ingu móðursystur mína, til
að spyrjast fyrir um ráðskonu fyrir
hann. Þá fór ég að leggja saman tvo
og tvo. Inga móðursystir leigði vin-
konu sinni, Boggu úr Flatey á
Breiðafirði, efri hæðina í húsinu
sínu á Njálsgötunni. Þegar Inga fór
til Noregs og ég var vinnukona hjá
henni, bað hún Boggu um að fylgj-
ast með mér og hún var mér innan
handar, ef á þurfti að halda. Þessi
Erla, sem hafði sent bréfið, var
systir Boggu. Ég þekkti Erlu ekki,
en hún hafði oft komið í heimsókn
til systur sinnar á Njálsgötuna og
vissi allt um mig.
Róbert Jack var sem sagt kominn
til Reykjavíkur til að leita sér að
ráðskonu. Tvö elstu börnin hans,
Davíð og María, voru hjá Ragnari,
móðurbróður sínum í Hveragerði.
Róbert hafði tekið son sinn, Róbert
Jón, með sér suður, til að leyfa hon-
um að hitta systkini sín, Davíð og
Maríu. Róbert hafði sett auglýsingu
í Morgunblaðið, þar sem hann ósk-
aði eftir ráðskonu. Honum höfðu
borist þó nokkrar umsóknir. Einn
umsækjenda var kona með þrjú
börn, önnur kona vildi fá íbúð út af
fyrir sig og annað því um líkt. Hann
hafði því enn ekki fundið ráðskonu
við hæfi. Róbert hafði kennt Sigfúsi
í Heklu ensku áður fyrr og þeir
voru góðir vinir. Róbert var því van-
ur að koma við í Heklu, þegar hann
var á ferð í Reykjavík. Í júlí 1952
kom Róbert niður í Heklu í öngum
sínum og spurði hvort einhver gæti
aðstoðað hann við að finna ráðs-
konu. Erla sagðist þá vita af mér,
hún vissi ekki hvar ég væri nið-
urkomin, en bauðst til að komast að
því. Hún hringdi því í Ingu frænku
og fékk upplýsingar um það.
Hjúkrun vék fyrir ævintýraþrá
Þrátt fyrir áform mín um að
byrja í hjúkrun um haustið, blund-
aði ævintýraþráin í mér og hún var
sterk. Ég hafði aldrei komið norður
fyrir Vatnsskarð og tilhugsunin um
að fara til Siglufjarðar og þaðan til
Grímseyjar, var mjög spennandi.
Ég vissi að séra Róbert hafði misst
konuna sína nýlega frá fjórum ung-
um börnum. Augljóst var að Róbert
Jón sárvantaði einhvern til að hugsa
um sig. Ég hugsaði með mér að
séra Róbert væri ekki eins og hver
annar bóndadurgur, svo að þetta
hlyti að vera í lagi.
Ævintýraþráin, ásamt umhyggju
fyrir Róberti Jóni og hinum börnum
séra Róberts Jacks, varð til þess að
ég féllst á að taka að mér ráðskonu-
starfið þarna á hjara veraldar.
Áform mín voru að vera þar ein-
ungis í eitt ár og safna mér pen-
ingum, enda voru nánast engar búð-
ir í Grímsey og freistingarnar í
lágmarki. Ári síðar stefndi ég á að
byrja í hjúkrunarnámi. Ég tilkynnti
séra Róbert ákvörðun mína, en
sagðist ekki geta komið fyrr en með
seinni ferðinni í ágúst.
„Allt í lagi,“ segir Róbert. „Svo
framarlega sem þú kemur!“ Við
pabbi fórum í heimsókn vestur á
Skálanes í ágúst, eins og ráðgert
var. Þann 20. ágúst hringdi Róbert
og spurði hvort ég væri nokkuð
hætt við. Ég neitaði því og sagðist
koma eins og um hefði verið talað.
[…]
Ég flaug með sjóflugvél til Siglu-
fjarðar á vit ævintýranna, því að
enginn var flugvöllurinn á Siglufirði
þá. Ég átti vinkonu á Siglufirði, sem
ég hafði unnið með hjá Begga fína,
sem ég fékk að gista hjá. […]
Ódaunn af olíu og ælu
Póstbáturinn Drangur sigldi frá
Akureyri, kom næst við á Dalvík og
Ólafsfirði og sigldi að lokum til
Siglufjarðar og þaðan til Gríms-
eyjar. Báturinn var því ekki kominn
til Siglufjarðar fyrr en klukkan átta
um kvöldið. Siglingin til Grímseyjar
tók fjóra tíma og vorum við því í
Grímsey um miðnætti. Báturinn,
sem vanalega sigldi þessa leið, var
bilaður og sá sem notaður var í
staðinn var algjör dallur, sem lét
illa, enda vont í sjóinn þennan dag.
Það voru tólf kojur í bátnum, sem
voru allar fullar. Ég fékk neðstu
kojuna og Erlingur sofnaði sem bet-
ur fer um leið og svaf mestalla leið-
ina. Ég hef hins vegar aldrei á æv-
inni orðið svona sjóveik. Það ældu
nánast allir um borð og það var
þykkt lag af ælu á gólfinu. Í káet-
unni var olíuofn og lagði mikla olíu-
brælu frá honum. Ælufýlan, blönd-
uð olíuódauninum, var alveg
hræðileg blanda og gerði illt verra.
[...]
Fóru að kalla mig mömmu
Fljótlega eftir að ég kom til
Grímseyjar fór ég að þrífa og laga
til. Hálfum mánuði seinna, þegar ég
hafði hugsað mér að fara aftur
heim, voru Pétur og Róbert farnir
að kalla mig mömmu. Það varð því
ekki aftur snúið. Ég sagði við sjálfa
mig að ég væri búin að ráða mig til
eins árs og eitt ár skyldi ég vera.
Veturinn í Grímsey var mjög erf-
iður. Aðallega var það vegna þess
hversu dimmt var og dagarnir stutt-
ir. Eina lýsingin var litlar ljóstýrur,
sem vörpuðu frá sér takmarkaðri
birtu. Vatnsleysið var líka slæmt.
Það var vatnstankur í kjallaranum,
sem í var safnað regnvatni, er var
nær eingöngu notað til þvotta. Allt
annað vatn fengum við með því að
bræða snjó allan veturinn í stórum
járnpotti sem stóð á eldavélinni.
Margnota varð sama vatnið. Mér
fannst ég alltaf vera skítug meðan
ég var í Grímsey. Fyrstu helgina
mína ætlaði ég að baða strákana og
setti heila fötu af vatni í bala. Ég
veit ekki hvert Guðrún gamla [sem
bjó á heimilinu] ætlaði að fara,
henni fannst algjör skömm að eyða
öllu þessu vatni. Ég baðaði alla
strákana upp úr sama vatninu og
þvoði sjálfri mér á eftir. Svo var ég
með hreint vatn í könnu og hellti yf-
ir þá og skolaði hárið, áður en ég
tók þá upp úr.
Pétur og Róbert höfðu aldrei í
vatn komið. Þeir höfðu verið þvegn-
ir með blautum þvottapoka og þeim
fannst því ofsalegt fjör að komast í
bað. Þeir voru með bolla og helltu
hvor yfir annan og hlógu og skríktu.
Ég baðaði þá á laugardegi, en að-
faranótt sunnudagsins hafði rignt. Á
sunnudag bjuggumst við til messu
og ég var búin að klæða alla strák-
ana, en bannaði þeim að fara út, því
að pollar voru á götunum. Ég fór að
taka mig til og leit svo út um
gluggann. Þar sá ég Pétur sitja ofan
í einum pollinum og Erling og Ró-
bert með dósir fullar af vatni, sem
þeir usu yfir hann. Pétur saup
hveljur, en þeir skellihlógu allir og
þeim fannst þetta þvílíkt fjör. Þeir
voru í messufötunum og áttu engin
önnur spariföt. Þeir urðu því að fara
í hversdagsfötum til kirkju, þar sem
allir Grímseyingar voru mættir til
að virða fyrir sér aðkomukonuna.
Útgangurinn á strákunum var því
ekki bestu meðmælin fyrir mig, en
það bjargaðist allt saman. […]
Bjöguð íslenska
Íslenskan hjá mörgum Vestur-
Íslendingunum var orðin bjöguð.
Einu sinni bilaði miðstöðin okkar og
nágranni minn bauðst til að finna
viðgerðamann fyrir okkur. Daginn
eftir hringir síminn og maðurinn í
símanum segir:
„Heyrðu, ég átti að koma að kíkja
á förnisið hjá þér.“
Ég sagði: „Förnisið, hver fjárinn
er það?!“
Það voru mörg orð, þar á meðal
furnace og telephone, sem voru ekki
til á íslensku þegar vesturfararnir
fluttu til Kanada. Því voru ensku
orðin notuð í íslenskum búningi.
Einu sinni ætlaði íslenskur hjúkr-
unarnemi í Winnipeg að koma í
heimsókn til okkar ásamt foreldrum
sínum. Foreldrarnir komu þó án
dóttur sinnar og þegar ég spurði af
hverju það væri, svöruðu þau:
„Þeir voru svo stuttir á nörsunum
á hospitalinu að hún gat ekki fengið
daginn af!“ Alveg bein þýðing úr
enskunni! Það var oft mjög gaman
að þessu og það var ýmislegt skond-
ið sem kom upp. Einu sinni buðu
hjónin í næsta húsi okkur í kaffi.
Konan var organisti í kirkjunni og
maðurinn hennar formaður sóknar-
nefndar. Konan sagði við mig:
„Má ég ekki bjóða ykkur yfir fyr-
ir kaffi á morgun?“
Kaffitíminn var yfirleitt um þrjú
til fjögurleytið og við vorum því
mætt til þeirra klukkan tvö. Konan
varð rosalega skrítin og sagði að við
værum komin svolítið snemma.
„Nú, áttum við ekki að koma fyrir
kaffi?“ spurði ég.
Hún hafði þá snúið ensku setn-
ingunni „over for coffee“ beint yfir á
íslensku og ætlunin var því ekki að
við kæmum fyrr en á kaffitímanum.
[…]
Sögulegt bílpróf
Ég tók bílprófið í Kanada, sem
var sögulegt. Róbert ætlaði að
kenna mér á bíl, en í fyrstu skiptin
sem ég keyrði, drap ég alltaf á bíln-
um og því þraut þolinmæði hans
fljótt og hann sagði að það væri ekki
hægt að kenna mér á bíl. Nokkru
seinna kom íslensk kona í heimsókn
til okkar, Emilía hét hún og var
póstmeistari í Árborg. Róbert
spurði hvort hún gæti ekki kennt
mér á bíl og hún játti því. Á föstu-
degi tveimur dögum síðar, kom hún
við hjá okkur og keyrði með mig út
á akur. Þar lét hún mig setja bílinn í
gang, taka af stað, bakka og annað
slíkt og vorum við að í tvo klukku-
tíma. Þegar kennslunni var lokið,
fór ég heim og bjó mig undir að
taka á móti fullum bíl af fólki frá
Winnipeg, sem ætlaði að gista hjá
okkur yfir helgina. Mig vantaði sitt
af hverju úr kjörbúðinni og klukkan
var að nálgast sex, sem var lok-
unartími kjörbúðanna. Ég sagði við
Róbert að hann þyrfti að fara fyrir
mig í búðina, en þá segir hann:
„Hva’, varst þú ekki að læra á bíl?
Þú getur nú líkast til farið sjálf.“
Þar sem klukkan var að nálgast
sex, hafði ég ekki tíma til að standa
í einhverju orðaskaki og keyrði því
af stað. Ég þekkti engin umferðar-
merki og kunni ekkert að keyra í
umferð. Ég hef ekki hugmynd um
hvernig ég komst í búðina, en ég fór
yfir á rauðu ljósi og var nálægt því
að keyra niður konu á gangbraut.
Ég komst samt sem áður í búðina
og heim aftur án þess að valda slysi.
Viku seinna kom gamall maður í
heimsókn og Róbert spurði hann
hvort hann gæti ekki tekið mig í bíl-
próf. Ég sagðist ekki geta tekið bíl-
próf, þar sem ég kynni ekkert á bíl.
„Við sjáum bara til,“ sagði sá gamli.
Hann fór með mig út að keyra og ég
gerði ekkert nema tóma vitleysu.
Hann sat þó sallarólegur við hlið
mér og sagði alltaf:
„Þú athugar þetta bara næst,
væna mín.“
Í lok tímans var ég komin með
bílpróf, án þess að kunna skil á einu
einasta umferðarmerki og ljósin
voru algjört aukaatriði.
Ævintýraþrá
og umhyggja
Bókarkafli | Vigdís Jack var prestsfrú í meira en
þrjá áratugi, lengst af á Tjörn á Vatnsnesi en líka
í Vesturheimi. Hún stýrði stóru og fjölmennu
heimili og hýsti að auki á heimili sínu konur sem
voru að bíða eftir að komast inn á stofnun og rak
með manni sínum sambýli í Kópavogi. Gyða
Skúladóttir Flinker skrifaði sögu hennar.
Atorka Vigdís Jack á sextugsafmæli sínu. Hún ætlaði að læra hjúkrun, en ævintýraþráin rak hana til Grímseyjar.