Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði ið um nýtt uppistand,“ segir Ari og kveðst ætla að leyfa sér að slaka á og njóta augnabliksins á næstunni. Hann neitar því þó ekki að vera far- inn að huga að næstu skrefum á ferl- inum – rétt sé að vera reiðubúinn þegar allt verður eðlilegt á ný. Með nýja sýningu í smíðum „Eins og heimurinn er í augnablik- inu er ég bara þakklátur. Þegar heimurinn fer að opnast langar mig að ferðast dálítið með nýja sýningu. Ég hef til þessa verið svokallaður há- tíðargrínisti, að mestu troðið upp á hátíðum eins og Edinborgarhátíðinni. Nú langar mig að reyna að breyta um stíl og láta á það reyna að fara víðar. Ég bý að því að umboðsmaðurinn minn er Mick Perrin sem er vanur að skipuleggja slíkar ferðir. Ég sé fyrir mér að á næsta og þar næsta ári taki ég skrefið yfir í að halda sýningar á eigin vegum í útlöndum. En svo lang- ar mig líka að þræða Ísland. Ég hef verið að færa mig upp á skaftið með að fara um landið. Það er með því skemmtilegasta sem ég geri; að bruna á milli staða á Íslandi og skemmta. Þá líður mér alltaf eins og ég sé í Með allt á hreinu.“ svara skilaboðum síðustu vikuna. Ég er farinn að sjá fyrir mér að ég verði eins og Ringo Starr í Simpson- þættinum þar sem hann er enn að svara bréfum frá aðdáendum á sjö- unda áratugnum.“ Ómetanleg auglýsing Ari segir að Netflix gefi alla jafna ekki upp áhorfstölur og hann viti því ekki hversu margir hafa horft. „Svona efni safnar upp áhorfi í mörg ár. Mér er sagt að eftir um það bil ár fari mað- ur að finna fyrir áhrifunum þegar kemur að miðasölu. Það er ómetanleg auglýsing fyrir uppistandara að kom- ast þarna inn. Maður er alltaf að slást um að komast í einhvern þátt í fimm mínútur, að koma sér á framfæri í smá skömmtum. Það var varla í mín- um villtustu draumum að geta fengið að sýna alla sýninguna á vettvangi sem þessum. Ég fór út í fyrsta skipti fyrir þremur árum og þetta var kannski fjarlægt lokatakmark. Ég trúi því vart að það sé í höfn.“ Hann segir að tímasetningin sé auk þess mjög hentug og líkleg til að auka áhorfið. „Þetta kemur út á hápunkti Covid-tímans. Það er dauður tími. Bransinn er gjörsamlega stopp og lít- Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg, eig- inlega yfirþyrmandi jákvæð,“ segir grínistinn Ari Eldjárn. Vika er nú liðin frá því þáttur með uppistandi hans, Pardon My Ice- landic, kom inn á streymisveituna Netflix. Þátturinn er aðgengilegur áhorfendum í 190 löndum svo ekki þarf að fjölyrða um útbreiðsluna. Um er að ræða uppistand sem Ari flutti í Bretlandi á árunum 2017-2018 en var tekið upp í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Gagnrýni, til að mynda í breska blaðinu The Guardian, hefur verið já- kvæð og flestir spá Ara frekari vel- gengni á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hefur Ari haft í nægu að snú- ast á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli hef ég ekki haft við að lesa skilaboð frá fólki, það eru mörg hundruð manns búin að hafa samband við mig beint í gegnum samfélagsmiðla frá yfir 40 löndum. Þetta eru lönd sem manni hefði aldrei í sínum villtustu draumum dottið í hug að ná til fólks, Brasilía, Óman og Ísrael svo fáein séu nefnd. Ég hef eig- inlega ekki gert annað en að lesa og Morgunblaðið/Eggert Vinsældir Ari Eldjárn hefur setið sveittur við samfélagsmiðlana undanfarna viku að skrifast á við nýja aðdáendur. Ari eignast aðdáendur í Brasilíu og Óman  Uppistand á Netflix opnar nýja heima  Skilaboð víða að Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stjórnvöld hafa ákveðið að viðhalda 10 manna samkomubanni en ráðast í minni háttar tilslakanir á sviði frí- stunda, íþrótta, verslunar og í veit- ingageira en líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur gefið út að bólusetning Íslendinga muni hefjast í upphafi nýs árs, en á Facebook-síðu sinni í gær fagnaði hún niðurstöðum skoð- anakönnunar Maskínu, sem sýnir að 92% landsmanna ætli í bólusetn- ingu. Um leið fagnaði Katrín því að í gær hafi hafist bólusetningar við kórónuveirusmiti í Bretlandi. Sundlaugar verða opnaðar á ný þar sem helmingur hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi verður heimilaður en líkamsræktarstöðvar verða enn lokaðar samkvæmt sótt- varnareglum sem kynntar voru í gær og taka gildi á fimmtudaginn. Aðgerðirnar munu gilda til 12. jan- úar. Á veitingastöðum verður nú heimilt að taka við 15 viðskiptavin- um í rými og verður afgreiðslutími lengdur til 22.00 á kvöldiun en ekki verður heimilt að taka á móti nýj- um viðskiptavinum eftir klukkan 21.00. Rýmkun reglna í sviðslistum „skref í rétta átt“ Þá var hömlum létt af íþrótta- starfi að því marki að íþróttaæfing- ar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar, með og án snertingar, í greinum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsíþróttum eru heimilar en æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru ekki heimilar. Hvað varðar aðrar íþrótt- ir er heimilt að stunda æfingar utandyra sem ekki krefjast snert- ingar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði. Brynhildur Guðjónsdóttir, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, segir að sóttvarnareglur muni ekki hafa áhrif á sýningahald í leikhúsinu fyrir jól. Þó sé hægt að hefja æf- ingar á verkum þar sem fleiri en 10 manns koma saman en leikhúsinu sé sniðinn verulega þröngur stakk- ur með tveggja metra reglunni. „Þetta þarf allt að skoða en þetta er skref í rétta átt,“ sagði Bryndís í samtali við mbl.is í gær. Einn sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum í upp- hafi vikunnar og hafa þar með 28 látist af völdum farsóttarinnar hér á landi. Minni háttar tilslakanir  Opna sundlaugar og æfingar heim- ilaðar að hluta  Lokað í líkamsrækt Helstu breytingar á samkomutakmörkunum Takmörkun miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum Takmarkanir eiga ekki við börn sem fædd eru 2005 og síðar Verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns Veitingastaðir mega taka við 15 viðskipta- vinum í rými og hafa opið til kl. 22.00 Sund og baðstaðir mega hafa allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi Menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði og allt að 50 sitjandi gestum. Hvorki hlé né áfengissala heimil Hámarksfjöldi í jarðarförum verður 50 manns Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskóla- barna felld brott 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglu- gerð um takmarkanir á samkomum Lestrarrými í framhalds- skólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 inemendur 8 ný inn an lands smitgreindust sl. sólarhring 187 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní Heimild: covid.is Sjá nánar á mbl.is og á vef Stjórnarráðsins 75 8 16 99 86 21 júlí ágúst september október nóvember Breytingar á takmörkunum skólastarfs 28 einstaklingar eru látnir hámark 100 manns Ekki hefur enn verði fastsett dag- setning um hvenær Skatturinn opnar fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki en samkvæmt upplýsingum sem fengust þar í gær er stefnt á að það verði gert í síðari hluta næstu viku. Fimm vikur frá lögfestingu Tæpar fimm vikur eru liðnar frá því að frumvarp fjármála- og efnahags- ráðherra um tekjufallsstyrki var sam- þykkt sem lög frá Alþingi, hinn 5. nóv- ember, og öðluðust lögin þegar gildi. Skatturinn annast framkvæmdina og greindi frá því þegar lögin höfðu verið afgreidd að þegar væri hafin vinna við gerð umsókna, leiðbeininga og annars sem til þyrfti. Ljóst væri að sú vinna myndi taka einhverjar vikur en róið væri að því öllum árum að unnt yrði að sækja um greinda styrki sem fyrst. Jafnframt birti embættið fyrstu leiðbeiningar um tekjufalls- styrki á vefsíðu sinni. Tekjufallið 40% eða meira Bendir embættið á að styrkirnir séu ætlaðir þeim sem hefur verið gert að stöðva starfsemi sína vegna sótt- varnaaðgerða og/eða þeim sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna áhrifa faraldursins. Miðað er við að tekjufallið hafi átt sér stað frá 1. apríl sl. til 31. október og þarf það að hafa verið a.m.k. 40% eða meira af með- altekjum viðkomandi á sjö mánaða tímabili á seinasta ári að því er fram kemur í lögunum. Geta allir þeir sem stunda atvinnurekstur sótt um styrk, hvort sem reksturinn er í gegnum fé- lag eða á eigin kennitölu einstaklings. omfr@mbl.is Stefnt að opnun í næstu viku  Undirbúa afgreiðslu tekjufallsstyrkja Morgunblaðið/Eggert Lokað Stuðningurinn er ætlaður þeim sem var gert að stöðva starf- semi sína eða urðu fyrir tekjufalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.