Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andrés Magnússon andres@mbl.is Forsvarsmenn sjálfstæðra heil- brigðisstofnana gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir að láta kreddu koma í veg fyrir að öll úrræði séu nýtt í kór- ónuveirufaraldrinum. Þrátt fyrir ákall heilbrigðisráðuneytisins um fleiri hjúkrunarrými hafi boðum um þau ekki einu sinni verið svarað. Síð- an hafi komið upp Covid-19-smitin á Landakoti, sem dregið hafi á annan tug til dauða. Þetta kemur fram í viðtali í nýút- komnu tölublaði Læknablaðsins, en þar segjast þau Anna Birna Jens- dóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, og Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hissa á að þau hjúkrunarúrræði, sem þau hafi boðið, séu ekki virt viðlits af stjórnvöldum. Á sama tíma og lið- lega 100 sjúklingar sitji fastir á Landspítala standi sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstofnanir með tilbúin sjúkrarúm ónýtt á hliðarlínunni. Í viðtalinu minnir Anna Birna á að forstjórar hjúkrunarheimila hafi fengið tölvupóst frá ráðuneytinu hinn 5. október, þar sem vandi spít- alans var áréttaður og beðið um hjálparhönd – það munaði um hvert rými. Hún hafi heyrt hvernig þeir hafi tínt eitt og eitt pláss til en stærri hugmyndum hafi ekki verið svarað, frá ráðuneytinu hafi ekkert símtal borist. „Ekki eitt einasta.“ Landakotssmitin umflýjanleg Hún dregur ekkert undan um al- varleika málsins: „Smitin á Landa- koti vekja upp sorg. Sorg yfir hvern- ig þetta gerðist. Sorg að ekki sé löngu búið að laga ástandið. Við hefðum getað verið löngu búin að því,“ segir hún. Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hefur nánast hið sama að segja, fyrirtækinu hafi ekki einu sinni verið svarað þegar það bauðst til að opna hjúkrunarrými fyrir um 160 sjúk- linga, stoðþjónustu fyrir Landspít- alann; legurými og flæðirými. Hann velkist ekki í vafa um ástæðuna fyrir þessari afdrifaríku tregðu: „Pólitík og peningar.“ Anna Birna tekur í sama streng. „Þetta snýst um peninga og þekk- ingarleysi stjórnmálamanna sem kynnast ekki vandanum fyrr en ætt- ingi þeirra þarf á þjónustunni að halda,“ segir hún. Vandinn sem við sé að etja kristallist í kórónuveiru- smitunum á Landakoti; lélegt hús- næði, skortur á mönnun og fræðslu. Vanda sem hefði mátt afstýra með framsýni í málaflokknum. „Ég vona að forsætisráðherra standi við orð sín um að taka eigi til hendinni innan málaflokksins,“ bæt- ir Anna Birna við í viðtalinu í Læknablaðinu. Ekki er langt síðan Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar í Ármúla, sem rekur meðal annars sjúkradvöl á Hótel Íslandi, hafði sömu sögu að segja í fjölmiðlum. Urðarhvarf Hér hafa stjórnvöldum staðið hjúkrunarúrræði Heilsuverndar til boða, en þau hafa ekki svarað boðinu. Ráðuneytið slær á hjálpar- hönd í heimsfaraldrinum  Sakað um tómlæti í Læknablaðinu  Landakot afleiðingin Anna Birna Jensdóttir Teitur Guðmundsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á þetta lengur,“ segir Ásdís Þorsteinsdóttir, íbúi við Kleppsveg í Reykjavík. Mikillar óánægju gætir meðal íbúa í Laugarnesi með starfsemi Vöku við Héðinsgötu. Fyrirtækið flutti í Laugarnesið í byrjun árs og fljótlega fóru að berast kvartanir til yfirvalda vegna hávaða, sjónrænna áhrifa og mögulegrar olíumengun- ar. Í frétt Morgunblaðsins í maí kom fram að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og embætti bygging- arfulltrúa borgarinnar fylgdust með starfsemi Vöku af þessum sök- um og umbóta hefði verið krafist. Um síðustu helgi kom fram í frétt blaðsins að skipulagsfulltrúi geri ekki „skipulagslegar athugasemd- ir“ við starfsemi Vöku en fyrir- tækið hefur sótt um tímabundið starfsleyfi út næsta ár. Í tengslum við þá umsókn hefur Vaka hætt að stafla bílhræjum á lóðinni við Héð- insgötu. Íbúar í hverfinu, sem Morgun- blaðið hefur rætt við, gefa lítið fyrir þessar vendingar og óttast að allt fari í sama farið þegar leyfi hafi fengist. Tala þeir um „jólahrein- gerningu“ hjá Vöku og telja óhæft að fyrirtækinu hafi nokkurn tímann verið leyft að flytjast á núverandi stað. Kvartað hafi verið undan há- vaða sem vakið hafi ungbörn í hverfinu, olíulykt sem lagt hafi yfir í sumar og að unglingar hafi átt greiða leið að bílhræjum á lóðinni. „Það þekkist hvergi nema hér að svona starfsemi sé inni í þéttbýli. Þeir þykjast vera búnir að taka til en skaðinn er skeður. Hér hefur lekið niður mikið af spilliefnum og olíu. Fyrirtækið var aldrei með leyfi fyrir starfsemi utandyra og stærir sig svo af því að hreinsa þar til. Stjórnsýslan hefur ekki staðið í stykkinu og hér hefur ekkert eft- irlit verið,“ segir Ásdís. Íbúar hafa meðal annars komið óánægju sinni á framfæri við um- hverfis- og auðlindaráðuneytið. Í bréfi ráðuneytisins til Umhverfis- stofnunar vegna málsins, dagsett 25. nóvember síðastliðinn, er rakið að ráðuneytið hafi sett sig í sam- band við Heilbrigðisnefnd Reykja- víkur, Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur og Umhverfisstofnun til að umkvartanir þessar kæmust í rétt- an farveg. Rakin eru ýmis bréfa- skipti þar sem meðal annars kemur fram að heilbrigðiseftirlitið upplýsi að venja sé innan stjórnsýslunnar að fyrirtæki fái að starfa án starfs- leyfis meðan unnið sé að því að afla leyfa. Það á einmitt við um starf- semi Vöku og er eftirlitshlutverk Umhverfisstofnunar áréttað í bréfi ráðuneytisins. Segir að stofnunin geti lagt stjórnvaldssektir á vegna brota á banni við að hefja starfs- leyfisskyldan atvinnurekstur hafi starfsleyfi ekki verið gefið út. Er því beint til Umhverfisstofnunar að taka málið til athugunar. Málefni Vöku verða tekin fyrir á fundi íbúaráðs Laugardals næst- komandi mánudag. Þar verður Líf Magneudóttir borgarfulltrúi gestur en auk þess eiga borgarfulltrúarnir Kristín Soffía Jónsdóttir og Katrín Atladóttir sæti í ráðinu. Telja eftirliti með Vöku ábótavant  Íbúar í Laugarnesi kvarta enn undan starfsemi Vöku og furða sig á að hún hafi verið heimiluð  Olíu- lykt lagði yfir hverfið  „Skaðinn er skeður,“ segir íbúi  Borgarfulltrúar ræða málið á íbúaráðsfundi Óánægja Íbúar í hverfinu eru m.a. ósáttir við gámastæður á lóð Vöku. Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt Mat- vælastofnun að frá og með 1. janúar næstkomandi taki nýjar reglur gildi um innflutning á sjávarafurðum til Kína. Ný heilbrigðisvottorð þurfa að liggja fyrir um vöruna og eiga þau að taka til allrar framleiðslukeðju af- urðanna. Heimsfaraldur kórónuveiru er sagður ástæða nýrra reglna. Við breytingar á heilbrigðisvottorði hafa yfirvöld í Kína einnig sett fram kröf- ur um upplýsingar um viðbrögð hér- lendis vegna varna gegn kórónuveir- unni til að forðast dreifingu smits með afurðum og umbúðum. Sam- bærileg erindi hafa m.a. borist Norðmönnum. Þorvaldur H. Þórðarson, sviðs- stjóri markaðsmála hjá Matvæla- stofnun, segir að unnið sé að málinu hjá Mast og leitað hafi verið eftir nánari upplýsingum frá Kína þar sem ýmislegt sé óljóst. Hann segir að á þessu stigi hafi ekki verið haft formlegt samband við framleiðendur hérlendis. Íslendingar hafa meðal annars haft leyfi heilbrigðisyfirvalda í Kína til að flytja þangað afurðir bæði úr villtum fiskstofnum og eldisfiski. aij@mbl.is AFP Fiskborð Fiskmarkaður í borginni Hangzhou í austurhluta Kína. Herða reglur í Kína  Vilja ítarlegri heilbrigðisvottorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.