Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Hljóðmagnarar Hljóðmagnari hentar vel þeim sem þurfa að heyra betur og er einfaldur í notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með margmiðlunarstreymi tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki. Vekjaraklukka fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa Að vakna á réttum tíma hefur aldrei verið auðveldara Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig. Verð frá kr. 19.800 Verð frá kr. 58.800 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bretar urðu í gær fyrsta vestræna þjóð heimsins til að hefja fjöldabólu- setningar gegn kórónuveirunni. Ní- ræð langamma að nafni Margaret Keenan, upprunnin á Norður- Írlandi, fékk fyrstu sprautuna af Pfi- zer-BioNTech-bóluefninu. Hún lýsti því sem forréttindum að fá spraut- una fyrst milljóna manna sem bólu- settar verða á næstu vikum og mán- uðum í Bretlandi. „Ég ráðlegg hverjum þeim sem býðst bólusetning að þiggja hana. Fyrst ég níræð konan get fengið sprautuna þá getið þið öll hin það líka,“ sagði frú Keenan, sem var bólusett klukkan 6:31 í gærmorgun að íslenskum tíma á háskólasjúkra- húsinu í Coventry. Um 800.000 manns verða sprautaðir með Pfizer- BioNTech-bóluefninu í fyrstu lotu og áætlað er að um komandi áramót verði fjöldinn kominn í fjórar millj- ónir. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagðist hún ekki geta hugsað sér betri afmælisgjöf en bólusetn- inguna gegn kórónuveirunni. „Þetta þýðir að ég get loksins hlakkað til að sjá fjölskyldu mína og verja tíma með henni og vinum á nýju ári,“ sagði Keenan sem búið hefur ein meira og minna allt árið vegna far- aldursins. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði upphaf bólusetning- arinnar vera eins og vítamínsprautu fyrir bresku þjóðina alla í stríðinu við kórónuveiruna. Þar sem ekki yrði byrjað að bólusetja þorra þjóð- arinnar fyrr en á nýju ári yrði fólk áfram að fara gætilega og fylgja ráð- leggingum til að takmarka sem mest útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við getum ekki slakað á verðinum,“ sagði Johnson í heimsókn á spítala í London í tilefni „veirudagsins“. Fylgdist hann þar með bólusetningu nokkurra landa sinna. Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa pantað 40 milljónir skammta af Pfi- zer-bóluefninu sem duga eiga til að mynda mótefni í blóði 20 milljóna manna en hver og einn verður að fá tvær sprautur með þriggja vikna millibili til þess að hljóta fullt ónæmi við veirunni. Miðstöðvar í Bretlandi munu í fyrstu atrennu bólusetja 80 ára og eldri auk starfsmanna heilbrigð- iskerfisins. Sjötíu sjúkrahús eru að búa sig undir að hefja bólusetningu í þessari viku. Bólusetningarherferð- inni er í fyrstu beint að þeim sem eru í mestri hættu á að sýkjast og veikj- ast. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock lýsti ánægju sinni með undirtektir við verkefnið, en hvatti fólk til að hafa varann á sér gagnvart kórónuveirunni næstu mánuðina. Sagði hann „langa göngu“ fram und- an uns kórónuveiran yrði lögð að velli en bóluefnið vísaði veginn út úr kreppunni. „Veiran er dauðans al- vara en við verðum að fara að leik- reglum.“ Sá er hlaut skammt númer tvö af bóluefninu í Englandi er alnafni hins fræga rithöfundar William Shake- speare. Systir Joanna Sloan, nunna í Belfast, var bólusett fyrst allra á Norður-Írlandi eða klukkan 8:00 að morgni á Viktoríuspítalanum í Bel- fast. Í Wales var fyrstu nálinni stungið í öxl hins 48 ára gamla Craig Atkins, sem skalf af kvíða. „Hún var ógnvekjandi,“ sagði hann um spraut- una en jafnaði sig fljótt. Svæfingarlæknirinn Katie Stew- art var meðal fyrstu Skota til að fá bóluefnið. Hún sagði að eiginlega þyrfti að halda upp á bólusetninguna eftir „mjög langt þjáningaár“. Breskir embættismenn hafa lofað bóluefni Pfizer-BioNTech sem tíma- hvörf í glímunni við kórónuveiru- faraldurinn. Bretland er fyrsta land- ið í veröldinni til að hefja bólu- setningu með Pfizer-bóluefninu, sem samþykkt var til notkunar í landinu í fyrri viku. Gögn frá 38.000 þátttak- endum í prófunum á bóluefninu „sýna ekkert sem varðar getur ör- yggi þeirra,“ segir í skýrslu banda- ríska lyfjaeftirlitsins (FDA) um bóluefnið, sem skýrt var frá í gær. Segir enn fremur að eftir tveggja mánaða eftirfylgni eftir seinni sprautuna virðist sem engar áhyggj- ur þurfi af bóluefninu að hafa sem koma ættu í veg fyrir að gefið yrði út bráðaleyfi fyrir notkun þess í Bandaríkjunum. Fundar FDA um það mál á fimmtudag og þykja yfir- lýsingar stofnunarinnar benda til þess að grænt ljós fáist á bráðaleyf- ið. Rússar hófu sína herferð sl. laug- ardag er fólk í áhættusömum störf- um innan heilbrigðiskerfisins var sprautað. Kínverjar hófu sömuleiðis að gefa stungulyf. Á sama tíma versnar ástandið í mörgum löndum sem eru að grípa til hertra takmarkana á athafna- og ferðafrelsi fólks. Þannig var 30 millj- ónum íbúa Kaliforníuríkis í Banda- ríkjunum í gær fyrirskipað að halda sig innan dyra á heimilum sínum í glímunni við skæða sókn veirunnar í Bandaríkjunum. Snúa vörn í sókn gegn veirunni  Níræð langamma sprautuð fyrst allra utan tilrauna  Á sama tíma og Bretar, Rússar og Kínverjar hefja sókn gegn veirunni með bóluefni að vopni versnar ástandið í mörgum löndum  Vítamínsprauta AFP Tímamót Klappað fyrir Margaret Keenan er hún snýr aftur til deildar sinn- ar á spítalanum í Coventry eftir bólusetningu við kórónuveirunni. AFP Þökkuðu fyrir Vilhjálmur prins og Katrín kona hans heimsóttu Berkshire- spítalann í Reading í gær og komu á framfæri þökkum bresku þjóðarinnar. Vísbendingar um örplast hafa fundist rétt fyrir neðan tind Everestfjallsins. Uppruni þessarar mengunar er tal- inn vera í tjöldum og klifurköðlum sem hundruð fjallgöngumanna hafa ár hvert skilið eftir á fjallinu. Við rannsóknir í leiðangri á Eve- rest í fyrra hefur örplastið fundist í allt að 8.440 metra hæð yfir sjávar- máli. Magn þess var þó mun meira í og við grunnbúðir Everest. Kom mengunin vísindamönnunum mög svo í opna skjöldu, að finna örplast í hverju einasta snjósýni sem tekið var. „Ég hef alltaf talið fjallið af- skekkt og óspillt,“ sagði einn vísinda- mannanna. Everest telst nú hærra en áður var talið, eða sem nemur 86 sentimetrum, að sögn yfirvalda í Nepal og Kína sem fylgjast reglulega með hæð fjallsins. Nepalar og Kínverjar eru sammála um nýju mælinguna en hingað til höfðu þeir verið ósammála um hvort taka ætti snjóhettuna á tindinum með í reikninginn. Með samkomulaginu telst hin nýja hæð Everest vera 8.848,86 metrar, eða 29.032 fet. Með fyrri mælingu sinni fengu Kínverjar út að fjallið væri 8.844,43 metrar, eða tæpum fjórum metrum lægra en það var að mati Nepala. Everest er á landamærum Kína og Nepals og gengið er á fjallið frá báð- um hliðum. agas@mbl.is AFP Everest Hærra en áður var talið og getur það skýrst af flekahreyfingum. Örplast á Everest  Sammála um nýja hæðarmælingu Breskir vísindamenn áforma að prófa hvort það myndi veita öfl- ugra ónæmi gegn kórónveirunni að sprauta fólk tveimur bóluefn- um, öðru við fyrri gjöf og hinu í seinni sprautun. Þessar tilraunir er ekki hægt að hefja fyrr en gefið hefur verið út leyfi til notkunar fleiri bóluefna, en aðeins efni Pfizer/BioNTech hefur öðlast notkunarleyfi. Fyrirsvarsmaður tilraunarinnar, Kate Bingham, segir að verið sé að framleiða prófunarútgáfur annarra bóluefna. Þetta sé þekkt ferli við lyfjaþróun og hafi ekkert að gera með skort á nýtanlegum birgðum. Áhugi sé á því að leiða í ljós hvort blönduð bóluefnisgjöf geti styrkt ónæmiskerfið enn bet- ur en þau bóluefni sem fyrir liggja. Talið er að stutt sé í leyfisveit- ingu vegna bóluefnisins Oxford/ AstraZeneca. Það virkar ögn öðru- vísi en Pfizer-sprautan og er því talið geta orðið góður förunautur hennar, að sögn vísindamanna. Prófa blandað bóluefni ÞEKKT FERLI VIÐ LYFJAÞRÓUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.