Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020  Jón Daði Böðvarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, tryggði Millwall stig í Lundúnaslag gegn QPR í ensku B-deildinni í gærkvöld. Jón Daði kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik og sjö mínútum síðar jafnaði hann metin í 1:1 með góðu skoti. Þetta er fyrsta mark Jóns í deildinni á þessu tímabili en Millwall gerði sitt níunda jafntefli í sautján leikjum og er í 14. sæti af 24 liðum.  Grindvíkingar hafa samið við portú- galska knattspyrnumanninn Tiago Fernandes um að leika með þeim næstu tvö keppnistímabil. Tiago er 25 ára miðjumaður sem lék með Fram í tvö ár, 2018 og 2019, og skoraði sex mörk í 42 leikjum fyrir Safamýrarliðið í 1. deildinni. Hann lék ekki með neinu félagi á þessu ári og kemur því í raun til Grindavíkur frá Fram. Grindavík hafnaði í fjórða sæti 1. deildar í ár eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni haust- ið 2019.  Raúl Jiménez, mexíkóski knatt- spyrnumaðurinn sem leikur með Wolv- es á Englandi, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa höf- uðkúpubrotnað í leik gegn Arsenal 29. nóvember. Félag hans skýrði frá þessu í gær og segir að hann sé kominn heim til hvíldar hjá fjölskyldu sinni. Sky Sports hefur eftir lækni Wolves, Matt Perry, að Jiménez hafi tekið stór- stígum framförum eftir aðgerðina sem hann þurfti að gangast undir. Hins vegar er viðbúið að langur tími líði þar til framherjinn fái að stíga aftur inn á knattspyrnuvöllinn. Hann hefur skorað 21 mark í 48 leikjum með Wolves í úr- valsdeildinni og 27 mörk í 86 lands- leikjum fyrir Mexíkó.  Írinn Caoimhin Kelleher verður að óbreyttu áfram í marki Liverpool í kvöld þegar ensku meistararnir sækja heim Mikael Anderson og samherja hans í danska meistaraliðinu Midtjyll- and. Leikurinn er í lokaumferð riðla- keppninnar þar sem Liverpool er þeg- ar komið í 16-liða úrslit en Midtjylland verður í neðsta sæti. Alisson Becker markvörður hefur misst úr tvo síðustu leiki en verður mögulega leik- fær á sunnu- dag þegar Liv- erpool mætir Fulham. Kelleher, sem er 22 ára, hef- ur haldið hreinu og staðið sig vel í tveimur síðustu leikjum, gegn Ajax og Wolves, en þetta voru fyrstu leikir hans með að- alliði félagsins. Eitt ogannað MEISTARADEILDIN Kristján Jónsson kris@mbl.is Þrátt fyrir að hafa náð í 9 stig í fyrstu þremur leikjunum í Meist- aradeild Evrópu í knattspyrnu tókst Manchester United ekki að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. RB Leipzig vann United 3:2 í Þýskalandi í gær og fer áfram ásamt París St. Germain. United tapaði því þremur síðustu leikjunum og þarf að gera sérð að góðu að færa sig yfir í Evrópudeild UEFA. Þegar ljóst var að þessi þrjú lið yrðu saman í riðli var ekki hægt að bóka að enska liðið væri áfram en allt benti þó til þess eftir fyrstu um- ferðirnar því United vann fyrsta leikinn í París og í framhaldinu burstaði United lið Leipzig 5:0. Tap í Tyrklandi í fjórða leiknum gegn Istanbul Basaksehir hafði heldur betur áhrif á gang mála hjá United. Angelino, Amadou Haidara og Justin Kluivert komu Leipzig í 3:0 en leikmenn United tóku við sér á lokakaflanum. Bruno Fernandes og Paul Pogba hleyptu spennu í leikinn þar sem United dugði jafntefli til að komast áfram. Pogba kom inn á sem varamaður í gær. París St. Germain er öruggt um sæti í 16-liða úrslitum með betri inn- byrðisárangur gegn United en ekki tókst að ljúka leik Parísarliðsins og Istanbul Basaksehir í gær. Leik- menn tyrkneska liðsins gengu af velli í gær og sökuðu fjórða dómara leiksins, Sebastian Coltescu frá Rúmeníu, um kynþáttaníð. Leik- menn liðsins neituðu að snúa aftur út á völlinn en staðan var markalaus þegar leikurinn var stöðvaður á 23. mínútu. Þegar leið á kvöldið sendu leikmenn Basaksehir frá sér yfirlýs- ingu um að þeir ætluðu ekki að halda leiknum áfram. Ekki er úti- lokað að leikurinn haldi áfram í dag. Eins og áður segir liggur þrátt fyrir þetta fyrir hvaða lið fara áfram og Basaksehir gat ekki lyft sér frá botninum. Setti met á söguslóðum Youssoufa Moukoko varð í gær yngsti leikmaðurinn til að leika í Meistaradeild Evrópu karla í knatt- spyrnu þegar hann lék fyrir Dort- mund í 2:1 sigrinum á Zenit í St. Petersburg. Moukoko var aðeins 16 ára og 18 daga gamall og sló 26 ára gamalt met sem Céléstine Babayaro setti þegar hann lék fyrir And- erslecht gegn Steaua Búkarest, 16 ára og 87 daga gamall. United tapaði þremur í röð  Leipzig og París St. Germain komast áfram  Leikmenn gengu af velli í París AFP Úr leik Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United gengur af velli í gær. Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV eftir að hafa leikið með Val undanfarin ár og leikur með því í 1. deildinni á næsta ári. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning. Þetta er gríð- arlegur liðsstyrkur fyrir ÍBV en Eiður, sem er þrítugur, hefur leikið 155 leiki í úrvalsdeildinni með ÍBV og Val, 87 þeirra fyrir ÍBV á ár- unum 2008 til 2014. Þá hefur hann leikið með Örgryte í Svíþjóð, Sand- nes Ulf í Noregi og Holstein Kiel í Þýskalandi. Eiður Aron kom- inn aftur til Eyja Ljósmynd/ÍBV Heimkoma Eiður Aron Sigur- björnsson samdi við ÍBV til 3ja ára. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lands- liðskona í knattspyrnu er á leið frá Salt Lake City til Kansas City en lið hennar, Utah Royals, hefur verið lagt niður og Kansas City fær keppnisréttindi þess og leikmanna- hópinn. Kansas City lék í atvinnu- deildinni, NWSL, til 2017 en þá var starfsemi félagsins lögð niður og Utah Royals stofnað í staðinn. Gunnhildur hefur leikið með liðinu öll þrjú árin sem það var starfrækt en kom til Vals í láni í ágúst á þessu ári, enda hefur keppni í NWSL al- veg legið niðri í ár. Gunnhildur Yrsa fer til Kansas Morgunblaðið/Eggert Flytur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í láni hjá Val í haust. Evrópudeildin Valencia – Zenit Pétursborg.............. 72:85  Martin Hermannsson lék í 22 mínútur með Valencia, skoraði 6 stig og átti 3 stoð- sendingar.  Staðan: Barcelona 9/3, CSKA Moskva 9/3, Bayern München 8/4, Zenit Pétursborg 7/3, Olimpia Mílanó 7/4, Real Madrid 7/5, Anadolu Efes 7/5, Valencia 7/5, Baskonia 6/5, Olympiacos 6/5, Zalgiris Kaunas 5/7, Fenerbahce 5/7, Panathinaikos 4/7, Alba Berlín 4/7, Maccabi Tel Aviv 4/8, Rauða stjarnan 4/8, Lyon-Villeurbanne 8/7, Khimki Moskva 2/10.  Frönsku Evrópumeistararnir sýndu í gær að þær eru til alls lík- legar á EM í Danmörku og unnu gestgjafana Dani 23:20 í A-riðlinum í Herning. Frakkar og Rússar fara með 4 stig í milliriðil 1 og þessi lið virðast vera mjög sterk miðað við riðlakeppnina. Þau eiga eftir að mætast í milliriðlinum. Danir eru með 2 stig og hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta orð en gætu þurft að vinna Rússa í milliriðlinum til að komast í undanúrslit. Danir gera væntanlega þá kröfu til liðsins að það leiki um verðlaun á heimavelli enda handboltahefðin töluverð í Danmörku. Svíþjóð og Spánn eru með 1 stig í milliriðli 1 og Svart- fjallaland 0. Svartfjallaland vann Slóveníu í gær 26:25 og tryggði sér þar með sæti í milliriðlinum. Grace Zaadi Deuna og Orlane Kanor skoruðu 5 mörk hvor fyrir Frakka en hjá Dönum var Anne Mette Hansen atkvæðamest með 5 mörk. Heimsmeistararnir tóku við sér Hollensku heimsmeistararnir í sneru blaðinu við í gær og tryggðu sér sæti í milliriðli 2 með því að sigra Ungverja, 28:24, í lokaumferð C-riðils keppninnar í Kolding. Holland hafði tapað fyrir bæði Króatíu og Serbíu og varð að vinna leikinn til að enda ekki í neðsta sæti og fara heim. Ungverjar voru lengi yfir en hol- lenska liðið sneri leiknum sér í hag þegar leið á seinni hálfleikinn. Kelly Dulfer skoraði 8 mörk fyrir Hollendinga og Antje Angela Mal- enstein 5. Króatar unnu riðilinn með 6 stig og Ungverjaland og Holland með 2 stig halda einnig áfram keppni. Serbar fengu 2 stig en eru úr leik vegna innbyrðis úrslita. Króatía fer þar með í milliriðilinn með 4 stig, Holland með 2 stig en Ungverjar fara stigalausir áfram. Þar sem Serbía fer ekki áfram í milliriðilinn skipta þau úrslit ekki lengur máli fyrir Holland. Heims- meistararnir eiga því enn fína möguleika á því að komast í undan- úrslit. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er með 4 stig í milli- riðli 2 eins og Króatía. Þýskaland er með 2 stig og Rúmenía 0. AFP EM Pauline Coatanea og liðsfélagar í franska liðinu stöðvuðu þær dönsku. Þær frönsku til alls líklegar á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.