Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ STÓRKOSTLEGA VEL GERÐNÝ MYND FYRIR FJÖLSKYLDUNA FRÁROBERT ZEMECKIS. SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRIR ALLA FJÖSLSKYLDUNA. Eins og ritstjórar þessa for-vitnilega verks benda á, þáeru bókmenntir Róma-fólks lítt þekktar hér á landi og er því vissulega fengur að þessu sagnasafni. Bæði sögum höf- undanna sex og, ekki síður, ítarlegum og upplýsandi inngangi tveggja rit- stjóranna, Sofiyu Zahova og Ásdísar Rósu Magnúsdótt- ur, um sögu róm- ískra bókmennta og helstu einkenni þeirra. Þá ritar málvísindamaður- inn Ian Hancock eftirmála um þá bókmenntalegu mynd sem hefur mótast af Rómafólki, „Sígaunanum“, en hann bendir á að besta leiðin til að kynna menningu og hugsun Rómafólks sé með hinu ritaða orði. „Smásagnasafnið mun vonandi eiga sinn þátt í því að staðalmyndir verði lagðar til hinstu hvílu, en þær hafa komið í veg fyrir að Rómafólki sé tekið sem raunverulegum og skyni gæddum meðlimum mannlegs sam- félags,“ skrifar Hancock. Sögurnar í safninu eru fjölbreyti- legar en sýna þó vel það sem rit- stjórar benda á, að smásagnaritun Rómafólks sprettur einkum úr munnmælahefð og endurminningum. Bakgrunnur höfundanna er þó ólíkur og þeir skrifa á ýmsum tungumálum. Rómafólk og Sígaunar hafa gegnum undanfarnar aldir dreifst út um heimsbyggðina og lifir minnihluti þeirra nú því flökkulífi sem sagt er nátengt ímyndinni – og kemur líka við sögu í mörgum sagnanna. Eins og segir í innganginum myndar Róma- fólk nú „nokkuð misleitt samfélag ólíkra hópa fólks sem býr í mörgum löndum en á sameiginlegan uppruna og deilir sömu menningareinkenn- um; þar má t.d. nefna brúðkaups- hefðir og það að giftast innan hóps- ins. Það er meðvitað um einkenni síns hóps og einnig um það sem sam- einar hópana alla.“ (21) Og í sögunum má finna fyrir þessum sameiginlega menningargrunni og hefðum, hvort sem þær gerast í fortíð eða nútíð. Margar sagnanna eru til að mynda settar fram sem munnlegar frásagnir eða ævintýri – sum hryllileg í grunn- inn eins og draugasögur íslenskra þjóðsagna – sem flutt voru á kvöld- skemmtunum fjölskyldna eða stærri hóps. Enginn höfundanna sex hefur öðlast alþjóðlega frægð í heimi bók- menntanna, og verk þeira hafa ekki verið gefin út í stórum upplögum, en sögurnar eru flestar athyglisverðar og skemmtilegar. Elsti höfundurinn fæddist fyrir rúmri öld en flestir á sjötta áratug þeirrar tuttugustu. Sá elsti, Matéo Maximoff (1917-1999), bjó í Frakk- landi, skrifaði á frönsku og sendi frá sér allskonar bókmenntaverk. Sögur hans eru með þeim bestu í bókinni; ein fjallar um Rómamenn í Rússlandi sem sendir eru í fangabúðir í Síberíu og önnur er einskonar dæmisaga um að ekki eigi að gera grín að anda framliðinna. Af öðrum höfundum má nefna að Ilona Ferková (f. 1956) starfar í Tékklandi og fjallar lengsta saga hennar í safninu um flutning Rómafólks til Englands um tíma, þar sem því er vel tekið, og nöturlegar móttökur þegar það snýr aftur til Tékklands. Jess Smith (f. 1948) fæddist í Skotlandi, í hópi flökku- fólks, og fjalla sögur hennar gjarnan um útbreiðslu og varðveislu menn- ingararfs skosks flökkufólks, eins og þær sem hér birtast bera með sér. Þá fæddist Jorge Emilio Nedich inn í flökkufjölskyldu í Argentínu og skrif- ar á spænsku, og spegla sögur hans með áhugaverðum hætti líf Róma- fólks þar í álfu. Bókmenntir eru alltaf besta leiðin til að kynnast ólíkum heimum og hugmyndunum og þetta safn, Sunnu- dagsmatur og fleiri sögur Rómafólks, þjónar heldur betur því góða og mikilvæga hlutverki. Tékki Ilona Ferkova hefur fjallað um reynslu Rómafólks í Tékklandi. Draugar og flakkarar í sögum Rómafólks Smásögur Sunnudagsmatur – og fleiri sögur Rómafólks bbbmn Smásögur eftir Georgí Tsvetkov, Ilonu Ferková, Jess Smith, Jorge Emilio Ne- dich, Jovan Nikolic og Matéo Maximoff. Þýðendur: Renata Emilson Peskova, Rebekka Þráinsdóttir, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Irena Guðrún Kojic og Ásdís Rósa Magnúsdóttir. Eftirmáli: Ian Hancock. Ritstjórar: Sofiya Zahova, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Ásdís Rósa Magnúsdóttir. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2020. Kilja, 290 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Elstur Matéo Maximoff bjó í Frakk- landi og skrifaði bækur á frönsku. Söngvaskáldið og Nóbelshöfund- urinn Bob Dylan hefur selt Univer- sal Music útgáfuréttinn að meira en 600 lögum sínum. Telja tónlistar- sérfræðingar að útgáfuréttur að jafn stórum skammti laga hafi lík- lega ekki skipt um hendur fyrr. Upphæð samningsins hefur ekki verið gefin upp en samkvæmt The New York Times er talið að verðið sé um 300 milljónir dala, um 38 milljarðar króna. Meðal laganna eru mörg þau þekktustu sem samin hafa verið á síðustu áratugum, eins og „Blowin’ in the Wind,“ „The Times They Are A-Changin’“ og „Like a Rolling Stone“. Lögin eru allt frá þeim sem hljómuðu á fyrstu plötu Dylans, sem nú er 79 ára gamall, að lögunum á þeirri nýj- ustu, Rough and Rowdy Ways. Universal Music á nú réttinn á að selja lög Dylans í auglýsingar, þætti, kvikmyndir og til annarra þeirra nota sem óskað er eftir. Hann hefur sjálfur viljað hafa hönd í bagga hingað til hvað notkun lag- anna varðar og hefur þótt rétt og sjálfsagt að þau hljómi sem víðast, einnig í auglýsingum, en margir tónlistarmenn hafa illan bifur á slíku. Samkvæmt The New York Times hafa margir tónlistarmenn selt réttinn að lögum sínum með þessum hætti á síðustu misserum. Þar má nefna að Stevie Nicks úr Fleetwood Mac seldi Primary Wave Music réttinn að sínum lögum fyrir 80 milljónir dala og þá mun Hip- gnosis Songs Fund hafa meðal ann- ars keypt útgáfuréttinn að lögum Blondie, Barry Manilow og Chrissie Hynde. Bob Dylan seldi útgáfurétt laga sinna AFP Nóbelsskáld Bob Dylan hagnast vel á sölu útgáfuréttar söngvasafns síns. Vegna kórónuveirufaraldursins tók bandaríska ljóðskáldið og greina- höfundurinn Louise Glück við bók- menntaverðlaunum Nóbels fyrir ut- an heimili sitt, með grímu, í stað þess að veita verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Þakkarræða Glück hefur verið birt á vef Nóbelsstofnunarinnar. Þar segir Glück að tilkynningin um verðlaunin að morgni 8. október síðastliðins hafi fyllt sig „panik“. Lítið hefur heyst frá Glück síðan en hún fjallar í ávarpinu meðal annars um áhrifavaldana skáldin Emily Dickinson og T.S. Eliot. Fékk Nóbelsverðlaunin afhent heima Nobel Prize Outreach/Daniel Ebersole Nóbelsskáldið Louise Glück með grímu við verðlaunapeninginn hjá heimili sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.