Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta eru mikil uppáhaldslög í bland við frumsamið efni,“ segir söngkonan Stína Ágústsdóttir sem nýverið sendi frá sér stuttskífu sem nefnist The Whale. Flytjendur með Stínu eru Mikael Máni Ásmundsson gítar- leikari og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari, sem spiluðu fyrst saman sem tríó á tónleikum í Hannesarholti fyrir um tveimur árum. Platan er þegar aðgengileg á Íslandi á streymisveitum, en kemur ekki form- lega út í öðrum löndum heims fyrr en í febrúar 2021. Platan inniheldur túlkun þeirra á „Buckets of Rain“ eftir Bob Dylan, „Dogs“ eftir Damien Rice, „Both Si- des Now“ eftir Joni Mitchell ásamt frumsömdu lögunum „I Don’t Want to Sleep“ eftir Mikael Mána og titil- lagið „The Whale“ eftir Stínu og Önnu Grétu. Auk þess spunnu þau lagið „After the Rain“ út frá sólói úr lagi eftir gítarleikarann Nir Felder. Árið byrjaði með stæl Aðspurð segir Stína breytta tón- listarneyslu fólks, sem hætt sé að kaupa plötur í föstu formi, kalla á breytt útgáfuform. „Þegar tónlistar- neyslan fer fram í gegnum streymis- veitur er rökréttara að senda oftar frá sér efni og þá færri lög í einu,“ segir Stína og tekur fram að eftir sem áður kalli sum konsept á meiri úrvinnslu. „Ég er til dæmis að vinna að næstu sólóplötu með Mikael Mána og fleirum sem við munum taka upp á næsta ári. Hún verður að minnsta kosti 10 laga, af því að efniviðurinn kallar á það,“ segir Stína og tekur fram að furðulegt ár sé að baki út af faraldrinum. „Árið byrjaði með stæl þar sem ég söng með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg Hörpu. Í framhaldinu tók- um við Mikael Máni og Anna Gréta upp plötuna í Sundlauginni, eftir að hafa hlotið til þess hljóðritastyrk Rannís. Stuttu síðar var landamær- um heims lokað með tiheyrandi raski á öllu tónleikahaldi,“ segir Stína og tekur sem dæmi að hún hafi ekki get- að sungið á tónleikum á Jómfrúnni í ágúst eins og til stóð og einnig hafi hún átt að vera á Íslandi núna í des- ember að halda tónleika með Eyþóri Gunnarssyni píanista, Einari Schev- ing trommuleikara og Henrik Linder bassaleikara. „Vonandi náum við að halda tónleikana á vegum djass- klúbbsins Múlans með vorinu, enda er þetta þrusuband,“ segir Stína og tekur fram að á venjulegu ári komi hún mörgun sinnum til Íslands að halda tónleika. Fólk grét af geðshræringu „Hér í Stokkhólmi hefur einn djassklúbbur fengið að hafa opið síð- ustu marga mánuði. Fyrir um tveim- ur vikum var ég svo heppin að fá að spila fyrir fullu húsi, sem þá var um tuttugu manns, ásamt geggjuðu bandi þar sem bassaundrið Henrik Linder spilaði með,“ segir Stína og rifjar upp að áhorfendur hafi grátið af geðshræringu. „Það er eins og að komast í mikinn fjársjóð að fá að syngja og spila fyrir áhorfendur í sal. Þetta voru síðustu tónleikar ársins hjá okkur og því sér- lega dýrmætir. Henrik hefði átt að vera á tónleikaferðalagi allt þetta ár á risastórum tónleikastöðum, enda stórstjarna. Tónleikar okkar um dag- inn voru einir af mjög fáum tón- leikum sem hann hefur getað haldið í ár og honum fannst geggjað að fá aft- ur að mæta áhorfendum.“ Spurð hvernig sé fyrir Stínu sem tónlistarmann að þreyja þorrann í núverandi ástandi svarar hún um hæl að hún sé svo heppin að vera vel gift. „Maðurinn minn vinnur í upplýsinga- tæknigeiranum og hefur því allt of mikið að gera í núverandi ástandi. Ég hef í raun enga vinnu í augnablikinu þar sem tónleikahald hefur dregist mjög mikið saman, en á móti hef ég aldrei samið jafnmikið af tónlist eins og á þessu ári sem fer senn að ljúka. Þegar ég sá í hvað stefndi fór ég strax í það að finna mér samstarfs- félaga, því mér finnst alltaf best að semja tónlist í samstarfi við aðra,“ segir Stína sem hefur verið að vinna m.a. með kanadísku danstónlistar- dúói, sænskum píanóleikara í Stokk- hólmi og íslenska rapparanum Kíló. Svo mikill sveimhugi „Mér finnst gaman að gera alls konar tónlist, en það helst líka í hend- ur við það hversu mikill sveimhugi ég er. Ég get ekki einbeitt mér að ein- hverju einu allt of lengi í einu,“ segir Stína og rifjar í því samhengi upp fremur krókótta leið sína að tón- listarbransanum. „Ég byrjaði sem dansari áður en ég kláraði síðan verkfræðina, en komst að því að það var ekki nógu skemmtilegt starf,“ segir Stína og rifjar upp að hún hafi gefið sjálfri sér það í útskriftargjöf þegar hún kláraði vélaverkfræðina á sínum tíma að hefja söngnám. „Smám saman tók tónlistin hins veg- ar yfir, þegar ég fann að hún fyllti hjarta mitt meiri gleði en verkfræðin var fær um,“ segir Stína sem stund- aði framhaldsnám í djasssöng í Montreal í Kanada. Tríó Anna Gréta Sigurðardóttir, Stína Ágústsdóttir og Mikael Máni Ásmundsson ná vel saman í tónlistinni. Dýrmætt að spila fyrir fólk  Tríó Stínu Ágústsdóttur sendir frá sér plötuna The Whale  Blanda af uppá- haldslögum og frumsömdu efni  Fann ekki gleðina í verkfræði og fór í tónlist Fjölskylda rithöf- undarins Roalds Dahls hefur beð- ist afsökunar á neikvæðum um- mælum hans um gyðinga. Í frétt The Guardian um málið er rifjað upp að Dahl, sem lést fyrir um 30 árum, hafi í viðtali við New States- man 1983 m.a. sagt að það væri eitt- hvað í eðli fólks af gyðingaættum sem leiddi til andúðar gegn því. „Hugsanlega er það skorturinn á göfuglyndi við þá sem ekki eru gyð- ingar. Ég meina það er alltaf ástæða fyrir því að andstaða við eitthvað kemur upp,“ sagði Dahl og bætti við: „Jafnvel óféti á borð við Hitler var ekki að níðast á þeim að tilefnis- lausu.“ Í yfirlýsingu fjölskyldunnar, sem birt er á opinberum vef Dahls, segir að hún biðjist afsökunar á þeim harmi sem orð hans hafi eðli- lega valdið. „Þessi fordómafullu um- mæli eru okkur óskiljanleg og ósam- ræmanleg manninum sem við þekktum og þeim gildum sem birtast í sögum Dahls, sem hafa haft jákvæð áhrif á ungt fólk kynslóðum saman.“ Fjölskylda Dahls biðst afsökunar Roald Dahl Viðtökurnar við nýrri streymis- veitu kvikmynda- hússins Bíós Paradísar, Heimabíó Para- dís, hafa verið vonum framar, að því er fram kemur í tilkynn- ingu, og til að gleðja velunnara sína hefur kvik- myndahúsið nú kynnt til sögunnar jóladagatal. Í því verður ein sér- valin kvikmynd á dag sýnd ókeypis í sólarhring. Frekari upplýsingar um dagatal- ið og Heimabíó Paradís má finna á vefslóðinni heima.bioparadis.is/is. Hrönn Sveinsdóttir er fram- kvæmdastjóri sjálfseignarstofn- unarinnar Heimilis kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís. Ókeypis bíómyndir í jóladagatali Hrönn Sveinsdóttir Warner Bros. til- kynnti á dögun- um að allar þær kvikmyndir sem fyrirtækið fram- leiðir og mun frumsýna á næsta ári verði samtímis gerðar aðgengilegar á streymisveitunni HBO Max sem er í eigu þess. Sambíóin eiga sýningarréttinn að kvikmyndum Warner Bros. hér á landi og segir Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm sem er dreifingarhluti Sambíóanna, að þessi ákvörðun komi ekki til með að hafa áhrif á dreifingu myndanna hér á landi þar sem HBO Max sé að- eins í boði í Bandaríkjunum. „Það sem er jákvætt fyrir bíóin í Evrópu er að við erum alla vega að fá stað- festingu á því að við fáum þessar myndir, að þeim sé ekki bara frest- að út af ástandinu í Bandaríkj- unum. Warner-menn eru að stað- festa að þessar myndir muni koma og það kæmi ekki á óvart að í mörg- um tilvikum fengjum við að byrja á undan Bandaríkjunum eins og núna með Wonder Woman, við erum tíu dögum á undan þeim að opna myndina,“ segir Þorvaldur og á þar við Wonder Woman 1984 sem frum- sýnd verður hér á landi 16. desem- ber. Barist í bökkum Þorvaldur segir að auðvitað séu þetta skrítnir tímar, allir í kvik- myndabransanum að berjast í bökkum og leita leiða til að koma sínu efni út. Hann segir þó hafa komið á óvart að þessi ákvörðun Warner Bros. ætti við allt árið 2021. „Við sem umboðsaðilar Warner verðum að vinna með þetta og vit- um ekki nákvæmlega hvernig þetta spilast en það sem er jákvætt fyrir okkur er að við getum farið að plana eitthvað, vitum að þessar myndir eru að fara að koma,“ segir Þorvaldur. Wonder Woman 1984 verði fyrsta stóra kvikmyndin sem bíóin fái til sýninga frá því Tenet var frumsýnd í sumarlok. Degi eftir að rætt var við Þorvald kom í ljós að frá og með morgun- deginum, 10. desember, verður heimilt að taka á móti allt að 50 sitj- andi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fædd- um 2005 og síðar. helgisnaer@mbl.is Ákvörðun Warner hefur ekki áhrif hér Þorvaldur Árnason  Undrakonan mætir í bíó eftir viku FM 89 ,5 FM 10 1,9 (Akurey ri) OG Á JOLA RETRO .IS Jóladagatal jólalögin á JólaRetró og heppnin gæti verið með þér. u þig tann á e.is, hlusta u á bestu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.