Morgunblaðið - 22.12.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.12.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir barning í rysjóttri tíð síðustu vikur var ráðgert að hefja löndun úr Sólbergi ÓF 1, frystiskipi Ramma hf., á Siglufirði árdegis í dag. Að baki er metár hjá skipstjórunum, Sigþóri Kjartanssyni og Trausta Kristinssyni, og áhöfnum þeirra á þessum stærsta togara Íslendinga þar sem allur afli er fullunninn og frystur um borð. Afli ársins fór yfir 14 þúsund tonn af bolfiski upp úr sjó, nokkuð sem íslenskt skip hefur tæpast gert áður, og er aflinn um 500 tonnum meiri en í fyrra. Aflaverðmæti ársins er um 5,7 milljarðar. Úthaldsdagar á árinu eru 323 og framundan er kær- komið jólafrí. Flúðu undan veðri Sólbergið var við bryggju í Krossanesi þegar rætt var við Sig- þór Kjartansson í gærmorgun. Síð- asti túr ársins byrjaði að morgni 20. nóvember og aflinn var rúmlega þúsund tonn af slægðum fiski að verðmæti um 470 milljónir. „Þetta gekk bara nokkuð vel í þessum síðasta túr ársins þrátt fyrir erfitt veður á köflum,“ segir Sigþór skipstjóri. „Við þurftum oft að flýja undan veðri og Vestfjarðamið hafa nánast verið lokuð í tvær vikur. Við vorum þess vegna hérna fyrir norð- an og norðaustan land, en hefðum frekar viljað vera fyrir vestan. Þar er hagstæðari slóð fyrir okkur sem erum að hugsa um blandaðan afla, en ekki bara þorsk.“ Aðspurður seg- ir Sigþór að þeir hafi séð loðnu í fisk- inum, en þó ekki í miklum mæli. Sólbergið sækir á hefðbundin togaramið við landið, en hefur síð- ustu ár farið í tvo túra í Barents- hafið, einn í norska lögsögu í febrúar og annan í rússneska að sumri til. Sigþór reiknar með að vera í fríi í janúar, en fara svo í túr í Barents- hafið. Þarf að hafa fyrir þessu Um aflabrögð segir Sigþór að ástæðulaust sé að kvarta en fisk- urinn sé ekki eins auðveiðanlegur og fyrir 5-10 árum. „Ég held að það sé almennt skoðun skipstjórnarmanna að það þurfi að hafa fyrir þessu. Þetta er ekki eins og fyrir nokkrum árum þegar menn fóru bara og sóttu fiskinn og þurftu að passa sig á að fá ekki of stór hol. Undanfarið hefur stór floti ver- ið fyrir norðan land að leita að fiski. Ef einhver finnur eitthvað safnast mörg skip í hnapp og elta þá torfu þangað til hún er búin eða fiskurinn kemst undan. Hrotan stendur ekki lengi og þá þarf að byrja að leita upp á nýtt. Austfjarðamiðin hafa verið sérlega treg síðustu vikur og Vest- fjarðamiðin strembin vegna veðurs,“ segir Sigþór. Brugðist við óskum kaupenda Sólbergið kom nýtt til landsins í maí 2017, en skipið var smíðað í Tyrklandi. Það er tæplega 80 metra langt, 15,4 metrar á breidd og 3.720 brúttólestir. 34-35 eru í áhöfn Sól- bergs hverju sinni. Aflinn er fullunn- inn um borð og segir Sigþór að nokkrum sinnum í túr komi breytt áætlun frá sölustjóra Ramma í sam- ræmi við óskir kaupenda, hvort sem það varði hnakka, flök eða bita og þá sé brugðist við því. Allur fiskurinn sé nýttur og segir Sigþór að verð- mæti lýsis og mjöls sé á milli 20-30 milljónir eftir hvern túr. Góðan árangur í veiðum og vinnslu þakkar Sigþór góðum afla- heimildum, samhentum og sterkum mannskap og öflugu skipi. „Þetta er feiknamikið og gott skip og mikill munur að vera á svona skipi heldur en gamla Mánaberginu, þó það hafi verið gott skip. Sólbergið fer miklu betur með mann í erfiðum veðrum, er öflugra á allan hátt og aðbúnaður mannskapsins er mjög góður,“ segir Sigþór. Skimað vegna kórónuveiki Í vor og fyrir tvær síðustu veiði- ferðir hafa allir skipverjar á Sól- berginu verið skimaðir vegna kór- ónuveikinnar. Ævinlega hafa allir verið neikvæðir en eftir nokkra daga á sjó í síðasta túr hafi farið að bera á einhverjum einkennum. Þá var skipið að veiðum úti fyrir Vestfjörðum og var ákveðið að sigla til Reykjavíkur í sýnatöku. Niður- staðan var að um venjulega haust- flensu eða kvefpest hefði verið að ræða en ekki kórónuveikina og segir Sigþór að mönnum hafi verið létt þegar sú niðurstaða lá fyrir. Metár Sólbergsins og afli yfir 14 þúsund tonn Í vinnslunni Fiskurinn er unninn í samræmi við óskir kaupenda, hásetarnir Þorgeir Örn Sigurbjörnsson og Björgvin Pálsson kunna handtökin.  Aflaverðmætið 5,7 milljarðar  Rysjótt tíð síðustu vikur Ljósmyndir/Hjalti Gunnarsson Metár Sigþór Kjartansson skipstjóri og Einar Númason fyrsti stýrimaður afslappaðir í brú Sólbergsins. Áður en haldið var í síðasta túr ársins var Sigþór skipstjóri búinn að skreyta húsið sitt að utan. „Ég fór að tilmælum um að lýsa upp tímanlega og byrjaði að setja upp seríur utanhúss um miðjan nóvember. Konan sér hins vegar um innanhússarkitektúrinn og ég á frekar von á að búið verði að pakka inn jólagjöfunum þegar ég kem heim og gera mestallt tilbúið fyrir jólin. Það er venjulega þannig hjá okkur sem róum þessa desembertúra að maður kemur heim í höllina klára,“ segir Sigþór, en hann býr á Akureyri ásamt Sigríði Jóhannsdóttur, konu sinni. „Kemur heim í höllina klára“ JÓLAUNDIRBÚNINGUR Þarftu að láta gera við? FINNA.is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær, Selfoss og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum – Egilsstöðum • Kram – Stykkishólmi • Fok – Borgarnesi • Versl. Kristall – Neskaupsstað Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.