Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
Sveitarstjórnir þeirra fimm sveitar-
félaga á Suðurlandi sem verið hafa
í könnunarviðræðum um samein-
ingu í eitt sveitarfélag hafa allar
samþykkt samhljóða að ganga til
formlegra viðræðna um samein-
ingu. Miðað er við að tillaga um
sameiningu verði lögð fyrir íbúana
á næsta ári.
Að viðræðunum standa Skaft-
árhreppur, Mýrdalshreppur, Rang-
árþing eystra, Rangárþing ytra og
Ásahreppur.
Tillaga verkefnishóps „Sveitar-
félagsins Suðurlands“ var tekin fyr-
ir á fundum sveitarstjórnanna nú í
desember, síðast í Mýrdalshreppi.
Hún var alls staðar samþykkt og
jafnframt var ákveðið að sömu
fulltrúar muni vinna að málinu á
næsta stigi. Viðræðurnar hefjast í
byrjun nýs árs.
Sveitarstjórnirnar lýsa því yfir í
bókunum sínum að ekki verði nýtt
heimild í sveitarstjórnarlögum um
að þótt íbúar eins sveitarfélags
hafni sameiningu geti hin samein-
ast að uppfylltum öðrum skilyrðum.
Í því felst að ef íbúar eins sveitar-
félags fella tillöguna gangi hin fjög-
ur ekki til sameiningar án nýrrar
atkvæðagreiðslu.
helgi@mbl.is
Formlegar viðræður um
sameiningu á Suðurlandi
Kuldaskór
Verð 22.995
Stærðir 36-47
Vatnsheldir
Innbyggðir broddar í sóla
SMÁRALIND
www.skornir.is
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Pandora
32.990 kr.
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
Enzymedica býður uppá öflugustu meltingarensímin á markaðnum
einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt.
Meltingarónot, uppþemba,
vanlíðan, röskun á svefni og
húðvandamál eru algengir
fylgifiskar þegar gert er vel
við sig í mat og drykk.
■ Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og
öll efnaskipti líkamans.
■ Betri melting, meiri orka, betri líðan!
■ 100% vegan hylki.
■ Digest Basic hentar fyrir börn
Gleðilega meltingu
Alma Möller landlæknir sagði á
upplýsingafundi almannavarna í
gær að dagana þrjá þar á undan
hefðu 33 greinst með kórónuveiruna
hér innanlands. Af þeim voru tólf
utan sóttkvíar. Þeir sem greindust
smitaðir tengdust vinahópum og
gekk vel að rekja flest smitanna.
Lítið þarf til að afturkippur komi
í faraldurinn, að því er kom fram á
fundinum. Vísbendingar eru um að
faraldurinn sé á uppleið. Tölur
næstu daga munu skera úr um það.
Fólk er hvatt til að halda sig heima,
hugsa hvert um annað og tryggja
hvert öðru gleðileg jól.
Á Landspítalanum voru í gær
fimm sjúklingar með virkt Co-
vid-19-smit og 29 sem höfðu lokið
einangrun. Þar af voru tveir á gjör-
gæslu, einn var í öndunarvél og
hinn hafði lokið einangrun. Í þriðju
bylgju faraldursins hafa 17 látist á
Landspítalanum en alls hafa 28 lát-
ist hér innanlands vegna sjúkdóms-
ins. Í gær voru 134 sjúklingar í eft-
irliti Covid-19-göngudeildar og þar
af voru 35 börn.
Víðir Reynisson yfirlögreglu-
þjónn er aftur kominn til starfa og
var á upplýsingafundinum í gær.
Hann sagði hug sinn hafa verið hjá
Austfirðingum og sérstaklega Seyð-
firðingum undanfarna daga. Mikil
mildi væri og raunar ótrúlegt að
enginn skuli hafa látist eða slasast
alvarlega í aurskriðunum. Hann
sagði að mikið tjón hefði orðið á
eignum og innviðum og ekki væru
öll kurl komin til grafar í þeim efn-
um.
Alma Möller tók undir orð Víðis
og sendi Seyðfirðingum og Austfirð-
ingum hlýjar baráttukveðjur.
Smitin tengd
vinahópum
Vísbendingar eru um að kórónu-
veirufaraldurinn geti verið á uppleið
Ljósmynd/Almannavarnir
Upplýsingafundurinn Víðir mætti.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra
heimilar að opnað verði á staðnám í
framhaldsskólum að nýju.
Reglugerðin tekur gildi 1. janúar
og gildir til 28. febrúar nk. Hún
tekur mið af minnisblaði sótt-
varnalæknis en þar kemur fram að
tillögur hans séu settar fram með
þeim fyrirvara að ástand faraldurs-
ins verði ekki verra við upphaf
nýrrar annar en nú er.
Í samhengi við litaflokkað viðvör-
unarkerfi fyrir skólastarf er ráð-
gert að skólastarf hefjist á
appelsínugulum, að því er fram
kemur í tilkynningu.
30 saman í rými
Heimilt verður að hafa samtals
30 nemendur og starfsmenn saman
í rými í framhaldsskólum. Blöndun
nemenda milli hópa er heimil. Sé
ekki unnt að tryggja tveggja metra
reglu ber nemendum og starfsfólki
að nota grímu. Sömu reglur gilda
um lýðskóla, ungmennahús og
framhaldsfræðslu.
„Þetta er frábært skref og ég
fagna því að framhaldsskólanemar
muni geta snúið aftur í skólabygg-
ingar og stundað sitt nám í meiri
nálægð og samfélagi hvert við ann-
að. Ég treysti skólasamfélaginu til
þess að vinna innan þessarar til-
slökunar – sem er kærkomin á öll-
um skólastigum. Við munum sem
fyrr gæta vel að sóttvörnum og
hafa allan vara á; þetta er sam-
vinnuverkefni okkar allra og við
fylgjumst vitanlega vel með stöð-
unni og þróun mála,“ segir Lilja
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
um málið.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til
heilbrigðisráðherra er bent á að á
þessum tímapunkti hafi náðst
sæmilega góð tök á faraldrinum en
þó séu vísbendingar síðustu daga
um að hann gæti verið á uppleið.
Ljóst sé að staða faraldursins
kunni að verða önnur við upphaf
nýs skólatímabils í janúar sem geti
kallað á endurskoðun á reglugerð-
inni.
Framhaldsskólar
geta hafið staðnám