Morgunblaðið - 22.12.2020, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
22. desember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.56
Sterlingspund 172.24
Kanadadalur 100.01
Dönsk króna 21.023
Norsk króna 14.871
Sænsk króna 15.433
Svissn. franki 144.22
Japanskt jen 1.2344
SDR 184.13
Evra 156.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.2773
Hrávöruverð
Gull 1878.95 ($/únsa)
Ál 2049.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.43 ($/fatið) Brent
Hún segir aðspurð að það hafi verið
brött kúrfa að læra allt er snýr að
markaðssetningu og viðskiptum á
stuttum tíma, eftir langan feril í vís-
indasamfélaginu, en mjög ánægjulegt
engu að síður.
TARAMAR-snyrtivörurnar hafa
verið á íslenska markaðinum ein-
göngu síðan 2015. Það gæti þó breyst
á næsta ári. „Ísland er einskonar
prufumarkaður fyrir okkur áður en
við höldum út í heim. Í júlí síðastliðn-
um fórum við að huga að markaðs-
sókn til útlanda af fullri alvöru, og er-
um til dæmis komin með samning við
kínversku verslunarsíðuna Taobao.
Við stefnum á að fara með vöruna til
Suður-Kóreu, Japans og Taívans á
næsta ári. Við erum að leita að fjár-
festum í það verkefni.“
TARAMAR á nú einnig í sam-
starfsviðræðum við mjög stóra aðila í
Evrópu, þar á meðal eitt þekktasta
tískuhús í heimi. „Það myndi byrja á
rannsóknarsamstarfi, og síðan kæmu
þeir meira og meira inn, eða keyptu
félagið í heild sinni. Við erum með
sterka milliliði okkur til aðstoðar sem
þekkja mjög vel til í bransanum.“
Fjórfölduðu söluna
TARAMAR er í dag, eftir að öll
sala í Leifsstöð stöðvaðist vegna far-
aldursins, nær eingöngu selt á netinu.
„Við erum með 2.000 manna vildar-
klúbb, og höfum fjórfaldað söluna á
þessu ári í gegnum hann.“
Framleiðsla fer fram í Sandgerði í
sama húsi og bæjarstjórnarskrifstof-
urnar eru í. „Við fengum dálítið af
peningum fyrir einu og hálfu ári og
notuðum þá til að skala upp fram-
leiðsluna. Við erum með mjög vand-
aðar ítalskar vélar sem geta framleitt
allt að 40 þúsund einingar á mánuði.“
Spurð nánar um fjármögnun fé-
lagsins segir Guðrún að ýmsir minni
fjárfestar hafi lagt félaginu lið. Þá hafi
Eignarhaldsfélag Suðurnesja staðið
við bakið á fyrirtækinu, auk Háskóla
Íslands eins og fyrr sagði.
Guðrún segir að staðan núna sé
mjög spennandi. Hún finni fyrir mikl-
um áhuga. „Ég finn að við erum að
fara inn í gríðarlega hratt vaxtarferli.
Ef svo færi að við seldum félagið í
heild sinni þá þyrfti það að vera til
einhvers með svipaða framtíðarsýn
og við erum með. Við viljum helst að
fyrirtækið verði áfram á Íslandi. Við
teljum það jafnvel nauðsynlegt
gæðanna vegna, til dæmis hvað varð-
ar notkun á íslenska vatninu.“
Fimm starfsmenn eru hjá TARA-
MAR en þeir voru ellefu áður en far-
aldurinn fór af stað. „Um leið og nýtt
fjármagn kemur inn munum við bæta
við fólki.“
Hratt vaxtarferli framundan
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Húðvörur TARAMAR-vörurnar fást á netinu, en einnig í Íslandsapóteki, Hagkaupum, Sápu og Lyfsalanum.
Þróun
» Byggjast á áratuga rann-
sóknum og eru unnar úr þangi
og lækningajurtum.
» Viðræður um sölu til Evr-
ópu, Suður-Kóreu, Taívans og
Japans.
» Taobao er í eigu kínverska
verslunarrisans Alibaba og er
samkvæmt Alexa 8. vinsælasta
vefsíða í heimi.
» Framleitt í Sandgerði.
Markaðssókn til Asíu á næsta ári Eiga í viðræðum við stórt alþjóðlegt tískuhús Fjöldi verðlauna
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þegar blaðamaður hringdi í hjónin
Guðrúnu Marteinsdóttur og Krist-
berg Kristbergsson til að fræðast um
velgengni TARAMAR-snyrtivaranna
voru þau á fjarfundi með ísraelskum
samstarfsaðilum þar sem rædd var
markaðssókn inn í Asíu á næsta ári.
Klukkutíma síðar gátum við Guð-
rún ræðst betur við, en þau hjónin
unnu nýverið til gull- og silfurverð-
launa á Global Makeup Awards fyrir
vörurnar sem þau framleiða. Þar báru
þau sigurorð af hundruðum annarra
húðvörumerkja. Varan var valin „Best
Organic Beauty Brand“ og fékk fyrsta
sæti fyrir næturkrem og útlit og hönn-
un pakkninga og silfurviðurkenningar
fyrir augnkrem og hreinsiolíu.
Guðrún er prófessor í fiskifræði við
Háskóla Íslands en Kristberg er pró-
fessor í matvælafræði við sama skóla.
Vörurnar byggjast á áratuga rann-
sóknum hjónanna og eru unnar úr
þangi og lækningajurtum.
„Reyndar vorum við að fá ein verð-
laun til viðbótar, hin bresku Baby and
Toddlers Awards, þar sem barnavör-
ur eru verðlaunaðar sérstaklega. Við
fengum gull fyrir eina formúlu og silf-
ur fyrir tvær,“ segir Guðrún. Hún seg-
ir þessi verðlaun mjög mikilvæg því
erfitt sé að markaðssetja barnavörur.
Þar þurfi traustið að vera enn meira
en gagnvart húðvörum fyrir fullorðna.
„Það hefur verið mikil spurn eftir
hreinum vörum eins og okkar fyrir
börn. Þó að vörur séu auglýstar fyrir
börn, þá eru í þeim allskonar rotvarn-
ar-, stöðugleika- og sleipiefni sem eru
ekki góð fyrir ungviðið. Við höfum
þróað nýja leið til að búa til húðvörur
án þessara aukaefna. Börnin geta
meira að segja smjattað á efnunum á
meðan verið er að skipta á þeim,“ seg-
ir Guðrún og brosir, en bætir við að
vörurnar séu samt ekki matvörur,
þótt þær séu tæknilega ætar.
Háskólinn er hluthafi
Þau Guðrún og Kristberg starfa
bæði við fyrirtækið, en eru enn í
hlutastörfum fyrir HÍ sem er hlut-
hafi í fyrirtækinu. „Þarna er háskól-
inn að virka mjög rétt að mínu mati.
Fyrstu árin geta verið þung fyrir
sprota.“
Algengt er að sprotafyrirtæki séu
stofnuð af ungu fólki, en þau Guðrún
og Kristberg eru á sjötugsaldri. „Ég
held að það mætti alveg aðstoða fleiri
aldraða prófessora við að koma
niðurstöðum sínum út í viðskiptalíf-
ið,“ segir Guðrún og hlær.
● Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi fór
ekki varhluta af fréttum af útbreiðslu
kórónuveirunnar í Evrópu og ákvörðun
nokkurra Evrópuríkja um helgina að loka
á flugumferð frá Bretlandi. Lengst af
virtist sem öll félögin sem skráð eru á
aðalmarkað myndu lækka í verði í við-
skiptum dagsins en Arion banki og Skelj-
ungur réttu úr kútnum áður en viðskipti
voru hringd út. Mest lækkuðu bréf Eim-
skips eða um 3,3% og þá lækkuðu bréf
Icelandair um 3,1%. Á tímabili leiddi
flugfélagið lækkun dagsins.
Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru í
Kauphöll lækkuðu á bilinu 2-2,9% og
fasteignafélögin þrjú um 1,4-2,2%.
Úrvalsvísitalan lækkaði um tæpt 1% í
viðskiptum gærdagsins.
Dumbrauður dagur að
mestu í Kauphöllinni
● Dagný Halldórsdóttir, stjórnarmaður
og hluthafi í Skeljungi, hyggst ekki taka
yfirtökutilboði sem hópur fjárfesta hef-
ur gert öðrum hluthöfum í félaginu.
Þetta kemur fram í greinargerð sem
stjórn Skeljungs hefur gefið út í
tengslum við tilboðið.
Meðal tilboðsgjafa eru Jón Ásgeir Jó-
hannesson stjórnarformaður og Þór-
arinn Arnar Sævarsson meðstjórnandi.
Stjórnarmennirnir Birna Ósk Einars-
dóttir og Elín H. Jónsdóttir eiga ekki
hluti í félaginu.
Jón Ásgeir og Þórarinn rita ekki undir
greinargerðina en þar segir að breyt-
inga sé að vænta á starfsemi Skeljungs,
nái fjárfestahópurinn yfirtökum á félag-
inu. Segir að stjórnin geti ekki lagt sér-
stakt mat á það hvort vænlegt sé fyrir
einstaka hluthafa að taka tilboðinu eða
ekki.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Stjórnarmaður tekur
ekki yfirtökutilboði
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
SENDUM
FRÍTT
UMLANDALL
T
STUTT